Morgunblaðið - 30.09.1949, Side 8

Morgunblaðið - 30.09.1949, Side 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 30. sept. 1949. Gr\ JMoyisnttUðUk ] Mí ■i Útg.: H.f. Árvakur, ReykjavOc. ' fiiT!í kT Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, kr. 15.00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 71 aura mcS LesbM. Kjarnorkan ALLAR þjóðir hins siðmentaða heims þrá frið. í hvert sinn, sem skýhnoðri sýnir sig á himni stjórnmála heimsins, taka þjóðimar viðbragð, af ótta við þær ómælanlegu ógnir, sem ný styrjöld hlýtur að leiða yfir mannkynið. Tilkynt hefur verið, að Sovjetríkin hafi nú kjarnorku- sprengjuna í hendi sjer, eins og Bandaríkin. Ekki er enn hægt að gera sjer þess grein, hvaða áhrif þetta hefur á öryggis eða friðarmálin í heiminum. í upphafi annarar heimsstyrjaldarinnar óttuðust menn mjög gashernaðinn, og afleiðingar hans. Eiturgasið var í höndum beggja aðila. Það kom aldrei í notkun, sem betur íór. Því enginn þorði að grípa til þess, af ótta við margfaldar hefndir. Er hægt að vænta þess að kjarnorkusprengjurnar verði aldrei hreyfðar, hvað sem á dynur, vegna þess, að sá, sem þar á upptökin, geri sjer þess grein, hvaða hefndir komi vfir hann? Skyldi ekki mega vænta þess, að .forystumenn heims, jafnt austan hafs sem vestan, velji þann kostinn. Vitað er, að mannkynið hefur nú í fórum sínum eitur og sóttkveikjur, sem eru margfalt skæðari tortímingarvopn, en hægt er að framleiða með kjarnorkunni. Trúlegt er, að vitneskjan um það ætti að geta stemmt stigu fyrir hvers- konar tiltektum með þessi ægivopn og kjarnorkusprengjur til manneyðingar. En þó mannkyni standi beigur af kjarnorkuvopnunum, og allar þjóðir óski þess, að hættunni af kjarnorkustyrjöld yrði bægt frá, fyrir fullt og alt, hefur ein heimsþjóðanna staðið gegn hverskonar samkomulagi í því efni, sem sje Sovjetríkin eða hin fámenna klíka, sem stjórnar málefnum þeirra. Hvað eftir annað hefur verið borin fram um það tillaga á þingi Sameinuðu þjóðanna, að öll kjarnorka í heiminum yrði sett undir virkt og öruggt eftirlit, og engum gæfist nokkru sinni færi á að nota þetta eyðingarvopn, nema viðeigandi refsingum yrði komið fram gegn sökudólgnum. Fulltrúar Sovjetríkjanna hafa staðið gegn þessháttar sam- komulagi eins og veggur. Þeirra „samkomulagstillögur" hafa verið þær einar, að fyrst yrði gengið að því, að eyða öllum kjarnorkusprengjum, sem til væru í heiminum. Síðan væri hægt að tala um það, með hvaða móti hægt væri að koma sjer saman um notkun kjarnorkunnar í framtíðinni. Með þvergirðing sínum í kjarnorkumálunum hafa einvald- ar Sovjetríkjanna beinlínis gefið í skyn, að ef þeim gæfist íæri, þá myndu þeir hafa fullan hug á að láta knje fylgja kviði, í viðureign sinni við aðrar þjóðir, og nota sjer kjarn- orkuvopnið til hins ítrasta til að koma heimsvaldaáformum sínum í framkvæmd. Grunurinn um hinn illa og óhugnanlega tilgang Sovjet- ríkjanna með kjarnorkuvopnin hlýtur að verða ennþá magn- aðri, þegar málgögn Moskvavaldsins, haga sjer með slíkum dólgshætti og Þjóðviljinn hjerna. Ekki hafði fregnin um það, að Sovjetríkin hefðu kjarn- orkuvopnið með höndum, fyrr hingað komið, en ritstjóri Þjóðviljans Magnús Kjartansson segir berum orðum, að nú sieu síðustu forvöð fyrir íslendinga og aðra til þess að fara að vilja Sovjetríkjanna í' utanríkismálum. Lúti íslendingar ekki vilja kommúnista í þessum efnum, og hverfi með öllu írá samstarfi við hin vestrænu lýðræðisríki, þá sje ekki annað eftir, en að stjórnin í Moskva eyddi þjóð vorri með kjarn- orku-sprengjum. Fjöldinn allur af íslendingum hafa átt erfitt með að gera sier grein fyrir, hvaða manntegund það er sem ræður hinni íslensku deild kommúnistaflokksins. En hinn rjetti skilning- ur á hugsunarhætti og starfsaðferðum hinna íslensku komm- únista hefur aukist að miklum mun einmitt þessa síðustu daga, eftir að Magnús