Morgunblaðið - 04.01.1950, Page 8
8
MORCUNBLAÐIÐ
• Miðvikudagur 4. jan. 1950.
I
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Askriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með LesbóS.
kr. 15.00 utanlands.
Framsökn og íjárfesting
ÞAÐ ER STEFNA núverandi ríkisstjórnar að dregið verði
úr fjárfestingu hins opinbera og fjárfestingunni almennt
stillt í hóf. Á það hefur verið bent, að hin gífurlega fjár-
festing, sem verið hefur, á ekki rjett á sjer, meðan atvinnu-
vegir landsmanna eru reknir með tapi og fjárfestingin bygg-
ist hvorki á góðri afkomu þeirra nje sparifjáreign lands-
manna. Þegar hvorugt þetta er til staðar verður hin mikla
fjárfesting fyrst og fremst til þess að auka á dýrtíðina, vöru-
skort og erfiðleika atvinnuveganna almennt.
★
Framsóknarflokkurinn hefur ásakað Sjálfstæðismenn fyrir
þessa stefnu og telja takmörkun fjárfestingar nú í ósam-
ræmi við nýsköpun þá, sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði
forgöngu um og Framsókn barðist á móti. Markmið nýsköp-
unarinnar var beinlínis að afla íslendingum stórvirkra at-
vinnutækja og verja til þess innistæðum þeim, sem íslend-
ingar áttu þá erlendis. Þá var um að ræða fjárfestingu sem
fcyggðist á sjóðum, sem voru til, og atvinnuvegum, sem þá
voru reknir ’iallalausir. Það er auðvelt að gera sjer í hugar-
lund, hvað hefði orðið um innistæður íslendinga erlendis,
ef ekki hefði verið hafist handa um nýsköpunina. Allar inni-
stæður og sjóðir hefðu farið til að borga taprekstur seinni
ára og ekki einu sinni orðið til þess, að hægt hefði verið að
þola tapreksturinn eitthvað lengur. En vegna þess að ný-
sköpunin varð að ráði, þá standa íslendingar betur að vígi,
þegar draga þarf úr fjárfestingunni vegna vaxandi dýrtíðar
og erfiðleika atvinnuveganna.
★
Blöskri Framsóknarmönnum hins vegar fjárfesting ný-
sköpunarinnar, þegar skilyrði til fjárfestingar voru þó fyrir
hendi í megmatriðum, þá hefði mátt vænta sterkrar lið-
veislu Framsóknarflokksins, þegar fyrrverandi stjórn, sem
flokkurinn átti fulltrúa í, reyndi að draga nokkuð úr fjár-
festingunni, eftir að skilyrði jafn stórstígrar fjárfestingar
voru ekki lengur til staðar. En raunin úarð önnur.
Framsóknarflokkurinn hefur ekki notað aðstöðu sína í
fjárhagsráði til þess að draga úr fjárfestingunni, nema þá
belst ef um er að ræða bráðnauðsynlegar íbúðabyggingar
í Reykjavík. Hins vegar hefur Framsóknarflokkurinn sótt
það með ofurkappi að fjárfestingarleyfi væru veitt, þegar
þau fyrirtæki eiga í hlut, sem Framsóknarmenn telja sjer
íjárhagslegan hag í að styðja. Þannig hefur Samband ísl.
samvinnufjelaga haft stórkostlegar fjárfestingar með hönd-
um, meðan óðrum hefur verið slíkt bannað. Nýlega hefur
Sambandið lokið við stóra skrifstofubyggingu í Reykjavík.
Ullarþvottastöð, sem kostar milljónir króna, byggja þeir á
Akureyri. Hafin er bygging vörugeymsluhúss Sambandsins
í Reykjavík, en Eimskipafjelagi íslands hefur um nokkur ár
verið neitað um leyfi til að byggja slíkt hús. Frystihús hafa
þeir nú fengið leyfi til að byggja í Reykjavík. Annað skip
Sambandsins, Arnarfell, kom til landsins seint á fyrra ári,
og nýlega hafa þeir fengið leyfi til að láta byggja þriðja
skipið, frystiskip, sem kosta mun að minnsta kosti 5 mill-
jónir króna. Þetta leyfi er veitt, þótt íslendingar eigi frysti-
skip, sem geta flutt út á ári hverju tvöfalt magn íslenskrar
frystiframleiðslu, þótt 50 millj. kr. samkvæmt útgefnum
gjaldeyrisleyfum fáist ekki yfirfærðar í bönkunum vegna
gjaldeyrisskorts, og þótt Eimskipafjelag íslands fái hvorki
yfirfærslu á greiðslu ólokinna skulda vegna eldri skipakaupa
sinna nje leyfi til að kaupa ný skip í stað Fjallfoss og Sel-
foss, sem selja átti þó úr landi.
