Morgunblaðið - 24.09.1949, Síða 16

Morgunblaðið - 24.09.1949, Síða 16
VEÐURÚTLIT — FAXAFLÓI: S-sa-gola eða kaldi, en úrkomu- lítið. Snýst i vaxandi Sa- og A- átt í kvöld. NORRÆN paradís í Helsinj fors. Sjá grein eftir Þorbj. Guðmundsson á 5. síðu. 218- tbl. — Laugardagur 24. september 1949. Hótel Borgarnes fsrennur til ösku Hófelið varð alelda á svipsíundu EITT STÆRSTA hús Borgarness,. Hótel Borgarnes, brann til ösku á skammri stundu um hádegisbilið í gær. — Margt fólk var í hótelinu er eldurinn kom upp, en það komst allt út ó- meitt. — Litlu tókst að bjarga af innanstokksmunum, eða öðru sem þar var inni. Sigursæll knatlspyrn uf lokkur Um upptök eldsins er ókunn-*^ ugt. Því var veitt eftirtekt um kl. 12,30, að eldur stóð út um glugga í rishæð hótelsins. Það var tvílyft, portbygt hús, með háu risi og voru þar nokkur gestaherbergi, en hótelið gat hýst milli 20—30 næturgesti. Húsið alelda á svipstundu. Eldurinn hefur farið með leifturhraða um húsið. Á fá- einum augnablikum var það orðið alelda. Margt gesta var þá í veitingasal hótelsins, enda matmálstími. Gestirnir komust allir út ómeiddir og um leið og þeir fóru úr salnum, tóku þeir með sjer húsgögn og ann- að úr veitingasalnum. Einnig tókst að bjarga einhverju smá- vegis af miðhæðinni. — Oðru tókst ekki að bjarga og missti forstjórinn, nokkuð af eignum sínum, starfsfólk hótelsins, 10— 12 manns, missti alt sitt, en það bjó í hótelinu. Næstu hús í hættu. Slökkviliðið kom á brunastað inn innan stundar. Var þá ljóst, að tilgangslaust var að ætla sjer að bjarga hótelinu. Nærliggj- andi hús voru í hættu. þó logn væri, og var því lögð áhersla á, að verja þessi hús. Á þær Rliðar húsanna, er sneru að eld- hafinu, voru breidd segl, en .síðan dælt vatni á þau. — Á þennan hátt tókst að forða hús- unum frá nokkrum verulegum skemdum. I einu þeirra munu þó rúður hafa sprungið vegna hitans frá eldinum. Brann á 1 klst. Sem fyrr segir, varð Hótel Borgarness alelda á skammri stundu, en húsið var úr timbri, járnvarið. Grunnflötur þess var um 160 ferm., með tilheyrandi útbyggingum. — Er klukku- stund var liðin frá því eldsins varð vart, var húsið hrunið að grunni, en fram eftir degi. log- aði í rústum þess. Hótelið var byggt 1906, en síðan hefur það bæði verið stækkað og endur- byggt. Tilfinnanlegt tjón. Bruni þessi hefur ekki aðeins í för með sjer tjón fyrir eiganda þess, Ingólf Pjetursson,heldur og fyrir kauptúnið í heild. — Hótelið var tryggt hjá Bruna- bótafjelagi Islands og innan- stokksmunir og annað, er við- kemur rekstri hótelsins, var tryggt fyrir aðeins um 40 þús. kr. 2000 vilja fá ísskáp í heimilið í FYRRADAG byrjaði Raf- tækjaverksmiðjan Rafha í Hafn arfirði, að taka á móti pönt- unum á ísskápum þeirri, sem verksmiðjan er nú að hefja framleiðslu ár. Samkvæmt upplýsingum frá verksmiðjunni, höfðu í gær borist um 2000 umsóknir frá Reykjavík, Hafnarfirði, og úr næsta nágrenni bæjarins. Verksmiðjan hefur nú fyrir- ligjandi efni í um 500 ís- skápa.Oráðið er, eftir hvaða reglum verður farið, um út- hlutun ísskápanna. Tónleikar á Akureyri BJÖRN ÓLAFSSON heldur fiðluhljómleika á Akureyri í byrjun næstu viku, með aðstoð Árna Kristjánssonar. Hvorirtveggja hljómleikarn- ir eru haldnir á vegum Tón- listarfjelags Akureyrar fyrir styrktarfjelaga þess og gesti. Munu Akureyringar fagna því, að þeim gefist nú kostur að njóta listar svo ágætra lista- manna. Verslun Turkestan. SHRINAGAR — Nýlega kom stór hópur kaupmanna frá Tur- kestan með yak-uxalestir sínar til Shrinagar í Kashmír. Vilja þeir hefja á ný verslun við Ind- land, sem fallið hefur niður í nokkur ár. Þeir selja ull, en kaupa aftur m. a. steinolíu. Lítil veiði 4,» LÍTIL sem engin síldveiði var í gær á Grímseyjarsundi. Flugvjel var send til að leita síldar. — Sáust úr henm nokk- ur ,,síldaraugu“ á sundinu. —- Skip, sem var á þessum sióðum kastaði. — t fyrrn kasti fiekk það 10 tunnur síldar, en í síð- ara 20 tunnur. Gott veður var á miðunum. Frjettaritari Mbl. segir, áð enn bætist við síldveiðiskipa- flotann. KNATTSPYRNUFJELAG strætisvagnabílstjóra hefur alls kenpt j i 10 leikjum í sumar við knattsp.yrnumenn annara fyrirtækja íj bænum. Af þessum leikjum hafa