Morgunblaðið - 28.07.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.07.1949, Blaðsíða 6
6 MORGUNfíLAÐlÐ Fimmtudagiur 28. júlí 1949. • I y^r ^rifar: Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 7f aura me® LerbHL UR DAGLEGA LIFINU Tala ekki um stríð! „ÞAÐ ER ómögulegt að hugsa sjer friðsamari manneskj- ur á jörðinni en Rússa“, sagði Halldór Kiljan Laxness við ritstjóra Þjóðviljans um daginn. Hann sagði ennfremur: „í Sovjetríkjunum er aldrei talað um stríð, eða reynt að hræða fólk með stríði“. Þetta var eitt hið helsta, sem skáldið hafði af frjettum að færa, úr hinu austræna ríki. Aðrir hafa nokkuð aðra sögu að segja af því, hvort hið friðsama fólk þar eystra heyri aldrei neitt um stríð. í skýrslu, sem nýlega hefir verið gefin út um hinar rúss- nesku ungliða og æfingasveitir, segir svo frá: — Ráðstafanir Sovjetríkjanna sem gerðar eru til þess að undirbúa æskuna undir hernað, voru mjög auknar á árinu 1948. Hinar svonefndu sjálfboðasveitir voru endurskipu- lagðar og auknar og þeim fengin ný yfirstjórn. En samt sæta þær opinberri gagnrýni iyrir það að þær undirbúi ekki rússneskan æskulýð nægilega undir hernað. Drengir, sem alast upp í Sovjetríkjunum, verða að láta sjer lynda að fá löng kynni af meðferð morðtóla, svo sem fallbyssna, skriðdreka o. s. frv. Æfingasveitir æskulýðsins voru áður undir einni stjórn. Þangað til í maí 1948, að sveitunum var skift í þrennt. Svo sjerstakir æfingaflokkar eru til þess að undirbúa æsku- lýðinn undir herþjónustu í iandhernum, aðrir eru fyrir sióherinn og þeir þriðju fyrir flugherinn. Tilgangurinn með öliu þessu brauki er vitanlega að kenna unglingunum sem fyrst meðferð morðtóla, venja þá snemma við að hugsa um hernað og ala upp í þeim hernaðaranda. Eins og segir í rússneska blaðinu Literaturnaya Gazeta: „Við verðum að skrifa þanmg um hernað, að næstu kyn- slóðir elski vopnin og bardagana“. Mjög harður agi er í unghngadeildunum. Er unglingun- um beinlínis innprentaður baráttuhugur, með því að haldnir eru fyrir þeim fyrirlestrar í klúbbum æfingasveitanna, þar sem dáðst er að hernaðarafrekum. Rússnesk íþróttafjelög eru einnig skylduð til að hafa hernaðarþjálfun á starfsskrá sinni og kenna meðlimum sínum. Enda eru íþróttafjelögin rekin öðrum þræði sem æfingafjelög fyrir herinn. Eitt sinn er Eisenhover hershöfðingi var á íþróttasýn- ingu með Stalin marskálki, mintist einvaldurinn á það við hinn ameríska hershöfðingja, að íþróttafjelög væru nauð- synleg til þess að hægt væri að efla hernaðaranda með þjóðinni. Samkvæmt rússneskum heimildum voru 2V2 miljónir rússneskra unglinga sæmdir heiðursmerkjum á árinu 1948, fyrir áhuga þeirra og framfarir í herþjálfun æskulýðsfylk- inganna. Svo talsverður árangur virðist þar hafa orðið. þrátt íyrir hið friðsama hugarfar þjóðarinnar, sem Kiljan talar um í viðtalinu við Þjóðviljann. Að vísu geta 14 ára unglingar komist hjá því að taka þátt í æfingum og þjálfun æskulýðsfylkinganna. En slík- ur undandráttur eða hljedrægni er illa sjeð í einvaldsrík- inu. Menn vita undur vel hvað bíður þeirra, er bregða út tf þeim almennu reglum, sem yfirvöldin setja og ætlast er til, að farið sje eftir. Að sjálfsögðu er það eðlilegt að í Sovjetríkjunum sje eng- inn áhugi fyrir því, að útbreiða þekkingu annara þjóða á þeim hernaðaranda og þeim viðbúnaði, sem þar er Að þeir sem boðnir eru í kynnisferðir til hins lokaða lands, eigi ekki að gerast f jölorðir um þessa hluti þegar þeir koma heim til sín. Vel má vera, að kynni Kiljans af Rússlandi sjeu ekki meiri en svo, að hann hafi ekki vitað betur er hann sagði Þjóðviljanum ferðasöguna að austan. En þess er einnig að gæta, að það sem yfirstjórn komm- únista fyrirskipar þeim að segja, það er fyrir þeim sann- leikur, alveg án tillits til þess, hverjar staðreyndirnar eru, fyrir