ritstjóri Kjartansson hefur í blaði sínu beinlínis sagt, að stjórn Sovjetríkjanna sæi ekkert eftir því, þótt smáþjóð eins og íslendingum yrði tortímt með k j arnorku vopnum. Samanborið við þau ódæðisverk, sem Moskvastjórnin hef- ur á samviskunni, væri sú viðbót kannske ekki mikil. En hugarfarið eitt ætti að geta komið landsmönnum í skilning um, að það er naumast í skaut Moskvastjórnarinnar, sem smáþjóðir geta vænst að sækja vernd og skjól. Uíhuerji Árij^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Annarlegar raddir í síma ÞAD KEMUR oft fyrir, er menn hringja í síma í Reykja- vík upp á síðkastið, að þeim er svarað á erlendum tungum. Stundum á þýsku, eða ein- hverju Norðurlandamálinu. Menn þurfa ekki að óttast að þeir hafi fengið skakt númer gegnum talsambandið við út- lönd. Því þessar annarlegu tungur í símanum eru raddir hinna erlendu vinnustúlkna, sem fjölgað hefir með hverjum mánuði í bænum síðasta árið. Islenskar stúlkur fást ekki lengur til að vinna „eldhússtörf in“ og þessvegna neyðast hús- mæðurnar til, að leita út fyrir landsteinana til að fá aðstoð við húsverkin. • Koma sjer vel ÞESSI erlendi liðsauki á ís- lenskum heimilum hefir víst yfirleitt komið sjer og kynt sig vel. Sumar stúlkurnar eru tald ar hið mesta hnoss. — Vafa- laust eru skiftar skoðanir um það, hvort heppilegt sje að flytja mikið af 'erlendum hjú- um til landsins. En nauðsyn brýtur lög, eins og þar stendur. Vel gæti það komið fyrir, að einhverjum dytti í hug, ,,að nú væri tungan og menning ís- lands í voða stödd“ vegna þess ara nýju innrásar. En nógur tími er að fárast um það, þeg- ar þar að kemur. • Þeir, sem ekki njóta góðs af NÚ ERU það að sjálfsögðu ekki nema efnameiri heimili og fjöl- skylþur, sem geta leyft sjer þann munað, að fá starfs- stúlkur erlendis frá og þá eru eftir fjölda margir, sem ekki njóta góðs af aðstoð þessara stúlkna. Það eru t d. nýgift hjón með ungt barn. eða börn. — Fæst þeirra hafa efni á að greiða stúlku fyrir stöðuga vinnu og um hitt er varla að ræða, að fá fólk stund og stund til að- stoðar, t. d. við barnagæslu. • Bundin í báða skó HJÓN, sem eru ein í heimili með ung börn, eru illa bundin í báða skó og geta sig ekki hrevft. Ekki einu sinni komist í kvikmyndahús eina kvöld- stund, nema annað í einu, þar sem hitt þarf þá að vera heima og s?æta bús og barna. Þetta er algengara en marg- ur veit. Jeg þekki nokkur ung hjón, sem ekki hafa komist út fvrir hússins dyr saman, í marg ar vikur vegna þess. að enginn f.iekst til að sitia hiá barninu. eða börnunum eina kvöldstund. • Atvinna fyrir skólafólk NÚ ER það ekki mikið verk, eða erfitt að sitia hjá hraustum börnum að kvöldi til. Erlendis er það algengt, að skóiafólk vinnur sjer inn vasakildinga með því að sitja yfir börnum. Hafa jafnvel verið settar á stofn sjerstakar skrifstofur, sem útvega barnfóstrur fyrir sanngjarnt gjald. Mjer er að siálfsögðu ekki kunnugt um. hvort íslensk skólaæska þarf á aukatekjum að halda. En hjer virðist vera tilvalið tækifæri fyrir þá ungl inga, sem nenna og vilja. • Ekki þarf að glepia BARNFÓSTRUSTÖRFIN þurfa svo sem ekki að glepja fyrir náminu, nema ef síður væri- Ef unglingur er bundinn kvöld og kvöld við barnagæslu, er hann þó burtu frá sollinum þá stundina. Og ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu, að nem- endur, sem lesa saman náms- fög sín tækju sig saman um að sitja yfir börnum á sama heim- ilinu það og það kvöldið og mætti þá nota tímann til náms. o Yrði þegið með þökkum EKKI er nokkur vafi á, að ný- breytni, sem hjer hefir verið stungið upp á yrði tekið með þökkum af því fólki, sem getur ekki um frjálst höfuð strokið vegna smábarna- Það þyrfti bara að setja ein- hveriar reglur um kaun fyrir ómakið til þess, að fólk vissi að hveriu það gengi. • Kærulevsj ÞA Ð F^ veríð að heimta fleiri bílastæði í bænum. Víst væri þess þörf. En