Morgunblaðið - 15.07.1949, Page 8
8
MORGVNfíLAÐIÐ
Föstudagur 15- júlí 1°49. ,
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsspn.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með LesbðE.
Skynsamleg tillaga
í fjárfestingarmálum
í GREIN þeirri, sem Birgir Kjaran hagfræðingur reit iijer
í blaðið s. 1. sunnudag í tilefni hinnar flónslegu sjálfhælni
blaðs litla flokksins (allir vita eins og fyrri daginn við
hvaða flokk er átt) af stuðningi fulltrúa síns í fjárhagsráði
við byggingaráform Gunnars Thoroddsen borgarstjóra og
Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjavíkur, var varpað
fram þeirri hugmynd, sem full ástæða er til að vekja at-
bygli á. Hagfræðingurinn skýrir frá því að hann hafi i
íjárhagsráði flutt tillögu um að athugaðir yrðu möguleikar
á að gefa í haust frjálsar íbúðarhúsabyggingar af ákveðinni
stærð til eigin afnota.
Birgir Kjaran bendir í þessu sambandi á að peningamark-
tðurinn hafi dregist það mikið saman undanfarið að íull
ástæða sje til þess að ætla að hann einn, án viðamikilla
skrifstofubákna, sje fær um að halda fjárfestingu íbúðarbúsa
iiman eðlilegra takmarka. Ennfremur sjeu líkur fyrir því
að mikill hluti útgefinna fjárfestingaleyfa í ár verði ekki
notaður.
★
Þessi tillaga Birgis Kjaran er mjög skynsamleg og rök-
stuðningur hans fyrir henni á einnig fyllstu stoð í raun-
veruleikanum. Það er vitað að viðhorfin í fjárfestingarmál-
um okkar eru mjög breytt frá því að lögin um fjárhags-
íáð voru sett. Lánsfje til byggingarframkvæmda er nú af
svo skornum skammti, að litlar líkur eru til að fjárfesting
í íbúðarhúsum færi mikið fram úr því, sem mögulegur inn-
ilutningur byggingarefnis leyfði, enda þótt bygging íbuð-
arhúsa af hóflegri stærð til eigin afnota yrði gefin frjáls.
Það er líka rjett, að margir, sem fengið hafa fjárfestingar-
leyfi á þessu ári munu ekki nota þau, ýmist vegna þess
að þeim hefur brugðist fje til framkvæmda eða að skrif-
stofuseinagangurinn í afgreiðslu leyfanna hefur svipt þa
möguleikum til þess að afla sjer byggingarefnis í tæka tíð.
★
XJíLuerji áhripar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Furðufugl á
íþróttavellinum
REYKVÍKINGAR fá tækifæri
til að sjá furðufugl á íþrótta-
^velllhum í kvöld — helicopter-
vjelina, sem Slysavarnafjelagið
er að hugsa um að kaupa til
björgunarstarfa hjer á landi.
Eins og kunnugt er getur þessi
flugvjel hafið sig til flugs svo
að segja beint upp í loftið og
sest á örlitlum bletti.
í ýyrradag fjekk jeg tæki-
færi til að fljúga í þessu verk-
færi yfir borginni og sanm-
færðist jeg um, að helicopter-
flugvjel er nauðsynlegt björg-
unartæki, einmitt hjer á landi.
•
Til björgunar-
starfa
ÞAÐ hefur verið dregið í efa,
að helicopterflugvjel kæmi að
gagni við björgun manna úr
sjávarháska. Skal ekkert um
það fullyrt. Það fæii að sjáif-
sögðu eftir aðstæðum, veðri,
fjarlægð strandaðs skips frá
flugstöð o.s.frv.
En hitt er auðsjeð, að fleiri
björgunarstörf koma til greina.
T.d leit að mönnum, sem vilst
hafa í óbyggðum, flutningur á
slösuðu fólki, t.d. skíðafólki,
fjarri mannabyggðum. Flutn-
ingur sjúklinga frá afskektum
sveitabæjum eða birgðaflutn-
ingar þegar landleið er ófær
•
Viðgerð
háspennulína
ÞÁ væri það ekki ónýtt að hafa
helicoptervjel til eftirlits með
háspennulínum að vetrarlagi.
Við Reykvíkingar þekkjum
vel hver óþægindi eru að því
þegar Sogslínan bilar að vetr-
inum til og hve erfiðar að-
stæður eru að flytja viðgerð-
armenn þegar snjóþyngsli eru.
Þar kæmi helicoptervjel að
góðu haldi.
Landhelgisgæsla
LANDHELGISGÆSLAN gæti
án efa haft mikið gagn af heli-
copterflugvjel. Það hefur sýnt
sig, að auðvelt er að gera ör-
uggar staðarákvarðanir úr heli-
koptervjel.
Landhelgisþjófar myndu
hugsa sig um tvisvar áður en
þeir færu inn fyrir landhelg-
ina, ef þeir ættu von á þessu
verkfæri þá og þegar.
