Morgunblaðið - 19.11.1949, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.11.1949, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLA&IÐ Laugardagur 19. nóv. 1949 „ÁN ER ILLS GENGI NEMA HEIMAN 1< YRIR nokkrum dögum síðan gat að líta í tveim tölubl. Tímans ritsmíð eftir Helga Benediktsson kaupm. í Vestmannaeyjum og Jringmannsefni Framsóknarflokksins við undanfarnar tvennar kosningar til Alþingis. Ritsmíð þessi hafði áður birst í blaði Helga í Eyjum, Fram- sóknarblaðinu. Tilefnið virðist vera það að á aðalfundi Vinnslu- og sölumiðstöðvar fiskframleiðenda 1 Vestmannaeyjum, sem haldinn var seint í október töldu fjelagsmenn sig hafa fengið nóg af setu Helga Benediktssonar í stjórn fjelagsins og sam- þykktu meira að segja breytingu á fjelagslögunum til að losna við hann sem fyrst og um leið við kommúnistann Ólaf bæjar- stjóra. Það hefur ekki verið siður Vestmannaeyinga fyr en Helgi Eenediktsson kom til skjalanna að leita til Reykjavíkurblað- anna út af deilumálum í hjeraði, heldur hafa þeir rætt þau lieima fyrir. Helgi Benediktsson vill hafa á þessu annan hátt og fer í Reykjavíkurblað með klögumál sín eins og sæmir svo háttsett- um Framsóknarmanni. Honum hefur verið það mikið áhuga- mál að eigna sjer forgöngu í fjelagslegri þróun atvinnumála Eyjanna, enda standa dálkar Tímans altaf opnir göróttum frjetta burði, hans og sjálfshóli. Af því þessi sögulegi brottrekstur Helga Benediktssonar úr stjórn Vinnslu- og sölumiðstöðvarinnar hefur orðið honum til- efni til að ófrægja nokkra samborgara sína að ósekju í Tíman- um sem fer víða um land þar sem menn af ókunnugleika gætu glæpst á að leggja trúnað á söguburð Helga Benediktssonar, þykir Morgunblaðinu ástæða vera til að koma því á framfæri við lesendur sína vegna hvers útvegsmenn í Eyjum töldu sjer hentast að losna við „samvinnumann“ þennan úr stjórn þessara þýðingarmcstu fjclagssamtaka sinna. Andsvar við Tímagrein- um H. B. birtist í Vestmannaeyjablaðinu Fylki þann 11. nóv. eftir ritstjóra blaðsins Guðlaug Gíslason og fer hjer á eftir. Má H. B. sjálfum sjer um kenna að brot af lýsingu annara en hans sjálfs á vinnubrögðum hans í fjelagsmálum Eyjamanna komi nú fyrir almennings sjónir. Greinin í Fylki hljóðar svo: í Framsóknarblaðinu 2 þ. m. birtist alllöng grein eftir Helga Benediktsson, sem hann nefnir „þróun fjelagssamtaka útgerð- armanna“. Saga þessara samtaka er margbrotnari og merkilegri en svo, að henni verði gerð nokk- ur skil í einni blaðagrein, enda er það ekki tilgangur H. B. þó að hann hafi valið grein sinni þetta virðulega nafn. Grein hans er frá upphafi til enda einn samhangandi harmagrátur yfir því að eig- endur Vinnslu og sölumiðstöðv ar fiskframleiðenda hjer töldu hvorki heppilegt nje æskilegt að hafa hann áfram í stjórn fjelagsins. Gerir H. B. í grein sinni mislukkaða tilraun til þess að reyna að sanna lesend- um blaðsins, að honum hafi ver ið vikið úr stjórninni af stjórn- málalegum ástæðum. Þetta er misskilningur, sem full ástæða er til að leiðrjetta. Það sem olli því, að H. B. var ekki endurkosinn í stjórn Vinnlustöðvarinnar var fyrst og fremst það, að hann hafði