sjónum annara manna. Einmitt Vegna þessarar sjer- stöðu vitundarlífsins hafa kommúnistar skapað sjer „nýj- ‘an heim“, sem er fyrir þá eina, heim afturhalds og forheimsk- unar, sem íslendingar eru alveg ófáanlegir til að gista. í Kömbum. HJER ÁÐUR fyrr fór hrollur um marga er þeir heyrðu getið um bifreiðaakstur niður eða upp Kambaveg. Þótti það mesta glæfraför og á fyrstu árum bif- reiðanna hjer á landi var ekki óalgengt, að varfærnir bifreiða- stjórar ljetu farþega sína ganga upþ og niður hlíðina, af ótta við slys. Nokkur slys hafa orðið á þessum vegi, en eru nú orðið sjaldgæf, sem betur fer. Enda hefir vegurinn verið lagaður, breikkaður og rjettur, þannig að ekki getur hann talist hættu- legur, ef farartækin eru í lagi og vel er stjórnað. , „Guð gefi bílnum . . .“ „GUÐ gefi bílnum góðan dag í Kömbum" er setning, sem höfð var eftir einum af ágæt- ustu listamönnum þjóðarinnar. Gott er að biðja um handleiðslu hans, öllum vegfarendum, í Kömbum, sem annarsstaðar. En mannanna verk geta einnig hjálpað til og þeirra er þörf á Kambabrún til þess að tryggja enn betur en gert hefir verið öryggi manna. Þar sem vegurinn hefst undir Kambabrún er hengiflug til hægri. Þarna þarf hið bráðasta að setja grindverk úr járni, eða raða steinum meðfram vegbrún inni. • Má ekki dragast. ÞAÐ mætti segja, að það geti draslast að sumarlagi, að hafa þenna vegaspotta framhjá hengiflugi óvarinn og hættu- legra sje það á veturna, til dæmis í snjóþyngslum. En þarna er hætta á ferðum einnig á sumrin. Þokur miklar eru þarna á fjallsbrúninni sem kunnugt er allan ársíns hring. Oft svo svört þoka, að ekki sjest út úr augunum. Það má ekki mikið útaf bregða til þess að bíll fari of nálægt vegbrúninni og ef hann fer útaf á þessum spotta, þá — góða nótt. Það má ekki bíða eftir slysi, áður en þetta verður lagað. A þjóðveginum. ÞAÐ er svo tiltölulega stutt síðan, að náðhús þóttu óþarfa munaður á Islandi, að það eru margir, sem ekki hafa áttað sig á því, að þessi afdrep eru talin sjálfsögð meðal siðaðra þjóða. Og enn þann dag í dag þykir það hálfgerður tepruskapur, ef ferðamenn á Islandi leita sjer skjóls á áningastöðum, ef þeir þurfa að ganga einkaerinda sinna. Óþarft hispursleysi. MAÐUR, sem kom úr ferða- lagi norður og austur á land sagði mjer frá því, að alla leið- ! ina hefði hann verið að rekast á menn, sem hafi áð i þjóð- braut og lokið sjer af við bil- ana á sjálfum veginum, án þess að taka minsta tillit til umferðarinnar. Þetta er óþarfa hispursleysi. • Átti bágt með skýringar. ÞAÐ vildi svo til, að þessi mað- ur var með nokkra erlenda gesti í bíl sínum og hann segist hafa átt bágt með, að skýra þenna rammíslenska sið fyrir gestunum. Vel getur verið, að menn sjeu svo blátt áfram, að þeim sje sjálfum sama, þótt þeir geri þarfir sínar undir bráðókunnug vitni, en þeim verður að skilj- ast, að það eru margir, sem ekki kæra sig um, að vera vitni að þessum einkamálum. Það er fult eins mikið með tilliti til annara, sem menn leita sjer skjóls undir þessum kringum- stæðum. • Ekki koma hættumerkin. OG úr því við erum komin út á þjóðvegina, sem svo margir ferðast um einmitt um þessar mundir, væri ekki úr vegi að minnast á eitt eilífðarmálið — hættumerkin. Þeim fækkar nú óðum. Sum eru sundurskotin, önnur hafa verið feld, annað hvort af manna eða náttúrunnar völd- um. En engin ný koma í stað- in. Jeg man ekki hvort það var í fyrrasumar, eða hitteðfyrra, sem tilkynt var, að fengist hefði gjaldeyrisleyfi fyrir hættu- merkjum á vegina, frá Noregi, eftir að búið var að nudda hjer í dálkunum sí og æ um ófremd- arástandið á þessu sviði. Nú er enn komið mitt sum- ar og ekki bólar á hættumerkj- unum. Kanski að það hafi verið ákveðið, að leggja þau niður með öllu. — Þá væri gott, að það yrði þá sagt afdráttariaust. • Gengið út í