Morgunblaðið - 28.09.1949, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.09.1949, Blaðsíða 14
w M ORGU 1S BL Afí IB Miðvikudagur 28. sept. 1949, FramhaSdssagan 101 Kim Arqunova Eftir Ayn Rand niMiiiMMin m«n« „Jú, það er líka alveg satt. Þá neyðist jeg til að kaupa mjer annan hatt. Eða jeg gæti líka eins vel keypt mjer eina þrjá. Verið þið sæl“. Kira náði í sleða og þau óku þegjandi heim. Þegar þau voru komin inn í herbergið, sagði Leo: „Jeg sætti mig ekki við gagn rýni, hvorki af þinni hálfu nje neins annars. Þú hefir ekki yf- ir neinu að kvarta. Jeg hefi ekki verið þjer ótrúr. Og annað skiptir ekki máli fyrir þig“. „Jeg var ekki að hugsa um það, Leo. Og jeg kvarta ekki og ætla ekki að gagnrýna neitt. En mig langar til að tala við þig. Viltu hlusta á mig?“ „Sjálfsagt“. sagði hann kæru leysislega og settist. Hún kraup á knje við hlið hans og lagði handleggina yfir axlir hans. Augu hennar voru undarlega stór. Hún hristi hár- ið frá andlitinu, og reyndi að tala rólega og ákveðið. Þetta var síðasta tilraunin: „Leo. jeg get ekki ásakað þig um neitt. Jeg veit hvað þú ert að gera. En hlustaðu á mig. — Það er ekki enn þá orðið um seinan. Við skulum nota þetta síðasta tækifæri. Við skulum nota þetta síðasta tækifæri. Við skulum safna öllu saman, sem við getum og sækja um vega- brjef til útlanda. Við skulum flýja eins langt í burtu og hægt er frá þessu fordæmda landi“. Hann leit í augu hennar, sem glömpuðu af áhuga. En áhug- inn gat ekki endurspeglast í augum hans. „Því ættum við að gera okk- ur alt það ómak?“ „Leo, jeg veit, hvað þú ætl- ar að segja. Þú hefir enga lífs- löngun lengur. En hlustaðu á mig. Gerðu þetta fyrir mig, þó að þig langi ekki til að lifa. — Legðu það á þig þó ekki sje nema fyrir mig. Þegar við er- um sloppinn hjeðan og komin aftur í frjálst land, þá geturðu ákveðið það, hvort þig langar til að lifa lengur eða ekki“. „Kjáninn þinn litli. Heldurðu að manni með mína fortíð verði gefið vegabrjef til útlanda?“ „Leo, við verðum að reyna. Við getum ekki haldið tilver- unni áfram, án þess að geta átt þessa einu von. Leo, jeg get ekki látið það taka þig. — Jeg get ekki látið það taka þig“. „Hvað þá? GPU? Hvernig ætlar þú að hindra það?“ „Nei, jeg á ekki við GPU. Vertu ekki aitaf að hugsa um GPU. Það er annað, sem er miklu verra, og það hertók Victor, og það hertók Andrei og mömmu, en það má ekki her- taka þig“. „Hvað áttu eiginlega við? Hvað tók Victor? Ertu að líkja okkur saman, mjer og honum?“ „Leo .... sleikjuhátturinn í honum og alt það .... það er ekkert. Það er annað, sem er mikið verra, sem það hefir gert Victor. Það er annað, sem á sjer miklu dýpri rætur, og er miklu hræðilegra, og sleikju- hátturinn er aðeins ein afle;ð- ing af því. Það drepur eitthvað í manni .... það drepur. Hef- urðu sjeð plöntur, sem gróa án ljóss eða lofts? Það má ekki ske, Leo, að þú verðir fyrir því. Lofum því að hertaka hundruð miljónir manna, en ekki þig, Leo, ekki þig. Þú, sem ert það lotningarverðasta „Hvaða undarlega orð er þetta? Lotningarverðasta? — Hvaðan hefir þú það?“ Hún starði á hann. „Hvaðan hefi jeg. .. .