brot- ið það mikið af sjer gagnvart fjelaginu, að hann gat alls ekki gert sjer neinar vonir um að fá að sitja áfram í stjórn þess. Járn-leyfið og sementskaupin. Þegar verið var að hefjast handa um byggingu hins vænt- ■ anlega hraðfrystihúss fjelags- ins, fjekkst innflutnings- og gjaldeyrisleyfi fyrir ca. 50 tonn um af steypujárni. Leyfi þetta komst vægast sagí á flæking, ©g hirði jeg ekki um að rekja sögu þess nánar hjer. Hinsveg- ar mun H. B. hafa rjettilega fundið inn á það hjá meðstjórn- endum sínum í Vinnslustöðinni að þeir grunuðu hann um að hafa ekki eins hreint mjöl í pokanum í sambandi við þetta leyfi, eins og hann vildi vera láta. Einnig hafði stjórn stöðvar- innar samið við H. B. um kaup á 150 til 200 tonnum af sementi, sem þá var væntan- legt. Þegar sementið kom reyndist það gallað, þannig, að það harðnaði ekki^eins og venju legt sement. Enda kom í ljós við athugun, að seljandi hafði ekki viljað ábyrgjast vörunaý sem venjulegt Portland-sem- ent. Meðstjórnendur H. B. ljetu í ljós óánægju sína með þetta og voru í nokkrum vafa um hvort þeir ættu að taka við vörunni, sjerstaklega þar sem um var að ræða byggingu, með lofti og gólfi með mjög miklu burðarþoli. En þar sem bæði hjer og í Reykjavík var sementslaust og ekki í önnur hús að venda var ákveðið að taka sementið og greiða það jafnóðum og það væri tekið. Var vinna þá hafin við hús- byggingu fjelagsins. En þegar átti að fara að sækja sement- ið til H. B. neitaði hann að afhenda það. Taldi sig ekkert vera upp á það komin að skipta við stöðina á þessum forsend- um. Meðstjórnendur H. B. töldu sig hart leikna og sýnd óþarfa tortryggni með þessu, sjerstak- lega þar sem H. B. var eins vel kunnugt um það og öðrum, að fyrirtækið rjeði yfir fje til greiðslu á sementinu. Til þess að fyrra vandræð- um og þurfa ekki að stöðva verkið, ákvað stjórnin að verða við kröfu H. B. og greiða allt sementið fyrirfram, þrátt fyrir það að stjórninni var það vel ljóst, að á vörunni var enn- ógur BeSga Benediktssoetar um bestu mesira stmannaeyja fremur sá ágalli, umfram það sem áður er getið um, að hún var ekki pökkuð í umbúðir með löggiltri vigt, og var því gert ráð fyrir að sementið yrði vigt- að jafnóðum og því væri veitt móttaka. En þetta dugði ekki. H. B. var það vel ljóst að stjórn fje- lagsins var í þeirri aðstöðu, að verða annað hvort að hætta við verkið, sem byrjað var á, eða að taka við sementinu með þeim skilmálum, sem hann setti og neitaði hann eftir sem áður að afhenda fjelaginu sementið. Glotti aðeins framan í með- stjórnendur sína og naut þess auðsjáanlega í ríkum mæli, að geta þannig gert þeim, og um leið þessum fjelagssamtökum útgerðarmanna, bölvun. Gekk þetta svo langt að þáverandi stjórnarformaður Jóhann Sig- fússon, tjáði bæði mjer og fleir- um, að ef þetta ætti þannig að ganga til, að stjórnin þyrfti að eyða mestum tíma sínum og starfsorku í að slást við stór- bokkaskap eins stjórnarmeð- ’ims síns, treysti hann sjer ekki til að vera áfram í stjórninni og myndi segja af sjer. Var þá kallaður saman stjórnarfund- ur til þess að útkljá þetta mál, og mætti H. B. á þeim fundi. Hafði