Morgunblaðið - 28.09.1949, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.09.1949, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 28. sept 1943/ % Ávarp Sjálfstæðisflokksins til þjóðarinnar ! Framhald af bls. 1. * f þannig verði greitt fyrir því, að hin miklu ny- sköpunartæki verði starfrækt svo, að allir lands- menn geti haft íulla vinnu við eðlilega starf- rækslu atvinnuveganna. Því markmiði, að koma á þenna veg jafnvægi á þjóðarbúskapinn, verður ekki náð nema með j margháttuðum, samfelldum aðgerðum, og vill j flokkurinn um framkvæmd þeirra byggja á j grundvelli sjerfræðilegrar athugunar og hafa I samráð við fulltrúa stjettanna. Hallalaus búskapur ríkissjóðs og honum sam- ræmd starfsemi lánastofnana landsmanna eru grundvallar-atriði þeirra aðgerða, sem fram- ; kvæma verður. ' Verðlag og framleiðslukostnaður í landinu verður að samræmast markaðsverði útflutnings- afurðanna í viðskiptalöndunum. Sjálfstæðis- flokkurinn telur gengisbreytingu í því skyni al- gert neyðarúrræði, en vekur athygli á, að skrán- ing á gengi gjaldeyrisins hlýtur að miðast við, að hún greiði fyrir starfrækslu atvinnuveganna, fullri atvinnu og lífvænlegum kjörum almenn- ings. Þetta er markmiðið, sem allar ráðstafanir ber að miða við. Frjáls verslun. f MIKILVÆGUR þáttur í því að koma á jafn- vægi í þjóðarbúskapnum er að gera verslunina frjálsa, og verður að gera það sem fyrst, þótt það geti ekki orðið til fulls fyrr en fullkom- ið jafnvægi er fengið, enda mun svartur mark- aður og margskonar óheilbrigði í verslunarhátt- um ekki hverfa fyrr en þessu marki er náð. Meðan svo er ekki, leggur flokkurinn áherslu á, að meira rjettlæti og jöfnuður ríki um innflutn- r ing og dreifingu vara til landsins og einstakra • landshluta en nú er. Auka verður hið bráðasta ' influtning nauðsynlegustu neysluvara, sem í senn mundu bæta hag almennings og draga úr j verðbólgunni, enda er þá hægt að afnema með ! öllu skömmtun á slíkum neysluvörum. Lækkun skatta og iolla. ' AÐALÁSTÆÐURNAR til þess að ríkissjóður hefur þrátt fyrir sívaxandi skatta, safnað skuld- um að undanförnu, eru hinir beinu og óbeinu ! styrkir, sem veittir hafa verið til að halda uppi starfrækslu atvinnuveganna. Jafnskjótt og at- vinnuvegunum verður gert fært að starfa styrkjalaust með öllu og jafnvægi er komið á, verður hægt að ljetta af sköttum og tollum. Enda mundu minnkandi ríkisafskipti hafa í för með sjer að minnka mætti ríkisbáknið og þar með draga úr reksturskostnaði ríkisins, svo sem nauðsynlegt er. Jafnframt verður að auka völd fjármálaráð- herra yfir greiðslum úr ríkissjóði frá því, sem nú er. Slíkt er forsenda góðrar fjármálastjórn- ar a. m. k. á meðan samsteypustjórn helst. því að reynslan hefur sýnt, að fjármálaráðherra skortir mjög völd í þessum efnum gegn öðrum flokkum, sem miklu minni áhuga hafa en Sjálf- stæðisflokkurinn fyrri hóflegri meðferð ríkis- fjár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fyrr og síðar sýnt það í verki, að fjármálastjórn hefur farið hon- um vel úr hendi, þegar og þar sem hann hefur einn ráðið. Nægir þar að benda á fjármálastjórn höfuðborgarinnar, þar sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur einn markað stefnu og borið ábyrgð. Afnám