Morgunblaðið - 19.11.1949, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.11.1949, Blaðsíða 14
M 14 MORGVNBLAblB Laugardagur 19. nóv. 1949 nifiiiiiiiiiiimiiin Framhaldssagan 13 'iiiiiiiiiHiimjaiiinnmimmimH'miimmmiiiiiinimftitiinuiiniiiimimiimMimtiimiTnm)1! Eftir Charlotte Armstrong iiiiimiiiimmimiiimmmmmimmmmmmmiiimiiiii iiiitimmiiiiittitiiitiiiiiiimiiiiiiiiiimiimiiimmiiiimmiimiHimmiiie ,,Því skyldi jeg segja ósatt um það?“, sagði hann reiði- lega. Hún hristi höfuðið. Rosa- leen hafði altaf verið henni svo góð og þó sjerstaklega í erfið- leikum hennar. Hún var eina vinkonan, sem Althea hafði ekki reynt að hrifsa frá henni. Hún hafði átt vináttu hennar óskipta. Rosaleen, sem altaf hafði verið svo sterk og traust gat ekki verið farin, hún gat ekki hafa örvinglast svo, að hún kysi að ... ,,Jeg trúi því ekki“, stundi hún upp. „Trúir þú ekki hverju?“. „Að hún hafi gert það“. „Gerirðu það ekki?“, sagði hann og undarlegi svipurinn kom aftur á andlit hans. „Nei“. „Þetta segir fólk“. Hann ypti öxlum. ,,Hún hengdi sig fimm dögum eftir að það var tilkynt að skipið, sem þú varst á hefði farist. í skrifstofu Grandys. Hún stóð á borðinu hans og ....“. „Ó .... nei“, hrópaði hún. „Það getur ekki verið“. „Þektir þú hana vel?“. Rödd hans var alt í einu orðin hlý- leg. „En hvers vegna?“, sagði hún angistarfull. „Hvers vegna?“. „Það er ekki til nein skiljan leg ástæða“. „Hvað þá?“. „Það er bara engin skiljan- leg ástæða“. „En það hlýtur að hafa ver- ið. Jeg skil þetta ekki. Þetta ■er hræðilegt". Mathilda njeri hendur sínar. ,,Ö, vesalings Grandy“. „Já, það er einmitt. Vesa- lings Grandy!“, tautaði hann. Það var eitthvað í rödd hans, sem gerði hana reiða aftur. Hún snjeri sjer að hon- um. „Þarna byrjið þjer aftur. Hvers vegna segið þjeí þetta?“. Hann leit upp með sakleys- issvip. „Yður fellur ekki Grandy. Hvað er þetta eiginlega? Hvað viljið þjer eiginlega? Það þýð- ir ekkert að neita því, að eitt- hvað er það. Jeg veit það“. „Augnablik“, sagði hann. „Hlustaðu á mig áður en þú æsir þig meira. Hvers vegna segi jeg: Vesalings Grandy? Vegna þess að mjer finst þú vorkenna rangri persónu. Mjer fyndist betur eiga við að segja Vesalings Rosaleen“. Hann lok aði augunum. „Þú reynir ekki einu sinni að ímynda þjer til- finningar mínar. Þú ert altaf reiðubúin til að standa með Grandy en á móti mjer. Hann er sá eini fyrir þjer“. Hann opnaði augun og leit í augu hennar næstum því óskamm- feilinn. „Skilurðu það ekki að jeg er afbrýðissamur". Mathilda beit í vör sína, en jsvaraði ekki. Hann brosti ekki. Hann , stakk hendinni í vasa sinn eins og honum hefði dottið eitthvað ||j hug. Mathilda leit á það, sem l|nann hafði dregið upp úr vasa : ‘Bínum. Það var mynd af henni ’sjálfri. p- ^Ekki svo að skilja að þetta sje nógu góð mynd af þjer“, sagði Francis eins og við sjálf- an sig. „Tvær víddir eru alls ekki nægilegar. Það þyrfti eig inlega fjórar víddir til þess að fegurð þín njóti sín til fulls. Það vantar hreyfinguna og dýptina“. Þetta var auðvitað eintómt þvaður, sem hann var að fara með, hugsaði hún. En þetta var mynd af henni, sem hún hafði aldrei sjeð. Ljósmyndavjelin .lýgur ekki ,hugsaði hún. — En þetta hlýtur að vera einhver blekking. En í fyrsta skipti fór hún að efast um sína eigin sann- færingu. Ef þetta skyldi vera rjett, sem hann er að segja, hugsaði hún. Nei, bull og vit- leysa. Það er hægt að gleyma, en maður býr þá ekki til aðra sögu, sem á að hafa skeð á sama tíma til að fylla upp í eyðurnar. Hún varð að komast heim til Grandy. Hún mátti ekki horfa á neitt meira. Þegar lestin nam staðar, stigu þau út og hann leiddi hána að bifreið. Mathildu leið ekki vel. Hún var óstyrk. Hún hafði ekki haft neinn tíma til að undirbúa sig. Hvernig gat hún staðið augliti til auglits við Oliver? Hvernig gat hún lært að láta sjer standa á sama um nærveru hans? Oliver hafði altaf verið til staðar. Hann hafði altaf verið hlýlegur og skemtilegur og alt af