Morgunblaðið - 30.09.1949, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.09.1949, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLIT — FAXAFLÓI: Vesþm síinningskaldi og smá- skúrir. Frjáls verslun og afnám haft- anna eina ráðið. — Sjá grein á bis. 2. i Sfúikybarri fiiiur bana á Njálsgötu ÞAÐ sviplega slys vildi til hjer í bænum í gærdag, að lítið stúlkubarn hljóp á vörubíl, og varð undir honum, með þeim afleiðingum að hún beið þegar bana. Litla barnið hjet A.nna Óskarsdóttir og átti heima að Frakkastig 19. Rannsóknarlögreglan fjekk þetta mál þegar til meðferðar, en slysið varð um klukkan 3,30 á Njálsgötunni, rjett austán við gatnamót Frakkastígs. Strax eftir að slysið varð, var litla stúlkan flutt í sjúkrahús. Hún var látin þegar þangað var kom ið, enda mun hún hafa látist samstundis. Þegar slysið varð Bílstjóri sá er ók bílnum, M-225, er Páll Sigurðsson frá Fornahvammi. Er hann talinn einn hinna traustustu bílstjóra, enda á hann mjög langan starfs feril að baki sjer sem bílstjóri. Hahn gaf rannsóknarlögregl- unni skýrslu í gærkvöldi og sagði hann, að m. a. er slysið varð hafi hann verið á leið austur eftir Njálsgötunni. Hann telur sig hafa ekið með 15 til 18 km. hraða. — Engin börn sagðist hann hafa sjeð á sjálfri götunni, en á gangstjettunum beggja vegna. Páll sagðist hafa orðið þess var, að vinstra afturhjól hafi farið yfir eitthvað, en kvaðst ekki hafa gert sjer grein fyrir því, fyrr en eftir á, þegar hann kom út úr bílnum, að svo hörmu legt slys hefði orðið. Sá telpuna hlaupa út á götuna. Bíistjórinn á fólksbílnum R-2042, ók rjett á eftir Páli og gaf rannsóknarlögreglunni skýrslu í gærkvöldi. — Telur hann sig hafa sjeð það, er tvær telpur hlupu út á götuna, rjett í því er vörubílnum var ekið hjá. Sú telpan er á eftir hljóp, lenti með höfuðið á vörupalli bílsins og hnje hún niður í göt- una. Það skal tekið fram að bíll Páls var í góðu lagi. Rannsókn málsins heldur á- fram í dag. — Þess er fastlega vænst, að þeir er gætu gefið upplýsingar í málinu, litlar sem miklar, gefi sig fram við rann- sóknarlögregluna hið allra fyrsta. Foreldrar telpunnar eru Ósk- ar Óskarsson og Ágústa Guð- mundsdóttir, Frakkastíg 19. Æíia Rússar að siífa sfjommálaiaiRbandi BELGRAD, 29. sept. — Það vakti athygli í Belgrad í dag, að starfsmenn rússnesku sendi- sveitarinnar í borginni hófu að pakka niður öllu lauslegu. Þyk- ir þetta benda til, að Rýssar muni ætla sjer að slíta öllu stjórnmálasambandi við stjórn Ti í;os í Júgóslavíu. Sendiherrar Póllands og Ungverjalands fóru í dag frá Júgóslavíu heimleiðis. —Reuter. a—--------------------- Segir V.R. upp samningum í kvöld! VERSLUNARMANNAFJEL. Reykjavíkur hefur að undan- förnu staðið i samningaumleit- unum við kaupsýslumenn og K. R. O. N., um kjarabætur verslunarfólks. — Núverandi kjarasamningar ganga úr gildi 1. janúar n-k., en eru uppsegj- anlegir með 3 mánaða fyrir- vara. Síðastliðið vor fóru launþeg- ar fram á allt að 35% grunn- kaupshækkun, auk ýmissa ann- ara fríðinda. Áður en gagntil- boð