Morgunblaðið - 03.09.1949, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagör 3. sept. 1949.
Þórmundur Vsgfússon
ÞORMUNDUR Vigfússon bóndi
í Bas í Andakílshreppi andaðist
hinn 19. júlí s. L, 74 ára að aldri,
og var jarðsettur að Bæ þ. 25.
júlí að viðstöddu miklu fjöl-
menni.
Þórmundur var Árnesingur að
ætt og uppruna, fæddur að Efri-
Reykium í Biskupstungum 26.
febr. 1875, sonur hjónanna Val-
gerðar Ingimundardóttur frá
Efri-Reykjum og Vigfúsar Vig-
fússonar frá Lambhúsum. —
Bjuggu þau hjónin á Efri-Reykj-
um við þröng kjör, og því var
Þórm. látinn fara úr foreldra-
húsum 11 ára gamall til þess að
að ljetta á heimilinu. Fór hann
til móðurbróður síns, Guðmund-
ar, er bjó á Bjarnastöðum í
Grímsnesi og var þar meðan Guð
mundar naut við, en hann Ijest
1892 og var heimili hans þá
leyst upp.
Þá rjeðist Þórmundur að
Reykjanesi í Grímsnesi til Guð-
jóns Finnssonar bónda þar, og
var hjá honum í 5 ár. Síðasta
áiið sem hann var á Bjarna-
stöðum fór hann til sjóróðra, þá
16 ára gamall, og allar vertíðir
rneoan hann var í Reykjanesi
reri hann í verstöðvum á Suður-
nesj um.
Vorið 1897 fór Þórmundur á
Búnaðarskólann á Hvanneyri, og
útskrifaðist þaðan eftir tvö ár
með góðum vitnisburði. Næstu
tvö árin var hann verkstjóri við
skólabúið á Hvanneyri, nema
vertíðartímann. En vertíðarnar
var hann til sjós, aðra á Suður-
nesjum en hina á skútunni „Berg-
þóru“ undir skipstjóm Jóhannes-
ar Hjartarsonar, er var á þeim
árum þjóðkunnur skipstjóri og
aflamaður.
Árið 1901 tekur Þórmundur við
ráðsmannsstarfi á búi barónsins
á Hvítárvöllum, en þá um vet-
urinn andaðist baróninn. Næsta
fardagaár tekur Þórmundur búið
á Hvítárvöllum á leigu af dánar-
búinu. Vorið eftir, 1903, fær
hánn byggingu fyrir Langholti og
býr þar í 26 ár eða til vorsins
1929, að hann kaupir jörðina Bæ
1 Bæjarsveit og flytur þangað bú-
ferlum. Þar bjó hann síðan stór-
búi í 17 ár og átti heima til dauða
aags. Þannig dvaldi Þórmundur
í Andakílshreppi í samfleytt 52
ár, og var bóndi þar í 44 ár af
þeim tíma.
Þegar Þórmundur fór úr for
eldrahúsum barn að aldri mun
honum hafa verið ljóst, hvaða
ástæður lágu til þess að svo várð
að vera. Það er því hægt að geta
sjer til með hvaða hug og ásetn-
ingi hann kemur á heimili móð-
urbróður síns. Það er trúlegt að
hann hafi haft fullan hug á að
vinna honum allt það gagn er
haxm mátti, og því tekið fúslega
á sig alla þá þjónustu, er snún-
ingadrengnum var ætlað að inna
af höndum á þeim tíma, en hún
var mikil, og erfitt að veita fyr-
ir lítt þroskaðan dreng. Jeg býst
því við, að uppvaxtarár hans á
Bjarnastöðum hafi yfirleitt verio
erfið. En þau urðu honum æfing
í þvi að leggja fram krafta sína
bæði andlega og líkamlega, svo
að sem best not yrðu að starfi
hans. Þetta varð honum dagleg
þjálfun í sjálfsaga, í því að yfir-
vinna þreytu og aðra örðugleika
í daglegum störfum og meta ann-
arra hag jafnframt því að skapa
m^ð honum sjálfum heilbrigðan
metnað.
Þetta, sem nú hefur verið að
víkið, var mjög áberandi þáttur
í lífi Þórmundar, bæði sem heim-
ilisíöður og þjóöfjelagsþegns.