“. „Á jeg að segja þjer eitt, Kira? Stundum finst mjer svo skrítið, að þú skulir ekki hafa vaxið upp úr því að taka alla hluti svo hátíðlega. Jeg er löngu hættur því. Ekkert getur haft slík áhrif á mig. — Jeg geri það, sem mig langar til og annað ekki. Jeg býst ekki við að margir geti sagt það sama nú á tímum“. „Leo, hlustaðu á mig. — Jeg vil gera eitthvað ...... fara eitthvað. Jeg verð að reyna eitthvað. Það er svo margt sem við eigum eftir að gera, bæði þú og jeg......Og það verður ekki auðvelt. Við skulum reyna að slíta okkur laus núna strax, áður en það verður um seinan“. „Og hvernig þá?“ „Leo. við skulum giftast“. „Hvað segirðu?“ Hann starði vantrúaður á hana. „Við skulum giftast“, sagði hún aftur. Hann kastaði til höfðinu og hló. Hann hló skærum, ljettúð- arfullur og um leið kaldhæðn- islegum hlátri, eins og hann hafði hlegið að Andrei og Morosov: „Hvað ertu að segja, Kira? Á jsg að fara að gera þig að heiðarlegri konu, eða hvað?“ „Nei, það er ekki það“. „Finst þjer það í rauninni ekki vera nokkuð seint fyrir okkur að hugsa um slíkt“. „Því þá það, Leo?“ „En hversvegna? Finst þjer það nauðsynlegt?" „Nei“. „Hversvegna ættum við þá að gera það?“ „Jeg veit það ekki. En jeg bið þig um það samt“. „Jeg get svo sannarlega ekki sjeð neina ástæðu til þess. — Mjer fyndist það blátt áfram kjánalegt. Mig langar hreint ekki til þess að fara að verða heiðarlegur eiginmaður svona upp úr þurru, Ef þú ert hrædd um að missa mig, þá get jeg sagt þjer að brjefsnepill, skrif aður af rauðum skrifstofuþræli setur ekki á mig nein bönd“. „Jeg er ekki hrædd um að missa þig. Jeg er hrædd um, að þú missir sjálfan þig“. „En þú heldur að nokkrar rúblur til Zags og blessun hús- varðarins frelsi sál mína. Áttu við það?“ „Leo, jeg get ekki gefið þjer neina skynsamlega ástæðu fyr- ir því. Jeg veit vel að þú hefir á rjettu að standa, en jeg bið þig um það samt“. „Eru þetta úrslitakostir?“ Hún brosti, og í brosi henn- ar mátti. lesa takmarkalausa aðdáun og algera uppgjöf. „Nei“, sagði hún lágt. „Þá tölum við ekki meira um það“. „Nei. Leo“. Hann tók undir handarkrika hennar og lyfti henni í fang sjer. „Þú ert kjánalegt, lítið barn og taugaveikluð að auki. — Þú færð alskonar flugur í höfuðið og æsir þig upp út af engu. — Gleymdu nú þessu öllu saman. Hjeðan í frá skulum við leggja hverja einustu rúblu til hliðar, ef það er það sem þú vilt. Þú getur safnað saman í ferðalag til Monte Carlo eða San Fransisko eða til einhverrar fastastjörnunnar. En við tölum ekki meira um það. Er það sam- 'þykkt?" Góðlátlegt bros færðist yfir fagurt andlit hans, andlit sem | var svo fullkomið og ólýsanlegt, eins_ og hrífandi hljómlist. Hún faldi andlitið við öxl hans. „Leo .... Leo . . . .Leo . ...