Morgunblaðið - 30.09.1949, Blaðsíða 14
MORGUNBLAfilB
Föstudagur 30. sept. 1949.
14
Framhaldssafan 103
•niiiniiiiiiiiiiiiiiiiiii iitiinitiiia
Kira Arqunova
Eítir Ayn Rand
„Nei, sem jeg er lifanai“,
sagði hann. „Situr ekki þarna
einn allra besti vinur minn. —
Einn af mín^jm al-bestu vin-
um“.
Har.n skjögraði að borðinu,
þar sem Morosov sat, sveiflaði
faglega stól yfir höfuðið á
manninum, sem sat næstur, og
hlammaði sjer niður á hann við
hliðina á Morosov og stóð upp.
„Sestu niður, gamli vii»ur“,
sagði Timoshehko og stór hönd
hans sló eins og blýklumpur á
öxl Morosovs, svo að hann hnje
aftur niður á stólinn. „Þú mátt
ekki hlaupast á burt frá göml-
um vini, fjelagi Morosov, og við
erum vinir, skal jeg segja þjer.
Gamlir vinir. Það getur reynd
ar verið að þú þekkir mig ekki.
Jeg heiti Stephan Timoshenko
.... úr rauða baltneska flotan-
um“. bætti hann við.
„Já, einmitt“, sagði Morosov.
„Einmitt".
„Jeg er gamall vinur og að-
dáandi þinn“, sagði Timos-
henko, „og á jeg að segja þjer
eitt?“
„Hvað?“
„Fjandakornið, jeg held bara
að við verðum að fá okkur glas
saman, eins og góðum, gömlum
vinum ber. Þjónn“, öskraði
hann svo hátt að fiðluleikarinn
í hljómsveitinni hitti á skakka
nótu í „John Grey“.
„Komdu með tvær flöskur
handa okkur“, sagði Timos-
henjco, við þjóninn, sem beygði
sig óttasleginn að eyra hans.
,,Nei, komdu með þrjár“.
„Þrjár flöskur af hverju?“
spurði þjónninn vandræðalega.
„Mjer er skítsama um það“,
salgði Timoshfenko. „Hvað er
hægt að drekka dýrt? Hvað
belgja fínu borgararnir helst
í sir núna?“
„Kampavín, borgari“.
„Jæja, við fáum þá kampa-
vín og reyndu að vera svolítið
fljótur a'ð þessu. Þrjár flöskur
og tvö glös“.
Þegar þjónninn kom með
kampavínið, skenkti Timos-
henko sjálfur í glösin.
„Svona“, sagði hann og brosti
vingjarnleea. ..Drekktu nú með
mier, gamli vinur“.
„Já, fje.... fjelagi“, sagði
Morosov hæglátlega. ..Þakka
þjer kærlega fyrir, fjelagi“.
„Þína skál. fielagi“, sagði
Timoshenko hátíðlegur á svip
og lyfti gíasinu. „Skál fyrir fje-
laea Morosov. borgara í sam-
veldi sovjetríkjanna".
Þeir klingdu glösunum. Moro
sov leit í kringum sig í von um
björgun, en sá enga. Glasið
hristist í hönd hans, þegar hann
lyfti því að vörum sínum. —
Svo brosti hann smeðjulega.
„Þetta er mjög fallega gert,
fjelagi“, sagði hann og stóð
upp, „og jeg er mjög þakklátur.
En þú verður að fyrirgefa. Jeg
er tímabundinn og verð því
miður að. .. .“.
„Sestu niður“, sagði Timos-
henko skipandi-
Hann fyllti glösin aftur, lyfti
sínu glasi. hallaði sjer aftur á
bak í stólnum og brosti. En
bros hans var ekki lengur vin-
gjarnlegt, og hann starði,
svörtum kringlóttum augunum
á Morosov með kaldhæðnissvip.
„Skál fyrir hinum æruverð-
uga borgara Morosov, mannin-
um sem sigraði byltinguna“,
sagðj hann og rak upp skelli-
hlátur. Svo tæmdi hann glasið
í einum teyg.
„Fjelagi“, tautaði Morosov.
Varir hans voru orðnar náfölar.
„Fjelagi .... hvað áttu við?“
Timoshenko hló ennþá hærra
og hallaði sjer yfir borðið með
kroosslagðar hendur og húfuna
aftur á hnakka. Blautt hárið
klístraðist við sveitt ennið. —
Hláturinn hætti svo skyndilega
að það var eins og hann hefði
verið höggvinn í sundur með
slátrarahníf. Svo brosti Timos-
henjro og Morosov varð enn
skelkaðri við brosið en hlátur-
inn.
