Morgunblaðið - 22.07.1949, Síða 12

Morgunblaðið - 22.07.1949, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 22. júlí 1949. — Meðal annara orða r'rh. af bls. 8. Gerlar, sem eru í hráolíu breyta henni 1 gas. Af þeim á- stæðum kemur olían upp úr jörðinni af eigin ramleik. Nú hefir verið stungið upp á því að finna gerla, sem hægt væri að setja í olíulindir, sem hættir eru að gefa olíu vegna skorts á gasþrýstingi. • • MERKILEGAR UPPGÖTVANIR. DR. Thaysen skýrði frá því, að þegar hefðu verið gerðar marg- víslegar og merkilegar uppgötv anir á sviði gerla-líffræðinnar í tilraunastöðinni í Trinidad. Ein uppgötvunin er sú, að tek- ist hefir að stöðva myglugróð- ur. Frekari rannsóknir eru þó nauðsynlegar til þess að hægt sje að nota þessa aðferð alment Trinidad var valin, sem stað- ur fyrir tilraunastöðina vegna þess, að þar er hitabeltislofts- lag, sem hvítir menn kunna vel ýið sig í. Þegar er lokið við byggingu helmings tilrauna- stöðvarinnar. Uppgötvun penecilins varð til þess að sýna mönnum framá, að það er meira í hinum ,,ó- sýnilega heimi“, en margur hjelt. Sjálfur býst jeg ekki við, að gerlalíffræðin eigi eftir að veita jafnmörgum sjerfræðingum at- vinnu og efnafræðin og læknis- fræðin, sagði dr. Thaysen. En eftirspurnin eftir gerlafræðing- um fer vaxandi, eftir því, sem menn gera sjer ljósara hve þýð- ingamikil vísindagrein hún er. Landbúnaðurinn er okkur ekki lengur nógur, þessvegna verðum við að snúa okkur að hinu ósýnilega. Eins og er vant- ar 4 miljónir smálesta upp á að feitmetisframleiðslan sje heim- inum nóg. Það er reynt að bæta úr með hvalolíu og pálmafeiti, en það er efamál hvort það næg ir. Jeg hefi þá trú, að gerla- fræðin geti hjálpað í þessum efnum ásamt fleirum. María AndrjesdóSfir níræð Bannfæringarboðskapurinn. BERLÍN — Hinn nýafstaðni bannfæringarboðskapur páfans hefir valdið því, að margir úr kristilega demókrataflokknum á hernámssvæði Rússa í Þýska- landi vilja ganga úr flokkasam- steypu þeirri, sem kommúnistar (Bifreið tii sölu Í | 5 manna herbíll, model i | ’36, er til sölu. Upplýs- 1 i ingar á Hverfisgötu 50, | i eftir kl. 5 í dag. •fimitiMiiniiiim* FRÚ Maria Andrjesdóttir níræð í dag. Ekki verður það sjeð á út- liti hennar eða fasi, gæti nokkur manneskja vilt á sjer heimiidir í þeim efnum myndi Maríu veit- ast það ljett, svo kvik er hún í hreyfingum. Það er gaman að hafa náð til að bera ellina svona| vel. Guð hefir gefið henni ljettal lund í veganesti, og hún hefirl verið fær um að taka á mótij þeirri gjöf, varðveita hana og? ávaxta. I Það er gaman að ræða við| „gömlu konuna“, minni hennarS og frásögn er létt og vekur hvern? til eftirtektar, en það sem einkum vekur athygli að henni, eru henn- ar sístarfandi hendur það er ó- hætt að fullyrða að henni fell- - ur sjaldan verk úr hendi og vefn- aður hennar og vinna sómir sjer á hvaða listsýningu sem er, og oft hefi jeg verið að hugsa um hvort ýmsum sem fyrir íslenskum vefn aðarsýningum standa, þætti ekki fengur að geta flaggað með mun unum hennar Maríu. Enda verður ekki tölu á þá komið sem hafa fengið til minja eitthvað af verk- um hennar. Og þeir minjagripir eru varðveittir. Um leið og jeg þakka Maríu alla hennar hlýju og góða við- mót, bið jeg henni blessunar á ófarinni leið. Árni Helgason. NÍUTÍU ára er í dag María Andrjesdóttir, nú til heimilis hjá Ingibjörgu dóttur sinni og manni hennar Sigurði Magnússyni hreppstjóra í Stykkishólmi. Fædd er hún í Flatey á Breiðafirði, ein hinna kunnu Andrjesdætra. Móð- ir hennar Sesselja Jónsdóttir taldi þannig dætur sínar: Jóhanna og Gunna — gulls fögur