Morgunblaðið - 24.08.1949, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 24.08.1949, Qupperneq 14
14 MORGINBLAÐIÐ Miðvikudagur 24, ágúst 1949, €™" Frcmhaldsiagafl 71 IIHVIHIIIIMIimillinimillUIIIHimtlMHlKIIIHItllllllKHIIimMIMlll «* Eftir Ayn Rand SiÉnMiimmmiHiiiiiiiiiiiiiiirtMMiiHmiimimnnimimiimimiiiiiii ■ j ■ 11 ■ 11111 11 ■ ii ■ i • Hún hafði falið vinlinga- kveikjarann, silkisokkana og jlvatnsglasið. Hún sagði Leo, að að hefði keypt sjer rauða kjólinn í tilefni af heimkomu hans. Hann undraðist að hún vildi aldrei fara í hann. Allan daginn leiðbeindi hún feiðafólki um sali Vet'rarhall- arinnar. „. . . . og það er skylaa allra samviskusamra borgara að kynna sjer sögu byltingarinn- ar, svo að hver og einn geti orðið áhugasamur stríðsmaður í heimsbyltingu öreigalýðræð- isins. En eins og við vitum öll. cr heimsbylting lokatakmark okkar“. Á kvöldin reyndi hún að gefa Leo einhverja skýringu, svo að hún gæti komist út: „Jeg verð að fara út í kvöld. 4>ví að jeg lofaði Irínu ....“ Eða: „Nú verð jeg að fara í kvöld. Það er fundur í fjelagi leiðsögumannanna11. En hann neyddi hana alltaf til að vera heima. Hún skoðaði sjálfa sig í spegli og hugsaði um það að fólk var vant að segja, að augu tiennar væru svo skær og heið arleg. Hún fór ekki út á kvöldin. Hún gat ekki yfirgefið hann. Hún gat aldrei fengið nóg af að horfa á hann ganga um her bergið eða standa við glugg- ann með hendurnar á mjöðm- um. Hann hallaði sjer dálítið aftur á bak, svo að hún sá á fiólbrenndan háls hans undan þykku hárinu. Af baksvipnum fannst henni hún geta lesið svip af andliti hans, svip, sem fól í sjer loforð. Hún stóð upp, gekk til hans og strauk hend- inni niður hnakka hans. Hún sagði ekkert og hún kvssti .hann ekki. Og einmitt á slíkum augna- blikum gat henni dottið í hug maður, sem beið eftir henni úti í borginni. Hana furðaði á sjálfri sjer. En hún varð að ná tali af Andrei, svo að eitt kvöldið fór hún í rauða kjól- inn og sagði við Leo, að hún hefði lofað að heimsækja fólk- ið sitt. „Má jeg ekki koma með þjer?“, spurði hann. ..Jeg hef ekki sjeð það síðan jeg kom, svo að mjer finnst vera kom- inn tími til að heimsækja þau“. „Nei. ekki núna, Leo“. sagði hún rólega. „Jeg víl það helst ekki. Mamma er .... svo breytt. og jeg veit að vkkur mun ekki koma vel saman“. „Verður þú endilega að fara í kvöld, Kifa? Mjer finnst svo leiðinlegt að þú farir og skiljir mig eftir. Jeg hef þurft að vera án þín svo lengi“. „En jeg lofaði að jeg skyldi koma í kvöld. Jeg skal koma fljótt heim“. Hún var einmitt að klæða sig í kápuna, þegar dyrabjalian hringdi. Marisha opnaði og þau heyrðu rödd Galinu Petr- ovnu, þegar hún gekk í gegn um herbergi Marishu á leið inn til þeirra. „Jæja, það er gott, að þau eru heima. Jeg var farin að halda að þau heimsæktu bara annað fólk og vanræktu gamla foreldra og .... “ Galina Petrovna kom fyrst inn. Á eftir henni kom Lvdía og síðastur Alexander Dimi- trieviVch. ..Leo, elsku