Morgunblaðið - 07.08.1949, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.08.1949, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Sunnudagur 7. ágúst 1949. ÍÞHÓTTIR Aiaxandrma droiln- ing horfir á iands- leikinn KAUPMANNAIIÖFN 6. ág. — Mikill áhugi er á Jót- landi fyrir landsieik Dana og íslendinga í knattspyrnu, sem fram fer í Árósum á morgun, sunnudag. Gert er ráð fyrir, að áhorf- endur komi frá hinum fjar- lægustu stöðum Jótlands, og járnbrautarferðum verður fjölgað. | Þá hefur og verið tilkynnt, að Alexandrína ekkjudrottn- ing verði meðal áhorfenda. Dómari verður einn af kunnustu milliríkjadómur- um Norðmanna, Kolbjörn Dahle. — Hann hefur áður dæmt marga milliríkjaleiki í Kaupmannahöfn. Tekið verður á móti ís- lenska landsliðinu í dag í ráðhúsi Árósa. — Páll. Rússnesk sfúlka sefur heimsmef í spjófkasfi MOSKVA, 6. ágúst, — Tilkynt hefur verið hjer, að rússneska stúlkan Natelía Shinitskaya frá Leningrad hafi sett nýtt heims- met í spjótkasti í annað sinn á tíu dögum. í keppni á Dynamo-leikvang- inum í gærkvöldi, kastaði hún 53,41 m., og bætti þar með fyrra met sitt, sem var 49,59 m. all- verulega. Heimsmetið í spjótkasti kvenna áður en Shinitskaya bætti það, var 48,63 m. Austur- ríska stúlkan Herma Bauma, setti það á Olympíuleikunum í London. — Reuter. Rússar ganga í alþjóða fimleika- sambandið STOKKHÓLMI. 3. ágúst: — I kvÖld var samþykkt á þingi| Alþjóða-fimleika sambandsins að taka Rússland inn í samband ið. Var þetta samþykkt með 16 atkvæðum gegn 3, en einn fulltrúinn sat hjá við atkvæða- greiðsluna. Formaður rússnesku sendi- nefndarinnar, sem kom til Stokkhólms í þessu sambandi, skýrði svo fiá, að í hinum 16 rússnesku ríkjum væru nú als sex miljónir starfandi fim- leikamenn og konur. Rússar fóru fram á að rúss- neska yrði ásamt frönsku við- urkennt sem aðalmál fimleika sambandsins, en það var fellt, þar sem þingið hafði nýlega samþykkt, að franska skyldi eina aðalmálið: Rússar höfðu enga kröfu gert um það að fá mann í stjórn sambandsins, en Mullers full- trúi Tjekkóslóvakíu, sem sæti á í stjórninni, bauðst til þess að víkja úr henni fyrir rússn. fulltrúa. En niðurstaðan varð samt sú, að hann situr í stjórn- inni, að minnsta kosti til næsta þings sambandsins. —NTB. Hvar er knötfurinni I AÐ voru margir, sem kepptu um það sín á milli, hvar knöttur- inn væri á myndinni, er birt var í síðasta sunnudagsblaði. Hjer kemur önnur. Er öllu verra að átta sig á, í hvaða hring knött- urinn er hjer. — Svar verður birt í íþróttadálkum eða Dagbók í þriðjudagsblaðinu. 20 menn hoin leikið í lnndsliði íslendingn ISLENDINGAR heyja fjórða landsleik sinn í knattspyrnu í dag og' þann fyrsta, sem fram fer á erlendri grund. Leikurinn er háður í Árósum. í blaðinu í gær var skýrt frá skipan danska og íslenska liðsins, og því ekki ástæða til þess að gera það aftur hjer. Sex þeirra manna, sem nú<£- ■— -- leika með íslenska landsliðinu, hafa verið með í öllum lands- liðsleikjunum fjórum, en þrír menn, Helgi Eysteinsson, Hörð- ur Óskarsson og Óli B. Jóns- son, eru nú í liðinu í fyrsta sinn. Alls hafa 20 menn (22 ef tveir, sem komu inn sem vara- menn í fyrsta leiknum, eru taldir með) tekið þátt í lands- liðsleikjum þessum (leikurinn í dag er þar talinn með). Verða hjer birt nöfn þeirra og leik- fjöldi, Leikir Ellert Sölvason, Val ........ 4 Hermann Hermannsson, Val . 4 Karl Guðmundsson, Fram .... 4 Sigurður Ólafsson, Val ...... 4 Sveinn Helgason, Val ........ 4 Sæmundur Gíslason, Fram .. 4 Ríkarður Jónsson, Fram.......3 Albert Guðmundsson, Val . . 2 Gunnlaugur Lárusson, Víking 2 Haukur Óskarsson, Víking ... 2 Ólafur Hannesson, KR ........ 