Morgunblaðið - 28.09.1949, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.09.1949, Blaðsíða 5
[Miðvikudagur 28. sept. 1949. MORGVlSBLAílÐ ferkfnll hafði nær komið i veg fyrir norrænu garðyrk jusýninguna SýnÉngin undirbúin í tvö ár Eftir Þorbjörn. Guðmundsaon. Helsingfors, 19. sept. AÐSÓKN að norrænu garð- yrkjusýningunni hefir verið anjog mikil. Á sunnudaginn sóttu hana t. d. um 30 þús. manns, og hvenær sem þangað er komið, er þar múgur og margmenni. Það eina, sem gat Skyggt á ánægju þessa fólks var hve þröngin var mikil. Þaö var að því leyti sjer- jBtaklega skemmtilegt fyrir okk tur Islendinga að koma út í Másshallen, þar sem sýningin ler, á sunnudaginn og sjá að ís- land hafði sótt á. Þar gaf ekki aðeins að líta, að ísland hefði fengið bronce-verðiaun fyrir grærmeti, heldur höfðu ís- Sensku blómin hlotið silfurverð laun og einnig íslensku tómat- arnir. Þar sem yfirleitl var veitt lítið af gullverðlaunum, verður þetta að teljast mjög gott. Ekki síst ef tekið er tillit til þess, að folómin voru einum sólarhring lengur á leiðinni en æskilegt Jiafði verið. Mikið stgrf ber kíkulegan ávöxt. Það er mikil vinna, sem ligg- ur á bak við þessa sýningu — ótrúlega mikil vinna. — í morg un heimsótti jeg Olavi Collan, framkvæmdastjóra sýningar- ráðsins í aðalskrifstofu sýning- iarnefndarinnar í Másshallen. Þar var mikið að gera? því að verkefnin voru nóg við að halda öllu við. Collan hafði komið jþangað fyrir kl. 8 um morgun- inn og verið þar síðan. „Það er bara verst að við erum of fáir“, sagði hann ,,Ef vel hefði átt að vera, hefðu sniklu fleiri þurft að starfa við sýninguna. En við höfum reynt að gera okkar besta“. — Og þeim hefir tekist prýðilega. — Geta Finnarnir verið stoltir af, ihversu allt hefir farið þeim vel úr hendi og með sýninguna í heild. Ekki síst geta þeir ver- ið ánægðir með sinn hluta af ihenni. Tveggja ára undirbúningur. „Undirbúningur að sýning- sunni var hafinn árið 1947 og í jtvö ár var stanslaust unnið að ihenni“, sagði Collan. „Svo kom verkfallið í ágústmánuði“ hjelt Shann áfram, „og gerði okkur líf- ið brogað. Vinna á sýningar- svæðinu stöðvaðist. Útlit var .jafnvel fyrir, að við yrðum að ihætta við allt, og það þegar •komið var að lokaþættinum. .'Þjer skiljið, hvað það hefði þýtt •.cyrir okkur“. Já, það er lítill vandi að gera sjer það í hugarlund, þegar :menn hafa nú sjeð ávöxt þessa tveggja ára starfs. Og það var ekki aðeins verk Finnanna einna, sem hefði ónýttst, heldur hefði allur undirbúning >ur í hinum Norðurlöndunum verið til einskis. — Á veggjun- am í skrifst V;, sýningarnefnd- arinnar má ya örlítið af því iundirbúningsstarfi. Þar eru xnargir uppdrættir af sýningar- svæðinu og tillögur um skipu- lagningu þess, uppdrættir af lýtt kvikmyndahús í Reykjavík Stjörnubíó hefur sýningar seinni ! hlufa þessarar viku NÆSTKOMANDI fimmtudag heldur nýtt kvikmyndahús hjer ! bæ frumsýningu. Fyrsta sýning fyrir almenning verður þar svo á fóstudaginn kl. fimm. Þetta nýja kvikmyndahús er á Laugaveg 94 og nefnist Stjörnubíó. Framkvæmdarstjóri þess er Hjalti Lýðsson kaupmaður. Brjef: Stærðfræðileg formúluljóð MÁSSHALLEN, þar sem garðyrkjusýningin er. deildum hinna einstöku landa o. s. frv. „Karjalan púrakka“. Finnarnir hafa gert margt fyrir hina erlendu gesti sína. í gær buðu þeir t. d. öllum þeim konum, sem komu frá hinum Norðurlöndunum í ferð um Hels ingfors,- en síðan var siglt um skerjagarðinn fyrir utan borg- ina og snæddur hádegisverður í hinu gamla virki Sveaborg. Á borðum var gamall finnskur þjóðrjettur „karjalan púrakka“. Ragna Sigurðardóttir hafði orð- ið fyrir íslensku