“ X. Pavel Syerov fjekk sjer í staupinu áðui en hann fór á skrifstofuna. Eftir hádegi fjekk hann sjer aftur. Honum varð sundurorða við fjelaga Sonju við morgunverðarborðið. Hún var að flýta sjer á fjöldafund kvenna. Hann hafði hringt til Morosovs. Honum hafði verið sagt, að hann væri ekki heima, en hann hafði þekkt Morosov sjálfan í símanum. Hann þrammaði fram og aftur um gólfið á skrifstofu sinni, braut blekbyttu, fann ranglega stafað orð í brjefi sem hann hafði les ið fyrir skrifstofustúlkunni, reif það í tætlur og fleygði því framan í hana. Hann hringdi til Morosovs, en enginn svaraði. Kve(nmaður hingdi til hans og sagði með fleðulegri smjaðurs- rödd: „Já, en Pavlusha, þú varst búinn að lofa að gefa mér þetta armband“. Braskari kom með armbandið vafið innan í óhreinan vasaklút, en neitaði að lata hann hafa það, fyrr en hann fengi borgunina. Syerov hringdi til Morocovs í miðstöð matvörusölunnar. Skrifstofu- iþjónn spurði hann til nafns, og i Syerov skelti tólinu á án þess að svara. Hann öskraði framan í ólánssaman atvinnuleysingja, sem kom í atvinnuleit, að hann skyldi fleygja honum í GPU, og skipaði skrifstofustúlkunni að reka alla út, sem biðu eftir viðtali við hann. Hann fór klukkustund fyrr af skrifstof- unni en venjulega og skellti hurðinni á eftir sjer, þegar hann fór út. Á leiðinni heim gekk hann fram hjá húsinu, þar sem Morosov bjó. Hann nam staðar, en kom þá auga á herlögreglu á götuhorninu, og hraðaði sjer áfram. Þeim var færður hádegisverð ur frá fjelagseldhúsi. og hann var kaldur þegar hann kom. ,,Pavel“, sagði fjelagi Sonja, þegar þau sátu að snæðingi. — ..Jeg verð að fá mjer loðkápu. Jeg get ekki átt það á hættu að verða kvefuð .... vegna b'irnsins. Þú skiiur það. Og jeg vil ekkert kanínuskirtn. — Jeg hnýsist ekki í einkamál ann- ara. en jeg hefi nú samt augun opin“. Hann flevgði munnþurkunni niður í súpudiskinn og stóð u.pp án þess að snerta matinn. Aftur hringdi hann til Moro- BRIM VIÐ KLETTA Eftir LEONORA FRY 9. — Drottinn minn hrópaði hún undrandi. Það er bara komið otsarok. En það var svo fallegt að líta kringum sig á eyjunni í þessu skæra tunglsljósi, að hún gat ekki staðist freistinguna þrátt fyrir rokið, um að fá sjer dálítinn göngu- túr umhverfis kastalann. Svo lædddist hún um eyjuna, stað-i ræmdist og virti fyrir sjer með ugg skuggann undir kastala- veggnum. Loksins kom hún að klettabrúninni, sem þær stall- systurnar höfðu klifrað upp eftir fyrr um kvöldið. Hún leit nú yfir farna leið eins og menn gera svo oít og nú gat nún sjeð hvernig farið hefði, ef þær hefðu ekki kom- ist upp, því að þarna neðan undir var ólgandi grængolandi siór. Inga gat samt ekki annað en dáðst að því, hvað hafið var fagurt í mikilleik sínum og reiði og hún stóð langa stund og horfði á bylgjurnar kastast upp að ströndinni. Allt í einu varð hún þess vör, að eitthvað kastaðist til í særótinu fyrir neðan, hún starði á það og skelfilegur ótti greip hana. Því að þarna fyrir neðan sá hún smákænu, sem vaggaði á öldutoppunum og færðist stöðugt nær og nær klettun- um. Hver sekúnda færði bátinn nær dóminum, því að bylgjurnar gáfu ekkert eftir en lögðust með öllum þunga sínum undir kænuna og hrintu honum æ nær hinni óskap- legu hættu. Nokkra stund stóð Inga hreyfingarlaus og starði á þessi ógnþrungnu atvik, svo fannst henni sem hún væri yf- irbuguð. Hún sá að það voru menn í bátnum og henni fannst að hún gæti átt í vændum á hverju augnabliki að heyra bresti og brak, þegar báturinn kastaðist með ofsa- krafti að