nunna Olína og Dísa — drósum skal iýsa. María og Steina — má þeim ei leyna Sjöunda Andrjesa — satt skal jeg lesa. María Katrín mæta — má henni við bæta Þennan flokkinn fljóða — faðirinn annist þjóða. Hafi þær systur hennar verið andlegu atgerfi búnar, hefir hún síst orðið afskift því líkamlega: Fríðleikskona, glæsileg að vallar- sýn, glaðlegt viðmót, hagleikur í ríkum mæli, vinnuafköst með einsdæmum. Ekkert verk fer henni illa úr hendi. Sameinar þann sjaldgæfa eiginleika: mik- inn vinnuhraða og frábæra vand- virkni. Atgjörfi sínu heldur hún fram í háa elli, bæði andlegu og líkamlegu. Gengur ennþá tein- rjett um götur þessa bæjar, vin- um sínum til augnayndis. María var ung tekin í fóstur af sjera Guðmundi Einarssyni frænda sínum og konu hans Katrínu Sivertsen. Rúmlega tví- tug giftist hún Daða Danielssyni frá Litla-Langadal á Skógar- strönd. Bjuggu þau nær hálfa öld í Skógarstrandarhreppi, Dröng- um, Narfeyri og Setbergi. Þeim hjónum varð 15 barna auðið. Lifa nú 9 þeirra. Alls mun María eiga 63 niðja á lífi. Flest er það gjörfu legt fólk. Mann sinn misti María árið 1939. Við vinir hennar, og þá á hún marga, en óvini enga — óskum að æfikvöld hennar verði blítt og friðsælt. Fósturjörðinni hef- ir hún skilað miklu starfi. Ólafur Jónsson, frá Eliiðaey. Sfangaveiðimaður sýnir allskonar köst BRESKI stangaveiðisnillingur- inn Capt. T. L. Edward, sem hingað er kominn á vegum Stangaveiðifjelags Reykjavíkur sýnir í dag allskonar aðferðir við að kasta flugu og spoon við Árbæj arstífluna. Allir þeir, sem ánægju hafa af stangveiðiíþróttinni og koma því við að sjá þessa kastsýn- ingu Capt. Edward, ættu að nota sjer þetta einstaka tæki- færi, því Edward er sem kunn- ugt er, einn af bestu kastmönn- um í heimi. Á þessa sýningu geta komið bæði fjelagsbundnir stangaveiðimenn og ófjelags- bundnir. Sýningin hefst kl. 5 síðdegis. í kvöld heldur Capt. T. L. Edward almennan fyrirlestur, sem túlkaður verður þannig, að allir hafa jafnmikið gagn af, hvort sem þeir eru enskumæl- andi eða ekki. Fyrirlesturinn verður haldinn í Tjarnarcafje. Flokkakeppnin ískék SÍÐASTA umferð flokkakeppn innar í skák var tefld á mið- vikudagskvöldið. Urslit urðu þau, að sveit Guðmundar S. Guðmundssonar vann sveit Gilfers með 2% vinning gegn %, en ein skákin fór í bið. Sveit Guðmundar Pálmasonar gerði jafntefli við sveit Baldurs Möller með IV2 vinning gegn IV2. Einstök úrslit: Árni Snævarr vann Friðrik Ólafsson, Þórður Jörundsson gerði jafntefli við Ingvar Ásmundsson, Björn Jó- hannesson vann Ingimund Guð mundsson, Guðm. S. Guðmunds son gerði jafntefli við Eggert Gilfer, Þórir Ólafsson vann Gunnar Gunnarsson og Jón Pálsson. vanýi Eirík Magnús- son. Biðskákir urðu hjá: Guð- jóni M. Sigurðssyni og Guðm. Pálmasyni og Konráði Árna- syni og Sveini Kristinssyni. Allar biðskákir verða tefld ar á sunnudaginn kemur. — Ekki er enn hægt að segja fyr- ir, hvaða sveit muni bera sigur úr býtum, þótt mestar líkur sjeu til að sveit Baldurs Möll- ers verði hlutskörpust. Guðjón M. Sigurðsson hefur tekið við forystu sveitar Baldurs, sem er nú utanlands. Ekkert hæli fyrir upp- reisnarmenn í Júgóslavíu AÞENA, 21. júlí. — Balkan- nefnd S. Þ. átti í dag viðtal við fulltrúa Júgóslavíu, sem lýstu því yfir, að hjeðan í frá yrði landamærunum við Grikkland algjörlega lokað og ábyrgst, að engir grískir uppreisnarmenn geti leitað sjer hælis þar. í bardögum sem urðu nýlega nærri júgóslavnesku landamær unum fjellu nokkur fallbyssu- skot frá byssum grísku stjórn- arinnar á Júgóslavneskt land. Júgóslavar hafa mótmælt þessu við Balkannefndina. Rannsókn