Morgunblaðið - 30.08.1949, Síða 8
8
MORGVNBLAfílÐ
Þriðjudagur 30. ágúst 1949.
Otg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Fraxnkv.stj.: Sigfús Jónsson.
t-ar:
’verji óhrij^a
ÚR DAGLEGA
LÍFINU
R’Uijóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.X '!2UI
''rjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. f
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Simi 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlanda^
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók,
Verslunarbarátta
Jóns Sigurðssonar
TÍMINN, blað fornleyfafjelagsins, heldur því fram s.l. sunnu-
dag að Jón Sigurðsson forseti hefði verið samþykkur þeirri
stefnu Framsóknarflokksins að gera skömmtunarmiða að
innkaupheimild fyrir vörum! Vitnar blaðið í ummæli hans,
þar sem hann hvetur íslendinga til þess að mynda með sjer
verslunarfjelög til þess að ná versluninni úr höndum danskra
kaupmanna.
Þetta segir Tíminn að sanni það að Jón Sigurðsson hafi
viljað svartamarkaðsbrask með skömmtunarmiða árið 1949
samkvæmt tillögum Hermanns Jónassonar og Skúla Guð-
mundssonar!!
Ýmislegt hefur nú blessaður forsetinn mátt horfa upp á
úr gröf sinni að hann væri bendlaður við. En þessi Tíma-
staðhæfing er nú eitt af því versta, sem honum hefur verið
gert ef einn einasti maður legði trúnað á þennan endemis-
þvætting.
Hvert barnaskólabarn veit að öll barátta Jóns Sigurðsson-
ar í verslunarmálum þjóðar sinnar var fyrir því að gera
verslunina innlenda, hnekkja einokunaraðstöðu Dana, draga
hana úr höndum danskra kaupmanna og koma henni í
hendur íslenskra kaupmanna og verslunarfjelaga. Barátta
Jóns Sigurðssonar var þannig fyrst og fremst gegn einokun
og ófrelsi í verslunarmálum.
í þessu sambandi skiptir varla máli að geta þess að þegar
forsetinn hóf þessa baráttu og lengi síðar eftir að nokkuð
\ar tekið að rofa til í verslunarmálunum, var ekkert kaup-
fjelag til. Hins vegar mynduðust verslunarfjelög, sem ásamt
fjölmörgum einstaklingum unnu að því. af miklum þrótti
að færa verslunina inn í landið og leysa allan almenning
af klafa hinna erlendu kaupmanna og selstöðuverslana. í
ýmsum hjeruðum voru þessi verslunarfjelög undanfarar
kaupfjelaganna. Engum hefur heldur dottið í hug að neita
samvinnuversluninni um sinn hluta heiðursins af því að
gera verslunina innlenda og hagstæðari fyrir þjóðina. Sann-
leikurinn í málinu er sá að einstaklingsverslun og samvinnu-
verslun unnu mikið og gott starf í verslunarmálunum. Hin
innlenda einstaklingsverslun og samvinnuverslun dafnaði
hlið við hlið og samkeppni hinna tveggja verslunarforma
varð þjóðinni til blessunar.
- Tíminn skilur ekki þessa þróun, þó að hún heyri fortíðinni
til. Hann vill ekki skilja hana. Hann vill hins vegar bauka
við að skrökva því upp á Jón Sigurðsson að hann hafi talið
einstaklingsverslunina skaðræði vegna þess að hann hjelt
u.p«pi harðri baráttu gegn dönskum selstöðukaupmönnum og
hvatti landa sína til fjelagslegs samstarfs gegn arðráni
þeirra.
Ne^Tími sæll, íslendingar trúa því aldrei að það hafi verið
stefna Jóns forseta í verslunarmálum að læsa verslun og
viðskipti í viðjar nýrrar einokunar, enda bera öll ummæli
hans vott um það gagnstæða. Takmark hans var sem frjáls-
ust innlend verslun. Það var alræði og kúgun hins danska
kaupmannavalds, sem barátta hans beindist gegn.
