Morgunblaðið - 19.11.1949, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. nóv. 1949
MORGVNBLAtHÐ
5
FRÍ!‘ilRSÍJrJSÖFMUÐURINN 50 ÁR/V
FRÍKIRKJUSÖFNUÐURINN í
Reykjavík á 50 ára afmæli í
dag. Hjer fara á eftir fáir
drættir úr sögu hans. Myndir
fylgja af fyrstu stjórn hans og
þeirri, sem nú starfar.
Upphaf fríkirkjusafnaðarins
Árið 1887 var fyrsti frí-
kirkjusöfnuðurinn á íslandi
stofnaður austur á Reyðarfirði.
Vakti það athygli um land alt.
Nokkur óánægja var hjer í bæ
um aldamótin varðandi kirkju
leg mál. Þá fjekk fríkirkjuhug
myndin meiri byr og kunnugir
menn telja að samþyktir Al-
þingis 1899 í kirkjumálum hafi
hrint framkvæmdum af stað.
5. nóv. 1899 er fyrsti fundur
haldinn um málið. Þar mættu
28 sjómenn og iðnaðarmenn.
Þar var ákveðið að stofna frí-
Mrkjusöfnuð og undirbúnings-
jnefnd kosin. Næsti fundur var
19. nóv. Þar voru samþykt
lög, kosinn prestur og 5 manna
gtjórn. Presturinn var sr. Lárus
HaRdórsson og fyrsti formað-
urinn Jón Brynjólfsson kaup-
maður.
Gísli Finsson.
svo lengi, enda starfsgrundvöll
ur hinn sami. Kirkjulegar at-
hafnir fríkirkjusafnaðarins
fara nú fram samkvæmt helgi
siðabók þjóðkirkjunnar, en
stjórnarfyrirkomulag er ann-
að. —
Kirkjubygging og
vöxtur safnaðarins
Fyrsta kirkjan var bygð ár-
in 1901—1903, vígð 22. febrú-
ar 1904. Safnaðarmenn sýndu
dæmafáan dugnað og fórnfýsi
við það starí Þegar því var
lokið var eins og nýtt líf færð-
ist í starfsemina. Fólkið flykt-
ist inn í söfnuðinn og kirkjan
var svo vel sótt að hún varð
strax oflítil. Sumarið 1905 er
kirkjan lengd um 15 álnir og
vígsla fór fram 12. nóv. um
haustið. Þá var og keypt lítið
pípuorgél. Ár liðu. Starfið efld
ist og enn varð kirkjan oflítil.
Ákveðið var að byggja nú kór
við kirkjuna og skjddi því lok
i ið á 25 ára afmæli safnaðarins,
sem og varð. Vígsla fór fram
21. 11. 1924. Þá eignaðist kirkj
an og pípuorgelið, sem enn er
þar, hið stærsta á Jandi hjer.
Kirkjan er 22,5x11 m. aðalhús
ið, kórinn 7x11 m. og forkirkja
5x11 m. og er sú langstærsta
hier á landi. Hún tekur 1000
manns í sæti, en 2200 manns
hafa verið talin út úr kirkj-
unni. Síðasta aldarfjórðunginn
hefur en.gin breyting verið
gerð á kirkjunni, en ei<mast
hefur hú.n marga góða gripi og
verið vel við haldið.
Söfnuðurinn hefur vaxið ár
frá ári. 57 manns voru á stofn-
fundi, nú er fjöldi þeirra nær
10.000. — í hálfa öld hafa
verið um 3000 messugerðir í
kirkjunni, skírð um 9000
börn, fermd 5700 ungmenni,
gift 3200 hjón og jarðsettir
3800 menn.
STJÓRN Fríkiffkjusaíiiuðarm. m ,.iri roö talio Jtrá vinstri:
lngibjörg Steingrímsdóítir, Sigurður Halldórsson formaður,
Ingibjörg ísaksdóttir. Aftari röð frá vinstri: Magnús J. Brynj-
ólfsson, Ásmundur Gestsson, Ingimar Jóhannesson, Einar Ein-
arsson og Þorstcinn Sigurðsson.
Söfnuðurinn var stofnaður á j
evangelisk-lútherskum trúar- j
grundvelli og nefndur „Hinn
evangeliski lútherski fríkirkju
eöfnuður í Reykjavík“. Nafnið
og grundvöllurinn er enn hið stjorn og
sama.
Guðsþjónustur hófust 3. des.
