Morgunblaðið - 16.11.1949, Page 12

Morgunblaðið - 16.11.1949, Page 12
arn kveikir í húsi Sagði sjálíi írá eidsupptökunum. SVO SLYSALEGA tókst til í gærdag, að óvita stúlkabarn kveikti í íbúðarhúsinu Bjargarstigur 5. Allmiklar skemdir urðu á húsinu, áður en slökkviliðinu hafði tekist að ráða niðurlög- um eldsins. Þetta gerðist um þann tíma^ dags, sem annir húsmóðurinn- ar eru mestar, nokkru eftir kl. 12 á hádegi. Barnið sagði frá eldinum. Heimilisfólkið sat að hádeg- isverði sínum, er lítil telpa þar í heimilinu kom niður af loft- inu, en húsið er ein hæð og ris. Var sú litla grátandi og '.ságðist hafa kveikt í glugga- tjöldum uppi á lofti. Þegar heimilisfólkið kom upp, -var herbergi í austurenda hússins orðið því nær alelda. Heidu að húsið myndi brenna. Slökkviliðið kom á vettvang innan stundar. Var heimilisfólk ið þá í óða önn við að bera út •úr húsinu, enda horfur á að það myndi brenna. Eldur logaði út um glugga á suðurgafli húss- ins og mikinn reyk lagði frá báiinu. Fljótlega slökkt. Er slökkviliðið hafði komið slöngum fyrir, tók það ekki nema 10 til 15 mín. að ráða niðurlögum eldsins í rishæðinni. Hafði hann þá brennt að mestu að innan tvö herbergi og gang- inn fyrir framan þau. Eigandi hússins er Ólafía Ey- lífsdóttir. Býr hún á neðri hæð- inni, en dætur hennar tvær hafa herbergin tvö er skemd- ust í brunanum. Einnig var Ólafía fyrir tjóni á innbúi sínu. IViiki] síld vio Reykjanes ENN hefir engin síld veiðst í Faxaflóa á þessum vetri. — Síldin er þó ekki fjarri. Meiri og minni síld segja sjómenn vera, alt frá Reykjanesi til Vest mannaeyja. Þessa síld hefir enn ekki verið hægt að hagnýta öðruvísi, en með reknetaveiði, en mjög vel aflaðist í reknet um síðustu helgi. 3 km. síldartorfa Sem dæmi um það, hvílíkar síldartorfur eru á þessum slóð- um, þá mældi dýptarmælir vjel bátsins Keilir frá Akranesi, eina torfu þarna sem var um 3 km. á lengd og nokkur mis- jafnlega þykk, eða frá 20 til 80 m. — í henni er giskað á, að verið hafi 4—6 milj. mála. 150—270 tunnur Um síðustu helgi munu Akra nessbátarnir hafa fengið að meðaltali um 150 tunnur á bát. Einn bátur fjekk þó miklu meiri afla. Var það Sveinn Guðmundsson er fjekk 270 tn. síldar. Er þetta alveg óvenju- leg reknetaveiði. Kristín Sigurðardótfiir Slytur tillögu um inn- flutning heimilisvjela fvRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR lagði í gær fram á öðrum fundi Sameinaðs þings, tillögu til þingsályktunar um innflutning heimilisvjela, svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um, að á næsta ári verði fluttar til landsins, í samráði við fjelags- samtök húsmæðra, nýtísku heimilisvjelar, sem í senn ljetta störf heimilanna og auka þægindi þeirra. Verði innflutningsmagn þessara tækja miðað við að full- nægja eftirspurninni, eftir því sem framast má verða“. í greinargerðinni segir svo: 1 Eftir því sem rafvirkjun hef- ur aukist hjer á landi og fólki hefur lærst að notfæra sjer hin auknu lífsþægindi, er rafmagn- ið veitir, hefur aukist þörfin fyrir rafmagnstæki til heimil- isnotkunar, svo sem eldavjelar, þvottavjelar, ísskápa, hrærivjel ar, strauvjelar, ryksugur, þvottapotta o. fl. Innflutningur á þessum heim ilisvjelum hefur verið það lítill, að flest heimili hafa ekki enn g'etað aflað: sjer þeirra, nema þá að litlu leyti. Húsmæðrafjelag Reykjavík- *------------------------------ | ur og ýmis fleiri fjelagssamtök kvenna hafa hvað eftir annað farið fram á aukinn innflutning þessara tækja. Það er og al- kunnugt, að húsmæður hafa yí- irleitt þreytandi og erfiðum störfum að gegna, meðal anr,- ars vegna þess, að hjálparstúlk- ur eru nær ófáanlegar. Virðist því sanngjarnt, að óskum þeirra um aukinn innflutning heimilis- vjela sje sinnt. Gríski herinn minnkaður. j AÞENA — Um 10,000 mönnum verður bráðlega veitt lausn frá ! herþjónustu í Grikklandi. 