kom frá kaupsýslumönn- um og K. R. O. N-, fengu starfs- menn ríkis og bæja uppbætur á sín laun. Veitti almennur launþegafundur í V. R. Launa- kjaranefnd sinni fullt umboð að semja á ekki lakari grund- velli en þeim, er opinberir starfsmenn fengu. Kaupsýlumenn svöruðu þess ari síðustu tillögu með gagn- tilbðoi, 10% grunnkaupshækk- un frá áramótum, 8,3% upp- bót á 3 síðustu mánuði ársins 1949. Þessu hafa launþegar hafnað og mun samningum verða sagt upp í kvöld, svo framt að ekki verði gengið að síðasta tilboði V. R. Framkvæmdum f Reykjahlíðmiðarvel FRAMKVÆMDIR við hina nýju viðbótarvirkjun Hitaveit- unnar að Reykjahlíð í Mosfells- dal miðar vel áfram. Fyrir nokkru er lokið við að steypa stokkinn fyrir leiðsl- una frá Rekyjahlíð um Skamma dalsskarð að Reykjum. Er nú verið að undirbúa sjálfa DÍpu- lögnina í stokkinn, með því að sjóða tvö og tvö rör saman. Er það verk unnið hjer í bænum. en síðan eru rörin flutt upp að stokknum. Verður þeim komið þar fyrir, þegar steypan sem heldur járnum þeim, sem leiðsl an hvílir á, er orðin örugglega hörðnuð. Heima í Reykjahlíð er búið að stéypa sjálfa dælustöðina og þar miðar framkvæmdunum einnig vel áfram. Handteknir af Rússum. BERLÍN — Tveir amerískir hjól- reiðamenn, sem voru á skemmti- ferðalagi í Þýskalandi fóru inn fyrir landamæri rússneska her- námssvæðisins. Voru þeir hand- teknir af rússnesku lögreglunni. Hafðir í haldi nokkra daga en loksins sleppt eftir mikið vafst- ur. iivöldvaka Heimdallar í : SjáSffsSíDS !sSaúsiisaa á 'ivöld Jóhann Hafstein. HEIMDALLUR, fjelag ungra Sjálfstæðismanna, heldur kvöldvöku í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8,30. j Ræður flytja: Jóhann Haf- stein, alþm., og Hannes Þor- steinsson, verslunarmaður. — Alfreð Andrjesson syngur gam anvísur og Kristinn Hallsson syngur einsöng. Undirleik ann- ast F. Weishappel. Að lokum Hannes Þorstcinsson. verður dansað. Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstoíu Sjálfstæðisflokksins i dag og kosta 10 krónur. Kvöldvökur Heimdallar eru með afbrigðum vinsælar og allt af mjög vel sóttar. Er nauðsyn- legt fyrir þá er sækja vilja kvöldvökuna að tryggja sjer aðgöngumiða sem fyrst því að búast má við mikilli aðsókn. ÞAÐ mun hafa komið á óvart, að vefnaðarvörureitir skuli ekki vera með á skömmtunar- seðli þeim, sem nú tekur gildi. Skömmtunaryfirvöldin, eða öllu heldur Fjárhagsráð, sem ákvað þetta, hefur ekki gefið út neina tilkynningu í tilefni af þessu. — En Mbl. hefur freenað, að aðalástæðan fyrir ákvörðun þessari sje sú, að ve^na vöruskorts sje enn mjög' mikið af skömmtunarseðlum þeim sem gefnir hafa verið út til þessa ónotaðir, — og því ekki, að svo stöddu, ástæða til að gefa út vefnaðarvörumiða. Skömmtunaryfirvöldin munu hinsvegar gera nauðsynlegar ráðstafanir, ef úr rætist með gjaldeyri og vörukaup til lands ins og nauðsynlegt þykir að gefa út vefnaðarvörumiða. — Mun þá annaðhvort verða gefn ir út vefnaðarvörumiðar, eða einhverjum „skammtanna“ gef ið innkaupagildi fyrir vefnað- arvöru. Barnaverndarfjelag