Morgunblaðið - 06.08.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.08.1949, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 6. ágúst 1949. — Meðal annara orða í'rh. af bls. 8. VERJANDINN SAGÐI HANN GEÐVEIKAN FYFE lýsti því yfir, að Haigh væri sekur, en geðveikur. Sagði, að hann hefði alist upp á of- stækisfullu trúarheimili. Þegar hann var ungur drengur hafði hann farið að dreyma krossfest- inguna og sá blóðið renna úr sár^m Krists. Síðan fannst hon- um, sem krossarnir breyttust í trje og menn fóru að lesa eitt- hvað úr trjánum. Fyrst virtist það vera regn eða daggardrop- ar, en svo sá hann það greini- lega, að það var blóð. Og síðar hafði Haigh mikinn blóðþorsta. Þetta fannst Fyfe sönnun þess, að maðurinn væri ekki heill and lega. • • EN ÞAÐ VAR EKKI TEKIÐ TIL GREINA. SHAWCROSS mótmælti þessu, kvað undirbúninginn að sýru- eyðingu líkamanna sýna, að Haigh hefði undirbúið morðin með köldu blóði, hann hafði keypt brennisteinssýruna löngu áður. Þá hafði hann selt loðfeld frú Durand-Deacon og á ýms- an annan hátt náð undir sig fjármunum hinna myrtu. Rjettarhöldin stóðu yfir í tvo daga, en það tók kviðdóminn ekki nema 14 mínútur að kveða upp dóminn. Haigh var álitinn sekur og skyldi hengjast. CIIIIIIIIIVIIIilllllllllllllltlltlMIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIBIfllllllMII | fbúð óskast I | 5—6 herbergja íbúð ósk- f i ast til leigu nú þegar eða | 1 1 okt. Get útvegað mjög i | góða 3ja herbergja íbúð I | í staðinn. 'Tilboð sendist I i Mbl., fyrir 9. þm., merkt: i I „1525—756“ lltlflllllllllllMfllllMlltlllllllMIIIIIMMIIMIMIIMMIIIIIIIIIII 1111111111111111111111III11111111111IIIII111111111111111111111MMIMM Ný Rafha-eldavjel | til sölu helst í skiftum fyrir j I strauvjel. Tilboð sendist i j afgr. Mbl., fyrir mánu- j j dag merkt; 754“ Enn lítið um sílri Sigurbergur Elíasson verfcstjóri timtugur SIGLUFIRÐI, 5, ágú:.t: — I gærkveldi var sildat vart austur af Rauðunúpum, og vit- að er um 14 skip, serr náðu sæmilegum köstum. Þessi skip fengu mestan afla: Ingvar Guðjónsson 600 mál, Fram 300, Helga og Björn Jónsson 250 hvort og Erlingur 200. Síldin var ekki uppi nema stutta stund og náðu fæstir til að kasta nema einu sinni. 1 dag er austan strekking- ur og ekki fiskiveður. Frjest hefir að vitlendingarn • ir hafi fengið sæmiloga veiði 1 reknet siðastl. nótt. — Guojón. - Balkanlönd Framh. af bls. 7. við nasismann og til eflingar leynistarfseminni. Segja þeir, að þessi tengsl hafi brostið skömmu eftir stríð ið og hinir þjóðernissinnuðu leiðtogar andstöðunnar hafi verið einangraðir. Hjá því gat þó ekki farið að þessi tengsl setti mark sitt á kommúnista, sem beittu þeim í sína þágu. Telja þeir, að þetta sje ein ástæða þess, hve „Títóisminn" breiðist út með höfuðpaurum kommúnistaflokka þessara landa. Þetta veitir og skýringú á, hvers vegna kenningu Kom- inform um óskeikulleik Rúss- lands er svo mikill háski bú- inn af ,,Títóismanum“. En það er trúa manna, að tilraun Moskvuvaldsins til yf- irráða og valdráns muni ekki brjóta á bak aftur hina ríku þjóðerniskend Balkanlandanna, sem varð austurríska, tyrkneska og rómverska keisaradæminu að fótakefli auk þess sem