Þórmundur stundaði nám sitt
á Hvanneyri vel, og þar sem
hann var prýðilega greindur sótti
hann þangað þekkingu og þroska
svo sem best verður á kosið á
ekki lengri skólagöngu. Með
því að hann var einnig óvenju-
lega mikill afkastamaður og vel-
virkur við öll landbúnaðarstörf,
varð hann mjög eftirsóttur til
starfa, er best má marka af því
að hann verður verkstjóri við
skólabúið og síðan ráðsmaður
fyrir stórbúi strax að loknu námi.
Var hann því óvenjulega vel bú-
inn undir lífsstarf sitt, bænda
stöðuna, enda skipaði hann sjer
strax í röð hinna bestu bænda
Öll árin, sem hann bjó í Lang-
holti var hann leiguliði, en hann
bætti jörðina mikið, sljettaði og
stækkaði túnið og girti, byggði
bæjarhús, hlöður og peningshús.
Fyrstu árin var hann efnalítill,
en fljótlega tókst honum að koma
upp góðu búi. Átti hann jafnan
arðsama gripi og fór vel með þá.
Til þess að auka tekjur sínar
fyrstu búskaparárin hafði hann
með höndum flutninga á vörum
fyrir bændur úr upphjeraðinu
frá Borgarnesi í Grímsármót, sjó
leiðina. Lagði hann þá oft saman
nótt og dag svo búverkin yrðu
tkki útundan, enda var hann
þrekmaður og heilsuhraustur svo
af bar, og varð ekki misdægurt
unz hann síðastliðið vor kenndi
til sjúkdóms, er leiddi hann til
bana á fáum vikum.
Fjelagsmaður var Þórmundur
ágætur, fjelagslyndur, fórnfús og
ósjerhlífinn. Hann vann mörg
störf fyrir samsveitunga sína og
ætíð af trúmennsku og ósjer-
plægni, var í hreppsnefnd og
skattanefnd, forðagæslumaður og
gjaldkeri Búnaðarfjelagsins o. s.
frv.
Þórmundur kvæntist 5. janúar
1905 Ólöfu Guðbrandsdóttur frá
Miðdal í Laugardal, mikilli mynd
ar- og gæðakonu. Eignuðust þau
14 börn og komust 11 þeirra á
fullorðinsaldur, en 10 þeirra eru
nú á lífi. Konu sina missti Þór
mundur árið 1946 og syrgði hana
mjög. Voru þau hjónin frábær-
lega samhent í lífsstarfinu, og
átti hún jafnt honum heiðúr skil-
inn fyrir glæsileik í afkomu
þeirra, fyrir það góða heímiii,
sem þau sköpuðu, ekki síður hjú-
um en skylduliði, og íyrir upp-
eldi hinna mörgu og mannvæn-
iegu barna þeirra.
Þegar tveir elstu synir Þór-
mundar, Guðbrandur og Július,
þurftu á jarðnæði að halda, seldi
hann hvorum þeirra þriðja hluta
jarðarinnar, en þegar hann missti
konu sína árið 1946 íjekk hann
tveim yngstu sonum sínum í hena
ur jarðarpart sinn, og búa því nú
í Bæ fjórir synir Þórmundar. Þau
17 ár sem Þórmundur bjó í Bæ
gerði hann ásamt með sonum
sinum miklar umbætur á jörð-
inni, m. a. hafa þeir stækkað tún-
iö urn heiming, byggt mikil gróð-
urhús og aukið mjög húsakost
allan. Er nú óvenjuiega staðar-
iegt að horfa heim að Bæ og bú-
skapur þar ailur með hinum
mesta myndarbrag.
Menn eins og Þórmundur Vig-
fússon eru brautryðjentíur og
máttarstólpar í íyllstu merkingu
þeiria orða. Þen ryðja ekki að-
eins ieiðma sjálíum sjer og
skylduliði sinu, heidur einnig
fynr samferöarnennina og óborn-
ar kynsióöir, láta hvarvetna vaxa
ívö strá þar sem áður greri eitt.
Jeg vil enda þessi íátækiegú
orð með því að þakka Þórmundi
fyrir samfylgdina með þeirri
ósk, að hann megi halda áfram
á þroskabraut sinni, „meira að
starfa Guðs um geirn“.
Guðmundur á Hvítárbakka.
