Morgunblaðið - 06.08.1949, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.08.1949, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 6. ágúst 1949. ••iliiii m ii n •imuimi Framhaldssagan 58 Kira Arqunova Eítir Ayn Rand • f'IHimiHIIIIIHIIIHIII IIIIHIIIIIl'MHHHMMmMIIHIHIIIMimmilimillllllllllllllHHHIIIIIIIIIIIimillllllHIHIIIIIIIIIMMIIHHIIIIIIHIIIIIIIHIIIIIIMHIII iiiHiiimiii legur sjúkdómur, borgari Ar- gunova. En í Sovjet-Rússlandi eru þeir enn alvarlegri. Það er þess vegna mjög æskilegt, að það sje strax komið í veg fyrir frekari útbreiðslu. Því að þeg- ar berklarnir eru búnir að ná tökum á honum. eru mjög litl ar líkur til að hægt sje að lækna hann“. „Hváð á hann að gera?“ „Hann á að hvíla sig. Hvíla sig algerlega. Hann á að njóta sólar og anda að sér hreinu lofti. Fá góðan og hollan mat. Hann verður að fara á heilsu- hæli næsta vetur. Ef hann yrði hjer í Petrograd einn vetur í viðbót, er hann sama sem dauðadæmdur. Þjer verðið að senda hann til Suður-Rúss- lands“. Hún svaraði ekki, en lækn- irinn brosti kaldhæðnislega. — Hann vissi hvað hún ætlaði að segja. Hann leit á bótina á skónum hennar. ,,Ef þjer elskið þennan unga mann, þá sendið hann til Suð- ur-Rússlands. Hvort sem það stendur í mannlegu valdi .... eða ekki .... þjer verðið að koma honum af stað“. Kira var mjög róleg, þegar hún gekk heimleiðis. Leo stóð við gluggann, þegar hún kom inn. Hann sneri sjer hægt að henni og yfir svip hans hvíldi svo mikil ró og friður, að hann virtist yngri, en hann var í raun og veru. Það var eins og honum hefði orðið svefnsamt eina nótt, eftir margar and- vökunætur. „Hvar varstu, Kira?“ spurði hann. ,.Hjá lækninum". ..Þangað hefðír þú ekki átt að fara. Jeg hefði ekki viljað, að þú fengir að vita allt sem hann sagði“. ,,Hann sagði mjer alt“. „Kira, mjer þvkir leitt bað, sem skeði í gærkveldi. Þessi stelpukjáni! .Jeg vona, að bú haldir ekki....“ „Nei, auðvitað’ekki. Jeg skil þetta alt saman-'1. „Jeg held að jeg hafj verið hræddur, og þessvegna haeaði jeg mjer svona. En jeg er ekki hræddur lengur. Þetta verður alt svo miklu auðveldara .... þegar búið er að setia okkur takmörk. Það eina, sem nú er að gera, Kira, er að minnast ekki á það. Við getum ekkert gert. Það hefir læknirinn siálf sagt sagt bjer líká. Við getúm verið saman dálítinn tíma ennþá Þegar þetta. verður smit andi .... ja ....þá....“ Hún stóð andspænis honum og horfði í augu hans. Þannig tók hann dauðadómi sínum. — Rödd hennar var hörð og köíd. þegar hún svaraði: „Vitleysa, Leo. Þú ferð til Suður-Rússlands“. Á fyrsta ríkisspítalanum. sem hún leitaði til, horfði maður- inn undrandi á hana, meðan hún bar upp erindi sitt. „Pláss á heilsuhælj á Krím? Og hann er ekki í flokknum? Og ekki í neinu sjettarfjelaei?. Ög ekki í þjónu&tu ríkisins? Þjer hljótið að vera að gera að gamni yðar, borgari". Á næsta ríkisspítala sagði ums j ónarmaðurinn: „Það eru hundruð manna á biðlista, borgari, og þeir eru allir í stjettarfjelögum. — Að hann sje Iangt leiddur og hon- um liggi á? .... nei við get- um ekki einu sinni sett hann á biðlistann“. Á þriðja spítalanum neitaði Umsjónarmaðurinn að hlusta á hana. Hún þurfti að standa í bið- röðum, þar sem stóðu óhugnan legar raðir af vansköpuðum mannverum með ör og sáraum búðir og hækjur, opin sár og gulgrænt vellandi hrúður kring um augun. Fólkið var kvein- andi og stynjandi og andrúms- loftið var mettað af nálykt eins og í líkhúsi. Hún þurfti að bíða tímum saman á dimmum og saggafull um göngum til þess að komast inn á aðalskrifstofu ríkisspítal- anna. ,,Já, en jeg er búinn að segja ,þjer, að hann er farinn“, sagði maðurinn við skrifborð- ið. „Það er búið að loka skrif- stofunni. Þú getur ekki setið hjer í alla nótt“. Eftir fjórtán daga var henni orðið það ljóst, að væru menn með berkla, þyrftu menn að vera í stjettarfjelagi til að