Morgunblaðið - 24.08.1949, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.08.1949, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 24. ágúst 1949, hverju hjálpa kommúnistar ermanni Jénassyni ? efíS hinn sami „STRANDAMENN eru kunnir að því að fylgja sannfæringu sinni og hafa hvað eftir annað sannað það á eftirminnilegan hátt. Er talið víst, að kosning Hermanns Jónassonar sje stór- um öruggari en síðast, en þá sigraði hann með 132 atkvæða mun.“ Viljinn III upplausnar 'U Áferúnaðargoð lrommúnista Það léynir sjer ekki, að hjer ■eru aðdáéndur og vinir að lýsa átnánaðargoði sínu. Enda birt- ust ummæli þessi s.l. föstudag, þann 19. ágúst í Þjóðviljanum, og voru um Hérmann Jónas- ■son. Þeim, sem lesið hafa lýs- jngar Þjóðviljans undaníarið á ■tvískihnUngi og óheilindum Framsóknarflokksins, kann að vísu að þykja merkilégt, að blaðið skuli nú gerast máls- svari formanns þessa, að blaðs- ins dómi, auðvirðilega flokks. En þdtta ör ekki eins merki- legt Og í fljótu bragði virðist. Þjóðvitjinn hefur einmitt verið einkaL- énægður með þá starf- sertvi Hermanns Jónassonar, setn hann hefur eytt kröftum sínum í að undanförnu, að stofna til sífelldrar sundrungar innan Framsóknarflokksins. Óheilindin, sem ætíð hafa ein kennt stjórnmálastarf Her- manns Jónassonar, og valda- bröltið, sem hann hefur stundað af óvenjulegri ákefð, eru ein- mitt þau einkenni stjórnmál- anna, sem kommúnistar meta mest hjá mönnum í öðrum flokkum. Það eru slíkir menn, sem þeir geta haft gagn af og notað sjer til framdráttar þeg- ai á reynir. Þess vegna vilja kommúnistar með engu móti, að þvílíkir menn hverfi af vett- vangi stjórnmálanna. I>ómur Framsóknar- þÍEigmannsins Á s.l. vori sagði einn af elstu, reyndustu og mikilvirtustu þing mönnum Framsóknarflokksins, að oft hefði andrúmsloftið inn- an flokksins hjá ráðamönnum hans verið lævi blandið, en al- drei þó eins og nú. Þegar athugað er, hvernig farið hefur fyrir flestum mestu xáðamönnum flokksins, er vissu lega mikið sagt með orðum þessa gamalreynda flokks- manns. Tryggvi Þórhallsson, annar aðalstofnandi Framsóknar- flokksins, formaður hans, og umboðsmaður flokksins í ríkis- stjórn sem forsætisráðherra um rúmlega fimm ára skeið, var hrakinn úr flokknum. Um sama leyti var Ásgeir Ás- geirsson annar af mestu áhrifa mönnum flokksins, og þáver- andi umboðsmaður hans í rík- isstjótn, einnig sem forsætisráð- herra, leikinn svo grátt af flokksbræðrum sínum, að hann rieyddist til að segja sig úr flokknum. Meðferðin á Jónasi Út yfir tók þó, þegar Jónas Jónsson varð að fara sömu leið- ina. Jónas var aðal stofnandi ílokksins og mesti baráttumað- ur hans frá fyrstu. Hann hafði lengst af ráðið mestu um flokks starfsemina og verið umsvifa- mestur af þeim, sem ráðherra- dómi hafa gegnt fyrir flokksins hönd. Allir aðrir, sem vegna eigin starfa höfðu unnið sjer til ágætis í flokknum, höfðu ann- aðhvort dregið sig í hlje, eða þeim hafði verið stökkt úr flokknum. Að svo vöxnu máli hefði mátt ætla, að vöid og áhrif Jónas- ar vræri sæmilega tryggð. Allir