111 ii 111■■11iiii11 ■■ 11
ii iiii niii11111111111111111111
HúsnæSí — lán
Hef 2—4 herbergja ibuð
með sanngjarnri leigu. —
Gæti verið tilbúin 1.
nóvember eða fyr, gegn
c.a. 40 þúsund kr. láni á
1. veðrjetti í húseign. —
Tilboð, merkt: „Húsnæði
— Lán — 223“, leggist
inn á afgreiðslu blaðsins
fyrir mánudagskvöld.
Reglusöm stúlka óskar
= eftir
| Merbergl
= og helst eldunarplássi. —
| Húshjálp, ef með þarf,
= eftir samkomulagi. Tilb.,
= merkt: „Nauðsyn — 225“
i sendist afgr. Mbl. fyrir
= mánudagskvöld.
lllllllllllllllll•lllllllllllllllllllllll•l■■lllll••lll•ll•l••lllllll
íólksbifreii
i
{ 6 manna, til sölu og
; sýnis við Sölunefndar-
| braggana við Tivoli. —
! Sími 5948.
Stúlka
óskast við iðnað. Tilboð
er greini fyrri atvinnu
og aldur, sendist afgr.
Mbl. fyrir mánudagskv.,
merkt: „Ljettur iðnaður
— 224“.
ll•ll••lllllll•llllllll
• ••iiiiiiiMMiiiiimii
ii 11111111111111111111111111111
Kominn beim
Karl Jónsson,
læknir.
lllllllllll■llllllllllllllllMll■ll•lllllll•llltll••••ll■llfllflm•l
iV\i‘\U Ui\
og dökk föt á dreng, 14
til 15 ára, til sölu. Upp-
lýsingar Miðtún 42, kjal.l
ara.
llllllll•lllllll•lllll••(l
iiiifiiiiiiriiriiiiii«iii*iii
,,«
II SOIll
Ný kápa til sölu. Einnig
skór no. 37, í Bólstaðar-
hlið 10, kjallara, eftir kl.
1 í dag.
EINARSSON & 20ÉCA
M.s. „FOLOir
fermir í Hull 12. þessa mán-
aðar, Antwerpen, 13. þ. mán.,
Amsterdam 14. þessa mánaðar.
Kæru landar.
JEG VAR beðinn að t'lytja
íslandi kærar kveðjur frá fjölda
mörgum Vestur-íslendingum,
og þá sjerstaklega dr. Richard
Beck, sem stöðugt kynnir ís-
land í ræðum ög riturn og svo
frá Gunnari Björnssyni og Valdi
mar syni hans. íslendi.ngar
vestra hugsa oft heim. Því hjá
! öllum sönnum sonum og dætr-
um íslands er þráin rik að fara
heim til Fjallkonunnar.
Það hefur verið mjer óbland-
in ánægja að koma heim og
dvelja hjer um mánaðartíma,
heimsækja Einar Ólafsson bróð-
ur minn, kaupmann á Akra-
nesi, fjölda af skyldfólki mínu,
sjá landið og þjóðina og æsku-
stöðvarnar.
Jeg hefi verið 38 ár í Banda-
ríkjunum, en þó mjög lítið
meðal íslendinga. Hefi um 20
ára skeið gengt prestsskap í
Metodistakirkjunni og er nú bú
séttur í Minneapolis í Minne-
sotafylki. Það hefir mjer leiðst,
hve sjaldan jeg hefi fengið tæki
færi til að tala móðurmál mitt,
því þótt jeg hafi ekki verið
rema 13 ára er jeg fór af landi
burt, er hún römm sú taug
sem bindur mann, hvað löng
sem útivistin verður.
Mjer þykir ísland ákaflega
fallegt, fjöllin og firðirnir, dal-
ir og blómskrýddar brekkur.
Fossar og lækir, sem töfra
mann og veita ró og yndislegan
unað. Geysir og Gullfoss og
allt og allt sem vekur undrun
og aðdáun. Jeg hefi hjer verið
heppinn með allt, veðrið og við-
tökurnar, enda er mjer og
hugðarefnum mínum það mik-
ill fengur. Því svo stendur á,
að jeg ætlaði að taka hjer nokk
uð. af kvikmyndum, myndum
til þess að geta því betur sagt
frá íslandi og sýnt það í sinni
íegurstu mynd.