stjórnin áður útvegað sjer skriflega heimild trúnað- armanns fjárhagsráðs til kaup- anna og var heimildin jafn- hliða ávísun á vöruna hjá H. B. Kom fram á þessum fundi tillaga um að leggja innkaupa- heimildina ásamt fullri greiðslu inn til bæjarfógeta og krefjast þess að hann ljeti taka sement- ið úr vörslum H. B, og afhenda það Vinnslustöðinni. Sá H. B. fram á að tillaga þessi myndi verða samþykkt og honum ekki unnt að tefja lengur fyrir framkvæmdum fjelagsins. Tók hann þá, og þá fyrst, þann kost að afhenda vör una. Jeg held, að þessu athuguðu, að eigendum Vinnslustöðvar- innar sje það alls ekki láandi þá að þeir losuðu sig við „slík- an áhugamann fyrir velferð fjelagsins" úr stjórn þess. Einnig rckinn úr stjórn B. V. IJ. B. hefur verið að reyna að gera sig óg Ólaf Kristjáns- son bæjarstjóra að einhverj um píslarvottum með því að halda því fram að þeir hafi verið reknir úr stjórn Vinnslu- stöðvarinnar af pólitískum á- stæðum. En hvernig var það þá þeg- ar H. B. var rekinn úr búnað- arfjelagsstjórninni. Ekki var það sjálfstaéðismaður sem stakk upp á því þar, að stjórnin skyldi öll kosin í stað tveggja sem draga átti út, aðeins til þess að losna við H. B., sem þá var formaður fjelagsins. Það var einn úr fulltrúaráði Framsóknarfjelagsins hjer, Guð mundur Böðvarsson, sem tillög una flutti. Astæðan var alveg ’sú sama eða mjög lík og í IVinnslustöðinni. Honum hafði Jþar tekist að fá innflutnings- lleyfi fyrir allstórri sendingu af majsmjeli út á Búnaðarfjelag- ið. Neitaði hann að afhenda stjórn fjelagsins leyfið og taldi sjer það veitt persónulega. Var þetta stórt fjárhagsatriði fyrir fjelagið og kom til harðra á- taka innan stjórnar þess við II. B., og gaf hann sig ekki heidur þar fyrr en fyrir lá sím- skeyti frá Viðskiptanefndinni þess efnis, að það væri fjelagið en ekki H. B. sem Ieyfið ætti, þó að honum sem formanni þess hefði verið sent það. Þegar fundarmönnum hafði verið gert þetta ljóst, kolfjell Jhann að sjálfsögðu við stjórn- arkosningu alveg eins og í Vinnslustöðinni. Brottför Ó. K. úr stjórn Vinnslustöðvarinnar er alveg skiljanleg, þegar þess er gætt, að hann hefur verið staðinn að því að vinna gegn hagsmun- um fjelagsins, af beinni þægð við þann pólitíska flokk sem hann telur sig tilheyra. A s. 1. vetri, er verkfallið stóð yfir og hvergi hafði náðst samkomulag nema til bráða- birgða við Olíufjelagið í Reykja vík, sem samið hafði um all mikla kauphækkun í beinni ó- þökk við samtök framleiðenda og atvinnurekenda, lagði Ólafur Kristjánsson það til við stjórn Vinnslustöðvarinnar. að hún gengi að þessum samningum, og hefði það, miðað við það kaupgjald sem þá !var, kostað fyrirtækið fleiri tugi þúsunda króna á mánuði hverjum. Það er því alveg óþarfi fyrir Helga Ben. að vera með nokk- urn harmagrát eða væl út af því, að honum og Ó. K. hafi verið ,,sparkað“ úr stjórn Vinnslustöðvarinnar. Menn sem staðnir eru að því að vinna gegn hagsmunum þess fyrirtækis hvers hagsmuna þeim hefur verið falið að gæta, geta ekki, hvort sem verknað- urinn er unninn í eiginhags- munaskyni, af hroka eða und- irgefni við einhverja óviðkom- andi