Reykjavíkur Fjelagsskapur um uppeldi afbrigðilegra barna HINN 3. okt. n.k. verður gengið endanlega frá stofnun fjelags- skapar, sem Reykvíkingum og raunar öllum landslýð mun þykja fengur að. Samtök þessi, er hlotið hafa nafnið Barnaverndar- fjelag Reykjavíkur, hafa það takmark að vekja áhuga á og bæta uppeldi afbrigðilegra barna. Aðdragandi. Uppeldismálaþingið, sem háð var á s.l. sumri, hafði eitt mál til meðferðar, stórmálið um upp eldi afbrigðilegra barna. Á þing inu ríkti sterkur áhugi manna á að bæta úr kjörum þeirra. Komu þar fram raddir um að stofna bæri fjelagsskap til að halda þessu máli vakandi. Er fjelagsskapur þessi nú stofn- aður að formi til, en framhalds- stofnfundur verður haldinn í Góðtemplarahúsinu hinn 3. okt. n.k. Afbrigðileg börn. Til afbrigðilegra barna verða í þessu tilliti taldir 2 flokkar þeírra. Vandræðabörn (þjófn- aður, drykkjuskapur, lausl o. fl.). Almenningur veit tiltölu- lega mikið um þenna flokk barna, en ekkert hæli er til hjer á landi fyrir þau, og vaxa stöð- ugt þau vandræði, sem af þeim hljótast. Sveitaheimilin vilja af eðlilegum ástæðum helst efíki taka við þeim, en þó að hægt sje að koma þeim fyrir, þá vill oft fara svo, að þau spillast á flækingnum og strjúka enda oft úr vistínni. Til hins flokksins teljast þau börn, sem vantar mjög mikið en éru þó ekki fávitar. Hópun þessara barna er miklu stærri en almenningur hefur hugmynd um. Þessi börn, sem ekki eru fá- vitar, geta þó ekki fylgst með námi í venjulegum skólum. Þau verða þannig utan gátta og ' lenda oft út á glapstigu, rata í ýmis vandræði, þar sem engin stofnun er til, sem tekur við uppeldi þeirra. Þessir tveir hópar barna, sem hjer hafa verið nefndir, valda miklum örðugleikum við upp- eldi hjer á landi. Kleppjárns- reykjahælið veitir hjer enga úr- bót, þar sem það er fyrir algera fávita. Hinn nýi fjelagsskapur. Hlutverk þessa fjelagsskapar, sem nú er í uppsiglingu, er að koma með tímanum upp hæl- um fyrir þessi börn, sem hjer hafa verið gerð að umtalsefni, svo og að vekja áhuga almenn- ings á þessum málum. Hælin þurfa að vera slík, að börnin geti litið á þau sem heim ili sín, en ekki sem fangelsi. — Hlutverk þeirra yrði þá að hjálpa unglingunum að ná fót- festu í lífinu og útvega þeim at- vinnu eða auka hæfni þeirra til starfa. Sums staðar erlendis eru t.d. reknir iðnskólar í sambandi við heiinilin. Kosningaskrifstofa Sjálfslæðisflokksins í Ámessýslu SJÁLFSTÆÐISFJELÖGIN í Arnessýslu hafa ákveðið að starfrækja kosningaskrifstofu á Selfossi frá 1. okt. og til kosn inga 23. okt. Er mjög nauðsynlegt, að þeir Sjálfstæðismenn er aðstöðu hafa tií láti sltrifstofunni í tje allar þær upplýsingar er að gagnj mcga verða í kosningun- nm. Sjerstaklega skal brýnt fyr ir öllum þeim er styðja vilja lista Sjálfstæðismanna í sýsl- unni, að láta vitja um þá kjós- endur listans, sem kynnu að verða fjarverandi heimilum sínum á kjördag. Skrifstofan verður í húsi S. Ó. Ólafssonar & Co., Selfossi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.