Morgunblaðið - 24.08.1949, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.08.1949, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagui 24. ágúst Í949. Ctg.: H.f. Árvakur, Reykiavih Framkv.stj.: Sigfús Jónsson R; i ■ ijóri: Valtýr Stefánsson (óbyrgðann.) ''rjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanland*. 16.00 utanlands í lausasðiu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbðe Frá hjáleigu til höfuðbóls í LÝÐRÆÐISLANDI er gagnrýni á gerðir valdhafanna sjálfsögð og eðlileg. Hún er ekki aðeins leyfileg, heldur nauðsynleg. Hún á að vera trygging þess að valdhafarnir misbeiti ekki valdi sínu og miði stjórnarathafnir sínar við hagsmuni þjóðarinnar. Heilbrigð gagnrýni, frjáls og ó- hindruð á þannig að vera nokkurskonar öryggistæki almenn- ings gagnvart stjórnarvöldunum á hverjum tíma. Þetta er einn af höfuðkostum lýðræðisins og í raun rjettri Ivkillinn að möguleikum fólksins til þess að geta valið og hafnað þegar kosið er um menn og málefni. Þjóð, sem ekki hefur prentfrelsi og fundafrelsi hefur ekki skoðanafrelsi. „Kosningar“ við slíkar aðstæður eru aðeins skrípaleikur, sem hefur á sjer yfirskyn lýðræðisins en afneitar þess krafti. Þann ig eru þær „kosningar“, sem leyfðar eru í löndum „eins- flokksskipulagsins“, þar sem kommúnistar ráða. Það er þess- vegna hlægilegt að heyra skellinöðrur kommúnista belgja sig út um lýðræði og þingræði og þykjast einir vera þessu skipulagi hollir. En þótt gagnrýni á gerðir valdhafanna í lýðræðisþjóðfje- lagi sje eðlileg og sjálfsögð, þá verður hún að fullnægja vissum skilyrðum til þess að eiga rjett á sjer. Gagnrýni, sem eingöngu er neikvæð hefur lítið gildi. Gagnrýni, sem felur aðeins í sjer ádeilu og niðurrif, missir marks. Til þess að gagnrýni á gerðir valdhafanna að hverju sinni geti talist rjettmæt verður hún að vera að einhverju leyti jákvæð. Hún verður að benda á leiðir til þess að bæta úr því ástandi, sem á er deilt. íslenskt lýðræði er ungt að árum, enda þótt íslendingar eigi elsta þing veraldarinnar. Mikið skortir hjer á að gagn- rýnin á stjórnarfar landsmanna og valdhaía hennar gegni því hlutverki, sem hjer að ofan er lýst. Við höfum leyfi til þess að gagnrýna stjórn okkar og þing, guði sje lof. Ennþá hefur hugarfar íslensku þjóðarinnar ekki myrkvast svo af hinni austrænu villu að hið frjálsa orð og gagnrýni sje kæfð eða bönnuð. En gagnrýni íslendinga á ráðamenn sína er nú og hefur stundum áður verið alltof neikvæð. í henni kennir líka alltof mikið þess hrokagikksháttar og uppbelgings, sem einkennir oft tal og skrif fáfróðra manna, sem raunverulega hafa ekkert jákvætt til málanna að leggja. Þeir geta aðeins rótast um með hávaða og fullyrðingum. En í gagnrýni þeirra örlar ekki á neinu jákvæðu, ekki á minnstu glætu, sem lýst geti þjóðinni inn á nýja leið og skynsamlegri í baráttu henn- ar við margskonar erfiðleika. Að þessir tegund gagnrýni er lítið gagn, oft minna en ekki neitt. Enda er hún ekki sett frarp í þeim tilgangi að vinna gagn heldur miklu fremur til hins að skapa glund- roða og auka á erfiðleika þjóðarinnar. Það er þessi tegund gagnrýni, sem hjáleiga kommúnista, hið svokallaða „Þjóð- varnarlið“ hefur tamið sjer. Á þessari tegund gagnrýni hef- ur allur málflutningur blaðs þess byggst frá upphafi. Þar hefur aldrei sjest bregða fyrir tilraun til þess að taka já- kvæða afstöðu til nokkurs máls. Nokkrir hugsjónasnauðir sjervitringar og handbendi kommúnista hafa vaðið þar fram á ritvöllinn og kastað skít í allar áttir. Það hefur verið skerf- ur þessarar ærusveitar til baráttunnar fyrir heilbrigðara stjórnarfari. íslendingar þarfnast heilbrigðara og betra stjórnarfars. Þess-vegna er nauðsynlegt að haldið sje uppi skynsamlegri gagnrýni, sem felur ekki aðeins í sjer ádeilu, heldur og já- kvæðar tillögur um