hún var snar þáttur í andstöðunni gegn yfirdrotnun nasista. Er það jafnvel Skoðun þeirra, að fyrir Rússaveldi kunni að fara á svipaðan hátt og fyrrnefnd- um ríkjum, ei þeir snúi ekki af þeirri braut sinni, að sveigja þjóðir þessar til hlýðni við sig. Segja þeir sem er, að söguna beri oft að sama brunni. HANN Bergur er fimmtugur. ■— Hver skyldi halda það, sem sjer hann og talar við hann daglega? En kirkjubækurnar ljúga ekki að sagt er, og þess vegna verð- um við að trúa því að hann hafi hálfa öld að baki sjer. En hvað eru fimmtíu ár fyrir mann, sem hefur annað eins lífs- fjör til að bera og Sigurbergur verkstjóri? Hreint ekki neitt. — Maðurinn stendur upp á sitt besta hvað sem árunum líður. Sigurbergur hefur síðastliðin 15 ár unnið hjá Reykjavíkurbæ. Fyrst sem bílstjóri, og nú á seinni árum sem verkstjóri. Allir þeir, sem kynni hafa haft af Bergi í því starfi, samverkamenn og aðr- ir, þekkja hvað samviskusamur og duglegur hann er. Og þó að eitthvað blási á móti, er hann alltaf jafn ljettlyndur og gaman- samur, og hefur á takteinum nóg af fyndnum tilsvörum og „brönd- urum“, sem koma þeim í gott skap, sem í kringum hann eru. Jeg veit að það verða ma:gir, sem taka þjettingsfast í hendina á honum í dag, og árna honum og hans ágætii konu frú Valdísi Bjarnadóttur og heimili þeirra, allra heilla með daginn og fram- tíðina. Samstarfsmaður. Kommar njósna um frjellamann í Prag GENF — Neue Zúricher Zeitung, eitt af merkustu dag- blöðum Evrópu, tilkynnti fyrir skömmu, að það hefði kvatt heim frjettaritara sinn í Prag, dr. Hans Tutsch. Afráðið var að krdla dr. Tutscch heim, eftir að hann ■ komst að því, að hljóðnema , hafði verið komið fyrir í hótel- herbergi hans. Þegar ákveðið var að serda dr. ;Tutsch til Prag, fjekk Neue Zúricher Zeitung skriflegar og munnlegar yfirlýsingar um það i tjekkneska utanríkisráðu- neytinu, að hann mund. fá að starfa í friði. Fór ót uni þúfur. LONDON — Sarningaurrieitanir Breta og Ungverja urn ví ruskipti hafa nú farið út um þúfur. Auðunn Ingvarsson Altræður: í DAG — 6. ágúst — á Auðunn Ingvarsson í Dalseli u. Eyjafiöll- um áttræðisafmæli. Auðunn er borinn Eyfellingur, og' sveitinni sinni fögru og tign- arlegu undir Eyjafjöllum hefur hann helgað krafta sína og d^ð- ríkt starf það sem af er löngum ævidegi. — Hann er fæddur í Neðra-Dal 6. ág. 1869, kominn af góðum stofni í báðar ættir. Voru foreldrar hans Ingvar Halldórs- son og Ingibjörg Samúelsdóttir, hjón í Neðra-Dal. Það bar snemma á því, að Auð- unni var í blóð borið dugur og athafnaþrá, að ganga á brattann og sækja fram til sigurs. Sá er líka rauði þráðurinn í lífi hans öllu og starfi. Auðunn hóf búskap , á föðurleifð fyrri konu sinnar, j Guði únar Sigurðardóttur, á Selja ' landi, en í 48 ár — eða frá 1901 ( — hefur hann jöfnum höndúm j verið mikilvirkur bóndi og kaup- , maður í Dalseli. í umfangsmikl-, um störfum naut hann mikilhæfr- ar konu sinnar, Guðlaugar Haf- liðadóttur, sem ásarht honum gerði garðinn frægan. Og bö:n- unum sínum 10, sem upp komust og öll eru á lífi, er hann hjart- anlega þakklátur fyrir umhyggju þeirra allra og rækt við æsku- heimilið, sem telja verður hma fegurstu fyrirmynd. Dalsel