„Þú þarft ekki að vera
hræddur, fjelagi Morosov. Þú
þarft ekki að vera hræddur við
mig. Jeg er eins og ryðgaður
skipsskrokkur, kominn að því
að sökkva eftir viðureignina
við þig. Þú ert sigurvegarinn,
fjelagi Morosov. Alt, sem jeg
hefi að segja í auðmýkt minni
er að jeg er sigraður og jeg ber
ekki illan hug i brjósti til þín
fyrir það. Fjandinn hafi það.
Jeg er meira að segja fullur að-
dáunar í þinn garð, fjelagi
Morosov. Þú hefir unnið bylt-
inguna miklu, þá mestu í sögu
mannkynsins og bætt buxurnar
með henni“.
„Fjelagi“, sagði Morosov. —-
Varir hans voru nú orðnar blá-
ar, en rödd hans var ákveðin.
„Jeg hefi ekki hugmynd um,
hvað þú ert að tala um“.
„O, jú“, sagði Timoshenko
angvblítt. „O, jú, víst skilurðu
mig. Þú veist miklu meira um
þetta heldur en jeg .... meira
en miljónir ungra fábjána sem
sitja víðsvegar út um heim,
heillaðir af hrifningu með tung
una út úr munninum. Þú verð-
ur að segja þeim frá því, fje-
lagi Morosov. Þú hefir frá
nógu að segja“.
,.Ff jeg á að segja hreint eins
og er, fjelagi, þá ....“.
„Þú veist að minsta kosti
hvernig þú hefir farið að því
Jeg veit bara að þú gerðir það
Við hófum byltingu. Við höf
um gríðar stóra, rauða fána
og á fánunum stóð, að byltingin
væri fyrir öreiga alheimsins. —
jÞað voru einstaka aulabárðar í
fylkingum okkar, sem hjeldu
að byltingin værir fyrir þá und
irokuðu, fyrir þá, sem þjást
hjer í heiminum. En þú og jeg,
fjelagi Morosov, við eigum
leyndarmál saman. Við vitum
meira en hver annar fáráðling-
ur. En við segjum engum neitt.
Því ^kyldum við gera það? —
Fólk út um heim kærir sig ekki
um að fá að vita það. En við
vitum vel, að byltingin var
gerð þjer til heiðurs og þess-
vegna .... eiga allir að taka
ofan fyrir þjer“.
„Fjelagi, hvað svo sem þú
heitir“, sagði Morosov í vælu-
tón. „Segðu mjer bara eitt. —
Hvað viltu mjer?“
„Jeg ætlaði bara að segja
þjer. að þú átt hana, fjelagi
Morosov“.
„Hverja?“ spurði Morosov.
Honum var farið að detta í hug,
hvort hann væri orðinn brjál-
aður.
,,Byltinguna“, sagði Timos-
henko og brosti góðlátlega. —
„Byltinguna, maður. Veistu
annars, hvað bylting er? Það
er best að jeg segi þjer það
snöggvast. Við tókum yfirmenn
ina um borð á skipinu okkar
og rifum af þekn axlarskúfana
og svo klipptum við niður nýja,
rauða axlarskúfa og settum á
axlirnar á þeim. Nei, á bert
hörundið. Svo ristum við upp
, kviðinn á þeim og dróeum
þarmana út með berum hönd-
unum og hendurnar á þeim
. hreyfðust altaf svona .... upp
og niður, upp og niður, alveg
! eins og smábörn gera í vöggu.
. Við stungum þeim sprikl-lifandi
I niður í gufukatlana og Ijetum
| höfuðin ganga á undan. Hef-
^irðu fundið Ivkt af brenndu
mannakjöti? Og svo var það
einn .... hann hefir ekki verið
nema rúmlega tvítugur. Hann
signdi sig .... mamma hans
hafði Hklega kennt honum
það„ Blóðið rann út úr munn-
inum á honum. Hann horfði á
mig. Augun hans .... þau voru
voru ekki hrædd lengur ....
augun hans............ Þau voru
bara undrandi. Það var víst
líka út af einhverju sem
mamma hans hafði sagt honum.
Hann horfði á mig. Það var það
síðasta. sem hann gerði. Hann
horfði á mig“.
