Morgunblaðið - 28.09.1949, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.09.1949, Blaðsíða 4
tilORGTJ NBLÁBIÐ Miðvikudagur 28. sept. 194?«' Ijjaldeyristekjurnar eru helmingi meiri en 1938 Haftabúskapur leiðir lil verðfalts peninganna GYLFI Þ. GÍSLASON kemst að þeirri niðurstöðu i grein í Aiþýðublaðinu um innflutnings höftin, að afnám þeirra inundi hafa gengislækkun í för með sjer. Grein Gylfa er þannig að anda og efni, að lesendur gætu freistast til að draga þá álykt- un. að frjáls viðleitni leiði yfir- leitt, fyrr eða síðar, til þess að lækka verði peningagengi. Gylfi er mjög sannfærður haftapost- uii og lætur ekkert tækifæri ó- notað til að prjedika lækninga- mátt valdboðanna að ofan ann- ars vegar og óheilbrigði ■frjáls- lyndis í efnahagsmálum á hinn • böginn. Afstaða Gylfa tii frels- ir í viðskipta- og fjármálum er annars svipuðust því, þegar móðir, sem á glæsilega og gjaf- vaxta dóttur, lokar hana inni og byrgir glugga til þess að stúlkan skuli ekki „láta faller- ast“! Meiri höft — minni gjaldeyrisíekjur. Það er óhætt að fullyrða, að frjáls viðskipti leiða ekki til gengisfellingar, heldur munu flest rök að því, að einmitt haftapólitík í ,,gylfiskum“ anda og eins og hún hefur verið framkvæmd hjer leiði ætíð til gengisskerðingar. Öllum sann- sýnum mönnum er Ijóst, að hvers konar höft leiða með tím- anum til samdráttar á útflutn- ingsframleiðslunni og skerð- ' ingar á gjaldeyristekjum, sem að óbreyttum tekjum innan- lands leiðir til hækkunar á vöruverði. Hvað sem hinu skráða gengi á erlendum gjald- eyri líður, þá hækkar almenn- ingur verð þess gjaldeyris jafn- rfamt því, sem vöruverðið inn- anlands hækkar. Á tímabilinu 1922—1927 bjuggum við að frjálsri verslun, en þá hækkaði íslenska krónan, en hún hefur verið felld einu sinni á hafta- tímanum og er nú mjög verð- felld miðað við skráða gengið. Reynsla annarra þjóða í þessu efni bendir til hins sama Frí- verslunarlönd, eins og Banda- ríkin og Sviss, eiga sjer gjald- yri, sem er seljanlegur hvar se mer við öruggu gengi, en höft og aftur höft eru í lönd- um eins og Hollandi og Eng- landi, sem búa við valtari gjald- miðil. Hræðsla við að lina á höftunum. Gylfi ber Alþýðuflokkinn undan því að hafa komið hjer á fyrstu höftunum 1931. ogmun það rjett, en flokkurinn hefur gengið því betur fram í bví að viðhalda þeim. Flöftin voru upprunalega sett vegna erfiðleika í markaðamál- um okkar, og hefðu höftin ekki þurft gð verða nema stundar- fyrirbrigði, ef við hefðum þá stjórnað fjármálum og banka- málum okkar á skynsamlegan hátt. Það má líka deila um, hvort nokkur nauðsyn var að setja þau á, eins og gert var. Okkur fór svo eins og fleirum, að því lengur, sem höftin stóðu. því erfiðara varð okkur að af- nema þau. í haftabúskap fer oftast nær svo, að áframhald- andi skortur virðist vera á er- lendum gjaldeyri, en það kem- ur af því, að- tökin á stjórn banka og fjármála linast og traustið á peningunum þverr innanlands og utan. Fljótlega .skapast svo hræðsla við að af- nema höftin, og þegar þau hafa staðið lengi, eru menn orðnir þeim svo vanir, að sá hugsunar- háttur verður ríkjandi, að allt muni ganga af göflunum, ef þau verði afnumin. Gjaldeyristekjurnar nú og lyrr. Þegar rætt