Morgunblaðið - 28.09.1949, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.09.1949, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 28. sept. 1949. M ORGXJ HBLAÐIB 9 Bjarni Benediktsson: UfanrÉkismál 9 Öryggi landsins er uppi- staða sjálfstæðisins EITT aí því, sem helst var ^ rnA4-! v-£*••'**' -- Tq_ lands í Atlantshafsbandalaginu var, að slíkt mundi brjóta í bága við sjálfstæði landsins. I Varnarleysi grefur undan sjálfstæðinu j Sjaldan hefur meiri f jarstæða verið sögð. Ein helsta skylda hvers sjálfstæðs ríkis er einmitt sú, að halda uppi vörnum í Iandi sínu. Ef það er ekki gert á viðhlítandi hátt, er viðbúið, að slíkt ríki verði ekki viður- kent sjálfstætt. Afleiðing þess getur orðið sú, að önnur ríki telji sjer óhjá kvæmilegt að hlutast til um málefni þess og taka yfirstjórn þess í sínar hendur. Þetta hefur margoft komið fram gegn ýmsum ríkjum áður en ísland varð sjálfstætt. Það er einnig skiljanlegt, þegar á það er litið, að varnarlaust land skapar hættu og öryggisleysi fyrir nágranna sína. Árásarríki getur auðveldlega hremmt því líkt land fyrirhafnarlítið eða -laust, og notað það síðan sem anddyri eða stökkpall til á- rása á friðsamlega nágranna. Af þessum ástæðum er það einn helsti þáttur sjálfstæðis- máls hvers ríkis, þ. á. m. ís- lands, að sjá því fyrir hæfileg- um vörnum. íslendingar verða að sig með samn- ingum við aðra Aðstaða Islands er hinsvegar óneitanlega sjerstök. Þó að ís- Iendingar vildu, gætu þeir ekki sjálfir varið land sitt svo, að gagni kæmi til nokkrar lengd- ar. Eina úrræðið er þess vegna það, að bindast samtökum við önnur ríki, um, að þau samein- ist íslendingum um varnir landsins eða sjái fyrir þeim. Þetta var gert með hervarn- arsamningnum 1941, við Banda ríkin. Hann fjell úr gildi, er Keflavíkursamningurinn var gerður í október 1946. Töldu menn sig þá sæmilega örugga, af því að hernaðarákvæði sátt- mála Sameinuðu þjóðanna voru komin í staðinn. En þau ákvæði hafa því miður hingað til reynst vera einbert pappírsgagn. — Forsenda fyrir starfshæfni bandalags Sameinuðu þjóðanna var samkomulag stórveldanna. Úr því að það samkomulag brást, var ekki neins skjóls að leita hjá Sameinuðu þjóðunum, ef til stórátaka kæmí. Aðrar þjóðir, sem voru bet- ur staddar um varnir sínar en íslendinear, sáu og skildu þess- ar staðreyndir. Þess vegna efndu þær til Atlantshafsbanda lagsins. Sjerstaða íslands Þegar íslendingar skyldu kveða á um þátttöku sína í því bandalagi, var sú ákvörðun þeim mun auðveldari sem ís- Iendingar voru þá þegar í Sjerstaða íslands trygð ■ Atlantshafsbandalaginu j öðru varnarbandalagi að vísu gagnsiau.su sem sje bandalagi I Sameinuðu þjóðanna, og þar 1 sem hervarnir landsins voru mál, sem íslendingar á einhvern veg urðu að sjá fyrir, ef þeir með rjettu vildu teljast til sjálf- stæðra þjóða. Þess var auðvitað að gæta við meðferð málsins, að í sátt- málanum væri ekkert, sem gerði hann óaðgengilegan fyrir Islendinga. íslendingar hvorki gátu nje vildu verja sig sjálfir. Ennþá síður vildu þeir þó vinna það til, að haf?i fastar herstöðv- ar hjer á landi á friðartímum, eða erlendan her að staðaldri í landinu. Menn óttuðust, að þó að slíkt e. t. v. kynni að leiða til aukins varnaröryggis, þá kynni það á hinn bóginn að leiða til missis þess sjálfstæðis, sem menn um fram allt vildu vernda. Erfitt úrlausnarefni I Því ber þess vegna ekki að neita, að lausn öryggismála Is- lands og Islendinga, er erfið. ! Venjulega er frumskilyrði ■ lausnar þeirra mála það, að aðili vilji sjálfur nokkuð af mörkum leggja. íslendingar treysta sjer hinsvegar hvorki til að verja landið sjálfir nje ljá landið á friðartímum til undirbúnings þess, að aðrir verji það. Smæð þjóðarinnar gerði þetta skiljanlegt, en auðveldaði að sjálfsögðu ekki úrlausnarefnið. En þýðing landsins, ef til ófrið- ar kemur, er svo mikil og að- stæður allar slíkar, að þrátt fyrir þessa öðrugleiká var hægt að