reiðubúinn til að fara í sund laugina eða leika tennis. Altaf reiðubúinn til að spjalla við alla. Oliver hafði ekkert sjer- stakt takmark í lífinu. Það var ekkert sjerstakt, sem krafðist tíma hans. Það litla, sem hann vann eða gerði fyrir sjálfan sig var altaf aukaatriði. Hann var altaf á næstu grösum. — Maður var ósjálfrátt farinn að reikna altaf með því. Hann mundi vera þar núna, hugsaði hún. Giftur Altheu. Og hvernig átti hún að snúast við hinni sífeldu löngun Alt- heu til að særa hana? Alt frá því að þær voru litlar stúlkur, og fætur og augu Mathildar höfðu verið of stór í saman- burði við aðra líkamshluta hennar, og hún var feimin og óstyrk, þá hafði Althea altaf horft á hana ljómandi augum, örugg um sinn «igin yndis- þokka. Ef Tyl eignaðist vin- konu. hafði Althea altaf lag á að troða sjer þar upp á milli, þangað til vinkonan hröklað- ist í burtu. Ef til vill var það ekki ásetningur hennar. Ef til vill gat hún ekkert að því gert. En það kom á sama stað nið- ur. Tyl gat ekki skilið Altheu og hún gat heldur ekki látið sjer þykja vænt, Um hana. Hún varð hissa, þegar Fran- cis sagði: „Vertu róleg, Tyl. Hann kemur ábyggilega fram við þig eins og bróðir. Hann heldur að jeg eigi þig“. „Er Althea heima?“, spurði hún. Hann svaraði ekki strax. Svo sagði hann: „Hvers vegna læt- ur þú Altheu hafa áhrif á þig? Veistu ekki að hún öfundar þi v? Það hefur hún altaf gert“. Mathilda horfði undrandi á hann. „Althea hefur legið í rúminu undanfarið í inflúensu, en hún er komin á fætur núna“, sagði hann. Það var einhver undarleg- ur hreimur í rödd hans, sem hún skildi ekki. En henni varð heldur hlýrra til hans. Þau voru komin að húsi Grandys. Stóru hvítu dyrnar opnr^ust. ,,Sæl vertu, Tyl“, sagði Oliver. Hann tók um hönd hennar og kvsti hana á kinnina. Hún skynjaði ekkert. Alt hringsnjerist fyrir henni. Þarna stóð Althea inni í for- stofunni. Hún var í glæsileg- um gulum k.iól. Gráu augun hennar ljómuðu, en þau horfðu ekki á Tyl. Ljóshærð stúlka í svörtum ullarkjól með barnalegt and- lit, brosti til hennar og hljóp síðan inn í gegn um setustof- una og kallaði: „Herra Grandi son“. Tyl beið þar sem hún stóð eftir Grandy. Hún sá hann koma .... litlu fjörlegu augun hans á bak við spangargler- augun, nefið, lítið eitt bogið. Hann var fremur lítill vexti, feitlaginn, en með granna fót- leggi og óeðlilega stóra fætur. Hún hló og grjet á víxl. — Hann faðmaði hana að sjer með blíðuorðum. Hún sá í gegn um tárin ástúðina lýsa úr svört- um augum hans. Hann hafði ekkert breytst. Henni fanst hún vera svo örugg. Það var dá- samlegt að vera svona örugg. 9. KAFLI. Seinna þegar Mathilda fór að reyna að rifja upp þessi augnablik, þá gat hún það ekki. Það mátti líkja þeim við sjávarföllin. — Þegar sjórinn gekk upp á sandinn og eftir örskamma stund. þá varð mað ur var við það að það var ekki lengur flóð heldur fjara. En það var ekki hægt að gera sjer grein fyrir, á hvaða augnabliki breytingin varð. Þannig var því varið með Oliver. Fólkið flyktist alt í kring um hana. Grandy fanst hún vera alt of grönn. „Vesalings barnið mitt, augun í þjer eru orðin stærri en andlitið“. „Hvaða klæðnaður er þetta á þjer“, sagði Jane með vand- lætingu. Þau kyntu hana fyrir Jane Moynihan. Það var aðkomu- maður í skrifstofu Grandys, sem hann varð að afgreiða. — Hann flýtti sjer aftur yfir setu stofuna og inn í skrifstofuna. Hún sá Francis ganga á eftir honum,, en nema staðar á miðri leið og segja eitthvað við ljós- hærðu stúlkuna, sem þau köll- uðu Jane. Hún sá að Althea fylgdi honum með augunum. Mathilda mundi eftir því seinna, að hún gat horft beint framan í Oliver án þess að blikna. Hann varð alveg eins og hann hafði áður verið, vin- gjarnlegur og góðlátur, en hún varð ekki fyrir neinum geðs- hræringum. Jeg hef verið lengi í burtu, hugsaði hún. „Tyl, þú getur aldrei ímynd að þjer, hvernig mjer leið“, sagði hann. Og mjer stendur.líka á sama um það, hugsaði hún. Það hafði orðið breyting á sjávarföllunum. Það var að Litia stúikan með ianga nafnið Eftir MABEL LEIGH HUNT Í8. 