konunum og þakkaði fyrir þeirra hönd. Hún var síðan fengin til þess að leggja blómsveig á minnis- varða hermanna þeirra, sem fjellu í finnsk-rússneska stríð- inu 1939, fyrir hönd hinna er- lendu kvenna, en það eru finnsk ar konur, sem reist hafa varða þennan. Þennan sama dag var einnig ferð fyrir garðyrkjumennina. Var siglt um skerjagarðinn og annað gamalt virki heimsótt. Var sú ferð í alla staði hin á- nægjulegasta, enda er náttúru- fegurð þar mikil. „Litli bróðir“ vekur athygli. Um kvöldið var svo aðalhátíð sýningarinnar — norrænt kvöld — á Adlon, einum stærsta sam- komusal borgarinnar. Þar sigr aði ísland. Svanhvít Egilsdóttir söng þar íslensk lög. Var henni mjög fagnað, og varð að syngja aukalög. Hún var eini lista- máðurinn, sem þarna kom fram, sem klappaður var upp. Jóhann Jónasson færði Finnum þakk- læti frá „litla bróður" fyrir mót tökurnar og sýninguna. Það kitlaði þjóðarmetnað okkar, að íslenski fulltrúinn skildi fá — ekki aðeins bestar, heldur lang- bestar undirtektir. Árnesingar minnast sr. Érna iríkirkjuprests Stofnaður er Minningarsjóður Árnesinga ÁRNESINGAFJELAGIÐ í Reykjavík hefur ákveðið að gangast fyrir sjóðstofnun við fráfall síra Árna Sigurðssonar. Nafn sjóðsins er Minninga- sjóður Árnesinga, og hefur sjóðurinn göngu sína með því að veita viðtöku framlögum frá þeim, er sjerstaklega vilja minnast hins góða og merka Árnesings, sjera Árna Sigurðs- sonar, fríkirkjuprests. Er ætl- unin, að sjóðurinn haldi áfram starfsemi sinni með því að taka hverju sinni við minning- argjöfum um látna Árnesinga. Þegar sjóðnum vex fiskur um hrygg, er hugmyndin sú, að honum verði varið til styrktar fátækum námsmönnum úr Ár- nessýslu. Um það atriði svo og stjórn sjóðsins verður nánar á- kveðið í skipulagsskrá, er bráð lega verður samin og birt. Þeir, sem óska að heiðra minningu sjera Árna Sigurðs- sonar með framlögum til sjóðs ins, geta íengið keypt minn- ingarspjöld á eftirtöldum stöð- um: Bókabúð Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg 2, Hr'bjarti Bjarnasyni, kaupm., Grettisg. 3, Versl. S. Ó. Ólafssonar & Co., Selfossi, frú Pálínu Páls- dóttur, Eyrarbakka, Versl. Ás- geirs Eiríkssonar, Stokkseyri. fá grlðaslað í Svíþjóð STOKKHÓLMUR, 27. sept. — Fimm ungir pólskir menn, sem fyrir skömmu neyddu fhigmann á pólskri áætluriarflugvjel til að snúa fluginu til Svíþjóðar og lenda þar hafa nú fengið hæli í Svíþjóð um stundarsakir. Menn þessir lýstu því yfir, að þeir væru pólitískir flóítamenn, sem pólska lögreglan hundelti. Þeir kveðast ætla að reyna að fara til Bretlands eða Bandaríkj- anna. — NTB. STÆRÐFRÆÐILEG formúluljóð Einars Bogasonar frá Hringsdal eru orðin til eða samin vegna þeirra staðreynda frá ómunatíð, að rímað mál hefir festst betur og lengur í minni manna en óbund- I ið mál. Um þetta bera t. d. vott í orð skáldkonungsins Einars Bene I diktssonar: „Ljóð er það eina, sem lifir allt“, o. s. frv. Og sjera . Einar Sigurðsson prestur í Hey- dölum skáldjöfur síðara hluta 16. aldar og fyrri hluta 17. aldar er segir: „Kvæðin hafa þann kost með sjer, þau kennast betur og lærast ger. En málið laust úr minni fer. Mörgum að þeim skemmtun er“. Og hver íslendingur, sem kann Ijóð eða vísur, sem hann hefir lært í ungdæmi sínu — og það munu flestir hafa gert — veit að þessi kostur ljóðanna, sem þess- ir nafnar hver á sinni tíð tala hjer um, eru sannar óyggjandi staðreyndir. Hinn heimsfrægi enski orða- bókarhöfundur, Sir William A. Craigie, sem talinn er frægasti orðabókarhöfundur heimsins og þar að auki hálærður rímfræð- ingur og málfræðingur segir um bókina í brjefi til höfundarins: „Jeg get ekki annað gjört, en dást að hæfileika yðar, að snúa eins mörgum og torveldum regl- um í bragfræðilegt snið, sem er ljett að festa í minni. Sjálfur er jeg viss um, að stuttar stuðlaðar reglur geta verið mjög gagnlegar í öllum vísindum". Nú fara skólarnir að byrja. Er því tækifærið hjá skólastjórun- um og stærðfræðiskennurum skól anna — sem eflaust allir kunna ljóð og vísur, sem þeir hafa lært í æsku sinni og á skólaárum, og ættu því að hafa kosti stuðlaða málsins eða rímsins ljóslifandi í huga sínum — að sýna nú í verk- inu, að þeir hafi áhuga fyrir því, og vilji af alhug, að þær stærð- fræðilegu formúlur, sem í kver- inu eru og kendar eru í skólum þeirra festist sem best og lengst í minni nemenda þeirra, með því að fyrirskipa þeim að fá kver þetta, sem kostar aðeins 6 krón- ur, og láta þá bera formúlur þær, sem tilheyra skólum þeirra, eða þeim bekkjum sem riemendurnir eru í, reiprennandi utanbókar og festa þær vel í minni, auðvitað með það í huga að kennararnir útskýri reglurnar fyrir nemend- unum, sem er vitanlega nauð- synlegt og sjálfsagt. Þegar jeg sem þessar línur rita var í skóla lærði iog reiprenn- ar.di utaribókar málfræðisvísurn- i" í málfræði Halldórs Briems. Man jeg þessar visur enn, og i sömu sögu munu fleiri, sem lært. hafa málfræðisvísur þessar á jskólaárum sínum hafa að segja. x—y Langt er nú síðan smíði þessa húss hófst, og munu þeir, sem staðið hafa í að koma upp hús- um að undanförnu, skilja örð- ugleikana, sem við hefur verið að etja. M. a. lá smíði þessa húss niðri um tveggja ára skeið. En nú er því sem sagt lokið, og bæjarbúar eiga vafalaust flestir eftir að kynna sjer húsakcstinn sjálfir, jafnframt því, sem þeir skemmta . sjer þar á komandi tímum. Sætin. Stjörnubíó, húsið nr. 94 við Laugaveg, er 330 ferm. og á 4. þús. rúmm. að stærð. Í því eru sæti fyrir um 500 manns, 215 niðri og 285 uppi. Sú nýjung er þarna, á fyrir- komulagi niðri, að gólfið hækk- ar fram, svo að fremstu sætin eru hæst, og hallar þeim öllum aftur. Þetta fyrirkomulag hef- ur verið tekið upp sums staðar erlendis og þótt gefast vel. — Sætin eru smíðuð hjer á landi, ! og virðast þau heldur þægileg. ! Lárus Þjóðbjörnsson á Akranesi annaðist smíði þeirra. Sýningarvjelarnar. í húsinu eru Philipsvjelar af nýjustu og fullkomnustu gerð. Með tilheyrandi viðbót, sem# alltaf er hægt að fá síðar, er hægt að sýna í þeim „sterop- honiskar“ filmur, þar sem greind verður dýpt, en enn sem komið er, eru slíkar filmur ekki komnar á markaðinn. Tveimur mögnurum er komið fyrir í magnaraskáp, þannig að alltaf er annar til taks, ef hinn bilar. Þarf því ekki að stöðva sýningara þess vegna. Lýsing og loftræsting. Loftræsting verður alltaf mikilsvert atriði í samkomuhús um, og virðist oft furðu litið fyrir henni hugsað. í þessu rýja húsi sýnist vel fyrir henni sjeð, og er svo í pottinn búið, að loft- ið endurnýjast algerlega á um 20 mín. Upphitun er og í besta lagi. í kjallara er olíukynding. og er svo heitu lofti blásið inn í sjálfan salinn. Birta er öll hin þægilegasta í húsinu eða svo nefnd óbein lýsing. Kvikmyndahúsakcstur Reykvíkinga. Það er nú svo komið, að Reyk víkingar þurfa varla að kvarta yfir skorti kvikmyndahúsa. Með því að þetta nýja hús tekur til starfa, þá má gera ráð fyrir að um hálft fjórða þúsund sýning- argesta rúmist í öllum kvik- ! myndahúsum bæjarins samtím- j is. Samt sem áður virðist enn ! ríokkuð skorta á um kvikmynda húsakostinn, því að um langan veg eiga þeir að sækja, sem búa í Kleppsholtinu eða Vestuvbæn- um, svo að eitthvað sje nefnt, ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.