þeir, sem áhrif höfðu í flokkn- um og tii valda höfðu komist í landinu á flokksins vegum, höfðu gert það sem skjólstæð- ingar og lærisveinar Jónasar. En þegar aldurinn fór að fær- ast yfir Jónas voru launin þau að fyrst var hann lítilsvirtur af flökksmönnum sínum og síðan flæmdur á brott með beinni of- sókn og illyrðum. Oaráttan látlaus í flokki, þar sem þannig hef- ur farið fyrir hverjum fórystu- manninum á fætur öðrum hlýt- ur andrúmsloftið oft að hafa verið leiðinlegra en með orðufri verði lýst. Má því nærri geta, hvernig það hefur verið úr því, að það var ennþá verra á s.l. vori, en nokkru sinni áður. Að þessu sinni duldist engum hverj um þessi ósköp voru að kenna. Meginhluti flokksins hafði tekið þá ákvörðun að starfa í núv. ríkisstjórn. En vegna þess að formaður flokksins fjekk eigi með því fullnægt valdaþrám sínum, var hann ætíð frá upphafi eins andsnú- inn þessu samstarfi og frekast gat verið. Sú andstaða snerist þó ekki eingöngu gegn sam- starfsflokkum Framsóknar, heldur einnig gegn þeim valda- mönnum flokksins, sem mesta ábyrgð báru á því, að samstarfið hafði verið tekið upp og því var haldið við. Eiturörvunum var óspart skot ið úr leynifylgsnum. Ákefðin var jafnvel svo mikil, að á stund um braust baráttan út á sjálf- um vettvangi Tímans, svo að allur almenningur sá móta fyr- ir þeirri viðureign, er átti sjer sífelt stað bak við tjöldin. Hlutverk Hermanns Ákefðin í að spilla stjórnar- samstarfinu varð svo mikil, að Hermann Jónasson færðist ó- sjálfrátt með degi hverjum nær og nær kommúnistum, þangað til þeir nú tileinka sjer hann alveg og gera hans baráttu að sinni baráttu. Kommúnistar fara ekki dult með, að með þessu telja þeir sig gera Framsóknarflokknum mesta bölvun. Þeir segja, að hin harðasta gagnrýni á Framsókn arflokknum sje vel samrýman- leg því, að hefja Hermann Jón- asson til skýjanna. Hann sje maðurinn, sem annaðhvort muni færa flokkinn í fang kommúnista eða ganga frá honum sundurflakandi og mátt lausum með öllu. Hermann hafi ^llt sama lygin hjá og verið á móti flestum þeim komml'inistum málum, sem Framsóknarflokk- urinn hafi bundist fyrir síðast- liðin ár, og sje því baráttan gegn Framsóknarflokknum best styrkt með því að efla áhrif Hermanns Jónassonar. Sjálfsagt hafa einstaka Fram sóknar-sálir trúað á frásögn Tímans um sigurvissu Her- manns á Ströndum. En hvernig skyldi þeim sömu hafa litist á 'þessa umsögn Þjóðviljans? Þessi er kenning kommúnista j Það leynir sjer ekkii að með og í henni er mikið til. En þó | þessum orðum er verið að gefa dylst það ekki að í sumum mál- . skyn> að fiugvallastjórinrl um hefur Hermann miklu ráð- ið innan flokksins. Einu sinni var Framsókn sammála Vitað er t. d. að ein mikil-1 vægasta embættisveiting, sem Eysteinn Jónsson hefur gert í I stjórnartíð sinni, var í fullu samræmi við vilja Hermanns Jófrassonar. Það var þegar Ey- steinn gerði Agnar Kofoed- Hansen að flugvallastjóra. Áður hafði Agnar Kofoed- Hansen gegnt lögreglustjóra- embættinu í Reykjavík, sem Hermann Jónasson hafði skipað