var í þjóðbraut til skamms tíma, og hinn sjálfsagði viðkomustaður flestra eða allra, er um veginn fóru. Með hve míkl um höfðingsbrag, alúð og f.yrir- greiðslu Auðunn í Dalseli og kona hans mættu sínum mörgu gestum, vita þeir best, sem reynt hafa. Það er ekki ofmælt, að í Dalseli hafi gestrisnin setið í hásæti, og gerir enn, og góðhugur, sem greitt hefur ferð svo margra og gert sporið ljettara. Margir eru þeir orðnir, sem eiga meðal sinna bestu minninga minningar úm það heimili, og geyma í þakk- látum huga það, sem þar var að mæta. Jeg er einn þeirra. Og þá að sjálfsögðu einn úr hópnum stóra, sem tjáir Auðunni í Dal- seli þakklæti sitt svo innilega og biður honum blessunar í bráð og lengd. Auðunn í Dalseli hefur lyft stærri tökum en margir samtíð- armanna hans. Með hagsýni og JL stórhug til athafna hefur hann brotið leið gegnum lífið og mætt því misjafna einbeittur og sterk- ur. Og meðal sveitunga sinna hefur hann notið virðingar og trausts, enda valinn til leiðsögu og forystu í ýmsum efnum fyrir sveit sína og hjerað. En svo stór og aíkastamikill sem Auðunn hefur verið á sviði athafnanna, er hann þó stærstur í hugum vina sinna sem mannkostamaður, hljóð næmur og opinn fyrir því, sem byggir upp lífið, og hverjum manni gjöfulli vinum sínum á það, sem gleður og bætir. V>ð- kvæmur gagnvart öllum — og öllu, sem erfitt á og bágt, og fús- astur manna til að bæta úr ann- ara neyð. Slíkra manna er gotí að minnast. „Þar sem góðir menn fara, eru Guðs vegir.“ Auðunn í Dalseli getur nú á tímamótum ævi sinnar glaðst yf- ir mörgum sigrum, en ef jeg þekki vin minn rjett, þá veiður gleði hans sönn og mest, er hann minnist þess að hafa miðlað vin- um sínum og samferðamönnum af sjóði hjartans, þeim sjóði, er möl- ur og ryð fær eigi grandað. Jón M. Guðj. PARÍS, 5. ágúst; — Yfirmenn herráðs Bandaríkjanna ræddu í dag við franska herráðsmcnn. . — Stóð fundur þeirra yfir i • þrjár klukkustundir. Skömmu síðar ræddu bandarísku for- ingjarnir svo við Montgomery hershöfðingja, sem staddur er í París. Aðeins 3 söludagar eftir í 8. flokki Happdrættiö ^mitllMIIIIIIIMMMIIIMIIIIIIIMII IIMMIMMMIMMMMMMMMIMMMMMM11111111IIMMIIIMMIIMMMMMMMIMMMMMMMMIMMMM MMIIIMIIMMIMMMMIIIIII «111 MM MIMMMIIM M IMIIIIIIM MIM MllMMIIM M MMIM MMMMMMMIIIIIIIIIIIMIIIIMMIIIIIIIIIIIIIIIIII í j Markúfl ák £ £ 4 Eftii Ed Ðodé | fiplllllntlUIIHHIimillHHHMIIIIIIHIHHIMIIIIMIHIHMMIMIMMMIMIMMI :• II11111111111IIIIIIMIMMMMMMMMMMMIMMIIMMMIIIIMIIMMIII lllMMIlT Það fór eins og maður var hræddur um. Hraði eimreiðar- inhar of gríðarlegur. í sveigj- unni missti hún stöðu á tein- Vígbjörn fjellu niður í gljúfrin. urtum og sveiflaðist út af. Þaðj — Hjálp, hjálp, kallar Víg- var skelfilegt fall. Markús og björn. En Markús snýr sjer við í loftinu og gætir þess að koma • rjett niður. EINARSSON & ZOÉGA N. s. „FOLÖir1 fermir í Amsterdam og Ant- werpen þann 15.—16. þm., í Hull þann 18. þm. | MAGNÚS THORLACIUS, | hæstarjettarlögmaður \ | málflutningsskrifstofa I | Aðalstræti 9, sími 1875 | : (heima 4489). | •ittiitiiliiriiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiitiiMiiiiiiiiiiiiimm»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.