Morgunblaðið - 30.09.1949, Blaðsíða 1
16 síður
Nýja þýska þingið í Bonn
IIJER er mynd frá fyrsta þingfundi þýska þingsins nýja í Bonn.
Kseru Kína ú hendur
Rússum verður rædd
ú allshei'iarpiifi^i S. I9.
LAKE SUCCESS, 29. sept. — Allsherjarþing Sameinuðu þjóð-
anna samþykkti í dag að taka upp á umræðuskrá kæru Kína
á hendur Rússlandi yfir íhlutun í innanlandsmál Kina. Aðeins
Rússland og leppríki Rússa greiddu atkvæði gegn því að taka
rpálið til umræðu. 45 voru með kínversku tillögunni, en 6 sátu
hjá. Vishinsky tók til máls og ásakaði kínverska fulltrúann
nm að „bera fram á þingi S. Þ. slúður, lygar og útúrsnúninga“.
Var Vishinský illyrtur sem oft er vandi hans.
Rjetlmæt kæra
Fulltrúi Kína, dr. Ting Pu
Tsiang, sagði, að Kína hefði á-
kveðið að bera þessa kæru
fram, vegna þess, að hún væri
rjettmæt, Rússar hefðu til að
byrja með í stríðslok hernumið
Mansjúríu og þá notað tækifær
ið til að reena allar verksmiðj-
ur, sem þeir náðu til að öllum
vjelum.
Vináttusamningur
og efndir hans
Annar þátturinn hefði verið,
að þeir hefðu farið fram á vin-
áttusamning við kínversku
stjórnina. Með undirritun þess
samnings hefðu orðið þátta-
skipti þannig, að eftir það hafi
Rússar gert allt hugsanlegt sem
í.þeirra valdi stóð til að styrkja
kommúnista og berjast á móti
hinni rjettu kínversku stjórn.
Vishinsky orðvondur
Vishinsky sagði í ræðu sinni,
að kínverski fulltrúinn notaði
slúður, lygar og útúrsnúninga
til árása á rússnesku stjórnina.
®--------------------------
Hann sagði og, að þjóðstjórnin
væri ekki lögleg stjórn Kína.
Stofnað verður sam-
band náttúrulækn-
(ngafjelaga
Á FRAMHALDS aðalfundi
Náttúrulækningafjelags íslandf
er haldinn var í fyrrakvöld, vai
ákveðið að fela stjórninni, a?
undirbúa stofnun landssam-
bands náttúrulækningafjelag^.
Nú eru slík fjelög starfandi á
Akureyri, Ólafsfirði. Siglufirði,
Isafirði, Sauðárkróki og svo
hjer í Reykjavík. — í ráði er
að stofna náttúrulækningafje-
lög bæði í Hafnarfirði, Vest-
mannaeyjum og víðar á land-
inu.
Stofnþingið mun væntanlega
verða haldið hjer í bænum og
fara fram í októbermánuði eða
í byrjun nóvember.
Rússar segja upp vináttu-
samningi við JúgósSaviu
Segja rjettarhöldin ffir Rajk
hafa sannað fjandskap
Júgéslava
Æskulýisfundir
Sjslfstæðis-
fnanna
Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter.
UNGIR Sjálfstæðismenn boða
til fimm almennra æskulýðs-
funda á Suðvesturlandi n.k.
sunnudag.
Verða fundirnir haldnir á
eftirtöldum stöðum: Hvera-
gerði, Hafnarfirði, Akranesi,
Borgarnesi og Ólafsvík. Á fund-
unum verður ræít um stjórn-
málaviðhorfið og stefnumál
Sjálfstæðisflokksins í höndfar-
andi alþingiskosningum og er
öllum heimill aðgangur að
fundunum.
Ungir Sjálfstæðismenn hafa
oft áður haldið slíka æskulýðs-
fundi er yfirleitt haía verið
mjög fjölsóttir og sýnt vel mátt
samtakanna, en þetta er í fyrsta
sinn, sem boðað er til margra
funda á sama tíma á ýmsum
stöðum.
Óttast meiri
ógnanir Rússa
LAKE SUCCESS, 29. sept. —
Kardelj, utanríkisráðherra Jú-
góslavíu og fulltrúi þeirra á
þingi S.Þ. sagði í dag við frjetta
menn, að uppsögn Rússa á 20
ára vináttusamningi við Júgó-
slava myndi tákna auknar árás
ir og ógnanir á stjórn Titos. —
BELGRAD, 20. sept. — Rússar hafa formlega sagt upp vin-
áttusamningnum við Júgóslavíu. Ástæðuna segja þeir, að
Rajk rjettarhöldin í Ungverjalandi hafi sannað, að Júgó-
slavar hafi jafnan róið að fjandsamlegum aðgerðum gegn
Sovjetríkjunum. Það er búist við, að Rússar láti önnur ríki
austan járntjaldsins segja upp vináttusamningum við Júgó-
slavíu.