haftanna, aukið athafnafrelsi einstak- linganna og ljetting skattabyrðarinnar mundi auka afrakstur þjóðarbúsins og skapa skilyrði fyrir bættum lífskjörum almennings. Hagsæld alvinnuveganna. ALLAR FRAMANGREINDAR ráðstafanir mundu leiða til þess, að sjávarútvegurinn losn- aði úr þeim örðugleikum, sem nú steðja að honum, tryggja rekstur hans og skapa meiri lík- ur en nú eru til þess, að nýsköpunartækin, sem honum hafa verið fengin, verði notuð til fulls. Undirstaða iðnaðarins yrði einnig mun örugg- ari en áður, enda hljóta hinar miklu rafmagns- virkjanir, sem nú eru í undirbúningi og Sjálf- stæðisflokkurinn mun styðja öfluglega, skapa grundvöll fyrir enn meiri iðnaði en áður hjer á landi. Um landbúnaðinn er það að svo, að þjóðmenn- ing íslendinga á nú meira í húfi en nokkru sinni fyrr, að jafnvægi skapist milli sveita og sjáv- arbyggða, svo að hin ískyggilegi fólksstraumur úr sveitunum stöðvist. Mætti þá takast um langa framtíð að viðhalda þeim hollustuhátt- um í þjóðlífinu, sem best dafna í skjóli öruggs landbúnaðar, og tryggja, að lífsafkoma lands- manna standi fastari fótum. Þessu marki verður ekki náð, nema bænd- um verði gert kleift, með aukinni tækni og hverjum þeim ráðum, sem tiltækileg eru, að verða samkeppnisfærir við aðrar landbúnaðar- þjóðir í framleiðslu afurða sinna. Þess vegna vill Sjálfstæðisflokkurinn, að þjóðin sameinist til mikilla.átaka um framfara- mál sveitanna, svo umbætur í ræktun, húsa- kosti og hverskonar aðbúð sveitafólks verði á næstu árum stórstígari en nokkru sinni fyrr. Slíkar framkvæmdir, ásamt jafnvægi í at-* vinnlífi landsmanna yfirleitt, eru og undirstaða þess að leysa megi hin miklu húsnæðisvand- ræði, sem nú eru víða í kauptúnum og kaupstöð- um vegna hins mikla fólksfjölda, er þangað flykkist. En Sjálfstæðisflokkurinn telur höfuð- nauðsyn, að úr vandræðum þessum verði bæG sem fyrst. j J Ályktanir Landsfundar. LANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins, sem halcl inn var á Akureyri í júnímánuði 1948, settií flokknum ítarlega stefnuskrá. Þar var mörkuð stefna í sjávarútvegsmálum, landbúnaðarmál- um, iðnaðarmálum, verslunarmálum, um dýrtíð og niðurgreiðslur, um ríkisútgjöld og skatta, um; samgöngubætur, atvinnuöryggi, fjelagsmál, upp- eldis- og menntamál, utanríkismál, endurskoð- un stjórnarskrárinnar og frjálsræði í atvinnu- rekstri, auk stjórnmálaályktunar. Vill flokkur- inn vísa til þessara samþykkta landsfundaring um stefnu flokksins í einstökum málum. j Veilið Sjálfslæðisflokknuih meirihluta. FRAMKVÆMD ALLRA þessara mála er að sjálfsögðu mjög undir því komin, hvert kjör- fylgi flokkurinn fær. Þingmönnum hans hefuu stundum verið legið á hálsi fyrir að þeir hafs! ekki getað komið fram svo miklu af stefnu- málum flokksins sem skyldi. En því miður hef- ur flokkurinn ekki haft meirihluta á Alþingi undanfarandi ár, og meðan svo er, þá er jafn- framt undir aðra að sækja um það, hvað a£ stefnumálum flolcksins nær fram að ganga. I STEFNA Sjálfstæðisflokksins byggist á sögu, eðli og hugsunarhætti þjóðarinnar. Sjálfstæðis- stefnan ein er í fullu samræmi við hugsjónis íslendinga frá iindverðu, um frelsi í stað fjötra, um samheldni í stað sundrungar. Sjálfsíæðis- flokkurinn hlýtur því, í samræmi við grundvall- arstefnu sína, að standa jafnan vörð urn lýð- ræði og mannrjettindi gegn hinum alþjóðlega kommúnisma, sem gengur í berhögg við þessaí hugsjónir. Sjálfstæðisflokkurinn beinir þeirri eindregni* áskorun til íslenskra kjósenda, að þeir fylki sjer um frambjóðendur flokksins og skapi á A!