2 Birgir Guðjónsson, KR........1 Brandur Brynjólfsson, Víking 1 Einar Halldórsson, Val ...... 1 Hafsteinn Guðmundsson, Val 1 Helgi Eysteinsson, Víking .... 1 Hörður Óskarsson, KR.........1 Jón Jónsson, KR ............. 1 Óli B. Jónsson, KR .......... 1 Þórhallur Einarsson, Fram .. 1 Auk þess komu þeir Anton Sigurðsson, Víking, Hafst;einn Guðmundsson, Val og Ottó Jóns son, Fram, inn sem varamenn í leiknum við Dani 1946. Sem sjá má af þessu yfirliti, hafa leikmenn eingöngu verið úr Reykjavíkurfjelögunum fjór um. Skiptast þeir þannig á fje- lögin (leikurinn í dag' talinn með): Valur 7 með samt. 20 leiki K.R. 5 — — 6 — Fram 4 — — 12 — Víkingur 4 — — 6 — Framkvæmdir við íþrólfasvæðið ALMENNA byggingarfjelag ið mun taka að sjer að vinna að byrjunarframkvæmdum við fyrirhugað íþróttasvæði í Laug ardal. Bæjarverkfræðingur hefur ge'rt frumvarp að samningi bæjarins við fyrirtækið, um þessar framkvæmdir og var það lagt fram á bæjarráðsfundi i fyrradag og fjellst bæjarráð á frumvarpið. B-móf í frjálsum íþróftum B-MÓTIÐ í frjálsum íþrótt- um fer fram á Iþróttavellinum næstkomandi þriðjudag og mið- vikudag. Skilyrði til þátttöku í hverri grein er, að viðkomandi hafi ekki áður náð í henni 600 stigum samkvæmt finnsku stiga töflunni. Keppt verður í 100, 200, 400, 800, og 1500 m hlaupi, 400 m. gTindahlaupi, hástökki, lang- stökki, stangarstökki, kúlu- varpi, kringlukasti og spjót- kasti. Júgóslavía vann Áslralíu í knatf- spyrnu MELBOURNE, 6 ágúst: — Jú- góslavía vann Ástralíu með 3:0 í öðrum landsleik landanna í knattspyrnu, sem fram fór hjer í dag. Fyrri leikinn, sem háður var s.l. laugardag í Sydney, vann Júgóslavía með 3:2. íslenskk kven- ; ikófar I Fmnlandi FRÁ ÍSLENSKUM kvenskátum sem verið hafa á ferðalagi í Finnlandi barst Morgunblaðinu eftirfarandi brjef. Það er dag- sett í Loilannierni þann 12. júlí. í brjefinu segir á þessa leið: SALA MJÓLKUR er um þessar mundir til stór skammar og mikilla óþæginda og tjóns fyrir baeiarbúa i í Keflavík. Kaupfjelag Suðurnesja er eini að- ilinn, er söluna hefur með höndum og er hún í svo vítaverðri vanræsklu að óviðunandi er með öllu. Seld er eingöngu flöskun’jólk og er þar með útilokað allt val viðskipta vinanna um það hvort þeir kjósa heldur hina dýrari mjólk í flöskum eða óska að fá þá ódýrari í brúsum. Fremur er nú þetta einstrengisleg verslunaraðferð, en hitt er þó verra að engin hirðusemi er um það höfð að hafa frambærilega vöru á boð- stólum. Að morgni hvers dags, þegar neyt- endur koma í mjólkurbúðir kaupfjel. er þeim ávalt seld mjólk frá deginum áður og er ljett að fylgjast með þessu, því dagsstimplar eru á flösku lokun- um. Geymsla mjólkurinnar er með öllu ófær og ekkert um það hirt að hún standi á köldum og dimmum stað og daglega geta Keflvikingar sjeð mjólkurflöskurnar standa utan dyra í glaða sólskini, rjett eins og forráða- menn fyrirtækisins álíti að sama að- ferð gildi um meðferð nýmjolkur og saltfisks á Spánarmarkað. Að vísu mun samdægurs mjólk komast til Keflavíkur rjet fyrir lok- Unartíma á kvöldin og fresta þvi margir mjólkurkaupum dagstns fram á kvöld, en betra er samt að gæta vel að dagsstimplinum því ella er reynt að pranga inn á mann eldri mjólkinni sem orðin er þá ósöluhæf vara, svo sem að líkum lætur. Mjólk sú, sem ætluð er til sölu daginn eftir er síð- an látin standa í eða rjett innan við sýningarglugga verslunarinnar allan tímann frá kl. sex að kvöldi til kl. niu næsta morgunn og það þýðir, að skærir geislar morgunsólarinnar hafa skinið á hana í fimm til sex klukku- stundir, um þennan tíma árs, áður en sala hennar hefst og er mjólkin þá orðin slík, að banna ætti með öllu að leyfa sölu slíkrar vöru, enda er hún þá sennilega orðin allt að tveggja