er um að slaka á höftum, er því venjulega and- mælt á þeim grundvelli, að skortur sje á erlendum gjald- eyri. Nú er ástandið þannig í gjald eyrismálum oltkar, að kaup- máttur þess gjaldeyris, sem við öflum nú, er um það bil tvö- faldur á við það, sem var 1938. Við öflum erlends gjaldeyris, sem nemur milli 13 og 14 þús- undir kr. á hverja fimm manna fjölskyldu, en það er miklu meira en þekkist hjá nokkurri annarri þjóð í heiminum. Gjald eyriskreppan stafar þess vegna ekki af því að of lítið aflist. Skorturinn á gjaldeyri er fal- inn í því, að ekki er nóg til af útlendum gjaldeyri til þess að fullnægja eftirspurninni, eins og hún kemur fram í innlendum gjaldeyri. Ef samræmi er á milli þess, sem útlendur gjaldeyrir kostar, og peningateknanna inn anlands, verður enginn gjald- eyrisskortur. Verð útlenda gjald eyrisins segir þá til um það, hve mikið sje unnt að flytja til lands ins en ekki andvirði innflutn- ingsins í krónutölu. Það fer þess vegna ekki eftir gengi, hve mik ið er raunverulega unnt að flytja inn. Þegar athugað er, hve mikils við öflum nú af gjald eyri miðað við það sem aflaðist fyrir stríð, er það ljóst, að það er ekki nauðsynlegt að við- halda höftum í þeirri mynd, sem nú er, vegna þess, að við öflum of lítils af útlendum gjaldeyri. Ef höft væru þess megnug að bæta úr gjaldeyrisskortinum, mundu þau fyrir löngu vera bú- in að lækna þá meinsemd. Hitt er sanni nær, að haftabúskapur okkar í 20 ár sje ein aðalundir- rótin að gjaldeyriskreppu okk- ar. 271. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 10,30, Síðdegisflæði kl. 23,03. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs Apóteki simi 1330. Næíurakstur annast Litla bílstöð- in, simi 1380. Afmæli Nýræð er i dag, 28. sept. 1949, Þuríður Þorbergsdóttir, Elliheimilinu Grund. Heillaréð. lög (plötur). 20,00 Frjettir. 19,45 Auglýsingaiú 20,30 Htvarpssaganí Hjónaefni Nýlega hafa f pinberað trúlofun sina Þórdis Þorleifsdóttirf, Ba.óns- stíg 3 og Haraldur Jóhannsson, Faxa skjóli 14. Nýlega hafa < pinberað Trúlofun sina Unnur Guðmundsdóttir, Meðal- hoiti. 14 og Hörður Þcrgeirsson, Lang holtsveg 27. Opinberað hafa trúlofun sína, ung- frú Kristin Sigurðardóttir, Klappar- stig 12 og Páll Jónsson, Bjarnarstöð- um á Hvítársiðu. Brúðkaup ‘Xótmæfa íhfufun NEW YORK 27. sept. — Kín- verska þjóðstjórnin heíur lagt fram við Sameinuðu þjóðirnar orðsendingu þar sem þeir mót- mæla harðlega íhlutun Rússa í innanlandsmál K,!ína. Segir í orðsendingunni, að Rússar hafi stutt kínversku uppreisnarsegg ina með hergagnasendingum og herliðsþjálfun og þannig æst upp ófriðarbálið í Kína, sem sje hættulegt heimsfriðn- um. — Reuter. Á laugardag voru gefin saman í hjiinabarul Helga Eiriksdóttir og Magnús Ágústssan bifvjel.ivirki, Ás- vallagötu 18. Heimili þeirra verður i Efstasundi 4. Nesprestakall Sr. Jón Thorarensen er fluttur á Ægissíðu 94. Viðtalstimi kl. 6—7. i Simi 5688. Myndina íslands hrafnistumenn, I sem Sjómannad.igsráðið hefur lát- ið gera er nú verið að sýna á ýms- um stöðum hjer í nógrenni bæjarins. — Hefur aðsókn að myndinni verið j góð. | Knattspyrnukeppni j Fór fram s.l. föstudag milli starfs- ' manna hjá Agli Vilhjálmssyni og bif- reiðastjóra af Litlu bilstöðinm. Leiksr