hs;nn í. Sú embættisskipun vakti rnikla gagnrýni á sínum tíma, aðallega vegna þess, að Agnar var talinn skorta lög- fræðilega þekkingu og reynslu, sem nauðsynleg væri til að gegna slíku starfi. Hermann Jónasson svaraði því svo, að skapfesta Agnars, einbeitni, heiðarleiki og dugur vægi marg faldlega á móti þeim minnihátt ar ágöllum, sem gagnrýnendurn ir fyndu Agnari til foráttu. Auðvitað var Agnar ekki fullkominn í því fremur en aðr- ir menn, en að ýmsu leyti rækti hann starfið vel. Hann var og ætíð flugmálaráðunautur ríkis- ins þann tíma, er hann gegndi lögreglustjórastarfinu. Þegar hann því sótti um flugvalla stjórastarf ríkisins var það eðli- leg embættisveiting hjá Ey- steini Jónssyni, að skipa Agnar Kofoed-Hansen í þá stöðu. Víst er úm það, að allra síst gat Her- mann Jónasson haft á móti þeirri skipun. Umsögn Þjóðviljans um flugvallarstjórann En hver er nú dómur Þjóð- viljans um þ.ennan mann, sem Framsóknarflokkurinn allur hefur sameinast um að veita hverja trúnaðarstöðuna eftir aðra. Daginn eftir að Þjóðvilj- inn hljóp undir baggann með Hermanni sagði blaðið: „Æðsti íslenski yfirmaður vallarins er hinsvegar annar íslendingur, Agnar Kofoed- Hansen, flugvallastjóri ríkisins og formaður Flugráðs. Er hann í mjög góðu vinfengi við hina bandarískií herramenn á vell- inum, enda sýna þeir honum vinsemd sína í verki. Það vek- ur t. d. athygli, að Agnar er nú að byggja hús í Kleppsholti, en við þá byggingu vinna verka- menn af Keflavíkurflugvelli, bílar af Keflavíkurflugvelli og í bygginguna er notað efni af Keflavíkurflugvelli“. hinn fyrrv. lögreglustjóri, sje allt í senn, svikari, þjófur og smyglari. Um leið og Þjóðvilj- inn fullyrðir, að Hermann Jónasson muni hljóta kosningu á Ströndum, af því að Stranda- j menn fylgi honum af sannfær- ; ingu, segir blaðið þannig, að einn helsti skjólstæðingur Her- manns sje fulkominn misendis- og afbrotamaður. Auðvitað cru ásakanirnar á flugvallastjóra ríkisins gripnar úr lausu lofti og sjáanlega tóm Iýgi. Hann mun og nú þcgar hafa krafist þess. að opinber rannsókn yrði fyrirskipuð út af þessum áburði og mun Þjóð- viljinn vafalaust á sínum tíma hljóta rjettmætá refsingu fyrir álygar sínar. Örlög kommúnista alsstaðar eins í hinum frjálsa heimi En það breytir ekki því, hvers eðlis vitnisburðurinn er, sem Þjóðviljinn gefur sjerstök- um trúnaðarmönnum þess, er hann fullyrðir að Strandamenn muni fylgja af sannfæringu. Og þó er þetta ekki svo mjög óeðli- legt, því að lýsingin, sem blað- ið gefur af flugvallastjóranum, virðist að mestu geta átt við helstu ráðamenn í kommúnista- flokknum sjálfum. Segja má, að nú dags daglega sannist upp á helstu valdamenn þar ýmiskonar lögbrot, skatt- svik, undandráttur og annað óheiðarlegt atferli. Þeir, sem þannig er komið fyrir, verða að vonum nokkuð ruglaðir í öllum rjettarhugmyndum sínum. Al- menningur er og farinn að átta sig á, að engu orði Þjóðviljans er að trúa. Þar er þeim -mun meira fullyrt, sem minna er af sannindum á bak við. En þetta er ekkert sjerkenni á kommúnistadeildinni