kom ast inn á heilsuhæli. Hún þurfti að snúa sjer til embættismanna, grátbiðja um meðmælabrjef, þar sem farið var fram á sjerstaka undan- tekningu. Hún þurfti að leita til formanna stjettarfjelaga, og þeir hlustuðu á neyðaróp henn ar með uppglent augu og kald hæðnislegt bros á vörum. Sumir hlógu. Aðrir ypptu öxlum. Einstaka kölluðu á skrif stofuþjóna sína og báðu þá að fylgja henni út. Einn sagðist geta og vilja hjálpa henni, en hann krafðist borgunar og upp- hæðin var svo há, að hún hefði ekki getað unnið sjer inn svo mikla peninga á heilu ári. Hún var róleg og örugg, hún var ekki skjálfrödduð og hún var ekki hrædd við að biðja. Þetta var kölluu hennar, bar- átta hennar og krossferð. Hún bað Leo að sjá um sum- ar fyrirspurnirnar, og hann hlýddi án þess að mótmæla, en fullviss þess, að þær mundu ekki bera neinn árangur. Hún reyndi alt hugsanlegt. Hún spurði Victor, hvort hann hefði ekki góð sambönd innan flokksins og hann gæti ef til vill. .... Victor setti á sig merkissvip og sagði; -• „Kær-a—frænka, jeg vil að bú gerir þjer ljóst, að fjelags skírteini mitt er mjer helgur dómur, sem jeg get ekki notað mjer í persónulegar þarfir“. Huft sþurði Marishu. M'árisha hló. „Þegar Öll heilsuhæli eru eins þjettskipuð og bein í síld arbúk og menn eru á biðlista fram í næstu ættliði og fjelag- ar-verkamenn rotna lifandi, á meðan þeir bíða .... og hann er ekki einu sinni orðinn veru lega veikur ennþá! .... Nei, borgari Argunova, þú skalt ekki láta-þetta spyrjast.um þig. Það er kominn tími til að þú farir að reyna að skilja tilver- una“. Hún gat ekki leitað til Andreis. Andrei hafði svikið hana. Síðan á miðvikudaginn, þeg ar hann kom ekki þangað, sem þau höfðu mælt sjer mót, hafði hún farið oft til Lydíu, altaf til að spyrja sömu spurning- anna: „Hefir Andrei Taganov kom- ið? Hef jeg fengið brjef?“ Fyrsta daginn sagði Lydía „Nei“. Annað skiptið fytjaði hún upp á nefið og vildi fá að vita, hvað væri að. Var þetta daður? Þá væri víst best að hún aðvaraði Leo. Leo, sem var svo fallegur. Kira greip fram í fyrir henni. „Hættu þessari vitleysu, Lydía“, sagði hún reið „Það er mjög áríðandi að jeg nái í hann. Viltu láta mig vita það strax, ef þú heyrir frá hon- um“. En Lydía heyrðl ekkert frá honum. Kvöld nokkurt, þegar hún var stödd hjá Dunajevs-fólk- inu, spurði hún Victor, hvort hann sæi Andrei nokkurn tím ann í skólanum. „Já, auðvitað". svaraði Vic- tor. „Hann er þar á hverjum degi“. Hún var sár og reið. Hún skildi þetta ekki. Hvað hafði hún gert? í fyrsta skipti á æv- inni fór hún að reyna að rifja upp, hvernig hún sjálf hefði hagað sjer. Hún reyndi að muna, hvað hún hafði sagt og gert daginn, sem þau voru sam an úti á ströndinni. En hún gat ekki munað, að hún hefði gert neitt rangt. Hann hafði verið ákafari þann dag en en nokkru sinni áður. Að Iok- komst hún að þeirri niðurstöðu að hún yrði að treysta á vináttu þeirra, og gefa honum tækifæri til að gefa skýringu á hegðun sinni. Hún hringdi til hans. — Hún heyrði húsmóður hans hrópa inn til hans: „Fjelagi Taga- nov“. Hún heyrði það á rödd hennar, að hún vissi, að hann var heima. Svo varð löng bið. Loksins kom hún aftur í sím- ann og spurði: „Hver er það?“ Áður en Kira var búin að ljúka við síðasta atkvæðið í nafni sínu, hrópaði hún: „Nei, hann er ekki heima“, og skellti heyrnartólinu niður. Kira skellti líka heyrnartól inu niður og ákvað að hugsa ekki frekar um Andrei Taga- nov. Eftir heilan mánuð var Kiru orðið það ljóst, að það var al- gerlega ómögulegt að koma Leo inn á ríkis-heilsuhæli. Á Krím voru einnig heilsu hæli, sem rekin voru í einka- eign, en þar þurfti að borga mikla peninga. Hún varð að útvega peninga. Hún bað um áheyrn hjá fje- laga Voronov og spurði hvort hún gæti fengið sex mánaða fyrirframgreiðslu. — Það yrði nóg til þess að koma Leo af stað. Fjelagi Voronov