hvernig eru þau bílastæði notuð, sem fyrir eru? Vægast sagt mjög illa og það mest vegna kæruleysis, eða frekju einstakra manna. Á Hótel íslands lóðinni má til dæmis dagleea sjá, að menn nota bílastæðið ilia og ekki nóg með þeð Menn leggja stund um farartækjum sínum þannig, að aðrir geta hvorki komist inn eða út á því • Afskiftaleysi lögregluþiónanna LÖGREGLUÞJÓNARNIR okk- ar eru gæflyndir menn og sein ir til vandræða. Það er gott og blessað að hafa góða og prúða lögreglumenn, en þeir meaa þó ekki vera of afskiftalausir. — Þegar þeir sjá, að vegfarendur brjóta settar reglur, ber lög- regluþjóninum skylda til að láta til sín heyra og leiðrjetta það, sem rangt hefir verið gert. Það er oftast hægt með nokkrum vingjarnlegum orð- um og sára lítillri fyrirhöfn. Hvernig væri að reyna? •••l•l•••l•ll••••••Ml••l•ll■lllra MEÐAL ANNARA ORÐA .... Langt að bíða að Þjóðverjar fái að stjórna flugvjelum tveggja hafa mikil áhrif á fram tíð þýsks farþegaflugs. • • KEMUR „SMÁMSAMAN“ „VIÐ (Bandaríkjamenn) kunn flugvjelar, sem þeir ýmist hefðu keypt eða leigt erlendis frá. Að því loknu telur flug- foringinn, að þýskum verksmiðj um yrði leyft að hefja fram- leiðslu á farþega- og vöruflutn Eftir Alan Dreyfuss, frá frjettaritara Reuters. FR ANKFURT: — Enda þótt bresku og bandarísku herstjórn irnar hafi nú látið gera við nær alla farþegaflugvelli í Vestur- Þýskalandi, verður ekki betur sjeð en bandamenn sjeu stað- ráðnir í að beita sjer fyrir því, að hvorki þýskar flugvjelar né þýskir flugmenn geti notað þessa flugvelli að minnsta kosti næstu 25 árin. Háttsettur bandarískur flug- foringi neitaði þó fyrir skömmu að spá nokkru um, hvenær bú- ast megi við því, að „Luft- hansa“, hið fræga þýska flug- fjelag, hefji flug á nýjan leik. • • GLEYMIST SEINT „EN ÞJÓÐVERJAR geta ekki búist við miklu á þessu sviði næstu fimm árin, eða jafnvel næsta aldarfjórðunginn“, sagði hann- „Við erum ekki búnjr að gleyma því, hvernig Þjóðverjar notuðu , Lufthansa“ og svifflug fjelögin til þess að þjálfa or- ustuflugmenn, strax og heims- styrjöldinni fyrri lauk“. Þessi flugforingi skýrði frétta mönnum svo frá, að stjórnmála þróunin í Vestur-Evrópu og framkoma hinnar nýju vestur- þýsku stjórnar mundi hvort- um að hallast að bví að sýna Þjóðverjum örlítið meiri lin- kind (á þessu sviði), sagði flug foringinn, en Bretar og Frakk- ar geta ekki fljótlega gleymt áföllunum, sem þeir urðu fyrir af hendi þýska flughersins". Hann bætti því við, að Þjóð- verjum mundi að líkindum „smámsaman“ verða leyft að taka upp farþegaflug. Það er að s,egja, að beitt yrði á þessu sviði sömu aðferðum og við myndun þýskrar stjórnar: — völd hennar og áhrif aukin smámsaman, þax til hún er orð- in alfrjáls og óháð. • • FYRSTA SKREFIÐ FYRSTA skrefið í þessa átt á sviði flugmálanna er eflaust það, að nýbyrjað er að ráða Þjóðverja til vinnu á þýskum flugvöllum. Næsta skrefið yrði svo að veita þeim yfirstjórn flugvalla í Vestur-Þýskalandi- Næst síðasta skrefið, sem bandaríski flugforinginn telur að verði ekki tekið fyr en eft- ir 25 ár í fyrsta lagi, mundi fela það í sjer, að Þjóðverjum yrðf heimilað að starfrækja invavjelum, þó undir erlendu eftirliti. Fram ætlar að byggja skíðaskála KNATTSPYRNUFJELAGIÐ Fram, sem lengi hefur haft hug á að ráðast í byggingu skíða- skála, mun væntanlega geta hafið byrjunarframkvæmdir við skálabygginguna á þessu hausti. Skálann ætla Framarar að byggja í Hveradölum. Byrjunarframkvæmdir verða í því fólgnar, að „byrjað verð- ur á að reisa „verkamanna- skýli“ þar á staðnum, til afnota fyrir þá er vinna munu að skála byggingunni sjálfri. Efni til skýlisins hefur fjelagið nú feng ið. Fram hefur átt viðræður við fulltrúa Fjárhagsráðs, um mögu leika á leyfisveitingum fyrir skálasmíðinni. Eru Framarar vongóðir um að úr þessu máli muni vel rætast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.