Morgunblaðið - 07.08.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.08.1949, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Sumiudagur 7. ágúst 1949. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. j Norræn samvinna OVENJU margar norrænar ráðstefnur eru haldnar hjer um þessar mundir. Fyrst var þing hinnar norrænu alþýðuhreyf- ingar, sem ýmsir kunnir forustumenn jafnaðarmanna á Norð- urlöndum sátu. Síðan var háð hjer þing norrænu fjelaganna og ráðstefna norrænna bankamanna, og nú er að hefjast hjer þing yrkiskóla á Norðurlöndum, og er það langfjölmennast þessara norrænu þinga. íslenska þjóðin hefur ætíð talið sig norræna þjóð, og síðan hún varð sjálfstæð hefur hún sýnt á margan hátt áhuga á að varðveita tengslin við hin Norðurlöndin. Af þeim sökum er það henni gieðiefni, að ísland skuli hafa verið valið til þessara norrænu þinghalda. Norðurlandaþjóðirnar eru svo skyldar, bæði af uppruna og menningu, að eðlilegt er, að þær hafi sem nánasta samvinnu. Hvergi stendur lýðræðishugsjónin fastari fótum en í þessum löndum, enda er aiþýðumenntun þar betri en hjá öðrum þjóð- um. Af þessum sökum hafa Norðurlandaþjóðirnar snúist ákveðið gegn einræðis- og öfgastefnum og á alþjóðavettvangi þafa Norðurlöndin lagt sig fram um að efla frið og rjettar- öryggi í heiminum. Einmitt af þessum sökum eiga íslendingar samleið með öðr- um norrænum þjóðum, þótt lega landsins og viðskipti hljóti einnig að stuðla að miklum samskiptum þeirra við engil- saxnesku þjóðirnar. Það er sjerstök ástæða til að fagna þeirri samþykkt þings norrænu fjelaganna að reynt verði að efla sem mest efnahagslega samvinnu Norðurlandanna, því að milli þeirra hefur oft verið harðvítug samkeppni um mark- aði, sem ef til vill hefði verið hægt að komast hjá, til hagsbóta fyrir alla aðila. íslenska þjóðin býður hina norrænu gesti velkomna og óskar þess, að hin norræna samvinna beri þann ávöxt, sem til er ætiast. Síldveiðin (JíLar UR DAGLEGA LÍFINU DAGLEGA lífinu barst í fyrra- j dag harðort brjef um Sundlaug arnar. Sá, sem þessa dálka rit | ar, er höfundi brjefsins að ýmsu leyti sammála. Hjer fara á eft ir kaflar úr brjefinu: „Jeg, ásamt mörgum, var að koma frá Sundlaugunum okk- ar . . lokuðum. Við, sem ,.grip- um í tómt“, spyrjum — og ekki að ástæðulausu, finst mér: Þarf þetta að vera svona? Er það bráðnauðsynlegt að eyðileggja fyrir hundruðum manna bá ör- fáu sólskinsdaga, sem gefast, með einhverju hreinsunargutli, endilega meðan sólin skín sem hæst? © Rigningardagarnir eru margir „VIÐ skiljum að hreinsa þurfi laugarnar annað slagið, en mætti ekki reyna, að minsta kosti innan ákveðins nmma. að inna það verk af hendi á rjgn ingar eða sólarleysisdögum. sem eru svo margir? Og hví má fólk ekki fara í sólbað, þótt vatn sje ekki í laugunum? Flestir geta ekki annarsstaðar verið. w Lokun á lokun ofan SUNDLAUGARNAR voru lok- aðar kl. 4 s.l. sunnudag. fram til kl. 2 í gær — fimmtudag — og nú í dag — fnstudag ■— allan daginn! Er svona blint og vitlaust ,,maskineri“ ekki Reykvíking- um óhagstætt. Margir klífa þrí tugan hamarinn til þess að nota þær fáu sólskinsstundir, sem gefast — taka á sig vinnu á öðrum tímum, en eru svo þrá faldlega gabbaðir á þann hátt, sem lýst hefir verið“. Svo mörg eru þau orð. Miður góð úthlutun á sólskini ÞAÐ má hiklaust fullyrða, að sólsliininu hafi verið misskift 'milli sumarfríafólksins í ár. — Ágústmánuður er ekki fyr kom inn en hver sólskinsdagurinn kemur öðrum betri, en fyrir þann tíma sólarlítið og hálf- gerð leiðindatíð hjer sunnan- lands að minsta kosti. Maður vexður líka var við það. ntS þeir, sem búnir eru með sumarfríin og sjálfir gátu ráð- .ið hvenær þeir tóku þau, nagi sig í handarfcökin þessa dag- ana. Og engin furía í allri sól- inni. © Mikiil