brosti og spurði, hvort hún ,væri viss um, að hún hefði stöðuna eftir hálft ár. Hún leitaði til Milovskys læknis, föður Vövu. Hann var Vofan í Triona kastala Eftir WINIFRED BEAR 10. Þegar þær komu alveg að klettinum, var eiginlega ekkert í hann varið. „Þetta er bara eins og hver annar gamall klettur, nú ekkert lengur líkur rjómabollu," hrópaði Ella. En María var farin að stara á eitthvað hinum megin við klettinn, sem hafði ekki sjest, þegar þær voru niður á ströndinni, — það var svart op, sem var þar inn í kletta- hlíðina. „Þetta er hellir,“ sagði hún. „Skyldi hann vera djúpur?“ sagði hún og leit með grunsemdar og dularfullum svip ti’. Ellu. „Jaá,“ sagði Ella. „Hvað skyldi hann ná langt inn? Það er rjett að rannsaka málið seinna.“ Ströndin tók sveigju fram fyrir klettinn ,svo að þegar stúlkurnar höfðu gengið fáein skref til baka var hellisopið horfið. Og nú fóru þær að hlaupa til að ná Rosemary aftur. Hún skyldi við þær rjett framan við kastalann og hún virtist vera komin aftur í gott skap. En Ellu fannst á Rose- mary, að húh væri fegin að geta nú loks skilið við þær og snúið til baka. „Þið lofið því að fara beina leið upp í kastala og vera ekkert að tefja á leiðinni?“ spurði Rosemary. „Já, við skulum fara beina leið inn,“ svöruðu þær báðar. „Þakka þjer fyrir heimboðið og fyrir það, að þú fylgdir okkur,“ bætti Ella við. „Jeg vona, að þú hafir ekki breys1: á að ganga þessa leið.“ „Alls ekki,“ svaraði Rosemary. „Jeg get gengið 10 mílur án þess að finna til þreytu, en auðvitað vil jeg ekki skilja móður mína lengi eftir aleina í húsinu.“ Svo kvöddust þær og stúlkurnar hlupu upp stíginn að kastalanum. Ella sagði: „Mjer finnst nú að frú Margrjet sje ekki þannig kona, að hún sje hrædd við að vera ein í húsinu sínu. Finnst þjer það kannski?" „Nei, það finnst mjer ekki,“ svaraði María. Hún var orðin móð af göngunni í brattanum. (21 VWfý' JLjcT nmjúhqjjuTt, zgJ^ ~ > li/TLLL , flældng, sem kom til liennar og ba3 ölmusú. — Jeg fæ hvergi vinnu. — Færðu hvergi vinnu? Hvemig stendur á þvi? — Þeir heirnta allir, að jeg komi með meðmæli frá siðasta atvinnu- veitanda míniun, en hann ac fyrir 20 árum. — Hvert eiguni við aS fara meS píanóiS? —• Upp á fjórSa áttund. ★ Kona kom inn í strætistagn og rjettir bílstjóranum 100 króna seðil. —7 Þvi miður, sagði hún, á jeg enga smápeninga. —v Allt í lagi, sagði bílstjórinn um leið og hann hringlar í peningatösku sirfffi, eftir fimm mínútur munið þjer hafa eignast nóg af þeim. — ★ Stórar fætur. Það er mikið talað um það og skilfbð, að gamlir sjómenn gorti mik- ið, þegar þeir em hættir í sigling- un^pg sestir i helgan stein. En það getdýfleiri gortað en sjóménnimir. liÉtirfarandi samtal átti sjer eitt sinn stað milli tveggja ameriskra bæmla: * Þú ert að tala um, að þú hafir sjeð. mann með stóra fætur. Jeg sá eitj^Áinn mann með svo stóran fót að 2in var nær metri á lengd. -i Hvað er það. Maðurinn. sem jeg var að tala um áðán, hafði svo stór- af fætur, að haim varð að ga igá áft- ur Jt bak að húsunum til þess að geta barið að dymm. ■*" ★ Gat ekki fcngiS meðmæli. -r- Hversvegna faerðu þjer ekki ein- hverja vinnu? spmði brjóstgóð kona Hver skilur þetta? — Jeg hata konur, og mjer þykir vænt um að jeg hata þær, því að ef jeg hataði þær ekki, myndi mjer þykja vænt um þær, og jeg hata þær. ★ Þvílík læli. — Það var allt í uppnámi fyrir utan bíóið í gærkvöldi. — Nú, hvað var að? — Tvær hálfsystur voru &ð reyna að komast inn á einn miða. Ausfur-ferðir Reykjavík — Laugarvatn | ferðir alla daga. Reykjavík — Grímsnes 1 — Biskupstungur til Geysis ferðir alla daga. Til Gullfoss og Geysis ; sunnudaga og fimtudaga. | Afgreiðsla í Ferðaskrif- | stofunni. Ólafur Ketilsson I BERGUR JÓNSSON Málflutningsskrifstofa, Laugaveg 05, sími 5033. Heimasfml 0234.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.