1899 og fóru fram í Góðtempl-
annað starfsfólk
Fríkirkjusöfnuðurinn hefur
verið svo heppinn að hafa jafn
arahúsinu þar til kirkja var
tilbúin.
Fríkirkjustofnunin olli miklu
trmtali og sýndist sitt hverj-
an gott starfslið. Mestu varðar
að prestar hans hafa verið í röð
hinna fremstu í sinni stjett,
þeir sr. Lárus Flalldórsson, sr.
j Ólafur Ólafsson og sr. Árni Sig
j urðsson. Eru þeir allir þjóð-
j kunnir.
um. Margir voru málinu hlynt
ir og væntu góðs af stofnun
frikirkju, m.a. ýmsir bestu. gljórn safnaðarins hefur alt
prestar þjóðarinnar, t.d. fr-!aí verið f höndum áhugasamra
Sig. Gunnarsson og Matthías
Jochumsson, skáld. — Hann
pegir svo í blaðagrein:
„Hvað, scm um fríkirkjuna
hjer á landi verður spáð, er
sjálfsagt að fylgja þeirri stofn
un, að veita hverjum söfnuði
og fórnfúsra manna,
enda
, mjög reynt á hæfileika þeirra,
i þar sem framkvæmdir allar
hafa kostað mikið fje, en
skyldugjöld safnaðarmanna ver
ið lág, eins og kunnugt er. •—
Öðru fje hefur verið safnað
allan þann rjett og alt það fr-Msuri framlögum. Nú
frjálsræði, sem heildin má ýtr
ast þola, og heldur ofmikið af
frelsi en oflítið“. j
Þessi frelsisstefna hefur líka
yeynst farsæl. Kirkjulöggjöfin
hefur á síðustu áratugum
færst í þá átt að leysa á ýms-
anhátt böndin af þjóðkirkju-
söfnuðunum og gera þeirra
stöðu líkari stcðu fríkirkju-
safnaðanna, svo að nú aðskilur
þá minna en um síðustu alda-
mót. Presti fríkirkjusafnaðar-
ins var neitað um þátttöku í
synodus fyrstu árin. Nú er hin
besta samvinna milli prestanna
<0g safnaðanna og hefur verið
er söfnuðurinn skuldalus. Er
það ekki síst að þakka núver-
andi formanni, Sig. Halldórs-
syni, húsasmíðameistara, sem
lengst hefur gegnt því starfi,
annar er Árni Jónsson, kaupm.
•— Safnaðarráðsstörfum hefur
Ásmundur Gestsson, kennari,
gegnt lengst allra, eða um 45
ár.
Fyrsti organisti fríkirkjunn
ar var Jón Pálsson f. banka-
f jehirðir, síðan þeir Pjetur Lár
usson, Kjartan Jóhannesson,
dr. Páll ísólfsson og Sigurður
ísólfsson. — Alt eru þetta úr-
valsmenn, sem unnið hafa
söfnuðinum og kirkjumálun-
um ómetanlegt gagn með hljóð
færaleilc sínum og söngstórn.
Hafa þeir jafnan haft ágætum
söngflokki á að skipa, sem
einnig hefur rækt sitt starf af
alúð fyrir lítið gjald.
Kirkjuverðir hafa verið
nokkrir, en lengst allra hefur
Árni Magnússon, núv. kirkju-
vörður, gegnt því starfi.
Fjelög safnaðarins
Sjálfboðastarfið innan safn-
aðarins er ómetanlegur kjarni,
sem er aflgjafi hins sanna
safnaðarstarfs og kristilegs líf-
ernis. Nú starfa þrjú fjelög í
söfnuðinum: kvenfjel. bræðra-
fjelag og kristilegt fjelag
ungra manna fríkirkjusafnað-
arins.
Kvenfjelagið er því nær jafn
gamalt söfnuðinum. Formenn
hess hafa verið prestsfrúrnar
Kristín Pjetursdóttir, Guðríð-
ur Guðmundsdóttir og Bryn-
dís Þórarinsdóttir. Þær hafa
stjórnað fjelaginu með afbrigð
um vel og hefur fjelagið unnið
mikið að líknar- og mannúðar-
málum, innan safnaðarins og
utan. Safnað stórfje og gefið
kirkjpnni marga fagra griþi
og jafnan sjeð um að prýða
kirkjuna við hátíðleg tæki-
færi.