fá viðunandi tryggingu fyr- ir öryggi landsins. íslensk sjónarmið Jeg hefi áður skýrt frá því, að það var fyrst hinn 5. janúar s.l., sem sendiherra Bandaríkj- anna ræddi við mig efnislega um þátttöku íslendinga í At- lantshafsbandalaginu. Um það samtal ritaði jeg þegar að sam- talinu loknu minnisblað. og seg- ir þar svo: ,,Miðvikudaginn 5. janúar 1949, kom sendiherra Banda- ríkjanna, Mr. Butrick á skrif- stofu mína samkvæmt beiðni sinni. Erindi hans var að afhenda mjer minnisblað með frásögn um Norður-Atlantshafsbanda- lagið. Er jeg hafði lesið frásögn- ina sagði jeg, að afstaða Islend- inga til máls þessa mundi vera komin undir nánari vitneskju varðandi nokkur atriði og dytti mjer þá fyrst í hug, án þess að vilja segja nokkuð um mál- ið á þessu stigi, hvort ætlunin (væri, að íslendingar hervædd- ust sjálfir og skuldbindi sig til iþess og einnig, hvort hjer ætti !að dvelja her á friðartímum“. Jeg ljet það þannig þegar frá upphafi koma ótvírætt fram að afstaða mín og annara til bandalagsins, mundi mótast af þesum atriðum. Yfirlýsing Bandaríkjastjórnar Óþarft er að rekja gang þessa máls í einstökum atriðum. — Rjett er að minna á það. að í lok viðræðna okkar þriggja, Emils Jónssonar, Eysteins Jónssonar og mín, við utanrík- isráðherra Bandaríkjanna og aðstoðarmenn hans í mars síð- astliðnum, var þessu lýst yfir af hálfu Bandaríkjanna: ,,1) Að ef til ófriðar kæmi, mundu bandalagsbjóðirnar óska svipaðrar aðstöðu á íslandi og var í síðasta stríði, og að það mundi algerlega vera á valdi Islands sjálfs. hvenær sú að- staða yrði látin í tje. 2) Að allir aðrir samningsað- ilar hefðu fullan skilning á sjer stöðu íslands. 3) Að viðurkent væri að Is- land hefði engan her og ætl- aði ekki að stofna her. 4) Að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða herstöðvar yrðu á Islandi á friðartímum“. Ótvíræð yfirlýsing af hálfu íslands I ræðu minni við undirskrift Atlantshafssáttmálans 4. apríl 1949, tók jeg hin íslensku sjer- sjónarmið alveg ótvírætt fram, er jeg mælti á þessa leið: ,,Þjóðir þær, sem nú eru að ganga í þetta nýja bræðralag, eru að mörgu leyti ólíkar hver annari. Sumar þeirra eru hinar mestu og voldugustu í heimi. Aðrar eru smáar og lítilsmeg- andi. Engin er þó minni nje má ! sín minna en þjóð mín, íslenska þjóðin. I Islendingar eru vopnlausir og hafa verið vopnlausir síðan á dögum víkinganna, forfeðra okkar. Við höfum engan her og getum ekki haft. ísland hefur aldrei farið með hernað gegn nokkru landi og sem vopnlaust i land hvorki getum við nje mun um segja nokkurri þjóð stríð á hendur, svo sem við lýstum yfir, er við gerðumst ein af Sameinuðu þjóðunum. j Staðreynd cr, að við getum alls ekki varið okkur gegn neinni erlendri vopnaðri árás. Við vorum þessvegna í vafa um, hvort við gætum gerst aðilar þessa varnarbandalags. — En svo getur staðið á, að ísland hafi úrslitaþýðningu um ör- yggi landanna við Norður-At- lantshaf. 1 í síðasta stríði tók Bretland að sjer varnir Islands og siðan gerðym við samning við stjórn ' Bandaríkjanna um hervarnir Islands á meðan á striðinu I stóð. Mfundiir Preslul jelugs Vestfjurðu AÐALFUNDUR Prestafjelags |— Endurskoðendur: Sr. Jón- Vestfjarða hófst laugardaginn mundur Halldórsson, Stað, 10. þ.m. að Bjarkarlundi í Reyk Grunnavík. hólasveit. Mættir voru 9 starf- andi prestar af fjelagssvæðinu og prófessor Ásmundur Guð- mundsson, formaður Prestafje- lags íslands. Fundurinn hófst með því, að sunginn var sálm- ur og annaðist Jónas Tómasson tónskáld á ísafirði, undirleik. Þá las formaður fjelagsins, sr. Eiríkur J. Eiríksson, Núpi, ritn ingarorð og flutti bæn. — Þá mintist hann látins fjelaga, sr. Páls Sigurðssonar, Bolungavík, og risu fundarmenn úr sætum, til þess að votta þessum látna fjelaga virðingu sína og þakk- læti. Síðan las formaður brjef, sem fundinum hafði borist frá fjarverandi fjelaga, sr. Jón- mundi Halldórssyni, Stað, Grunnavík. Formaður flutti