Morgunblaðið - 07.08.1949, Blaðsíða 12
YEDUBUTLIT — FAXAFLÓIt
Aflhvass Norð-Austan átt —
Ríg'níng með köflum.
REYKJAVIKURBRJEFIÐ cr a
blaðsíðu 7. —
177, tbl. — Sunnudaginn 7- ágúst 1949.
ii§! fil að ymferð vörubíla
m Laugaveg, Bankastræfi og
áysfursfræti verði fakmörk-
degi fiverjum
feÆJ-ARVERKFRÆÐINGUR hefur gert það að tillögu sinni,
tii' hæjarráðs, að umferð vörubíla verði takmörkuð átta klukku-
Ktundif á dag um hluta af Laugavegi, Bankastræti og Austur-
etr-seti.-í sumar ákvað bæjarráð að fá umsögn lögreglustjóra
og bæjarverkfræðings um það, hvort tiltækilegt væri að banna
eða' takmarka umferð vörubíla um Laugaveg, Bankastræti og
Austurstræti.
Á bæjarráðsfundi síðastl
föstudag, var lögð fram umsögn
Erttars Pálssonar verkfræðings
varðandi mál þetta. Er i henni
ýmsan fróðleik að finna um
umferð bila, um fyrrnefndar
götur, sem jafnframt eru fjöl
fornustu götur bæjarins. I um
sögn Einars Pálssonar segir m
a á þessa leið:
UraiferSatalning
suumarið 1948.
Sumarið 1948 fór fram um-
ferðartalning er sýndi eftirfar
andi umferðamagn fólksbíla og
vörubíla á sólarhring: Á Lauga
vegi, inn við Höfðatúr fóru
í báðir áttir 7637 bíla ■.
Eftir Laugavegi við Frakka-
stíg fóru 6650 bílar og um Aust
urstræti, á gatnamótunum við
Pósthússtræti, fóru 715C þílar.
Etiafj bíll 12- hverja
eekúndu.
Umferðamagn þetta er um
það bil einn bíll á 12. hverri
tekúndu, að meðaltali yfir all-
an sólarhringinn. Það er svo
míkið, að full ástæða er til þess
að draga ur því vegna v.iðhalds
þessa gatna. Sjerstakiega er
þöss þörf þar sem einstefnuakst
urinn er. því að þá er óíl um-
fcrðin bundin við vinstri helm
ing akbrautarinnar.
Þá segir ennfremur i þessari
umsögn Einars Pálssonar. að á
tímabilinu frá kl. 9 árd. til kl.
6 á kvöldin, sje umferð.n mn
Laugaveg mest. Þá fóra sam-
kvæmt umferðatalningunni
4095 bílar eða einn bíil á 8
hverri sek.
Uimferð gangandi fólks.
Lún umferð gangand. fólks
eftir Austurstræti segir, að um
það leggi leið sína 26.775
manns á sólarhring eða um það
bil helmingur bæjarbúa. en
mestur hluti fólksins er á ferð-
ánni um strætið frá kl 11 ti!
k). 7 á kvöldin. Síðan ræðir
v erkf r æðingurinn þá miklu
hættu, sem af því ctafar, að
vegna þðss hve gangbraut -
sjeu þröngar bæði við Austur
stræti og Laugaveg, verði gang
andi fólk að leita út á akbi’aut-
iraar, til þess að kornat leið-
ar sinnar. Verkfræðingurinn
telur, að það muni ekki verða
úrbót í máli þessu, að ger.j
bílaumferðina greiðari, með þvi
að auka me'ðalhraðan. Betra
ráð-til þess er að minka bíla
umferðina, en erlendis þykir
sj i,r.sagt að loka belstu umferð
argötunum sem líkt er ástail
um og Laugav., Bankastræti o ■■
Austurstr., fyrir allri umferð
völubíla. Umferð vörubila urxx
Laugaveginn er 24—36% a.'
heilda rum ferðinni frá kl. J
árd. til 6 á kvöldin.
TiIIögurnar.
Að lokum gerir Einai Páls-
son verkfræðingur grein fvri •
tillögum sínum í máli þessu a
þessa leið:
Jeg tel æskilegt að ákveð..
til reynslu, fyrst um sirn efr-
irfarandi takmörkun á umferð-
Á Laugavegi vestan Snorra-
brautar og um Bankastiæti og
Austurstræti, sje vörubílum.
öðrum en sendiferðabílum, ó
heimil umferð á tímabilinu frá
kl. 10 árd. til kl. 6 síðd.
Kunnur þýskur
óperusöngvari
kentur til Reykja-
INNAN skamms mun koma
hingað til lands þekktur bassa
söngvari frá Þýskalandi. Aug-
ust Griebel, sem er einn af að-
albassasöngvurum óperi nnar í
Köln. Mun hann halda hljóm-
leika hjer í Reykjavík um miðj
an þennan mánuð og syngja
bæði kunnar óperuaríur og
ljóð eftir Schubert Huge Wolf
o. fl. --
Kurinir' erlendir bassasöngv-
arar hafa sjaldan lagt leið sína
hingað til lands, og má þessi
heimsókn Griebels því vera
öllum músikvinum mikið fagn-
aðarefni. Hann er sjerstalrlega
þekktur fyrir söng sinn í óper-
um Mozarts, og hefur sungið
aðalbassahlutaverkin í þeim,
ekki aðeins í Þýskalandi, held-
ur og í öðrum löndum Ev-
rópu. Hann he'fur einnig iðk-
að „liedex’“-söng og sungið á
hljómplötur. Griebel kemur
hingað í sumarleyfi sínu, ekki
aðeins til þess að halda hljóm-
leika, heldur mun hann einn-'
ig ferðast eitthvað um landið.