öfgar. NOKKUÐ er gengið út i öfgar með lokun fyrirtækja vegna sumarfría. Þar sem hægt er að koma því við að gefa öllu starfsfólkinu leyfi í einu er það ágætt. En í mörgum iðngrein- um, sem almenningur bvggir á frá degi til dags er það ekki hægt. Undanfarna daga hefir til dæmis verið illmögulegt að fá brauð í bænum vegna þess hve margir bakarar hafa lok- að brauðgerðarhúsum sínum. Hjer er gengið of langt út í öfgar. Bakarar og aðrir verða að taka tillit til þarfa við- skiptavina sinna og það betur en gert hefir verið í sumar. • Millilandakeppni i knattspyrnu. AHUGAMAÐUR skrifar- — Kept verður í millilandakeppni í knattspyrnu milli Dana og Is- lendinga í Árósum fi ágúst. Hjer á landi eru 10 landsliðs- menn, en 6 eru erlendis. Hvernig eiga þeir að samæfa undir millilandaleikinn? Hvaða vit er í svona ráðlagi? Var þetta gert með vitund og vilja þjálfara landsliðsins? Er von að maðurinn spyrjj. MEÐAL ANNARA ORÐA Rússar græða vel á því að selja Auslurríska olíu Eftir HUBERT HARRISON, frjettaritara Reutcrs í Vín. ÞAÐ er talið, að Rússar muni enn halda til streitu kröfum sínum um austurrísku olíuna, en eins og kunnugt er fara nú fram samningaumleitanir full- trúa utanríkisráðherra fjórveld anna, um friðarsamninga fyrir Austurrrki. Rússar krefjast nær algjörs einræðisvalds yfir austurrísku olíulindunum og vilja láta auka olíuframleiðsluna, svo að gömlu olíubrunnarnir eru að tæmast, en stöðugt er leitað að nýjum olíubrunnum. • • FLUTT út til RÚSS- LANDS. Þeir krefjast þess, að 60-70% af olíuframleiðs'lu Austurríkis verði útflutt til Rússlands, svo að Austurríkismpnn verða sjálf ir að flytja inn olíu og bensín frá öðrum löndum. Olíulindirn- ar, sem Rússar vilja aleinir ráða yfir eru þessar: Muleberg lindirnáf, Alt-Lichtenarth, þar er einnig unnið jarðgas. St. Ulrich, Hauskirchen, Hohen Ruppersdorf, Aderklas þar er unnið jarðgas. Auk þess krefj- ast þeir helmings af olíufram- leiðslu Goesting olíulindanna. • • FYRRUM EIGNIR ÞJÓÐVERJA Allar þessar olíulindir kalla Rússar upptækar eignir Þjóð- verja og framleiðsla þeirra nemur um 60% af olíufram- leiðslu Austurríkis eða um 910,000 smálestir á ári. Olia til notkunar í Austurríki sjálfu fæst þá úr eftirtöldum olíu- lindum: Van Sicle olíulindir, Gaíselberg og helmingur af Goesting. Þeim verður annað- hvort skilað til fyrri eigenda eða ríkisstjórn Austurríkis tek- ur þær lögtaki og hefur ríkis- rekstur á olíuframleiðslunni. VINARSLJETTAN ER OLÍUAUÐUG. Flestar rikustu olíunámurn- ar liggja á hernámssvæði Rússa í Austurríki, einkum í kringum Vínarsljettuna, austan við Zist- ersdorf. Olía hefur að vísu fundist á öðrum stöðum, eii þárna á sljett unni rísa upp sífellt fleiri olíu- turnar, þvi að svo virðist. sem jarðolíu sje að finna hvar sem er á því svæði. Rússar hafa undanfarið hagað framkvæmd- um sínum við oliuleit á þann hátt, að þeir hafa einkarjett til að leita að olíu á Vínarsljett- unni. Svo að þó svo eigi að 'heita, að Austurríkismenn ráði að fullu yfir sumum olíulind- unum þar, verða þau yfirráð skammvin. Þeir geta ekki leit- að að nýjum olíulindum. Hlýt- ur því svo að fara með timan- um, að Rússar ráði yfir allri olíuframleiðslu Austurríkis. • • SVARTIMARKAÐUR Á OLÍU. Rússar greiða Austurríki ekki neitt fyrir þá olíu, sem þeir telja sína eign, þar eð, sem þeir taka úr olíulindum, sem Þjóð- verjar voru skráðir eigendur að. En auk þessneyða þeir Aust urrikismenn til að greiða eins- konar stríðsskaðabætur og gjalda í olíu. Nokkra olíu kaupa þeir einnig af Austurríkismönn umog greiða fyrir 122 schilling á tonn. Eftir það selja þeir olí- una aftur á 25 dollara og hafa þannig hreina svartamarkaðs- versluri á austurriskri olíu. 1 'dollari er metinn á minnsta kosti 10 schillinga austurríska.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.