síðan fram- sögu í aðalmáli fundarins: — Kirkjan og menningarlíf þjóð- arinnar. II. mál fundarins: Bænda- kirkjur og safnaðarkirkjur. — Framsögumaður sr. Einar Sturlaugsson, Patreksfirði. II. mál: Kirkjudagur. Fram- sögumaður sr. Jón Kr. ísfeld, Bíldudal. I því máli var sam- þykt svohljóðandi ályktun: „Aðalfundur Prestafjelags Vestfjarða ályktar að stefna beri að því, að komið sje á í söfnuðunum almennum kirkju- degi, þar sem aflað sje fjár til fegrunar kirknanna og um- hverfis þeirra og stuðlað á ann an hátt að kirkjulgeri menn- ingu. Jafnframt beinir fundur- inn þeim tilmælum til biskups ins, Prestafjelags íslands og kirkjuráðs, a ðsamið verði sjer- stakt helgisiðaform fyrir slík- an kirkjudag. fyrsta sumardag, sjómannadaginn, 1. maí og 17. júní“. IV. mál: Kirkjan og útvarp- ið. Framsögumaður sr. Þor- steinn Björnsson, Þingeyri. V. mál: Gj'áldkeri, sr. Einar Sturlaugsson. lagði fram end- ry'skoðaða reikninga, og voru þeir samþyktir. VI. mál: Stjórnarkosning. — Stjórnin var endurkosin, en hana skipa: Sr. Eiríkur J. Ei- ríksson, Núpi, formaður. — Sr. Einar Sturlaugsson, pórafstur, I Patreksfirði gjaldkeri. — Sr. Jón Kr. ísfeld, Bíldudal, ritari. !— Varastjórn: Sr. Jóhannes Pólmason, Súgandafirði og sr. . Sigurður Kristjánsson, ísafirði. Umræður á fundinum voru miklar og almennar, einkum um aðalmál fundarins. — Auk mála, sem fyrir fundinn voru lögð til umræðu, sagði sr. Sig- urður Kristjánsson, Isafirði, frá dvöl sinni í Englandi á s:l: vetri. Þá kom Guðmundur Sveinsson, Tálknafirði, á fund- inn o græddi nokkuð síysamál. Fundinum lauk síðdegis þriðjudaginn 13. þ.m. með söng, er Jónas Tómasson, tón- skáld, annaðist, en prófessor Ásmundur Guðmundsson, er setið hafði fundinn og tekið virkan þátt í honum, las ikn- ingargrein og bað bænar. ísambandi við fundinn fór fram guðsþjónusta í Reykhóla- kirkju, sunnudaginn 11. þ. m., þar sern prófsasturinn, sr. Einar Sturlaugsson, settj hinn ný- kjörna prest að Reykhólum, sr. Þórarinn Þór, inn í embættið. Skírn og altarisganga fór fram í guðsþjónustunni. Sr. Þorsteinn tók til altaris. Söng í kirkjunni annaðist nýstofnaður kirkju- kór Reykhólakirkju, undir stiórn Jónasar Tómassonar. •— Eftir guðsþjónustuna buðu for- stjóri tilraunastöðvarinnar að Reykhólum, Sigurður Elíasson, og frú hans, prestunum til kaffidrykkju á heimili sínu. — Síðan flutti prófessor Ásmund- ur Guðmundsson erindi í Reyk- hólakirkju: 0 Jesús hefur starf sitt“. Erindinu var forkunnar vel tekið, enda fróðlegt og á hrifamikið. — Að því loknu sátu fundarmenn, fjelagar kirkjukórsins o. fl. boð sóknar- nefndar Reykhólasóknar, en því hófi stjórnaði Magnús Ingi- mundarson, Bæ. — Um kvöld- ið skoðuðu prestarnir Reykhóla stað. Helsingfors vann handknatfleiks- mótið HANDKNATTLEIKSKEPPN- INNI milli höfuðborganna á Norðurlöndum, sem handknatt leiksflokkur Ármanns, tók þátt í, lauk í fyrrakvöld, með sigri Stokkholms. en liðið hlaut átta stig. Ármenningarnir hlutu tvö stig. í síðari umferð mótsins fóru Aðild okkar að Norður-At- leikar svo, að Kaupmannahöfn lantshafssamningnum sýnir, að ( vann Ármann með 17 mörkum bæði sjálfra okkar vegna og geSn 6. — Fyrri hálfleik auk annara, viljum við svipaða skip an og þá á vörnum landsins, ef ný styrjöld brýst út, sem við vonum og biðjum að ekki verði“. Að fengnum og gefnum þess- úm yfirlýsingum verður ekki með 6:6. — Osló og Helsingfors gerðu jafntefli 7:7. Helsing- fors vann Ármann með 9 mörk um gegn 4 og þá vann Stokk- hólmur Kaupmannahöfn með 8 mörkum gegn 5 og Stokk- hólmur vann Osló móð 8 gegn um það deilt, að Atlantshafs- 4 mörkum. sáttmálinn leggur hvorugt á ís- J Stigin verða því* þau, að lendinga: Skyldu til að hafa Stokkhólmur hlaut 8 stig, — sjálfir her nje þola herstöðvar Kaupmannahöfn sex stig, Hels- eða erlendan her hjer á landi á ingfors 3, Ármann tvö stig og friðartímum. Osló eitt stig.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.