Morgunblaðið - 06.08.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.08.1949, Blaðsíða 6
6 MORGUTSBLAÐIÐ Laugardagur 6. ágúst 1949. I Útg.: H.f. Árvakur, Reyk.iavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Nýsköpun Kommúnista KOMMÚNISTARNIR íslensku geta sagt með sanni, að þeim hafi tekist að losa sig af klafa auðvaldsþjóðskipulagsins og tileinka sjer sósíalistiskan hugsunarhátt. Svo gersamlega hafa þeir glatað allri heilbrigðri skynsemi og raunsæi. Með fylgir hæfilegt virðingarleysi fyrir sannleikanum. Eftirtektarverðust eru skrif kommúnista um nýsköpunina. Þar hefur Einar „þögli“ Olgeirsson vakið sjerstaka athygli fyrir takmarkalaust hól um sjálfan sig. Hann stingur aldrei svo niður penna, að hann ekki skýri þjóðinni frá því, að hann sje mikill spámaður og höfundur nýsköpunarinnar Eftir að flokkur hans hrökklaðist úr ríkisstjórn með iitlum sóma, hefur hann dundað við að byggja allskonar skýja- borgir. Og við þjóðina hefur hann sagt: Sjá, allt þetta mun þjer veitast, ef þú fellur fram og tilbiður mig og fjelaga Stalin og Gottwald! Það er þarflaust að karpa við kommúnista um upphaf nýsköpunarinnar. Allir vita, að hún var ekki í samræmi við stefnu kommúnista, enda var því yfirlýst í Þjóðviljanum rjett eftir að stjórnin var mypduð. Kommúnistar geta beldur aldrei umflúið þá staðreynd, að þeir flýðu af hólmi, þegar erfiðleikarnir steðjuðu að og tryggja þurfti starfsskilyrði þeirra atvinnutækja, sem keypt höfðu verið. / Síðan hafa kommúnistar lagt sig alla fram til þess að eyðileggja nýsköpunina. Hafa þeir látið sig meiru skipta að koma núverandi ríkisstjórn frá völdum en tryggja efna- hagslegt öryggi alþýðunnar, sem þeir þykjast berjast fyrir Kommúnistar saka ríkisstjórnina um að hafa reynt að tortíma nýsköpuninni. Jafnhliða ákæra þeir stjórnina fyrir að flytja inn svo mikið af framleiðslutækjum, að nauð- synjar skorti. Þegar ríkisstjórnin tekur erlend lán til þess að kaupa arðbær framleiðslutæki, hrópar Þjóðviljinn að verið sje að binda þjóðina á skuldaklafa. Þannig rekur sig eitt á annars horn hjá þessum vesalings mönnum. En loks hefur Einar „þögli“ fundið ráð til þess að leysa öll vandræði og hefja stórfellda nýsköpun án skuldasöfn- unar erlendis. Þetta bjargráð farin hann í för sinni til fje- laga Gottwald. Það er að selja fyrirfram um fimm ára skeið til Tjekkóslóvakíu vörur fyrir 35 milljónir árlega og kaupa vjelar í staðinn. Hvílík hugvitssemi! Þetta mætti auðvitað gera í samningum við mörg lönd, en fyrir hvað ætti þjóðin þá að kaupa lífsnauðsynjar sínar? Vilji Einar Olgeirsson ekki vera sakaður um lýðskrum, ætti hann að skrifa nokkrar greinar til þess að mótmæla kröfum blaðs síns um sífellt aukinn innflutning neysluvara. Nei, það er allt á sömu bókina lært hjá kommúnistum. Öll þeirra pólitíska starfsemi miðar að því að hagnýta sjer óánægju fólksins, á hvaða sviði, sem hún er. Þess vegna hika þeir jafnvel ekki við að gerast talsmenn einstaklings- frelsis og frjáls framtaks, ef svo ber undir. Efling atvinnu- veganna er þeim algert aukaatriði. Aðalatriðið er að skapa glundroða og lama mótstöðuþrek þjóðarinnar gegn hinni kommúnistisku sýki. Þess vegna heimta þeir, að ausið sje út fje bankanna og keypt og keypt, þótt ekkert sje til að kaupa fyrir. Þeirra nýsköpun er ekki efling íslenskra at- vinnuvega og bættur hagur þjóðarinnar, heldur sköpun „hins nýja heims“ Dimitrofs og Stalins, þar sem foringja- dýrkunin kemur í stað guðstrúarinnar, og þar sem kröfum alþýðunnar er svarað með fangabúðavist. Einar Olgeirsson og aðrir kommúnistaforingjar myndu vafalaust kunna því vel að sjá myndir af sjer hanga á öllum skrifstofum og jafnvel á torgum og gatnamótum og á hverju íslensku heim- ili. Þá myndi enginn dirfast að efast um, að þeir væru miklir menn og Einar Olgeirsson mikill spámaður. En þetta er sú