Bræðrafjelagið er 20 ára
gamalt. Fyrsti formaður þess
var Sigurður Halldórsson, sem
nú er form. safnaðarins, en nú-
verandi formaður þess er Jón
Arason, húsgagnabólstrari. —
Fjelagið hóf starf sitt með því
að gefa kirkjunni klukkur
þær, sem nú kalla fólk til
kirkjunnar. Það hefur unnið í
kyrrþey að andlegum málum,
m.a. borði allan aukakostnað
af barnaguðsþjónustum safnað
arins.
Kristilegt fjelag ungra
manna . fríkirkjusafnaðarins
stofnaði sr. Árni Sigurðsson
með fermingardrengjum sínum
15. des. 1940. Hann var leið-
togi þess til dauðadags. — Alt
starf fjelagsins er miðað við að
glæða áhuga og skilning ung-
menna á göfugum hugsjónum
hins sanna kristindóms og líta
á Krist sem leiðtoga lífs síns.
Formaður fjelagsins hefur
Hannes Guðmundsson verið
flest árin.
Önnur störf
Svo má segja að fríkirkju-
söfnuðurinn hafi ekkert látið
sjer óviðkomandi er andleg
mál varðar. Hann opnaði kirkju
sina, góðu heilli, fyrir Haraldi
Níelssyni, þegar hann hóf prje
dikunarstarf sitt, íslenskri
kristni og kirkju til ómetan-
legs ávinnings. Einnig lánaði
hann frjálslynda söfnuðinum,
Hallgrímssöfnuði og setuliðinu
kirkju sína til messugerða um
nokkurt árabil. Hafa framan-
greindir aðilar minst þess og
þakkað á margvíslegan hátt.
Kirkjuhljómleikar hafa oft
verið í fríkirkjunni, svo og fyr
irlestrar merkra manna um
andleg mál og menningarat-
haínir, er albióð varða.
Mörg fórnarstörf hafa fi'í-
kirkjumenn int af hendi. Eitt
þeirra var bygging prestshúss-
ins 1935, á ágætum stað í bæn-
um. Var það mest þáverandi
borgarstjóra, Pjetri Halldórs-
syni, að þakka að góð lóð
fjekst, en forgöngu um máli<5
hafði núverandi formaður safn
aðarins. í húsinu er fögur kap-
ella, auk íbúðarinnar. Þetta er
fyrsta prestsseturshús, sem
söfnuður hefur bygt af eigin
ramleik.
Niðurlagsorð
Hjer hefur verið stiklað .»
stóru, — en þetta yfirlit gefur
þó nokkra hugmynd um starf
fríkirkjunnar og verður ekki
lengur deilt um tilverurjett
hennar. Hún hefur unnið fjöl-
þætt og áhrifaríkt starf til efl-
ingar kristni og kirkju til
heilla fyrir þennan bæ og þjó>5
ina í heild.
Nú er söfnuðurinn í sárum
vegna fráfalls ágæts og ástsæl;*
Sigurður Einarsson.
leiðtoga, en minnist þess þó a<5
sál er ofar skýjum og vonar aJ
kristilegt starf haldi áfram um
áraraðir, öllum og óbornum til
heilla og blessunar.
I. J*
Arinbjörn Sveinbjarnarson.
Jón Brynjólfsson.
Þriðja D-lista sam-
koman í fyrrakvöld
SJÁLFSTÆÐISFJELÖGIN hjer
í Rvik hjeldu í fyrrakv. samk.
fyrir starfsfólk D-listans við
alþingiskosningarnar síðustu.
Er þetta þriðja samkoman sem
fielögin hafa haldið fyrir starfs
fólk listans.
Fjölmenni var þarna saman-
komið, en Gunnar Helgason for
maður Heimdallar setti sam-
komuna og stjórnaði henni. —
Ólafur Thors alþm. formaður
Sjálfstæðisflokksins flutti ræðii
um stjórnmálaviðhorfið. — Var
ræðu hans mjög vel tekið. —
Síðan fóru fram skemmtiatriði
og að lokum var dansað. —
Skemmti fólk sjer hið besta og
var samkoman í alla staði hm
ánægjulegasta.
Re fcnnerl fer til
Þórður Narfason.
ROMABORG, 18 nóv.: — Al-
cide De Gasperi forsætisráð-
herra fór í dag frá Rómaborg
til Suður-Ítalíu, en þar hefir
verið róstusamt að undanförnu.
ítalska stjórnin hefir ákveð-
ið að skipta um 100,000 hektur-
um lands milli smábænda
ba,-na. ■—- Reuter.