barnið mitt“, hiópaði Galína Petrovna, vafði hann örmum og kyssti hann á báðar kinnar. ,Ó„ hvað mjer þykir gaman að sjá þig- | Velkominn aftur til Lenin- grad“. Lydía r.ietti honum mátt- lau«a hendi sína og tók af sjer jffamla barðahattinn. Svo henti 'hún sjer buncdamalega niður í stól og fitlaði við hárnálarn- jar sínar. bví að einn hárlokk- i urinn hafði lo°nað. Hún var i ákafleea föl. Hún dvfti ekki 'andlit sitt, svo að það skein á nefbroddinn. Svo studdi hún höndnm undir kinn og starði þunglyndislega í gaupnir sjer. „Það er gott, að þú ert orð- inn frískur aftur, drengur minr“. tautaði Alexander Ilimitrievitch. Hann klappaði á öxl hans. en augnaráð hans var flóttalegt, eins og í styggu dýri. Kira horfði á þau. Svipur hennar var kuldalegur og ró- legur. > ..Hvernig stendur á því, að þið komið hineað? Jeg var einmitt að fara til vkkar, eins og ieg var búin að lofa“. „Varst þú búin að lofa ....?“ „Jæia, fvrst bið eruð kom- in, þá skuluð þið fara úr káp- unum“. „Mier. finnst svo gott, að þú skulir vera orðinn frískur, Leo“. sagði Galína Petrovna- LMjer finnst þú vera sonur hinn. Og það ert þú nú eigin- lega líka. Hjónabönd eru bara úreltir hleypidómar yfirstjett- anna“. ..Mamma“, hrópaði Lydía og setti upp vandlætingarsvip. Galína Petrovna kom sjer fyrir í þægilegum stól. Alex- ander Dimitrievitch tyllti sjer á brúnina á stól, .sem stóð út við dyrnar. „Það var fallega gert af vkkur að koma“, sagði Leo og brosti vingjarnlega. „Eina af- sökunin, sem jeg hef fyrir því, að ieg skyldi ekki vera búinn 'að heimsækja ykkur, er „Kira“, sagði Galína Petr- ovna fyrir hann- „Já, veistu \ það, að við sáum hana bara I þrisvar sinnum, allan þann tíma, sem þú varst í burtu“. „Jeg er með brjef til þín“, sagði Lydía allt í einu. ,.Brjef?“ Rödd Kiru var dá- lítið óstyrk. „Já, það kom í dag“- Það stóð ekkert nafn send- anda á umslaginu, en Kira þekkti strax skriftina. — Hún fleygði brjefinu kæruleysis- lega á borðið. „Ætlar þú ekki að opna það?“, spurði Leo. „Það liggur ekkert á“, sagði hún.„„það er ekkert áríðandi". „Jæja, Leo“, hjelt Galína Petrovna áfram. Rödd hennar var orðin hærri og hvellari upp á síðkastið. „Hvað ætlast þú fyrir í vetur? Það er ákaf- lega merkilegt ár, sem er að hefjast núna. Það eru tækifæri á hverju strái fólkið“. fyrir unga tæki- „H'vað segirðu . . færi?“, sagði Leo. „Verksviðið er stórt og j mikið. Það er eitthvað annað hjer en í hnignandi borgum Evrópulandanna, þar sem íbú- arnir strita og stríða allt sitt líf til að drepast ekki úr sulti. Hjerna höfum við aftur á móti öll tækifæri til þess að gerast skapandi kraftur í hinni gríð- arstóru heild. Hjer verður vinna hvers og eins ekki spillt orka til að framfleyta lífinu, ■ heldur skerfur til uopb.vgging arinnar i hinni stórkostlegu , áætlun, sem nefnist framtíð mannkvnsins“. , I ,.Mamma“, sagði Kira, „hver hefur skrifað þetta niður fyrir þig“- „Nei, hevrðu mig, Kira“, sagði Galína Petrovna og rjetti