I Bandaríkjunum fýsir rnarga
að heyra um ísland. Hefi jeg
fim mörg ár reynt að seðja
þessa löngun, með því að fl.vtja
þar erindi og sýna rnyndir frá
Islandi. Óskum um það hefi
jeg aldrei hafnað. Eftir þessa
ferð, hefi jeg því betri skil-
yrði en áður til að fræða fólk
um ættjörð mína, sem jeg elska
enn heitar eftir þessa heim-
sókn.
Það er mjer mikið gleðiefni,
að sjá allar verklegu fram-
kvæmdirnar víða um landið,
síðustu 38 árin. Reykjavík og
aðra bæi og byggðir, en mest
finnst mjer breytingin vera í
Reykjavík, t. d. við höfnina.
Mjer virðist hjer byggingar
flestar betur úr garði gerðar en
jeg hefi sjeð annarsstaðar. En
með engu þessu er allt fengið,
ef ekki fer á undan eða fylgja
eftir framfarir á hinum and-
legu sviðum. Því maðurinn ei
það sem hann hugsar í hjarta
sínu.
Jeg vil þakka prestastjett ís-
lands fyrir vingjarnlegar mót-
tökúr, fyrir að mega mæta á
Hólum í Hjaltadal og vera boð-
ið til prestafundar á Þingvöll-
um á sunnudaginn kemur, sem
jeg get þó því ffiiöur ekki þeg-
íg, þar sém jeg fer heimleiðis
fljúgandi þann sama morgun.
Mjer þykir leitt, að hafa ekki
getað þegið boð ýmsra presta
um að prjedika, þar sem dvöl
mín varð svo stutt. Jeg prje-
dikaði þó í Akraneskirkju 21,
égúst, verður það mjer ógleym-
I anleg stund, því þar var jeg
skirður og þar man jeg best eft-
ir söng og helgum tíðum, þótt
jeg væri 3 ára í Reykjavík, áð-
ur en jeg fór vestur.
Svo þakka jeg vinum og
vandamönnum og öllum sem
jeg hefi hitt og kynnst í þess-
ari ferð og hafa fært mjer yndi
Qg unað. Þessi heimsókn getur
aldrei fallið mjer úr minni.
Hefi jeg nú sterkari löngun en
áður, að verða ættjörð minni
að liði.
Jeg kveð því ísland og bið
Guð að varðveita land og þjóð.
Það er min heitasta ósk að þjóð
mín austan hafs og vestan megi
ganga á guðsvegum svo þeim
geti liðið vel á hjervistardög-
unum og megi verða sáluhólpn-
ir. —• Guð blessi ykkur vinir.
Sveinbjörn S. Ólafsson.
iiií«>«iii ii iii nriiii
Harnakerra
óskast til kaups. Uppl. í
síma 80055.
N®®®®®®®®®iiiiiiiiiiiiiiiiMMiiiiinrtiiiimiiiiiiniimiiniiim(
iimiiiimiiiiiiiiimmimimiiiiimiiii
fúnþökux
til sölu á kr. 3,50 ferm. i
keyrðar á staðinn. Stand- =
setjum og girðum lóðir. j
Upplýsingar í síma 7583. I
lllml•lllllllllll•lllllllll,
mmiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiim,
BERGUB JÓNSSON
Málflutningsskrii'stofa,
Laugaveg 65, sími 5833.
Heimasími S234.
„HEKir
fer frá Reykjavík laugardag-
inn 10. september n.k. til Ála-
borgar. Pantaðir farseðlar ósk-
ast innleystir í skrifstofu vorri
þriðjudaginn 6. september. .—
Nauðsynlegt er, að farþegar
leggi fram vegabrjef sín. Frá
Alaborg fer skipið væntanlega
um mánaðamóíin september—
október til Reykjavíkur.
Esja
austur um land til Siglufjarðar
hinn 8. þ. m. Tekið á móti
flutningi til Fáskrúðsfjarðar,
Reyðarfjaiðar, Eskifjarðar,
Norðfjarðar Seyðisfjarðar, Þórs
hafnar, Raufarhafnar, Kópa-
skers og Húsavíkur árdegis í
dag og á mánudag. Pantaðir
farseðlar óskast sóttir á þriðju-
daginn.