þcir unnið fimm, gert þrjú 1 jafntefli og tapað tveimur leikjum. — Strætisvagnabílstjórar hafa í þessum leikjum skorað 27 mörk, en fcngið 12. — Hefur I mikill áhugi ríkt meðal strætisvagnabílstjóra fyrir íþróttinni. Þeir ljetu gera sjer íþróttabúninga í litum strætisvagnanna, rautt og hvítt, með merkinu SVR á peysubrjóstinu, eins og sjest hjcr á myndinni, sem er af knattspyrnuliðinu. r Armann vann Oslo-liðið, en fapaði fyrir Sfokkhólmi HANDKNATTLEIKSFLOKKUR Ármanná, sem tekur þátt í b andknattleikskeppni milli hinna norrænu höfuðborga, sem fram fer í Stokkhólmi, vann Osló-liðið, en tapaði fyrir Stokk- hólmsliðinu í fyrrakvöld. "®Á leið til Finnlands Handknattleiksflokkurinn Súðin væntanleg hingað í kvöld UM KLUKKAN 10 í kvöld er Súðin væntanleg hingað til Reykjavíkur, úr Grænlandsleið angri sínum. Er nú aðeins eitt skip úr leiðangrinum við Græn land, vjelskipið Elsa frá Rvík, sem ætlar að vera þar uns skip ið hefir fullfermi. í samfloti með Súðinni er Hafdís frá ísafirði, en auk þess koma með Súðinni, áhafnir trillubátanna. Súðin fór hjeðan frá Reykja- vík 11. júlí síðastl til Græn- lands. Utankjörstaðakosn- ing hefst á rnorgun Á MORGUN, sunnudag, 25. okt., hefst utankjörstaðakosn- ing hjá borgarfógeta, Tjarnar- götu 4, og verður þann dag að- eins frá kl. 2—4 e. h. Sjálfstæðisfólk! Allar upp- lýsingar um utankjörstaðakosn ingu fáið þið á kosningaskrif- ' stofu flokksins í Sjálfstæðishús linu (uppi), sími 7100. fór fyrir nokkrum dögum síð- an, en ferðinni er heitið til Finnlands, en þangað var hon- um boðið. — Sænska Hand- j knattleikssamb. á 15 ára afmæli um þessar mundir. og í því sam bandi, efndi það til handknatt-1 leikskeppni milli höfuðborg-1 anna á Norðurlöndunum. Þó skal það tekið fram, að Ármenn ingarnir keppa ekki sem lið Reykjavíkur á mótinu, heldur j sem gestir hins sænska Hand- knattleikssambands. Iljeraðsmót Sjálfstæðismanna í Stykkishólmi á morgun Síðara hjeraðsmótið í Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu. SJÁLFSTÆÐISMENN í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu efna til hjeraðsmóts í Stykkishólmi á morgun og hefst þar kl. 4 síðd. — Fyr í sumar var haldið hjeraðsmót Sjálfstæðismanna í sýsl- unni að Hofgörðum og var það afar fjölsótP'og myndarlegt mót. Á hjeraðsmótinu í Stykkis-®*- hólmi flytja þeir ræður. Sigurð- ur Ágústsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í kjördæm- inu, Gunnar Thoroddscn, borg- arstjóri og Ólafur Thors, for- maður Sjálfstæðisflokksins. Þá verður söngur og önnur skemmtiatriði og dansað um kvöldið. Má vænta þess, að þetta mót verði ekki síður vel sótt en í sumar, enda ríkir enn mikill og einbeittur áhugi Sjálfstæðis- manna fyrir því að styðja kröft- uglega kosningu Sigurður Á- gústssonar, sem nýtur óvana- legra vinsælda og hins mesta trausts hjeraðsbúa. Jazz-hljómleikar í Breiðfiringahúð í DAG (laugardag) kl. 3,15 og framvegis annan hvern laug ardag, verður „Jam session“ í Breiðfirðingabúð, sem Jazz- blaðið gengst fyrir. Á „Jam sessionum" þessum munu jazz- leikarar koma fram og sýna getu sína og eru þetta með rjettu óundirbúnir hljómleikar. Yfir tuttugu jazzleikarar munu leika þarna í dag, og verður þar skipa niður í fimm litlar hljómsveitir. Meðal þeirra sem leika, má nefna: Björn R. Ein- arsson, Baldur Kristjánsson, Gunnar Ormslev, Ólaf Pjeturs- son og Vilhjálm Guðjónsson, en þetta eru allt mjög góðir jazz- leikarar. Sigur Ármenninga og tap Mótið hófst í fyrrakvöld. — ’ Fyrsti leikur þess var á milli Stokkhólmsborgar-Iiðsins og Islands- og Reykjavíkurmeist- aranna í handknattleik, Ár- manns. — Leikar fóru svo í þessari keppni, að Svíarnir unnu með 12 mörkum gegn fjórum. — í seinni hálfleik skildu liðin jöfn að marka- tölu, 3:3. Síðan kepptu Ármenningarn- ir við lið Oslo-borgar. — Þann leik unnu Ármenningar. Senni- lega hefir þetta verið mjög harður leikur, því leikar fóru svo að Islendingarnir unnu með 6 mörkum gegn 5. Önnur úrslit Önnur úrslit á mótinu urðu sem hjer segir: Kaupmanna- höfn vann Helsingfors með 19 mörkum gegn 9, Höfn vann Oslo með 12 gegn 5; þá vann Stokkholm Helsingfors með 10 gegn 3 mörkum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.