úr sjer. „Þú ert ekki eingöngu ókurteis við móður þína, en ieg held líka, að þú hafir spillandi áhrif á framtíð Leos“. , „Jeg held, að það væri best, að hætta að tala um þetta“, sagði Leo. „Og þar að auki vona jeg, Leo, að þú sjert nógu brosk- aður til að yfirvinna þá hleypi dóma, sem áður höfðu okkur að þrælum. Við getum ekki annað en viðurkennt það, að sovjet-stjórn er einasta fram- tíðar-stjórn heimsins. Tökum til dæmis gamla konu, eins og mig, sem allt mitt líf hef ekki unnið ærlegt handarvik. Jeg fæ tækifæri til að inna skap- andi starf af hendi. Og. hvað viðvíkur ungum manni eins og þjer. þá get. . . .“ „Hvar vinnur þú, Galína Petrovna?“ „Veistu það ekki? Jeg kenni í verkamannaskóla. Það eru þeir skólar, sem áður hjetu alþýðuskólar. Jeg kenni handa vinnu. Við vitum öll, að það er miklu hagkvæmara fyrir borgara framtíðarinnar að læra að sauma, heldur en að vera að bjástra við alla þessa latínu, sem var áður troðið inn í kollinn á ungu fólki. Og kennsluaðferðirnar. Þær standa framar kennsluaðferðunum í öllum öðrum Evrópulöndum. Til dæmis hvernig við. ., . “ ,,Mamma“, sagði Lydía þrevtulega- „Það er ekkert víst að Leo þyki gaman að hlusta á allt þetta“. „Hvaða vitleysa. Leo er nú- tímamaður. Þú hefur ábyggi- lega gaman af að heyra um kennsluaðferðirnar. — Hvað gerðu menn áður fvrr Jú, börnin urðu að læra utanbókar burrar og sundurlausar kenslu bækurnar .... sögu, eðlis- fræði og stærðfræði .... og þ?ð var ekkert samband á milli neins þessa. Og hvað ger um við núna? Við notum sam- drítt.araðferðina. Við getum tekið til dæmis síðustu viku. Þá áttu börnin að kynnast verk smiðium. í söffutímanum lásu börnin um það, hvernig verk- smiðiurnar urðu til og þróun- arsögu þeirra. í eðlisfræðitím- anum lærðu þau um vjelarnar og í teiknitímanum voru börn- in látin teikna verksmiðjur að 1¥ * mi Refsing og rjettmæt laun ÍTÖLSK ÞJÓÐSAGA 6. En prinsinn varð ekki glaður. Hann varð ennþá hryggari og sagði: „Ó, Myra, hvað hefur þú gert? Hvers vegna hefur þú komið hingað? Nú verð jeg enn að fljúga og hrekjast fyrir j veðri og vindi í heil sjö ár, sjö daga, sjö tíma og sjö mínútur. Ekki verð jeg enn laus undan óhamingju minni.“ Myra starði á hann undrandi. „Ætlarðu virkilega að yfirgefa mig aftur, nú þegar jeg hef grátið og syrgt þig og loksins fundið þig eftir langa leit?, Jeg trúi ekki því, sem þú segir.“ Þá svaraði kóngssonurinn: „Jeg get ekki hjálpað þjer, jeg verð að yfirgefa þig, en ef þú vilt fórna einhverju til að frelsa mig og leysa mig úr álögum, þá skal jeg segja þjer, hvernig þú getur það.“ j Hann leiddi hana út á stórar svalir og sagði: I „Ef þú bíður mín hjer á þessum svölum í sjö ár, sjö daga, j sjö tíma og sjö mínútur, hvernig sem veður er, hvort sem það er stormur eða logn, rigning eða sólskin, frost eða hiti, og ef þú allan þennan tíma hvorki borðar nje drekkur nje Ualar, þá er jeg frelsaður og þú skalt verða drottning mín.