Masmaskiptt vil
utanríkisráðuneyti
PRAG, 29. sept. — Á undan-
förnum mánuðum hefur nærri
150 starfsmönnum við tjekk-
neska utanríkisráðuneytið ver-
ið sagt upp stöðum þeirra og
settir í stað þeirra kommúnist-
ar. Nærri allir sem misst hafa
stöður sínar þannig hófu starf
sitt við utanríkisráðuneytið fyr
ir febrúar 1948, þegar komm-
únistar rændu völdum í land-
inu. — Reuter.
Sviss fellir ekki gengið.
ZURICH — í vikunni lýsti for-
seti Sviss því yfir, að Sviss mundi
ekki fella gengið hjá sjer. Jafn-
framt tók forsetinn fram, að
reynt yrði að draga úr örðug-
leikum ferðamanna og bæta hag
utanríkisverslunarinnar
Breska stjórnin Ijekk
traustsylirlýsingu
Einkaskeyti til Mbl.
frá Reuter.
LONDON, 20. sept. — í dag
hjelt áfram umræðum í
breska þinginu um gengis-
lækkunina. Að þeim aflokn-
um fór fram atkvæðagreiðsla,
sem jafnframt var atkvæða-
greiðsla um traust á stjórn-
ina. Var traustið samþykkt
með 342 atkvæðum, en 5 atkv.
kommúnista voru á móti. í-
haldsflokkurinn og Frjáls
lyndi flokkurinn sátu hjá.
Ohæfuorð Aneurin Bevan,
Umræðurnar um gengislækk-
unina stóðu yfir í þrjá daga og
urðu mjög harðar á köflum. 1
lag flutti ræðu fyrir stjórnina
Aneurin Bevan heilbrigðismála
ráðherra. Hann rjeðist heiftar-
lega á Winston Churchill. Sagði
m. a., að hann væri tálbeita
íhaldsflokksins og sagði að það
væri best að þessi foringi Breta
færi burt af stjórnmálasviðinu
því að hann yrði annars íhalds-
flokknum og Englandi til sví-
virðingar.
Þessi ummæli Aneurins Bev-
ans þykja mjög óviðeigandi sem
von er og lagði enginn síðari
ræðumanna sig niður við að
svara þeim.
Vill frjálst gengi.
Lyttleton talaði fyrir hönd
íhaldsflokksins. Hann sagði það
sína skoðun, að rjett hefði verið
að setja gengi sterlingspunds-
ins frjálst, stefna stjórnarinnar
að setja gerfigengi sem væri of
lágt væri mjög óheppileg.
Atti að gilda 20 ár!
Vináttusamningurinn milli
Júgóslavíu og Rússlands hefur
verið í gildi frá því hann var
undirritaður í Moskva í apríl
1945 af Molotov þá utanríkis-
ráðherra og Tito. Átti hann að
gilda til 20 ára. En Rússar hafa
alla tíð síðan krafist meir af
Júgóslövum en vináttu. Þeir
hafa jafnan krafist fullkominn-
ar undirgefni.
Formleg viðurkenning.
í sumar hefur verið grunnt á
því góða milli Moskvavaldsins
og Titos. Er uppsögn vináttu-
samningsins því aðeins formleg
viðurkenning á ríkjandi ástancfc
milli ríkjanna.
Sönnun:
Rajk rjettarhöld.
í orðsendingu þeirri, sem
Gromyko varautanríkisráð-
herra Rússlands afhenti júgó-
slavneska sendifulltrúanum í
dag segir m. a.: Rjettarhöldin
yfir Laszlo Rajk í Ungverja-
landi sanna, að Tito og stjórn
hans hyggur sífellt á launráð
við Rússland. Tito hefur gerst
verkfæri í höndum heimsvalds
sinna í auðvaldsríkjunum o. s.
frv.
Kommúnisiar beiia
morðum og
skemmdðrverkmn
NEW DEHLI, 29. sept. — Ind-
verska stjórnin gaf í dag út
skýrslu um starfsemi kommún-
ista í Indlandi. Segir þar, að
kommúnistar hafi einsett sjer
að berjast á móti indversku
stjórninni. Kafi baráttan verið
framkvæmd með morðum og
skemmdarverkum, en ekki
orðið eins stórvægileg og ætlað
var vegna þess, að allur almenn
ingur hefur góða samvinnu við
stjórnarvöldin til að bæla niður
skemmdarverk ofstopamann-
anna. — Reuter.