1 Lækjargatan nýja opnuð til umierðar. LÆKJARGATAN nýja var opnuð til umferðar í gærdag. Eru akbrautirnar nú tilbúnar, en eftir er að ljúka við gangstíga við austanverða götuna. Fyrsti bíllinn, sem auk eftir eystri brautinni var bíll borgarstjóra og síðan kom bif cið lögreglustjórans. Sjest hluti götunnar hjer á myndinni og bifreið borgarstjóra, en innsett er mynd af Gunnari Thoroddsen borgarstjóra og Sigurjóni Sigurðssyni lögreglustjóra við athöfn'na í gær, er gatan var opnuð. — (Ljósm. MbL Ól. K. M.) — Grein um Lækjargötuna og opn jnina er á bls. 2). { í Fjölmennur fundur Fullfrúaráðs Sjálf- stæðisfjelaganna í Reykjavík FUNDUR var haldinn í Full- trúaráði Sjálfstæðisfjelaganna í Reykjavík í Sjálfstæðishús- inu á mánudagskvöld. — For- maður fulltrúaráðsins, Jóhann Hafstein, alþm., setti fundinn og stjórnaði honum. Á fundin- um var rætt um úrslit Alþingis kosninganna og væntanlegar bæjarstjórnarkosningar. Um- ræður urðu fjörgugar og tóku m.a. þessir til máls: Hannes Jónsson, Sigurbjörn Þorkels- son, Kristinn Árnason, Helga Marteinsdóttir, Þórður Þórðar- son, Guðrún Pjetursdóttir, Indriði Guðmundsson, Gunnar Thoroddsen, Bjarni Benedikts son, Hallgrímur Benediktsson, Jónína Guðmundsdóttir, Guð- mundur Kristjánsson, Guðb'art ur Ólafsson og Sigbjörn Ár- mann. Fulltrúaráðið kýs af sinni hálfu 4 menn í kjörnefnd til uppstillingar á lista flokksins til bæjarstjórnarkosninga og voru þessi kosin á fundinum. Ólafur Björnsson, frú Guðrún Pjetursdóttir, Ingimundur Gestsson og Kristinn Árnason. Mikill áhugi ríkti á fundin- um og eru fulltrúarnir stað- ráðnir í því, að vinna að sem glæsilegustum sigri Sjálfstæð- isflokksins í höndfarandi bæj- arstjórnarkosningum. MIAMI: — Um þessar mundir er borinn gegnum 12 ríki, Mið- og Suður-Ameríku, kross einn, sem mikil helgi hvílir á. Bene- díktusarmunkur að nafni Becqu- et frá Belgíu ferðast með kross- inn um hin kaþólsku lönd Amer- íku. — Danska nótin gafsf ekki ve! - Reyna þarf nýja veiðiaðferð Sfuff samfal við Sfurlaug Böðvarsson úfgm, UNDANFARIÐ hafa Akranesbátar gert tilraunir til að veiða sild í dönsku síldarvörpuna, sem oft hefur verið minst á í frjett- um. Tilraunir þessar hafa farið fram fyrir sunnan Reykjanes, en ekki borið neinn verulegan árangur. Síldin fælist frá. O ---------—------------- Sturlaugur Böðvarsson út- gerðarmaður á Akranesi skýrði Mbl. frá þessu í gærdag í sím- tali. Sagði Sturlaugur sjómenn vera vonlitla um, að takast myndi að veiða í nótina fyrr en síldina væri komin á meira grunnsævi en nú er. Við þær tilrauíiir, sem gerðar hafa ver- ið, er engu líkara en að síldin fælist vörpuna og stingi sjer niður enn dýpra og undir vörpuna. tiiraun sem hjer hefur verið gerð að umtalsefni, myndi verða nokkuð kostnaðarsöm og telja Akranesingar, að ríkið ætti að sýna þessu máli skiln- ing, kynna sjer það til hlýtar og stuðla að því að tilraunin verði gerð hið bráðasta, ef til- tækilegt þykir. Tilraun sem ber að gera. Sturlaugur kvað Akurnes- inga hafa mikinn hug á að gera tilraunir til síldveiða með nýrri aðferð, sem Bandaríkjamenu hafa gert með góðum árangri. Taldi Sturlaugur þessa veiðiað- ferð myndi henta mjög sunn- an Reykjaness. Herpinótin sjálf á að vera úr nylonefni, hún má vera a. m. k. helmingi stærri en nætur þær sem nú tíðkast. Dæla er notuð til þess að taka síldina beint upp úr nótinni í bátana. Ríkið ætti að aðstoða. Sturlaugur Böðvarsson kvað Akurnesinga hafa mikinn hug á að reyna þessa aðferð, því það er sorglegt til þess að vita, sagði hann, að ekki skuli vera hægt að hagnýta síldina við Reykja- nes á annan hátt en með því að veiða hana í reknet. Slík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.