Þá mætti hafa gagn af þess-
um vjelum til aðstoðar við
fiskiflotann, bæði á síld- og
þorskveiðum og til síldarleitar
Fleira og fleira kémur til
greina.
•
Ef einu mannslífi
væri bjargað
REYKVÍKINGAR fá tækifæri
til þess í kvöld, að sjá hvað
þessar flugvjelar geta. Það er
ábyggilegt að margir verða
undrandi.
Og það er eins og maður
sagði við mig í fyrradag, er við
vorum að skoða helicopterflug-
vjelina:
„Þótt ekkj bjargaðist nema
eitt mannslíf vegna þess, að
við hefðum svona flugvjel í
landinu, þá myndi það eitt
borga vjelina“.
Það er satt.
Fjefletting
MÖNNUM blöskrar fjegræðg-
in í mannfólkinu á öllum svið-
um. Það er ekki lengur hægt
að snúa sjer við, jafnvel ekki
í eigin húsum, án þess að vera
með pyngjuna á lofti til að
greiða þessum, eða hinum
þóknun.
Hin svonefnda gjaldskrá
Stefs, fjelags tónskálda, hefur
farið mjög í taugarnar í mönn-
um undanfarið. Ekki vegna
þess, að listamönnum beri
ekki greiðsla fyrir það sem
þeir gera, heldur vegna hins
hve langt er seilst í pyngju
almennings.
Utvarp í bílum og
veitingahúsum
LÁTUM það vera, þótt þeir
menn, sem taka fje fyrir, að
flytja tónverk, eða önnur lista-
verk, greiði höfundi einhverja
þóknun fyrir hugvit hans og
hæfileika.
En að heima skatt af dag-
skré. útyarpsins ;í leligu- og
•langferðabílum og sömu dag-
skrá í veitingahúsum, er að
ganga einu feti of langt.
Ríkisútvarpið íekur leigu af
hverju útvarpstæki, 100 krón-
ur á áii Það er hæsta útvarps-
giald í heimi (í Danmörku er
gialdið 15 krónur árlega). —
Látum það vera, við eigum
hvort eð er heimsmet í svo
mörgum gjöldum.
En, að það komi eftirreikn-
ingar á þetta gjald, ef opnað
er fyrir útvarpstæki er fráleit
firra, sem ekki á að ansa.
•
Hætt að vera grín
HINGAÐ til hafa beir, sem rit-
að hafa um „gjaldskrá" Stefs
gert grín að henni. En ef hún
er leiðin til þess, að veitinga-
stofur hætta að opna fyrir út-
varpstæki og að ekki má opna
fyrir útvarp í langferðabíl, án
aukagjalds, er málið hætt að
vera grín og alvaran segir til
sín.
Það kann að vera, að það sje
lítill fengur í dagskrá útvarps-
ins, oft á tíðum. En þegar menn
hafa greitt sitt afnotagjald af
útvarpi vilja þeir fá að hlusta
án aukagjalds, hvar sem þeir
eru.
MEÐAfANNARA ORÐATT
Hiller kallaðl atómvlsindfn „leikfana" visiitdamannanita.
Fjárhagsráð hefur að mörgu leyti unnið nytsamlegt
starf, sem að vísu hlaut að verða óvinsælt. Þjóðin varð að
miða fjárfestingu sína við efni sín til kaupa á byggingar-
efni. Slíkt var óhjákvæmilegt. Það haggar hinsvegar ekki
þeirri staðreynd, að í framkvæmd fjárfestingarmálanna hafa
orðið fjölmörg mistök. Skrifstofumennskan hefur orðið allt-
of víðtæk og almenningi hefur verið gert óþarflega erfitt
íyrir um þær framkvæmdir, sem leyfðar hafa verið. Ein-
staklingar og opinberir aðilar hafa verið dregnir á fjár-
festingarleyfum, sem aldrei kom til mála annað en að veitt
yrðu. Umsóknum hefur verið neitað, sem fráleitt hefur ver-
ið að synja um, o. s. frv. E. t. v. eru þetta óhjákvæmilegar
afleiðingar slíks skipulags. En það væri samt rangt að þegja
yfir mistökunum og láta sem allt væri með felldu.
★
Birgir Kjaran leggur til að athugaðir verði möguleikar
þess að gefa frjálsa fjárfestingu fyri íbúðarhúsabyggmgum
af ákveðinni stærð til eigin afnota. Sú athugun verður að
íara fram hið allra fyrsta. Athugun á því, hvaða áhrif það
myndi hafa á fjárfestinguna í heild. Auðvitað er ekki f:ægt
að segja fyrir um þau fyllilega. En af fyrrgreindum ástæð-
um er full ástæða til þess að ætla að slík rýmkun á veit-
íngu fjárfestingaleyfa ætti að vera möguleg.
★
Kjarni málsins er sá að þúsundir einstaklinga bíða færis
til þess að byggja yfir sig. Ekki lúxusíbúðir, heldur húsa-
kynni, sem fullnægja hóflegum þörfum fjölskyldna þeirra.