hernámskostnaðar. FRANFURT — Bretar og Bandaríkjamenn hafa fyrirskip- að rannsókn á hernámskostnaði og öðrum álögum í Þýskalandi í því skyni að draga úr kostnað- inum, að því er New York Times greinir nýlega frá. eru allsráðandi í. CHERBOURG, 20. júlí. — Kvikmyndaleikkonan Greta Garbo kom hingað í dag með stórskipinu Queen Elizabeth. F Markúc i......... IIIIIIIMIMIMIIIIIIIIIIIIIIMillMMMMiMHiMmMMIMMIMfMnTEmifmilH'inilllMIIIIMIIIMIIIMIIIIIIHtllMMIMIIIIMMMIIMMIMMMMMMIIIIlMIMUIMMItMIMMIMIIIMMII A A A Á Eftir Ed Dodd aillllllMMIIIimiUMMiBIMII Orðrómurinn breiðist út eins og eldur í sinu. — Það eru allir farnir að tala um, að þú sjert búinn að vera ef öxin finnist. Nú verðum við að fara að vara okkur, Víg- björn. — Þeir skulu aldrei finna | hana. Jeg verð að koma henni fyrir kattarnef í nótt, þegar all- ir eru sofnaðir. * THEN WEÚL GET OUR BOV5 AND GET GOING... HAVE THE DONKEY ENGINE FIRED UP F3V — Við verðum að segja strák unum að vera tilbúnir um mið- nætti og eimreiðin verður að vera hituð upp. Kappreíðar Glaðs íNesodda KAPPREIÐAR ,,Glaðs“ fóru fram við Nesodda 17. júlí s.l. Veður var eins og best verður á kosið, bjartviðri og hægur andvari norðvestan. 19 hestar mættu til keppni í hlaupunum. Verðlaun hlutu þessir: Stökkhestar: 300 m. sprett- ur: — 1 Tígull, 15 vetra, 23,2 sek., eigandi Magnús Jósefs- son, Hrafnabjörgum, Dalas. 2. Elding, 10 vetra, 23,4 sek., eig- andi Guðm. Guðmundsson, Kolstöðum Dalas. 3. Þytur, 9 vetra, 23,6 sek., eigandi Jó- hann Sigurjónsson, Reykjavík,- 4. Logi. 9 vetra, 23,7 sek., eig- andi Jón Hjálmtýsson Saur- stöðum, Dalas. Folar: 250 m. sprettur: — 1. Nasi, 20,8 sek., eigandi, Jón Jósefsson, Smirlahóli, Dalas., 2. Kópur, 21,5 sek., eigandi Guðm. ívarsson, Hvammi, Dala sýslu, 3_ Háski, 22,0 sek., eig- andi Jóhann Guðlaugsson, Kol stöðum, Dalas. Skeiðhestar: 3. verðlaun Nanna, 8 vetra, eigandi Anna Guðmundsdóttir, Krossi, Hauka dal, Dalas. — Hinir skeiðhest- arnir hlupu allir upp. Auk þess fengu flokksverð- laun: Hrefna, í stökki, eigandi Jóna Bergjónsdóttir, Snóksdal, Dalas., og Roði fyrir skeið, eig- andi Hilmar Poulsen, Hjarðar- holti, Dalasýslu. 5—6 hundruð manns sóttu skemmtunina með 2—300 hesta. Skemmtunin fór vel fram enda bar mjög lítið á ölvun. Samband flskimaís- manna íslands STOFNFUNDUR Sambandsins var haldinn 17. og 18. júli s.l. í Oddfellowhúsinu. Áður var starfandi samband aðeins fyrir freðfiskmatsmenn, en þetta nýja samband er fyrir alla sem hafa rjettindi til þess að vera fiskimatsmenn n hvaða sviði sem er. Aðal tilgangur sambandsins er, að stuðla að bættri vöruvönd un við islenska fiskframleiðslu, og kynna fyrir meðlimum sín- um allar nýungar á því sviði. Einnig að sjá til þess að altaf vdijist hæfustu menn sem völ er á, til þess að vinna fyrir fisk framleiðsluna, og að þeir sjeu meðlimir sambandsins. Auka og efla samvinnu meðat fiski- matsmanna hjer á landi, að þvi er snertir vinnuskilyrði þeirra og hagsmuni, og vinna að a'uk inni þekkingu þeirra á alian hátt, svo sem með fyririestrum sjerfróðra manna á fundum sambandsins og deilduri þess. Samþykkt var að gefa út tímarit um þessi efni. Atvinnulausir meðlimir eiga að senda stjórn sambandsins skriflega beiðni um aðstoð og vill stjórnin hafa samvinnu við fiskframleiðendur og yfirmatið um' þau mál. Fyrsta stjórn þessa sambands er skipuð þessum mönnum; Jakob A. Sigurðsson, Akranesi, formaður, Lýður Jónsson, Akra nesi, ritari, Viggó Jóhannesson Reykjavik, gjaldkeri, meðstjórn endur: Helgi Jónsson, Keflavík, Guðm. Jóhannsson, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.