þing3 þann meirihluta Sjálfstæðismanna, er einn megnar að mynda þá festu og öryggi í stjórrj landsins, sem þjóðinni er nú brýn þörf á. Flisfiiiofgsdagiir í sendi- ráðum austan járntjalds BUDAPEST, 27. sept. — í gær krafðist ungverska stjórnin, að kallaðir væru heim níu starfs- menn við júgóslavrieska sendi- ráðið í Budapest. Gagnráðstafanir Júgóslava. í dag barst ungversku stjórn- inrú svo orðsending frá Júgó- slövum, þar sem þeir krefjast þess, að níu starfsmenn við sendiráð Ungverja 1 Belgrad verði kallaðir heim. Ætla að slíta stjórnmála- samhandi. í orðsendingunni mótmæla Júgóslavar mjög harðlega kröf- um Ur.gverja um brottflutning starfamanna; við júgós’avneska sendiráðið. Segja, að ætlunin með því sje að slíta stjórnmála-. sambandinu við Júgóslavíu. Fámennt á flutningadaginn. í júgóslavneska sendiráðinu í Budapest búa nú aðeins þrír menn, sendiherrann Dural Yov anovic, eldastúlka og bilstjóri sendiráðsins. SVR slgraðl BP með 5:1 í GÆR fór fram knattspyrnu- keppni milli starfsmanna Strætisvagna Reykjavíkur og starfsmanna hjá B.P. Var leik- ið á Fram vellinum. Sigruðu starfsmenn S.V.R. með 5:1. Maður sem sveik úf 37 þús. kr. dæmdur NÝLEGA var maður að nafni Sigurbjörn Stefánsson, dæmdur í aukarjetti Reykjavíkur, í átta mánaða fangelsi, en honum tókst að svíkja út úr stúlku 37.000 krónur. Sigurbjörn þessi á hvergi samastað hjer í bæ. Snemma á þessu ári, fór hann frá konu sinni og fjórum börnum, er öll eru í ómegð. — Síðan hefur hann verið á flækingi hjer í bænum. Nokkru eftir að hann sleit samvistum við konu sína, sem ekki var löglega frá gengið, kynntist hann tveim stúlkum. Þeim trúlofaðist hann báðum. Þótt einkénnilegt kunni að virð ast, þá vissi hvorug stúlkan af hinni, og Sigurbjörn gætti þess Frh. á bls. 12. Riíssar sýna þýskar áróðurs- myndir LONDON, 27. sept. — Breska utanríkisráðuneytið skýrði frá því í dag að vitað væri með vissu um að rússneska stjórní'n hefði látið sýna andbreskar og andbandarískar kvikmyndir, sem nasistar framleiddu á stríðs árunum og var einn liðurinn í styrjaldaráróðri þeirra. Kvik- myndirnar sem vitað er með vissu að eru nú sýndar í Rúss- landi eru m. a. Die Letzte Runde, framleidd af nasistíska útbreiðslumálaráðuneytinu ár- ið 1940 og Mein Leben fiir Ir- land, sem fyrst var sýnd í kvik- Frh. á bls. 12 Ámtenningar gera jafnlefli við finnsku meisfarana ! HANDKNATTLEIKSFLOKK-.' UR Ármanns er nú staddur I Finnlandi og mun leika þari nokkra leiki við finnska hand- knattleiksflokka. Frjettir hafes borist af fyrsta leiknum, senS Ármenningarnir háðu í Helsing fors. Mótherjar voru finnskus meistararnir í handknattleiki „Union“. Var betta keppni milhí meistara, því að Ármenningarrg ir eru íslandsmeistarar í hand« knattleik. Kappleikur þessi í Helsing- fors var ákaflega spennandi og oftótrúlega tvísýnt um úrslitin, Honum lauk með jafntefli 16J mörkum gegn 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.