1 Já, stundin var komin, þegar hún ætlaði að koma mömmu sinni á óvart með þessa skemmtilegu gjöf. Augun í Önnu Soffíu dönsuðu, þegar hún var að hugsa um það, hvað mamma hennar myndi verða glöð yfir því að fá reglulegt barn í húsið. Súsanna yrði líka hissa, þegar hún kæmi heim úr berja- íerðinni og hvergi væri Tobbi sjáanlegur. En Súsanna hafði svo mikið að gera. Það var erfitt fyrir hana, sem þurfti að vinna svo mikið að hafa barn á heimilinu, svo að hún yrði líklega bara íegin að losna við það. Þegar hún vissi líka, að það færi vel um það ná næsta bæ í höndum góðrar stúlku, sem hægt væri að treysta. Og auk þess, — hafði Súsanna ekki svo gott sem lofað Ónnu Sofííu, að hún mætti eiga barnið? Svona hugsaði Anna Soffía. Svo sagði hún: — Langar þig til að koma á ókunnugan bæ, Tobbi elskan? Barnið rjetti fram hendurnar og gaf frá sjer ánægjuhljóð. Anna Soffía fór að safna saman nokkrum af hlutum barns- ins. Hugsaði, að hún gæti komið á morgun og sótt það sem eftir var. ' Svo tók hún hann upp og fór út úr húsunum, en lokaði útidyrunum vel á eftir sjer. Anna Soffía gekk niður eftir rykugum veginum, með barnið á handleggnum. Við og við varð hún að leggja hann niður í grasið við vegarbrúnina og hvíla sig, því að Tobbi var feitur eins og smjör, og var eins og hann yrði þvngri með hverju skrefi. Það var mjög heitt og henni fannst, að hún ætlaði aldrei áð ná alla leið heim. En Tobba líkaði lífið. Hann hafði ekki oft komið út undir bert loft og þetta var stórkostlegur viðburður fyrir hann. Hann benti út í loftið með skrítna, feita vísifingrinum. Hann talaði allan tímann á sínu óskiljanlega barnamáli. Hann hoppaði upp og niður í faðmi Önnu Soffíu, svo að hún var orðin hrædd um, að hún væri að missa hann. Þegar þau komu að skógarbrúninni, þá ákvað hún, að þarna skyldi hún hvíla sig í skugganum, þangað til hún væri orðin alveg aíþreytt. ‘ ífllxT rajo\^uynko^ÁymjL Þan voru lík. Ungur. ástfanginn maður var að kveðja draumadis sína. áður en hann fór utanlands. og hanr. sagði: — Elskan min. þegar ;eg verð langt í burtu frá þjer. viltu þá líta á stjörnu á hverju kvöldi og hugsa um mig? — Vissulega, vinur. — svaraði hún, — ef jeg þarfnast einhvers til að minna mig á þig, pá mun jeg kjósa þessa stjörnu þarna. — — Hversvegna einmitt þessa? — spurði ungi maðurinn. — Vegna þess að hún sjest alltaf langt fram á nótt og er svo aumir.gja leg á morgnana. Tommi (niður við sjóinn): Hve- nær er flæði í kvöld? | Gamall sjómaður: — ►'imm. fimm- tiu og fimm. Jeg er búinn að segja þjer það tuttugu sinnum. | Tommi: —- Jeg veit það, en það er svo gaman að sjá skeggið á þjer hristast. þegar þú segir fimm, fimm- tíu og fimm. ★ Vandræði. I Piparsveinn (sem hefir. gleymt hvort barnið er piltur eða stúlka): I — Nei, nei, mikið er þetta falleg- ur drengur, það er hún sannarlega. Hvað gamalt er það niina? Er hún farin að taka tennurnar hans? Hún er lík pabba sínum. er hann það ekki? Allir segja, að það sje það. ★ 1 heimboði voru nokkrar konur að tala við litla dóttur húsmóðurinnar. — Ertu ekkí dugleg að hjálpa mömmu þinni? var spurt. —• Ö, jú, — svaraði ,sú litlaj það er Stína líka, en nú á hún fri, og það er jeg, sem á að telja skeiðamar, þegar þið eruð farnar. Góður aðstoðurmaður. Prestur nokkur leit upp frá ræðu sinni. og varð skelfingu lostinn, því að hann sá ungan son sinn standa á kirkjuloftinu ög henda hrietum nið- ur í höfuð sóknarbarnanna. Áður en hann gat komið upp nokkru orði, hrópaði erfingi hans. — Haltu bara áfram með ræðuna, pabbi, jeg skal halda þeim vakandi. _ Ræðumaður: — Það sem okkur vantar, er menntun. Spyrjið hvern, sem þjer sjáið á götunni, hvenær Magna Carter hafi verið konungur og jeg er viss um, að enginn getur svarað þvi. IIIIIIIIIIIIIIIHIIHIIIIHHIIIIIIIIIIHHIIIIIHIIIIIIIIIIIHHHHI Átt þú bókina!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.