Frjáls fjelagsverslun og einstaklingsverslun innlendra
manna var leið hans til þess að skapa landsmönnum hag-
stæðari verslunaraðstöðu.
Til þess er að lokum full ástæða að árjetta ennþá. einu
sinni stefnu Sjálfstæðisflokksins í verslunarmálum. Flokk-
urinn er fylgjandi frjálsri samkeppni milli einstaklingsversl-
unar og fjelagsverslunar. Hann vill ekki gefa öðrum hvor-
um þessara verslunaraðilja einokunaraðstöðu, en telur hag
landsmanna best borgið með því að einstaklingsverslun og
samvinnuverslun keppi á frjálsum grundvelli um viðskipti
landsmanna. Andstaða Sjálfstæðismanna gegn skömmtunar-
miðafargani Framsóknar sprettur þess vegna ekki af ótta
við að það myndi beina versluninni frekar til kaupfjelag-
anna, heldur af því að það er eintóm vitleysa, sem leiða
myndi til öngþveitis í verslunarmálunum. En Tíminn, sem
sjer þetta úrræði eitt í þessum málum, ætti að hafa sóma-
tilfinningu til þess að vera ekki að bendla nafn Jóns Sig-
urðssonar við slíka óburði.
Fjölbreyttari
útvarpsdagsskrá.
ÞEGAR líður að hausti fara
útvarpshlustendur að eiga von
á, að þeim verði eitthvað sagt
um vetrardagskrá útvarpsins.
Því það hefir verið venja und-
anfarin ár, að útvarpsráðið til-
kynni almenningi um fyrirætl-
anir sínar fyrir veturinn.
En það er eðlilegt, að útvarps
hlustendur vilji leggja eitthvað
til málanna. Þeir eiga ekki
neinn fulltrúa í útvarpsráði,
sem þeir kjósa sjálfir og eina
ráðið til að koma sínum hug-
myndum og skoðunum á fram-
færi er því, að leita til blað-
Ekki vantar tillögurnar.
AF ÞEIM brjefum, sem ,,Dag
lega lífinu“ hafa borist um út-
varpið og útvarpsdagsskrána,
má sjá, að ekki vantar tillög-
urnar. Og flest eru brjefin
gagnrýni á dagsskrána, bæði
sanngjörn og ósanngjörn. Það
er nú einu sinni svo, að menn
láta frekar til sín heyra um það,
sem þeir telja aé miður fari,
en hitt sem vel er gert.
Það er víst nokkuð snemmt
að fara að nudda í sambandi
við vetrardagsskrána, en einni
tillögu frá útvarpshlustenda vil
jeg þó koma á framfæri.
e
Samkeppnina vantar.
ÞESSI útvarpshlustandi seg-
ir m. a.: — „Fábreytni útvarps-
dagsskrárinnar okkar stafar að
miklu leyti af því, að heilbrigð
samkeppni er ekki til í útvarps-
sendingum hjer á landi. Út-
varpshlustendur verða að taka
því, sem að þeim er rjett og
eiga ekki í önnur horn að
venda, nema helst þeir, sem
ákilja erlend mál og hafa það
góð tæki, að þeir geta hlustað
sjer að gagni á erlendar útvarps
stöðvar. Enda mun það vera
svo, að þeir, sem geta hlusta
meira á útlönd, en íslenska út-
varpið".
•
Tvö útvarpsráð.
„JEG VEIT ekki hvort það
er framkvæmnanlegt“, heldur
brjefritari áfram, en það er jeg
viss um, að ef útvarpsráðin
væru tvö og stjórnuðu útvarp-
inu til skiftis, t. d. 3, eða 6
mánuði í einu, myndi skapast
samkeppni milli ráðanna um
hvort gæti haft betri dags-
skrá“.