úrlausn vandamálanna. En fólkið, sem hleypur um og slettir aur í allar áttir án þess að gera minnstu tilraun til þess að benda á nýjar leiðir —, það vinnur þjóð- íhni ekkert gagn. Það gerir sjálfu sjer aðeins til minnkun- ar með því að setja upp spekingssvip við þessa iðju sína. Það, sem verra er fyrir það sjálft, það gerir sig jafnhliða hlægilegt. „Fína fólkið“ í „Þjóðvörn“ er nú í þann mund að flytja af hjáleigu sinni heim á sjálft höfuðbólið, þar sem Brynjólf- ur Bjarnason fer með bússtjórn í umboði Stalins. Það er ástæða til þess að óska því góðrar íerðar. En hjer eftir vill- ist.enginn á því. „Fínheit“ þess blasa nú við í allri sinni dýrð. IÁluerfi ólri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Gestrisnin í Reykjavík O" NUR Reykvíkinga hættir til að gagnrýna þann aðbúnað. sem við verðum fyrir úti á landi þegar við erum á ferða- lögum. Því miður er sú gagn- rýni oftast nær á rökum reist- ,En við megum ekki halda, að við sjeum fullkomnir í þeim efnum sjálfir, að taka vel á móti gestum. Þvert á móti eiga utanbæjarmenn, sem til höfuðborgarinnar koma í kynnisför í hinum mestu erfið leikum, ef þeir eiga ekki hjer kunningja, eða ættingja, sem taka á móti þeim. í Akureyr- arblaðinu íslendingi er lítillega drepið á þetta og þar sem jeg veit, að Reykvíkingar taká rjettmætri gagnrýni með þökk um, leyfi jeg mjer að birta hjer aðfinnslur Akureyrar- blaðsins: • Húsvilllir og svangir utanbæjarmenn í ÍSLENDINGI segir á þessa leið: „. . . . Það er annað en gam- an að vera ferðamaður í Reykja vík. Ferðamaðurinn fær helst hvergi inni. Hótelin eru fá og smá og allajafna fullsetin og nógu erfitt getur verið að fá mat á veitingastöðum. „Æði oft er þar einnig full- setið og þeir, sem seint koma, fá ekkert, því allur maturinn er þá „búinn“. Húsviltur og svangur maður er ekki öfundsverður“. Bensín og guðræknin í Reykjavík ,,OG svo uppgötvar ferðamað- urinn, að Reykjavík er svo brostin borg, að hann fær ekki bensín á bílinn sinn á sunnu- degi frá klukkan 11 f.h. til 3 e. h. Þá hlýða víst allir Reykvík- ingar messu og stunda ekkert óguðlegt athæfi eins og það. að selja náunganum bensín á krónu lítrann. Og víðast er skrúfað fyrir vatnið á þvottaplönunum á þessum tíma, svo að þrifnaðar áhugi bíleigandans ber ekki guðræknina ofurliða og hann fari að föndra við að þvo bil- inn sinn þegar hann ætti að hlýða messu. Sinn er siður 1 landi hverju. Aðkomumönnum þykir þetta skrítið. Og skyldi hafa orðið mikil framför síðan sá háttur var upp tekinn að skrúfa fyrir bensínið á messutímanum?“. • í Tivoli á afmæli Reykjavíkur TVÍTUG stúlka skrifar um skemtiferð í Tivoli á þessa leið: „Það var Ijómandi skemti- legt í Tivoli á afmælisdegi Revkjavíkur. Hinir erlendu listamenn voru sannarlega hrífandi og það var gaman að sjá lögreglu þjónana og slökkviliðsmennina togast á um reipið. Páll ísólfsson var fyndinn og sniðugur að vanda og stjórnaði söngnum af skörungs skap. Hann hældi söngfólkinu óspart og margendurtók, að aldrei hefði Þjóðkórinn tekið betur undir. En því miður var hól hans þið naprasta háð“. Ömurlegt á að heyra „ÞAÐ var óttalega ömurlegt að heyra í einni og einni mann eskju, innan um allan þenna fjölda, því að langflestir stein- þögðu- „Unga fólkið var þarna í miklum meirihluta og gat því að sjá ágætt sýnishorn af æsku höfuðstaðarins. Þetta var yfir- leitt laglefft og mvndarlegt fólk, vel klætt og bar það með sjer. að bað lifir í alsnægtum. En það er leitt til þess að m+a, pð hin glæsilega íslenska æska skuli klemma saman var irnar, þegar hún er beðin að s-'mgja þíóðlög. eins og „Lýsti ml“. ..Jeg ■'úl elska mitt laod“ oe ..Ólafur reið með björgum fram“. « Áminningarorð AÐ lokum koma svo þessi á- minningarorð frá hinurp unga brjefritara, sem ungir og gaml ir munu að minsta kosti geta tekið undir. hvað sem söng- röddinni líður: ..