“ I Hann hafði varla sleppt orðinu, þegar hann breyttist x ! fugl og flaug í burtu. I Og vesalings Myra sat ein eftir úti á stóru svölunum og kraup niður í eitt hornið. Dísirnar komu út og báðu hana um að koma inn til þeirra, en hún hristi aðeins höfuðið þögul. Hún hreyfði sig ekki burt af staðnum, hún borðaði ekki og hún drakk ekki og ekkert orð kom fram yfir varir hennar. Þannig sat hún í sjö ár, sjö daga, sjö tíma og sjö mínútur, hvort sem það var regn eða hagljel eða sólin skein brenn- andi heit eða skýjaflókarnir huldu himinhvolfið, og svo fór að mjúka litfagra hörundið hennar varð skorpið og dökkt og andlit hennar varð grettið og afmyndað. Hún varð stirð og klunnaleg í hreyfingum. En nú var hinn langi biðtími liðinn og vængjaþytur kvað við úr lofti. Græni fuglinn kom svífandi úr fjarlægð og varð að yndislegum konungssyni. Þá kastaði hún sjer í faðm hans grátandi af gleði og hróp- aði: „Nú ert þú frelsaður úr hinum grimmu álögum, og allar mínar þrautir eru á enda.“ IÍPulcJ tmj39ijqAjynhci,l)ÁyruuL v --Lýttu nú bara á, jeg Ias í hlaSi um mann, sem fann svo mikla peninga í gömlum sófa, að hann Jiurfti ekkert að vinna ineira. Hann var í báðum. Rafn bauð Pjetri á fyllirí, þó með því skilyrði, að þeir færu báðir í stúku daginn eftir. Þegar þeir iiafa setið að drykkju um stund, segir Rafn: —- Eigum við ekki að ganga í Eininguna? — Jeg get það ekki. —r Þá í Dröfn? — Jeg get það ekki. þvi jeg er í þeim báðum. • ★ Hans var ríkiS. Tveir stjórnmálamenn voru á fundi úti á landi. , Þegar annar þeirra er að flytja sina ræðu, gripur hinn frammí fyrir hon- um og stgir: j — Þetta er ekki satt. ' —Víst er það satt, segir hinn. — Mjer ætti nú að vera kunnugt um það, þar sem jeg var í stjórn- inni þá. — Það er satt, þitt var rikið, etl hvorki mátturinn eða dýrðin. ★ Hann har margl við. | Prestur einn átti kynbótahest. semt gekk laus um sveitina. Gekk hann ríkt eftir því við bændur, að þeir borguðu sjer fyrir notkun hans. I Eitt sinn eftir rnessu, hittir harrn bónda nokkum og segir: — Jeg á fyl í merinni þinni. —■ Jæja, margt berið þjer nú við, prestur minn. ★ Hún tapaði. j Coolidge forseti Bandaríkjanna var ekki margmáll roaður. Frú ein í Washington talaði mjög um, að hún skyldi fá forsetann til þess að ræða við sig, fyrr eða síðar. Eitt sinn í veislu far.nst henni bera vel í veiði, fór til forsetans og sagði: —- 0, herra forseti, í hreinskilnl sagt, þá veðjaSi jeg við kurinirigja- konur mínar um, að jeg skyldi fá yður ti) þess að segja að minnsta kosti þrjú orð. I — Þjer tapið, svaraði Coolidge. ★ Þá var skemmtunin úti. | Josepn Chamberlain var eitt sinn heiðursgestur í miðdegisverðarboði t lítilli borg í Englandi, þar sem margt manna var samankomið. Þegar borð- haldið hafði staðið yfir í klukkustund, lýtur borgarstjórinn að Chamberlaia og sagði: — Eigum við að lofa gestunum að skemmta sjer svolítið lengur, eða vilj- ið þjer kannske fara að byrja á ræðu yðar?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.