Hugmyndin er vafalaust ekki
jafn fráleit og virðast kann í
fyrstu. Og ef til vill mætti
finna eithvað ráð til að skapa
samkeppni um útvarpsdagsskrá
í þeim tilgangi að bæta hana.
•
Skúraskriflin.
J. G. HEFIR oft skrifað okk-
ur brjef um ýms þörf mál. Nú
hefir hann sent pistil, sem jeg
birti hjer á eftir, en jeg verð
að segja að ekki er jeg honum
að öllu leyti sammála. Við er-
um ábyggilega öll sammála um,
unnið er þarft verk með því að
láta rífa skúraskrifli, sem ver-
ið hafa til ama og óþrifnaðar
víða í bænum.
Og ennfremur ættu allir að
geta verið sammála um, að eig-
inhagsmunir einstaklinga verða
að víkja fyrir hag fjöldans.
Það er líka-erfitt að leyfa und
antekningar. En hitt er rjett,
að embættismennirnir verða að
vera sanngjarnir og gæta þess,
I eins og brjefritari segir, að
halda sig ekki altof mikið að
dauðum bókstafnum.
Brjef J. G. er á þessa leið:
•
Of strangt.
„Víkverji góður.
Heilbrigðiseftirlit bæjarins
hefur að undanförnu tilkynnt
þeim, er timburskúrbyggingar
| hafa við hús sín, að þeir verði
, að rífa skúrana, annars verði
I skúrarnir rifnir á kostnað eig-
enda. Svo mörg eru þau orð.
Fresturinn, sem mönnum hef
ur verið gefinn, a. m. k. mjer,
var rúm vika. Þessi fyrirmæli
eru gefin út á þeim forsend-
um, að skv. byggingarsam-
þykkt bæjarins, sje ekki heim-
ilt að byggja eða hafa slíka
skúra.
Maður skyldi nú halda að heil
brigðiseftirlitinu bæri fremur
Iskylda til að hugsa um hrein-
lætið í og við slíka skúra, frem-
|ur en að gegna störfum bygg-
ingarnefndar, en svo virðist þó
ekki vera.
| Þessi útsendarar heilbrigðis-
yfirvaldanna láta ekki svo lít-
|ið að ganga úr skugga um,
jhvort um óþrifnað sje að ræða
jí þessu sambandi, og má það
jteljast harla undarlegt. Það er,
með öðrum orðum, alveg sama
hvort skúrarnir eru komnir að
niðurfalli eða eru nýir, hvort
þeir eru notaðir undir verk-
færi eða efni, sem nauðsynlegt
er, bæði vegna atvinnu manna
og til viðhalds húsi og lóð. A
þessu er enginn greinarmunur
gerður.
e
Greinarmunur.
..ÞESSU verður að breyta
þegar 1 stað. Það er sjálfsagt
|að rífa þá skúra, sem heilbrigð-
inu í bænum stafar hætta af,
og það er líka jafn sjálfsagt
J að lofa þeim skúrum að standa,
jsem notaðir eru fyrir verkfæri
og efni, sem enginn óþrifnað-
ur fylgir.
Það er fjarri mjer að dá-
sama þessar bráðabirgðaskúr-
byggingar eða vilja halda í þær
lengur en nauðsynlegt er, en
á meðan ekki er hægt að fá
íjárfestingarleyfi fyrir stein-
skúrum, verður að telja það
mjög vítaverða ráðstöfun hjá
bæjaryfirvöldunum að skipa
mönnum á burt með ómissandi
geymsluskúra. Það væri vissu-
lega æskilegt, að bæjaryfirvöld-
in sæju sjer fært, að halda sjer
ekki alveg svona einstrengings-
lega við bókstaf gamalla sam-
þykkta.
•
Breyttar aðstæður.