munur verður bað ÞAÐ verour sannarlega mikill munur að lifa, begar Veður- stofan okkar getur farið að spá fyrir um veðrið með eins til tvegeja mánaða fyrirvara. Þó er hætt við því, að þeir spá- dómar kynnu að draga dilk á eftir sjer. Ólíklegt má að minsta kosti telia það, að þá fáist nokkur sála til að taka út sum arfríið sitt í óhagstæðri veðr- áttu, en árangurinn verður auð vitað sá, svo tekið sje dæmi hjeðan sunnanlands, að allir Reykvíkingar gera kröfu til sumarleyfis á sama tíma. Jej^ vil engu spá um það, hvernig þessi vandi verður leystur, en máske það verði ekki á þessari öldinni, sem /eð urstofan treystir sjer til að spá fyrir um veðrið tvo mán- uði fram í tímann. • Til fyrirmyndar KONA hjer í bænum hefir í brjefi til Daglega lífsins vakið athygli á því, hvernig einstök fyrirtæki geta verið til fyrir- myndar um þrifnað og myndar skap. Bendir hún í því sam- bandj á skóverksmiðju Lárusar G. Lúðvígssonar við Rauðarár- stíg. „Húsin, sem verksmiðj- unni tilheyra“, skrifar frúin, ,eru ekki há í loftinu en vel máluð og snyrtileg. Utan um alla lóðina er trjegirðing, sem einnig er vel máluð, og frá öllu er sjerstaklega smekklega geng ið — grasblettir, blómareitir og flaggstöng.“ Brjefhöfundur segist vonast til þess, að Daglega lífið veki athygli annarra verksmiðjueig- enda á þessu, og það er hjer með gert. • Garðarnir lýsa eigendunum. í SAMBANDI við þetta væri ef til vill ekki úr vegi að vekja athygli á því, að lóðir og garð- ar húseigenda lýsa því oft bet- ur en nokkur orð, hvernig menn eru þar á ferðinni. Það er mesti misskilningur, að það kosti mikla peninga að eiga fallegan og snyrtilegan garð. Það kost- ar aðeins örlitla fyrirhöfn og góðan vilja. © Það er verið að hreinsa Tjörnina. DAGLEGA lífinu hefur nú ver- ið skýrt frá því, að það hafi tekið röngum tökum á málinu, þegar það ræddi um vatnsleysið í Tjörninni. Þetta vatnsleysi eigi rót sína að rekja til þess, að það sje einmitt verið að reyna að hreinsa sem best margs konar óþverra úr Tjörn- inni. Ætlunin sje að hleypa í hana nýjum sjó og reyna þann- ig að ná burt og drepa slýið og annað það, sem síst er til feg- urðarauka og væntanlega eng- um til ánægju. MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . SÍLDVEIÐIN virðist ætla að bregðast enn einu sinni. Til þessa hefur svo að segja engin veiði verið, jafnvel enn minni en um sama leyti í fyrra. Það er eðlilegt, að menn sjeu nokkuð kvíðnir vfir þeim afleiðingum, sem þessi veiðibrestur hefur í för með sjer íyrir þjóðina. Um langt skeið hefur þessi atvinnuvegur fært þjóðinni miklar tekjur, og hún hefur á undanförnum árum lagt í mikinn kostnað til þess að geta sem best hagnýtt þessa skjótfengnu en skammvinnu veiði. En einmitt þegar þjóðin er sem best undir það búin að taka á móti síldinni, hverfur hún svo að segja gersamlega. Þar sem síldveiðin hefur nú brugðist ár eftir ár, er óhjá- kvæmilegt að treysta varlega á þenna atvinnuveg sem ör- ugga tekjulind fyrir þjóðarbúið. Kostnaðurinn við hinar mis- heppnuðu síldveiðar síðustu árin hefur verið geysilegur, en lítið fengist í aðra hönd. Þjóðin verður auðvitað að vera við því búin að notfæra sjer síldina, þegar hún gefst, en hún verð- ur að miða þjóðarbúskap sinn við það, að síldveiðin geti brugðist, hvenær sem er, ella hlýtur að skapast hið mesta öngþveiti. Þótt engin síld veiðist í sumar, er auðvitað ekki loku fyrir það skotið, að hún geti komið upp hjer við Faxaflóa í haust og vetur, og koma þá að góðu gagni þær verksmiðjur, sem komið hefur verið upp hjer suðvestanlands. Fari hinsvegar svo, að engin síld veiðist á árinu, getur þjóðin auðvitað ekki hiá því komist að takmarka vörukaup sín frá útlöndum í samræmi við það. Veiðibrestur er sem hver annar uppskeru- brestur, sem ekkert er