aðila, gert sjer neinar von ir um áframhaldandi traust fjelagsmanna. *, Af þessum ástæðum fjellu þeir Ólafur Kristjánsson og Helgi Benediktsson úr stjórn Vinnslustöðvarinnar. og er þó margt af því harla sorugt. Björgvin í Úthlíð hefur alla tíð frú því hann var kornung- ur, skömmu eftir að hann misti föður sinn í sjóinn, stundað hjer sjómennsku og verið út- gerðarmaður í meira en 20 ár. Er hann nú eigandi að einhverj um glæsilegasta bátnum í höfn inni, m.b. Jóni Stefánssyni. Er það á vitorði allra Vestmanna- eyinga, að hann hefur lagt alla starfsorku sína í að sjá útgerð sinni farborða. Unnið að henni í landi með natni og fyrirsjá á milli þess sem hann hefur sótt sjóinn og er auk þess virk- ur þátttakandi í öllum fjelags- samtökum útgerðarmanna hjer og alls staðar talinn góður liðs- maður. Þennan man n leyfir Helgi Ben. sjer að stimpla, seVn hinn eina „opinbera þurfarmann í útgerðarmannahópi Eyjanna“, aðeins vegna þess að B J. hef- ur undanfarin síldarleysisár not fært sjer, eins og hundruð ann- ara útgerðarmanna, tilboð ríkis stjórnarinnar um rekstrarlán, til þess að halda síldarflotan- um gangandi, þar til útsjeð væri um hvort veiði yrði eða ekki. Björgvin í Úthlíð og Arsæll Sveinsson. I bræði sinni yfi" h'U’trekstr- inum úr stjórn 'ÍTÍ-'nslustöðv- arinnar, ræðst H. B. með sví- virðingum og ærumeiðingum á þá Björgvin Jónsson og Ársæl Sveinsson. Eru ummæli hans um þessa tvo menn ágætt sýnis- horn af því sálarástandi, sem hann hefur komist í ’eftir fund- inn og má hann skammast sín meira fyrir þessi ummæli held- ur en flest annað er hann hef- ur hingað til skrifað eða gert j Sannarlega mætti H. B. vera iforsjóninni þakklátur fyrir ef | hann væri gæddur, þó ekki væri nema broti af þeim heið- arleik og þeirri skilsemi, sem allir Eyjabúar vita að Björgvin Jónsson hefur til að bera. Árás H. B. á Ársæl Sveins- son er satt að segja svo smá- smuguleg og um leið svo lúa- leg, að henni er varla svarandi. Fer H. B. með vísvifandi ósann- indi, er hann brígslar Á. S. um að hafa einn allra stjórnarmeð- Jlima tekið laun fyrir störf sín sem slíkur. Ársæll Sveinsson var af stjórn fjelagsins ráðinn til að hafa umsjón og eftirlit með byggingu fjelagsins nákvæm- lega eins og Jóhanni Sigfús- syni var falið að hafa útborg- anir og útrjettingar útávið. Var um all umfangsmikið starf hjá hvorum aðila fyrir sig að ræða og datt stjórn fjelagsins að sjálf sögðu aldrei í hug, að þeir leystu þetta verk af hendi án sjerstakrar greiðslu. Verkið stóð yfir frá því í september 1947 og þar til i febrúar 1948 eða um fimm mánaða skeið. Fengu þeir hvor fyrir sig greiddar kr. 3000 fyrir vinnu sína og er sú upphæð langt frá því að vera sambærileg við það sem þeir gátu gert kröfu til. Enda þakkaði aðalfundur báð- um þessum mönnum fyrir vel unnin störf og vottaði þeim traust sitt með því að kjósa þá í stjórnina áfram. Er það meira en hægt er að segja um H. B. Ef H. B. er svo grunnhygginn j að halda að einhver smáskítleg ^Leitis-Gróu ummæli sjeu þess ' megnug að rýra gildi Ársæls jSveinssonar í augum útgerðar- Framhald á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.