Við eigum ekki að halda í hömlur á slíkum byggingarfram-
kvæmdum einum degi lengur en þeirra er þörf. Við eigum
þvert á móti að Ijetta fargi skrifstofumennskunnar, um-
sókna- og leyfafaraldursins af almenningi eins fljótt og
kostur er á. Þessvegna er ástæða til þess að fagna tillögu
Birgir Kjarans og vænta þess að hún verði framkvæmd.
Eftir ALAN DREYFUSS,
frjettaritara Reuters.
HAIGERLOCK — Þýskir vís-
jndamenn skýra svo frá, að
Hitler hafi staðið á því fastar
en fótunum, að atomvísindin
væru ekkert annað en „leik-
fang“ vísindamannanna. Þetta
kann að hafa kostað Þjóðverja
sigurinn í styrjöldinni, eða svo
telur að minnsta kosti sá mað-
ur, sem hafði umsjón með
stærsta uraníumbingi Þýska-
lands. Þessi maður, dr. Her-
mann Schiile, sem nú stjórnar
Kaiser Wilhelm eðlisfræðistofn
uninni í Hechingen, fullyrðir:
„Hitler var svo sannfærður
um að skyndistyrjöld hans
mundi bera tilætlaðan árangur,
að hann hafði engan áhuga á
atomrannsóknum, enda leit
hann aðeins á þær sem „leik-
fang“.
• •
„SVANURINN“.
ÞESSI afstaða þýska einræðis-
herrans, bætti dr. Schiile við,
kom eiginlega algerlega í veg
fyrir, að hægt yrði að hefja svo
umfangsmiklar rannsóknir, að
nokkrar líkur væru fyrir því,
að Þjóðverjar gætu eignast at-
omsprengjur í tæka tíð. Þó er
það vitað, að þýskir vísinda-
menn unnu að atomrannsókn-
um í stríðinu, en mikið vant-
aði á, að þeir fengju alla þá að-
stoð, sem hægt hefði verið að
láta þeim í tje, ef viljinn hefði
aðeins verið fyrir hendi.
Dr. Schule skýrir svo frá, að
rannsóknirnar á hinum óþektu
heimi atomorkunnar hafi eink-
um farið fram í neðanjarðar-
byrgi, sem er um sextíu fetum
fyrir neðan 300 ára gamla bjór-
krá, sem kölluð er „Svanur-
inn“. Þessi krá er í Haigerloch,
sem nú tilheyrir franska her-
námssvæðinu.
• •
GÖMUL VÍNGEYMSLA.
ÞAÐ var árið 1943, sem dr.
Schúle fjekk skipun um að
flytja eina uraniumbing Þýska-
lands frá Berlín til Haigerloch.
íbúar bæjarins muna enn eftir
því, hversu undrandi þeir urðu,
er vörubílalest, sem um var öfl-
ugur hervörður, kom til bjór-
kVáaýinnar1. Á bílunum voru
dularfullir kassar, sem þegar
var komið fyrir í neðanjarðar-
byrginu. Á eftir bílunum komu
valdir þýskir vísindamenn. Þeir
tóku strax til starfa.
En íbúar Haigerloch vissu
ekki, hvað þessir vísindamenn
voru að gera. Þeir vissu aðeins,
að þeir unnu að einhverju
mikilsverðu þarna neðanjarðar,
þar sem vínámurnar höfðu ver-
ið geymdar í gamla daga.
• •
Á NÍUNDA DEGI.
ENN er' raunar ekki vitað,
hvaða árangur varð af starfi
vísindamannanna. Hernaðaryfir
völdin halda því enn stranglega
leyndu.
En þýsku vísindamönnunum
hafði tekist vel að halda rann-
sóknum sínum leyndum fyrir
umheiminum. Svo vel hafði
þeim tekist, að franskir her-
menn, sem höfðu átta daga við-
dvöl í Haigerloch í apríl 1945,
höfðu enga hugmynd um, hvað
geymt var í hinum gömlu vín-
geymslum „Svanarins“. Heim-
urinn fjekk ekkert að vita um
leyndarmál kjallarans fyrr en
á níunda degi eftir hernám bæj
arins, þegar tíu bandarískir
skriðdrekar og nokkrar bifreið-
ar, sem í voru háttsettir liðs-
foringjar, námu staðar fyrir
framan bjórkrána.
' • •
TÓKU ALLT.
BANDARÍSKUR höfuðsmaður
ljet þegar í stað kalla fyrir sig
eigandann, — mann að nafni
Otto Mers, — og spurði hann
spjörunum úr um vínkjallarann
hans. Mars, sem í dag segist
ekkert hafa skilið i þeim al-
menna áhuga, sem vaknaður
var fyrir víngeymslunni, gerði
sjer ekki ljóst fyrr en eftirá,
að allar spurningarnar áttu eitt
hvað skylt við starfsemi hinna
dularfullu vísindamanna frá
Berlín.
En hvað úm það, þennan
sama dag óku bandarískir vöru-
Frh. á bls. 12.