nýsköpun, sem íslenska þjóðin óskar ekki eftir. Hún vill varðveita það frelsi og lýðræði, er hún hefur eignast, og hún vill framhald þeirra framfara, sem hófust undir forusfu Sjálfstæðisflokksins í fyrrverandi stjórn og núverandi stjórn hefur reynt eftir megni að efla og styrkja. Hugsjón allra þjóðhollra íslendinga er að skapa öllum lands- ins börnum efnahagslegt öryggi og sæmilega lífsafkomu, l en þeir skilja eðli erfiðleikanna pg láta.ekki blekkjast af lýðskrumi kommúnista. f'CU". shrifía DAGLEGA LÍFINU Athyglisverð tilraun BRESKA blaðið Daily Mirror segir frá athyglisverðri tilraun, sem er gerð í Wolverhamp- ton Road, Bretlandi. — Hún miðar að því að draga úr um- ferðarslysum bæjaiins, og lög- reglan, sem stjórnar aðgerðum, segir, að árangur hafi þegar orðið góður. Hjer er frásögn Daily Mir- ror af baráttu hins breska bæj ar gegn umferðarslysunum: • Lögreglan „hand- tekur“ börnin „SKÓLAPILTURINN greip í hendina á bróður sínum og beið eftir því, að vörubifreið, sem kom eftir veginum, æki fram- hjá. Nú var hættulaust að fara dir götuna og^piltarnir flýttu Jer því yfir á hinn vegkant- :nn. Þeir voru fljótir að þessu — m lögregluþjónninn var fljót- iri. Hann stöðvaði þá. ,,Nafn? áldur? Skóli?“ spurði hann. "ín skólapilturinn var brosandi 'it undir eyru Hann vissi sem var, að hann hafði verið „hand ':ekinn“ til þess að hægt yrði ið afhenda honum verðlauna- merkið, sem veitt er í Wolver hamton Road í sambandi við baráttuna bar fyrir auknu um- ferðaröryggi. • 500 veita verðlaunin „YFIR 500 af ibúum bæjarins — lögr;egluþjónar, kennarar og öryggisverðir — hafa sjerstök eyðublöð til umráða til þess að „handtaka“ börn og skrásetja nöfn þeirra fyrir að hlýða um- ferðarreglunum. Verðlauna- merkin, sem börnin geta unn- ið, eru ýmist blá, græn eða gul. Gulu merkin — sem kalla mætti fyrstu verðlaun — eru afhent við hátíðlega athöfn í ráðhúsi borgarinnar. • Agætur árangur „FRANK BRETT lögregluvarð stjóri skýrir svo frá; „Þessi t.ilraun, sem hefir verið út- «kýrð fvrir börnunum í skólun um, gefst vel. Þau gæta nú fylstu varúðar þar sem umferð I......MEÐÁL............./ er, því þau hafa fullan hug á, að eignast verðlaunamerkin. Nú er það aðalvandamál okk ar, hvernig við getum lá.tið verðlaunaveitinguna ná til þeirra. sem orðnir eru 15 ára og hættir skólagöngu. — Þeir þurfa líka á einhverju örfandi að halda, og það höfum við einrcitt til athugunar þessa dagana“. • D>-vkkia við Skúlovötu Á VT,öpPUNUM fvrir neðnn Skúlagötuna, skammt fvrir a"=tan þann stað. sem Kveld- úifsbryc'gian var, sátu þrír menn. fyrir rúmlepa viku, og dm^ku brennivín af stút. Þ°ir voru um tvítufft. Klukkan var um ellefu fyrir hádevi. beear beir voru að dunda við drykkjuna, og það var mikið sólskin og orðið á- jieitt í veðri. B: ennivínsberserkirnir brír drukku af stút þarna á klöpp- uourn. t.öluðu mikið saman os lietu s.ier fátt um finnast þótt bf’ir. sem framhiá gengu á Skúlaeötunni. eóndu á þá eins og naut á nývirki. • Og viku seinna í FYRRADAG vildi svo til, að ieg át.ti leið þarna framhjá. o,g þá sá jeg mjer til nokkurrar furðu, að þremenningarnir voru enn komnir á klappirnar .... með eina flösku af brenni víni. Þeir sátu á sömu steinun- um o.g töluðu af sama kappi og áður og litu ekki við áhorf- endunum á götunni fyrir ofan þá. Strákarnir voru orðnir góð- elaðir og það var engu verra veður en fyrri daginn. • Hvað um næstu viku? ÞEGAR beir voru að hverfa F’ónum mínum — þ\ú jeg verð að iáta það, að jeg leit oft um öxl á meðan jeg átti von á að siá til þeirra — sá ieg hvar einn beirra brá fiöskunni tómri á lnft og fleygði henni fram af klöppunum í sjóinn. Svo stóð hann hægt og varlega á fætur, benti fjelögum sínum að fylgja sjer og klöngraðist upp á götuna. Jeg sá það síðast til þeirra, að þeir tóku stefnu á vínversl- unina í Nýborg. Nú er jeg að