fóru svo, að starfsmenn E. V. unnu með 5 gegn 2. Myndaflokkar frá íslandi í erlendum blöðum I Nýlega birtist myndaflokkur frá Is- landi í breska tíinaritinu „Sphere“. I Voru myndir þessar frá Vestmanna- ! eyjum og var í sambandi við birtingu ; þeirra skýrt frá för Dr. Julians Hux- ley og fjelaga hans til Islands í sum- ar. Ljósmyndirnar tók Kjartan Ó. j Bjarnason Flefir hann nýlega gert i samning við International News | j Photos um að selja þeim 15 mynda- jflokka frá íslandi, sem birtast eiga í breskum blöðum i g timaritum. Eru sumar myndirnar í litum. | Kosning utan kjörstðar Utankjörstaðarkosninp, er hafin hjá borfjarfógetu, Tjarnargötu 4 og er opin kl. 10—12 f.h., 2—6 og 8—10 e.h. \ Sjálfstæðisf olk ! AJlar upplýsing ar um utankjörstaðakosninguna fáið þjer á kosningaskrifstofu flokksins í Sjálfstæðishúsinu (uppi). Sími 7100. 8. rit Náttúrulækninga- fjelagsins Um þessar mundir kemur út á veg- um Náttúrulækningafjelagsins ný bók eftir Are VVaerland. Nefnist hún Sjúkum sagt til vegar. Til að gefa mönnum einhverja hugmynd um efni bókarinnar skulu hjer taldir upp helstu kaflarnir: Lífshrynjandin end urheimt, 2. Meginreglur rjetts matar æðis, 3. Um þrennt að velja, 4. Um hreinsun og endurbygging, 5. Hreyf- ing, ristilskolanir, fasta. 6. Hrörnun innyflanna, 7. Breytt um mataræði. 8. I nornakatli sjúkdómánna. 9. Inn- vortis hreinleiki. 10. Mataraiði sjúkl- j inga. 11. Mataræði mæðra og barna. ' Nokkrár myndir eru í ritinu. Til kjósenda Sjálfstæðisflokksins Vllir SjálfVlæðismenn eru vin- Ef þið eruð að mála hjá yður skuluð þjer athuga, að til þess að máíningin þorni ekki í krukkunni yfir nóttina, þarf ekkerl annað en setja örlítið vatn ofan á hana. samlegast heðnir að gefa kosninga- skrifstofu flokksins í Sjálfstæðis- húsinu, upplýsingar um allt það fólk sem liefur kösningarjett lijer í Reykjavík, en fjarverandi verður úr bænum um kosningarnar. — Ennfremur er það nauðsyulegt, að fiokksmennirnir gefi uppiýsingar um það utanbæjarfóík, sem verða mun hjer í Reykjavík á kjördag. — Aríðandi er að vSjálfstæðismenn hafi þetta tvennt í huga, cn skrif- stofa flokksins er opin daglcga fi’á kl. 9—12 og 1—5 og eru menn beðnir aö snúa sjer þangað varð- andi þessi mál. — Sími skrifstof- unnar er 7100. Til bóndans í Goðdal Ónefndur 10, áheit H. J. 50. Flugvjelarnar. Loftleiðir: 1 gær var flogið til Isafjarðar, Pat- reksfjarðar, Akureyrar og Siglu— fjarðar. 1 dag er áætlað að fljúga til Vest- mannaeyja, Isafjarðar, Akureyrar og Siglufjarðar. Hekla er væntanleg fró Kaup- mannahöfn um kl. 17,00 í dag. Geysir erA^SÍew York. Flugfjelag Islands: I dag verða farnar áætlunarferðir til Akureyrar (2 ferðir), Vestmanna- eyja, Isafjarðar, Hólmavíkur og Blönduóst. 1 gær var flogið til Akureyrar (2 ferðir), Vestmannaeyja (3 ferðir) Hornafjarðar, Kirkjubæjarklausturs, Fagurhólsmýrar Isafjarðar og Kópa- skers. Gullfaxi er væntanlegur frá Prest- wick og Ijondon kl. 18,30 i kvöld. | „Hefnd vinnupiltsins" eftir Victor | Gherbuliez; XV. lestur (Helgi Hjörv- ar). 21,00 Tónleikar: Don-kósakka • kórinn syngur (plötur). 21,35 Erindi: Um gistihús (Kristin Jóhannsdóttir forstöðukona). 22.00 Frjettir og veð- urfregnir. 22,05 Danslög (plötur). 