hjer á latndl. Með þessu marki eru flokksdeildir þeirra brenndar um allan heim. Það er ein af skýringunum á því, af hverju fylgi hefur hrunið svo hrapa- lega af þeim sem raun ber vitni um. Reynslan hjer á landi mun verða hin sama. Almenningur fordæmir kommúnista þeim mun meir, sem hann þekkir þá betur. Þessvegna mun útreið þeirra við þær kosningar, sem nú fara hjer í hönd, verða hrak legri en nokkru sinni fyrr. FtrSamenn til Ítulíu. RÓM — Yfir "30.000 ferðamenn komu til Italiu 1 maí og júní s. 1 Er það mesti ferðainánnastraumur, sem þangað hefir verið, síðan best ljet fyrir styrjöldina. Staksteinar Þýsku kosningarnar og Tíminn EITTHVAÐ það grínaktugasta sem sjest á prenti í íslensk- um blöðum eru tilburðir Tím- ans til þess að sanna það að hinir svokölluðu milliflokkar hafi unnið kosningasiguv í þessu landinu eða hinu. Hendir það þá oftlega aðt vissir flokkai, sem unnið hafa á í kosningum, eru brenni- merktir, sem samherjar Pált; Zóphóníassonar og herra Jörva enda þótt þeir hafí stefnu, sem í engu líkist trú- t arjátningum Framsóknar- manna. Nýjasta dæmi um þetta kosn- ingasigrahnupl Tímans getur að líta í frásögn hans af kosn- ingaúrslitunum í Vestur Þýskalandi. Þar er því blá- kalt haldið fram að „miðflokk arnir“ þýsku. hafi unnið mik- inn kosningasigur. Frásögn Times EIVAÐ skyldi nú vera hæft í þessu? Það er best að leita ekki heimilda af lakari end- anum og fletta upp í Times í London, sem talið er áreíðan- legasta blað Englands og stór- um sannorðara en Tíminn ás Islandi. Þann 17. ágúst segir Tirne3 um kosningaúrslitin að þari „hafi verið sigur hægri flokk- anna yfir vinstri flokkurum“. Ekki passar það við það. sem Tíminn segir, En athugum at- kvæðatölurnar, sem Times gef ur upp. Kjörnir voru 402 þing- menn. Þar af fjekk hinn svo- kallaði „Miðflokkur" 10 þing- sæti!! Þetta er þá „sigur miðflokk- anna“, sem Tíminn talar um. Að áliti hans vinnur sá flokk- ur mikinn sigur, sem fær 1Ö þingsæti af 402 eða 0,4% þing- sæta. Fyrr má nú vera nægju- semin. Samkvæmt þesstí myndi Tíminn telja það mik- inn sigur af Framsóknarflokk- urinn fengi 2% þingmann kjört inn af 52 þingmönnum, sení kjósa á til Alþingis Islendinga. Hvílíkur sigur!! Segjum adl þeir næðu kosningu Jörundur, Helgi læknir og Björn á Kópa- skeri hálfur!! Almennt fvndisij íslendingum það heldur veikð lið. En samkvæmt útreikningj Tímans væri það öflugufl flokkur, sem hefði unnið sig- ur. Allt er hey í harðindum, það má nú segja! Að öðru leyti segir Time3 það um kosningaúrslitin | Þýskalandi að vinstri flokk- arnir hafi fengið 8 miljónir at- kvæða en hægri flokkarnir 13j milj. Sigur hægri flokkannEi hafi þessvegna verið mjög mikill. Stærsti flokkur þings- ins varð Kristilegi lýðræðis- flokkurinn, sem fjekk 130 þingsæti og 7,4 milj. atkvæðaj i Bitur vonbrigði VESALINGS Framsókn. Þetttj voru slæmar frjettir. Hinrj mikli sigur þýska miðflokks- ins þurkaður út í einu vet-' fangi. Mjög sorglegt fyri4 „fornleyfafjelagið11. "rh. á bls. 13 )

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.