Dr. Urbantschitsch mun að-
stoða listamanninn á hljóm-
leikunum.
Æðstu valdamenn Sevjet-Rússlands
ÞESSI MYND var tekin af æðstu valdamönnum Sovjet-Rússlands við jarðarför Dimitrovs,
Talið frá hægri eru það Stalin marskálkur, Vorosjilov, Malenkov og Beria.
5AMKEPPNI UM
Á FUNDI bæjarrráðs síðast-
liðinn föstudag, voru lögð
fram drög að skilmálum um
samkeppni meðal húsameist-
ara, um tillögu-uppdrætti að
íbúðarhúsum.
1 desember síðastl. var í bæj-
arstjórn Reýkjayíkur samþykkt
að efna til samkeppni meðal
húsameistara, um það hvernig
byggja megi heilsusamlegar
tveggja og þriggja herbergja í-
búðir, á sem ódýrastan hátt.
Samkeppnin er við þcð mið-
uð að íbúðirnar vferði 200 tals-
ins. Hjer er um vex'ðlaunasam-
keppni að ræða, en veóðlaun
hafa ekki verið ákveðin, og
ekki heldur er neitt tiltekið um
það hvenær samkeppninni
skuli lokið. Sjerstök dómnefnd,
skipuð fimm mönnum, á að
skera úr um verðlauuahæfa
uppdrætti. Skal bæjarráð til-
nefna þrjá metm en Húsa-
meistarafjelag Islands tvo.
Bæjarráð samþykkti á fundi
sínum á föstudaginn, að fela
bæjarverkfræðingi og húsa-
meistara, að ræða málið nánar
við Húsameistarafjelagið.
Síðushi ísfisksölur
UNDANFARIÐ hafa tveir tog
I arar selt í Brétlandi og níu
togarar í Þýskalandi.
Togararnir tveir, sem seldu
í Bretlandi, seldu samanlagt
| fyrir 12198 sterlingspunl. Sval
bakur seldi 3373 kit fyrir
7348 pund og Helgafell seldi
3044 vættir fyrir 4850.
Af togurunum, sem seldu í
Þýskalandi, var Jón Þorláks-
son með mestan afla þeirra. —
Togararnir eru þessir;
Óli Garða, sem landaði 149
smál., Skúli Magnússon 264
smál., Bjarnarey 250 smál.,
Keflvíkingur 265 smál., Egill
Rauði 239 smál., Jón Forseti
252 smál., og Jón Þorláksson
252 smál. og Jón Þorláksson
með 305 smál.
Fiskmagnið, sem þessir tog-
arar lönduðu nam um 2256
smál.
Landamæri Rússlands og UngX
verjalands.
LONDON -— Moskvu-útvarpið
skýrði nýlega frá, að endanlega
hefði verið gengið frá landamœrum
Piússlands og Ungverjalands.
Stjórnarkreppa enn
í Belgíu
BRUSSEL, 6. ágúst: — Leo-
pöld konungur sendi belgisku
þjóðinni boðskap sinn í dag. —
Sagði hann þar, að þingið yrði
að skera úr því, hvort hann
tæki við völdum á ný eða ekki.
Gaston Eyskens hefir í dag
hafið samningaumleitanir sín-
ar að nýju til að reyna að leysa
stjórnarkreppu þá, sem í land
inu er.
Hefir ritari konungsins sitið
lokaða fundi með Eyskens og
öðrum leiðtogum kaþólska
flokksins í dag. Allmikil leynd
hvílir yfir viðræðum þ>essum-
Síðdegis í dag mun Eyskens
eiga fund með fulltrúum
þriggja stær?tu flokka lands-
ins. — Reuter.
Kastsýningln
endiiiiekin
LAXVEIÐISNILLINGURINN
þreski capt. Edwards, ætlar á
mánud. kemur, að endurtaka
kastsýningu sína á Árþæjar-
stíflunni. Þegar hann hjelt fyrri
sýningu sína þar, komu þangað
hundruð manna. Þótti öllum
mjög koma til hæfileika Ed-
wards. Hjer gefst mönnum enn
á ný tækifæri til að sjá meist-
aralegt handbragð við ýmis-
konar köst og ættu veiðimenn
að nota sjer það.
Skipulagið við
Fríkirkjuveg
Á FUNDI bæjarráðs, er hald-
inn var síðastl. föstudag, var
rætt um skipulagið við FrG
kirkj.uveg.
Bæjarráðsmenn fóru síðarx
þangað suður eftir, ásamt bæj-
arverkfræðingi og fulltrúa
skipulagsstjóra.
Happdræiti frjáfs-
fþróffadeildar í R
FRJ ÁLSÍÞRÓTTADEILD ÍR.,
hefir efnt til happdrættis til
ágóða fyrir starfsemi sína, en
sem gefur að skilja er hún mjög
kostnaðarsöm, enda hefir starf
ið verið mjög víðtækt á undan
förnum áium.
I happdrættinu er ísskápur,
rafmagnseldavjel og þvotta-
vjel. Dregið verður 8. okt. —
Hver miði kostar 2 krónur.
Aikvæðagreiðslu
iresfað
NEW YORK, 6. ágúst. — Full-
trúadeild Bandaríkjaþings hef-
ur frestað atkvæðagreiðslu um
frumvarþ Trumans forseta. þar
sem hann fer fram á 1450 niill-
jón dala' hernaðarframlag til
handa Evrópuþjóðum.
Hefur m. a. komið fram breyll:
ingartillaga þess efnis, að þæi'
þjóðir verði styrksins ekki að-
njótandi, sem þjóðnýtt hafi að-
alatvinnuvegi sína. Telja sumir,
að litlar líkur sje til, að frum-
varpið nái óbreytt fram að
ganga. — Reuter.