Dropar runnu niður vanga
Timoshenko. Hann fyllti glas
sitt, og lyfti því með erfiðis-
munum að vörum sínum, en
starði án afláts í augu Moro-
sovs.
„Sjáðu til. Þetta gerðum við
árið 1917. Og á jeg að segja
þjer til hvers við gerðum
þetta? Við gerðum það, til þess
að borgari Morosov gæti farið
á fætur á morgnana og klórað
sier á maganum, af því að rúm
dýnan hans var ekki nógu
mjúk, svo að hann fjekk óþol-
andi kláða í naflann. Við gerð-
um það til þess að hann gæti
ekið um í stórri glæsilegri bif-
reið með dúnmjúkum sætum og
blómsturvasa við gluggann, full
um af hvítum liljublómum. Til
þess að hann gæti setið og
drukkið konjak á stöðum eins
og þessum hjer og ropað og
hlustað á þjónana segja: „Já,
herra“. Til þess að hann gæti
haldið ræður um alræði öreig-
anna á hátíðis- og tyllidögum.
skreyttur rauðum silkislaufum.
Þessvegna gerðum við það, fje-
lagi Morosov og við göngum
líka sjálfir með rauðar slauf-
ur. Gláptu ekki svona á mig,
fjelagi Morosov. Jeg er aðeins
auðmjúkur þjónn þinn, og jeg
hefi gert alt. sem jeg hefi get-
að, svo að þú ættir að brosa og
þakka mjer, bví að þú átt mjer
margt að þakka“.
,.Fjelagi“, stundi Morosov,
„lofaðu mjer að fara“.
„Sittu kyrr“, öskraði Timos-
henko. „Helltu í glasið þitt og
drekktu. Hlustarðu á mig,
bölvaður þorparinn þinn. —
Drekktu og hlustaðu á mig“.
Morosov hlýddi, en hann var
mikið sk.iálfhentur, þegar hann
tók upp flöskuna.
„S.iáðu nú til“, sagði Timos-
henko. og það var eins og hvert
orð ætlaði að stöðvast í hálsi
Ihans. „Mjer er alveg sama þó
að við sjeum sigraðir. Mjer er
Mjólkurostur
fyrirliggjandi.
■
C^et't CCnótjánóóon Cj? (Lo. L.j^. :j
Laxveiðimenn
Hardy Brothers (Alnwick) Ltd. geta tekið að sjfer við-
gerðir á takmörkuðum fjölda veiðistanga í vetur. Steng-
urnar óskast sendar á skrifstofu okkar fyrir 8. okt. n.k.
Hardy stengur ganga fyrir öðrum.
Ola/ur Cjíólaóóon Co. li.^.
Sími 81370.
Sniðmeisturi
óskast nú þegar til að standa fyrir kjólasaumastofu. ;
Getum útvegað gott húsna'ði nálægt vinnustað. Tilboð *
merkt: „Vön kjólasaum — 816“ sendist Mbl. fyrir
mánudagskvöld.
óskast. Stærð spjaldanna 8x5”. Upplýsingar í síma 4940 Z
■<
S
milli kl. 11,30 og 13,30. ?
Hafnfirðingar athugið I
Ávallt á boðstólum kaffi, kökur, smurt brauð, gos- :
drykkir, ís, sælgæti og tóbak. Einnig verður hægt að af- 9
greiða smurt brauð út i bæ eftir pöntunum. •
Fyllsta hreinlætis gætt í hvíventa. ■
Virðingarfyllst g
fs- og kaffibarinn,
Vesturgötu 2. Sími 9292. ;
Skrifstofuhúsnæði I
*
Ein hæð í stórhýsi í miðbænum, hentug fyrir skrifstof- ■
ur eða ljettan iðnað er til sölu og laus til afnota nú þegar. :
Nánari upplýsingar gefur :
Mál flutninftsskrifatofa
SIGURGEIRS SIGURJÓNSSONAR
Aðalstræti 8. Símar 80950 og 1043.
Pastor Alf Lohne frá Noregi talar í kvöld kl. 8,30 í i
Aðvent-kirkjunni um eftirfarandi efni:
Heimurinn dregst saman l
Athyglisverðir spádómar uppfyllast. Framtíðarvon :
Biblíunnar. í
■
Skuggamyndir i eðlilegum litum skýra efnið. •
Allir velkomnir. ;