„AÐSTÆURNAR eru breytt-
ar frá því sem áður var, frjáls-
ræðið er að hverfa og eignar-
rjetturinn orðinn harla litils
virtur. Sjálfstæðismenn ættu
því að gera sitt ýtrasta til þess
að sýna að þeir vilja berjast
fyrir frelsi einstaklingsins og
halda eignarjettinum í heiðri,
því sú stefna mun að lokum
sigra“.
MEÐAL ANNARA ORÐA . . . .
Verkföll kemmúnisla í Finnlaardl
EINA rikið við vesturlanda-
mæri Rússlands, sem ekki er
orðið að leppríki, er FinnJand.
Þetta hefur náðst með kænleg-
um en hreinskilnislegum við-
skiftum Finna við Rússa. En
sameiginleg landamæri eru um
110 km löng, svo Finnar vita,
að hættan er sífelt yfirvofandi,
að Rússar vilji án nokkurra
málalenginga ráða meiru í
finnskum málum.
I utanríkismálum hafa Finn-
ar ekki vogað að standa á móti
Rússum En í innanríkismálum
hafa þeir hægt og í rólegheit-
um vikið kommúnistum frá
öllum þýðingarmiklum málum.
Núverandi ríkisstjórn er með
öllu laus undan áhrifum
finnskra komúnista.
• •
VONAST EFTIR AF-
SKIFTUM RÚSSA
Finnskir kommúnístar hafa
hvað eftir annað reynt að
blanda saman innríkis- og ut-
anríkismálum og hvað eftir
annað vonast eftir afskiftum
Rússa i innanríkismál landsins.
Finnska stjórnin hefur aldrei
gefið Rússum færi til slíks, því
án allra ástæðna þora Rússar
ekki að beita Finna ofbeldi. —
Þeir vita, að árás á Finnland
gæti haft slæmar afleiðingar
fyrir þá gagnvart áhrifum vest-
urveldanna.
• •
HNIGNANDI VALD
KOMMÚNISTA
Hjer fylgir á eftir yfirlit yfir
helstu atburði í taflinu mikla
milli finnsku stjórnarinnar
annarsvegar, en Rússa o.g finsku
kommúnistanna hinsvegar.
17. mars, 1945. Kosningar.
Komúnistar eru einn af þremur
stærstu flokkum landsins og fá
sæti í samsteypustjórn.
10. febrúar, 1947. — Finnar
undirrita friðarsamninga. Eiga
að láta af hendi nokkur land-
svæði við Rússa og greiða þeim
300 miljón dollara í stríðsskaða
bætur.
11. júlí, 1947. — Samkvæmt
eindregnu banni Rússa neita
Finnar þátttöku í Marshall-
áætluninni.
22. febrúar, 1948. — Stalin
ritar Finnlandsforseta brjef þar
sem hann fer fram á milliríkja-
samning um vináttu og gagn-
kvæma hernaðaraðstoð.
6. apríl, 1948. Finnska þingið
lýsir yfir vantrausti á komm-
únistann Leino, innanríkisráð-
herra, svo hann verður að fara
frá. Hann hafði unnið að því,
leynt og ljóst, að breyta lög-
reglulandsins 1 kommúnistaher.
1.—2. júlí, 1948. — Kosning-
ar. Kommúnistar tapa gífurlega
og eftir það er mynduð stjórn
án þátttöku þeirra. (Stjórn
Fagerholms).
• •
LÁTLAUS ÁRÓDUR
KOMMÚNISTA
Eftir stjórnarmyndun Fager-
holms hafa kommúnistar hald-
ið uppi óslitnum árásum á
stjórnina. Þeir hafa þegjandi
bundist samtökum við Bænda-
flokkinn, sem er lengst til
hægri, um að reyna að koll-
varpa stjórninni. Út á við hafa
þeir haldið uppi látlausum á-
róðri gegn stjórninni og leitað
afskifta Rússa. Síðustu mánuði
hefur einnig fjölgað gagnrýn-
Framh. á bls. 12.