velta því fyrir mjer, hvort þessir náungar eigi stefnufund þarna á klöppunum í hverri viku. Þjóðhátíð í Eyjum ÞJÓÐHÁTÍÐ Vestmannaeyinga hófst í gær, en hún er nú orðin ein af hinum stóru útiskemmt- unum ársins. Fjöldi aðkomu- manna kemur ár hvert á hátíð ina, einkum frá Reykjavík, og auðvitað ekki síst eftir að flug vöUurinn var opnaður ,í Vest-: mannaevjum. Þjóðhátíð Eyjamanna stend- ur fram á sunnudag og skemt- unin er öll hin fjölbreytileg- asta. Dansað er á tveimur dans pöllum í Herjólfsdal, mikil brenna haldin fyrra kvöldið, ræður fluttar, bj’argsig sýnt., íþróttakeppnir háðar og ótal margt fleira er þar mönnum til dægrastyttingar. • Hvítur flibbi og harður hattur ENGAN veginn er jeg þó viss um bað, hvort Vestmannaeying ar — að minsta kosti þeir, sem eldri eru — eru svo yfir sig hrifnir af aðkomugestun- um á þessa hátíð þeirra, og eru Eyjabúar bó síst óge'strisnari en aðrir landsmenn. En það hefir ætíð verið sjerstakur og viðfeldinn blær yfir þjóðhátið- inni, sem vill hverfa þegar ,.erlendu“ gestirnir verða of margir. Að minsta kosti er ég hræddur um, að gamall (og grafinn) kunninei minn, sem var stækur bindindismaður alla daga ársins nema þjóðhátíðai'- dag^na, liti þeim augum á mál ið. En hann tók þjóðhátíðina líka.svo hátíðle^a. að hann mætti ætíð á þeirri skemtun með hvít.an flibba og harðan ha+t. en slí>t skraut notvði hann annars ekki nema á jólum og öðrum stórhátíðum. Sýrumorðin skelfilegu og rjelarhöldin yfir Haigh. LÖGREGLUKONA í London, Alexandra Maude Lambourne, var á verði 21. febrúar s.l. Þá fjekk hún tilkynningu ,um að ekkjan Olive Durand-Deacon hefði horfið úr hótelherbergi sínu í Onslow hótelinu í Kens- íngton, útborg Lundúna. Ungfrú Lamboume fór þegar að rannsaka málið og þá yfir- heyrði hún m. a. snyrtilegan, lágvaxinn, kringluleitan 39 ára gamlan mann að nafni John George Haigh. Hann var svart- hærður með dálítið yfirvarar- skegg. Hann bjó um þetta Ipyti einnig á Onslow Court hótel- inu. • • GEÐJAÐIST ILLA AÐ HAIGH í SKÝRSLU ungfrú Lambourne sagði: „Mjer geðjaðist illa að því, hyað þessi maður er of kurteis, Jeg héf það einhverri- veginn á tilfinningunni, að eitt- hvað sje grunsamlegt við hvarf konunnár óg gruna þennan mann um að vera valdur að því, án þess að jeg hafi fnndið nokk- ur rök fyrir því.“ • • SKAMMBYSSA OG SÝRA ÞAÐ var farið að rannsaka feril Haghs og kom í Ijós, að hann hafði tvisvar setið í fangelsi fyr- jr peningaþjófnað. Og í vinnu- stofu hans í Crawley, Sussex fannst handtaska frú Durand- Deaéon, skammbyssa, sem riý- lega hafði verið skotið af, kaup- seðill fyrir allmiklu magni af brennisteinssýru, stór geymir úr sýruþjettu efni, og í honum ýmsar smáleifar af mannslík- ama. • • NÍU MORÐ. HAIGH var nú handtekinn og játaði hann á sig morðið og þar að auki önnur átta morð. Horin skýrði svo frá: „Þegar jeg hafpi’ skotið frú Durand-Deacon, fór jeg út og sótti fn’je'r 'vatrisglas. Síðán skar jeg í líkið, sennilega með pennahníf og Ijet renna i- glasið blóð. sem jeg drakk.“ GRÆDDI FJE Á ÞVÍ EFTIR þessa lýsingu hjelt hann áfram játningunum. Eitt fórn- ardýr 1944. — Foreldrar þess manns 1946 og önnur hjón 1948-. Auk þess kona, ung stúlka og maður, sem hann hafði mætt áf tilviljun. Þessi þrjú morð hefur lögreglan ekki enn getað feng- ið sannanir fyTÍr. Haigh sagóist í hvert skipti hafa drukkið glas af blóði. Þá játaði hann að hafa náð undir sig nokkru af eign- um hinna myrtu, eða samtals 30.000 sterlingspundum. • • SHAWCROSS : FYFE FYIR nokkru var mál Haighs svo lagt fyrir dómstólana og vakti þetta hrylliléga mál at- hygli um allan heim. Sækjandi var Sir. Hartley Shawcross, ;a.k- sókriari' nkisiris, eri verjaridi var Sir DáVid Max’well Fyfe: Báðif efu' þeír ’hiriir þekktustu lögfræðirigar' og málflutnings- menn Brétá'. Frama. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.