Æskufólkið íslenska .er vfir leitt hvorki feimið nje hlie- drægt, ng það hefur góðar söngraddir og ágætt minni, þegar um er að ræða dægurlög og erlenda slagara. Þessar slæmu undirtektir stafa bví áreiðanlega ekki af feimni nie getuleysi, heldur að eins af því, að æskunni þykir þjóðlögin leiðinleg og gamal- dags og hún kærir sig ekki um að kunna þau. En þessi þióðlegi menningar arfur okkar Islendinga má ekki elatast, og ættu foreldrar og kennarar að reyna að kenna pQcVnrmi að meta hann að verð leikum“. MEÐAL.ANNARA^ORÐA^^^^^^I Farið 4,500 fet undir yfirborð sjávar FRÁ ÞVÍ var skýrt í frjett- um 17. þ. m., að Bandaríkja- maðurinn Otis Barton hefði deginum áður komist dýpra í sjó niður en nokkur maður ann ar í heiminum. Honum tókst að komast i 4,500 feta dýpi, skammt undan strönd Kali- forníu, en til þess notaði hann stálkúlu, sem er rúmlega fimm fet í ummál og rúmað getur tvo menn. Veggir kúlunnar eru 5% þuml. á þykkt, og á henni eru tveir kvartsgluggar, til þess að gera vísindamönnunum kleift að skygnast um í sjón- um. Barton hnekkti heimsmeti dr. William Beebe, sem fyrir fimmtán árum komst á 3,028 feta dýpi við Bermuda. 0 0 LJÓSIN BILUÐU BARTON hóf ferð sína niður í undirdjúpin um hádegi, og klukkustundu seinna var kúl- an, sem fest var við stáltaug frá móðurskipinu, komin 4,500 fet undir yfirborð sjávar. Þá voru um 2,000 fet ófarin nið- ur á botn, en hætt var við að reyna að ná því dýpi, sökum þess að leitarljós stálkúlunnar voru þá biluð. Það tók klukkutíma og tutt- ugu mínútur að draga kúluna upp á yfirborðið og innbyrða hana í móðurskipið. 0 0 KALT NIÐRI BARTON var í stöðugu síma- sambandi við aðstoðarmann sinn, dr. Maurice Nelles. Hálfri klukkustund eftir að kúlan lagði af stað niður í undirdjúpin, til- kynnti dr. Nelles í gegnum sím- ann, að hún væri komin á meira dýpi en gamla metið var. „Þú ert nú á meira dýpi, en nokkur maður hefir áður kom- ist á“, sagði dr. Nelles í gegnum símann. Barton svaraði þessu engu, en tilkynnti hinsvegar: „Jeg er að hugsa um að fara í peysuna, sem jeg er með. Það er byrjað að verða skratti kalt hjerna niðri“. 0 0 NÓGU GAMAN ÞEGAR hjer var komið, byrj- uðu þeir Barton og aðstoðar- maður hans að ræða um það, hve djúpt ætti að reyna að kom ast að þessu sinni. „Jeg held að 500 fet í við- bót ættu ekki að saka‘, sagði Barton eftir nokkrar umræð- ur. Skömmu síðar bilaði ljósaút- búnaður kúlunnar. „Jeg er hálf hræddur við að fara yfir 4,000 fet“, tilkynnti Barton, „það er margt, sem okkur er í óhag. Og án ljósa, hefur það litla þýðingu“. Eftir að kúlan hafði verið látin síga enn um stund, kall- aði dr. Nelles í símann: „Þú ert nú 4,000 fetum undir yfir- borðinu“. „Svo, já“, svaraði Barton, „það er nógu gaman“. „Viltu fara dýpra?“ spurði Nelles. „Jeg held a,ð þetta sje nóg“, svaraði Barton. „Jeg er örlít- ið sjóveikur, eða eitthvað þess- háttar. Svimar svo lítið — en, bíðum við, við skulum reyna 4,500. Jeg held að 4,500 sje nóg“. 0 0 MARGT TALAÐ BARTON og dr. Nelles skegg- ræddu saman, á meðan verið var að draga stálkúluna upp aftur. Nelles skýrði fjelaga sín- um frá því, sem fram fór uppi á yfirborðinu, sagði honum frá flugvjelum og máfum, sem sá- ust frá skipinu, rabbaði um veðrið og vjek að lokum máli sínu að skipskokkinum. „Viltu fá nokkuð sjerstakt að borða, þegar þú kemur ppp?“ spurði hann. „Jeg er ekki ýkja svangur“, svaraði Barton. Skömmu síðar sást ofan á stálkúluna hans, þar sem hún maraði í kafi við skipshliðina. Van Manstein HAMBORG, 23. ágúst: — í dag hófust hjer í Hamborg rjettarhöld yfir þýska hershöfð ingjanum von Manstein. -— Er hann meðal annars sakaður um að hafa staðið fyrir illri með- ferð á óbreyttum borgurum á ófriðarárunum og fjöldamorð- um á Gyðingum. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.