22,30 Dagskrárlok. Erlendar útvarps- stöðvar Bretland. Til Evrópulanda. Bylgjn iendgir: 16—19—25—31—49 m. — Frjettir og friettayfirlit: KI 11—19 —14—15,45—16— 17,15 —1-3—20— 23—24—01. Auk þess m. a.: KI. 10,15 Hljóm. leikar, hljómsveit BBC. Kl. 13,15 Einleikur á píanó, Esther Fisher frá Nýja Sjálandi. Kl. 22,45 Leikið á fiðlu. Noregur. Bylgjulengdir 11,54 452 m. og stuttbylgjur 16—19—25 —31,22—41—49 m. — Frjettir ki 07,05—12,00—13—18,05— 19,00 — 21,10 og 01. Auk þess m. a. KI. 15,30 Svíta eftir Alexander Tansman, Kl. 16,05 Síðdegishljómleikar. Kl. 20,15 Norsk lög, hljómsveit leikur. Danmórk. Bylgjulengdir 1250 03 ' 31,51 m. — Frjettir kl. 17.45 03 kl. 21.00. Auk þess m. a.: Kl. 18,15 Óperuiög Ida Höst Roholm syngur. Kl. 20.10) Gömul danslög. j Svíþjóð. Bylgjulengdir: 1388 28,5 m. Frjettir kl. 18 og 21,15. Auk þess m. a.: Kl. 11.10 Gþar- leikur og söngur. Kl. 18,30 Somleuiur á píanó. Kl. 20,15 Elli og eínstæð- ingsskapur, erindi. Kl. 21,30 Nútíma danslög. Skipafrjettir; Eimskip: Brúarfoss er i fieykjavík. Dettifoss er í Kotka í Finnlandi Fjallfoss er í Kaupmar.nahöfn. Goðafoss er á leið frá Isafirði til New York. I.agarfoss er í Antwerpen. Selfoss Selfoss fór frá Siglufirði í fyrradag til Keflavik ur. Tröllafoss er í Reykjavik. Vatna- jökull er í Reykjavík. E. & Z.: Foldin er á Vestfjörðum. Linge- stroom er í Hull. Ríkisskip: Hekla er i Álaborg. Esja fer í dag austur um land til Siglufjarðar. Herðuhreið er væntanleg til Reykja- víkur í dag. Skjaldbreið var a Siglu- firði í gær. Þyrill er við Norðurland. Útvarpið: 8,30—9,00 MorgUnútvarp. — 10,10 Veðurfregnir. 12,10—-13,15 Pládegis- útvarp. 15,30—16,25 Miðdegisútvarp. — 16,25 Veðurfregnir. 19,25 Veður- fregnir. 19,30 Tónleikar: Óperettu- Tilhæfulaus ósann- indu um iogara- kaupin í TILEFNI af grein í einu dag'- þlaðanna í Revkjavík í dag um, að efnahagssamvinnustjórnin í Washington hafi reynt að hindra ríkisstjórnina í að kaupa 10 togara, lýsir ríkisstjórnin því yfir, að þessi fregn er tilhæfu- laus með öllu. Einnig er það alrangt, að farið hafi verið fram á lán frá efnahagssamvinnu- stjórninni til togarabygging'- anna, enda eru slík lán ein- göngu veitt vegna dollaraút- gjalda, en öllum er ljóst. að tog- ararnir, sem byggðir eru í Bret- landi, eiga að greiðast í steri-- ingspundum. Einn liður í efnahagssam- vinnu Evrópuríkjanna er athug un í sjerstökum nefndum á á- ætlunum hvers þeirra um fram leiðslu og utanríkisverslun og koma þar eðlilega fram misjöfn sjónarmið. Áætlun íslands um i fiskútflutning hefur verið rædaí í fiskimálanefnd samvinnuríkj- anna í París og kom þar franz í fyrra gagnrýni á hinni fyrir- huguðu aukningu fiskútflutn- ingsins vegna stækkunar tog- araflotans. Af íslands hálfu var þessari gagnrýni að sjálfsögðu mótmælt, og hefur fiskimála- nefndin nú lýst því yfir, að hún telji að íslendingar eigi aö halda áfram áætluðum togara- bygingum sínum. (Frjett frá ríkisstjórninni). '1111111111111111111111 iii 111111111111 ■■ irtiiiiiiiiiiiiiiiiimiim • Endurskoðunarskrifslofa I EYJÓLFS ÍSFELDS I EYJÓLFSSONAR lögg. endursk. Túngötu 8 1 Sími 81388 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiMiiiiiiiiiiiiiMifMiiiiiiiiniiia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.