hægt að gera við nema spara við sig, þar til úr rætist. Til allrar hamingju hefur nýsköpunin stuðlað að stórfelldri eflingu annarra greina útgerðarinnar, svo að þjóðinni ætti að vera tryggð sæmileg afkoma, þrátt íyrir síldveiðibrestinn. Það er gæfa þjóðarinnar, hversu atvinnuvegir hennar hafa verið styrktir að aukinni tækni síðustu árin. Vegna þeirrar forsjálni á hún að geta horft með trausti til framtíðarinnar og ekki þurfa að kvíða örbyrgð, þótt síldin sje duttlungafull. Frá Eldeyjarför dr. Julian Huxley. Dr. Julian Huxley sagði ný- lega frá íslandsferð sinni í Sunday Times. Hjer fer á eftir lausleg þýðing á grein hans. Ein aí ástæðunum fyrir ís- landsferð minni í júní s. 1. var, að jeg vildi hjálpa til við að telja: hafsúluna. Hafsúlan í heiminum var fyrst talin 1939 og með þessari talningu mátti því sjá, hvort þessari fuglsteg und er að fjölga eða fækka. Til þess heimsóttum við Eldey. STÓRFENGLEG SJÓN Eldey er dásamleg klettaeyja, löng en mjó. Hliðarnar eru snarbrattar 400 feta háar, en upþi flöt, lítið eitt hallandi til hliðanna, þrjár ekrur að flat- armáli. Eyjan rís beint upp úr hafinu og alein 15 mílur út af suðvestuihorni íslands. Það er stórfengleg sjón að sjá kletta- beltin öll iðandi af sjófugli þar á meðal 20,000 af þeim fínasta þeirra súlunni, sem hefir snjó- hvíta vængi og vængjahafið er 6 fet. En þegar við vorum að sigla í kringum eyna og telja súlurn ar var það þó annað en stór- fenglegt útlit eyjarinnar, sem mest áhrif hafði á mig, — það var umhugsunin um hið liðna, því að þarna á klettasillu einni fyrir neðan hamrana ljet síðasti geirfuglinn lífið. 10,000 kr. egg Einu leifarnar af geirfuglin- um, sem enn eru til í heimin- um eru 80 útstoppaðir hamir og 75 egg, — jú, og svo vit- neskjan um að eitt geirfugls- egg kostar nú 10,000 kr. Geirfuglinn átti heima beggja vegna Atlanshafsins. Menskir íbúar á þessu svæði veiddu hann oft og tóku eggin til mat ar, en það sakaði ekki svo mik- ið. Fyrsti hættulegi óvinurinn var nútímamaðurinn. Það fóru að koma hvalveiðimenn og fiskimenn frá fjarlægum lönd- um og landkönnuðir. Þeir rjeð ust til landgöngu á sker geir- fuglsins, rændu eggjunum og slógu fuglana í rot með kylfum og átu hann. Það var á 18. öld og geirfuglinum fækkaði stöð- ugt. • • TALINN GALDRA- NORN í FUGLS- LÍKI Varpstöðvar r''”fuglsins í Bretlandi var ey4 " St. Kilda. 1758 hafði þeim fækkað mjög. 1821 náðist eínn en slapp rjett á eftir. Sá síðasti var sleginn í rot 1840. Hann var innan um stóran súlnahóp og var drep- inn vegna þess, að menn álitu hann væri norn í fuglslíki. • • BÚSTAÐUR GEIR- FUGLSINS VIÐ ÍSLAND Eftir 1820 er eini varpstað- [ urinn í heiminum orðinn Geir- ! fuglasker, — átta mílur suður af Eldey. Það er vitað að 1813 var skerið þjettsetið, en á því ' ári vár rænt og fjölda fugla slátrað til matar. I Og 1830 varð hræðilegt slys. Skelfilegur jarðskjálfti braut Geirfuglasker niður, svo ekki varð ögn af því eftir ofan sjáv ar. Mikill hluti fuglanna ljet þegar lífið, — og enn verra var að bústaður þeirra og varpstað ur var horfinn í öldurnar. • • KLETTASILLAN VIÐ ELDEY 1844 fundust tveir gamlir fuglar og egg þeirra (geirfugl- inn verpti aðeins einu eggi) á klettasillu við Eldey. Eggið var mölvað og fuglarnir drepnir. Dráp þessara fugla hefir i þessu tilfelli ekki haft neina úrslita þýðingu. Úr þessu hefir ekki veiið hægt að bjarga þeim við. Þetta voru síðustu geirfugla hjónin sem höfðu verpt á nýj- um og óhentugum stað. • • MILJÓN ÁRA ÞRÓUN SLITIN Það er sorglegt að hugsa um það, þegar heil dýrategund deyr út. Miljón ára framþró- un náttúrunnar verður þá að engu, og það er aldrei hægt að bæta það upp, hversu mikil leikni og kunnátta sem til kem ur. Framn. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.