klettunum. Hún hjelt höndum fyrir augun og hljóp eins og iætur toguðu að kastalanum og inn í litla klefann. — Jenny og Stína, hrópaði hún. Vaknið þið undir eins stelpur. Það er að verða skipbrot hjer fyrir utan. Ó, það er svo hræðilegt. Hinar stúlkurnar rifu sig upp og fóru í snarheitum að klæða sig. Þær voru ekki lengi að drífa sig í skóna og frakkana. — Farðu undir eins Inga, og vektu kastalavörðinn, sagði Jenny. Það verður að vekja hann þegar í stað. Við verð- um að gera það sem við getum til að hjálpa, ef það verður skipbrot hjer við eyjuna. 'mjtájCjAJLmlzculAsnj^ Óhpmjii hæverska. Einn ágætur borgari, sem var van- ur að far.a heim til sín með sama strætisvagninum á hverju kvöldi, varð eins og gengur málkunnugur vagnstjóranúÉii. Kvöld nokkurt sagði vagnstjórinn: ,.Þú varst sjerstaldega kurteis í gær kvöldi, maður minn“. „Nú. hvað gerði jeg óvenjulegt í gærkvöldi?“ spurði farþeginn. „Ja, það var þegar þú stóðst upp fyrir þessari konu“. „Hvers vegna skyldi jeg ekki gera það?“ spurði maðurinn gremjulega. „Jeg stend alltaf upp fyrir kven- fólki. þegar svo her upp á“. „Það er nú svo“. sagði vagnstjór- inn, „en í gærkvöldi voruð þið alein í vagninum“. ★ Vann til verðlaunanna. Maður nokkur fór inn i skartgripa- verslun og spurði: „Hvaða Ijómandi silfurbikarar eru þarna uppi“. „Þess- ir bikarar, herra minn, eru ætlaðir til verðlauna, þeir eru verðlaunagripir fyrir hlaupaafrek“. ..Það er svo“, sagði maðurinn um leið og hann tók þann stærsta niður, „eigum við ekki að keppa um þennan“. Hann hljóp | af stað með skartgripasalann á hæl- unum og sigraði. Hafði lánið með sjer. Svo að hróðir þinn er kominn aftur af ljónaveiðunum. IJafði hann lánið með sjer? Það hefði jeg nú haldið. hann rakst ekki á eitt einasta ljón. ★ Hafði váðið fyrir neðan sig. Klerkurinn veitti því athygli. að gömul kona í söfnuði hans drjúpti allt.af höfði hvenær sem hann nefndi Djöfulinn á nafn í ræðum sínum. Dag nokkurn hitti prestur konuna á förnum vegi og spurði hana, hvers vegna hún viðhefði þenna sið. „Jeg skal segja þjer prestur minn, að kurteisi kostar enga peninga, og mað- ur veit nú aldrei ....“ Bestu launin. Skipstjórinn fjell fyrir borð, og einn hásetanna bjargaði honum. Skip stjórinn spurði nú hásetann, hvernig hann fengi best umbunað honum fyr- ir björgunina. „Helst vildi jeg biðja yður, að hafa ekki orð á þessu við nokkurn mann, því að fjelagar mínir mundu kála mjer, ef þeir vissu, að jeg hefði dregið yður upp úr“. ★ Flugmaðurinn var að gera allskon- ar sveiflur í loftinu, svo að farþeg- anum fór ekki að verða um sel og sagði: „Þjer virðist hafa gleymt þvi, að jeg hefi aldrei flogið áður“. ,,Ekki jeg heldur". ★ Mikið hefir verið ritað um það, hvernig halda skuli lífinu í sjúklingn um, meðan hann biður eftir lækni, en aldrei hef.r neitt verið á það minnst, hvernig halda skuli tórunni í lækn- inum,' meðan hann bíður eftir sjúklingi. Eggert Claessen : Gústaf A. Sveinsson hæstarjettarlögmenn, : Oddfellowhúsið. Sími 1171. Allskonar lögfræðistörf. BUUlllllliniHHIIIIUIIMIIIIIIIIIIIIMIillMIIM>i.<alM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.