sólarhringa gömul frá fyrstu hendi og með þessari meðferð ekki orðin nein sældar vara. Víða verður maður þess var, hvi- líkum neyðarkjörum kaupandinn er ofurseldur í landi, sem þiáist af vöru- skorti og erfiðleikum á nær öllum sviðum, en annar eins trassaskapur og viðgengst hjá Kaupfjelagi Suður- nesja í mjólkursölumálunum mun vera alveg fráhær og vitnar ömur- lega um þann verslunarmáta, er ríkir, þar sem einokun kemur undir sig fótunum i einhverri mynd og þeir, sem halda að kaupfjelögin sjeu allra meina bót í íslenskum verslunarrnál- um, ættu að kynna sjer rekstur Kaupfjelags Suðurnesja hin siðari árin. Það ætti að minnsta kosti að mega spyrja fjelagsmennina um það hve hökufeitir þeir hafa orðið af hinum marglofsungna „arði“ sem kaufjelögin telja sjer helst til gildis og . skattafríðindapólitíkin byggist mest á. Það er krafa Keflvíkinga að sam- dægurs mjóik komi hvern dag á markaðinn fyrir hádegi og allir vita að slíkt er ekkert þrekvhki um vor og sumar tímann. Ur ófremdar ástandi því er nú ríkir í mjólkurmál- unum hjer syðra, og veldur ueytend- unum óþægindum og skaða, verður tafarlaust að bæta. Neytandi. Mann lieimsækir Wairuar. WAIMAR — Thomas Mann, hinn frægi þýski rithöfundur kom til Waimar á rússneska hernámssvæð- inu í Þýskalandi hú um mánaðar- mótin. Var hann boðinn þangað til að taka þátt í Goethe-hátiðehöldun- um, sem þar reu holdin um þessar múndir. Við erum hjer staddar á kvenskátamóti 16 íslenskar stúlkur. Við komum hingað þann 3. júlí frá Stokkhólmi. í Helsingfors vorum við í tvo daga, en síðan var haldið inn í land, um 300 km. til borgar, sem heitir Kolho, en við erum í skátabúðum rjett utan við þann bæ. Fólkið og umhverfið dásamlegt. Umhverfið hjer er dásamlegt og fólkið líka. Það vill alt fyr- ir okkur gera. Við erum skoð- aðar í krók og kring. En furðu- legt er hvað fólkið veit mikið um ísland, tiltölulega meira, en um Svíþjóð og Danmörku. Hjer eru alls 1656 stúlkur, þar af 300 útlendingar, frá Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Hollandi, Sviss landi og Bretlandseyjum. Bak við Jámtjaldið. Á leiðinni frá Ábo til Hels- ingfors, en hana fórum við í járnbraut, þurftum við að fara í gegnum lansvæði Rússa, scm þeir eiga í Finnlandi. Þegar þangað kom var lestin stöðvuff og svartir hlerar settir fyrir alla glugga. Eimvagninn var einnig tekinn frá og rússnesk- ur settur í staðinn, en rússnesk- ur lestarstjóri tók við stjórn. Meðan þessu fór fram stóðu rússneskir hermenn með al- væpni á brautarstöðinni og mátti enginn fara úr lestinni. Að því búnu lögðum við af stað í 70 mínútna langa ferð. Hitinn í lestinni var óþolandi. Niðamyrkur í klefunum og ekkert vatn að drekka. Svæði þetta er innan við 100 km. frá Helsingfors. Miklir hitar. Miklir hitar hafa gengið hjer um slóðir undanfarið, altaf í kringum 34 stig á celsius. Við förum hjeðan aftur 14. þ. m. með lest til Ábo og það- an með skipi til Stokkhólms. Þar verðum við í tvo daga, en síðan munum við halda til Kaupmannahafnar, dvelja þar í viku og fara síðan flugleiðis heim til íslands. Við hlökkum allar til að koma heim. Kærar kveðjur —• Islenskir kvenskátar í Finn- landi. (Morgunblaðinu barst þetta brjef ekki fyr en í gær, en stúlk urnar munu vera komnar heim, eða koma í þessari viku). Presti vikið frá starfi vegna kommúnisma PARÍS, 6. ágúst, Það var sagt frá því í dag, að kaþólska kirkj- an hefur vikið frönskum presti frá starfi fyrir það, að hann var kommúnisti. Prestur þessi heitir sjera Grangier. Það er erkibiskupinn í Lyons, sem rak hann. í afsagnarbrjefinu er m. a. á það minnst, að Grangier hafi tekið þátt í götuæsingum með kommúnistum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.