★
Framsóknarmönnum ferst illa að tala með, þegar rætt
eif um fjárfestingu. Þeir eru á móti fjárfestingu, þegar skil-
yrði hennar eru þó einna frekast fyrir hendi, en með fjár-
féstingu, þótt skilyrðin sjeu alls ekki til staðar, ef það er
aðeins fjárhagslegur ávinningur fyrir flokkinn.
rar:
XJíLuerji ólrija
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Ekkert nýtt í soðið
„ÞVÍ miður, ekkert nema fros-
ið eða saltað“, er svarið, sem
húsmæðurnar hafa fengið und
anfarna daga hjá fisksölum
bæjarins. Nýr fiskur sjest ekki
og er ekki til skiftana, ef eitt-
hvað lítilræði berst á iand.
Og ekki stafar fiskleysið af
gæftáleysi. Nóg er af fleytun-
um. Hvorki skortir beitu nje
veiðarfæri til að afla í soðið og
fiskurinn er í sjónum.
Það er bara af sem áður var
,,að fast þeir sæki sjóinn“ eins
og kveðið var forðum um þá
Suðurnesjamenn.
•
.<
Langt frí
OG ÞAÐ eru fleiri en fiski-
mennirnir, sem taka sjer langt
jólafrí um þessar mundir.
í gærmorgun kom jeg í verk
stæði hjer í bænum og spurð-
ist fyrir um, hvort hægt væri
að fá unnið lítið verk. Verkstæð
iseigandinn var allur af vilja
gerður. „Rn því miður verður
það að bíða í nokkra daga enn-
þá, því mennirnir eru ekki
komnir úr jólafríinu“, sagði
hann.
„Jólafrí, eins og hjá börnun-
um í skólunum?“ varð mjer að
orði.
„Ja. Það er nú ekki strangt
tekið ætlast til þess. En þú veist
hvernig það er?“
•
Arar lagðar í bát
ÞANNIG mun það vera nokkuð
víða, að menn hafa lagt árar
í bát. Kannski vegna þess. að
þeir hafa ofreynt sig í jólaönn-
unum. Eða þeir þurfa ekki að
vinna. Hafa nóg í sig og á án
þess að strita fyrir lííinu.
Islenska þjóðin virðist ætla
að taka sjer að einkunarorðum
spakmælið:
Hvíldu þig, því að hvíld er
góð.
Og ef einhver er með smá-
smugulegar aðfinnslur vegna
aðgerðarleysis, má minna á
aðra setningu:
Lítið til fuglana í loftinu,
hvorki vinna þeir nje spinna. .
Ef til vill getum við farið að
þeirra dæmi.
Miðsvetrarhrein-
gerning
EN ÁÐUR en við verðum öll að
einni stórri Bakabræðrafjöl-
skyldu dettur mjer í hug lítið
verk og löðurmannlegt, sem
envan ætti að þreyta um of, en
það er að bæjarbúar geri hjá
sjer miðsvetrarhreingerningu
utan húss.
Undan snjónum heíir komið
kynstur af rusli í görðum
manna. Brjefarusl í hrúgum, og
spítnabrak, eins og menn geta
sannfærst um er þeir ganga um
bæinn.
Ljettir vorverkin
ÞAÐ ER ekki að vita hvernig
bað legst í menn í vor, að
hreinsa til hjá sjer og með því
að taka þessu lítilræði tak nú.
verður að minsta kosti auðveld
ara að vinna vorhreingerning-
arnar.
Meira að segja væri hægt að
fá börn og unglinga til að vinna
þetta verk víðasthvar. —- En
þetta þyrfti að gera nú, á með-
an jörð er auð.
Heppileg ráðstöfun
BIFREIÐAEFTIRLIT ríkisins
hefir undanfarið látið fara fram
aukaskoðun á bifreiðum, fyrir
varalaust. Kallað til sín bifreiða
eigendur með brjefi og skoðað
bifreiðar þeirra í krók og kring
til þess, að fullvissa sig um, að
öryggisútbúnaður sje í lagi. —
Þetta er heppileg ráðstöfun og
nauðsynleg. Bifreiðaeigendur,
sem einhvern skilning vilja
hafa. þakka ráðstöfunina sjálf
ir, því síst er það í beirra þökk,
að bifreiðar sjeu í ólagi.
•
En ekki bólar á
merkjunum
HINSVEGAR hefir staðið á bif-
reiðaeftirlitinu, eða þeim mönn
um, sem eiga að hugsa um skrá
setningu bifreiða, að láta gera
nýju númerin, sem lofað var.
Þó munu hafa verið leitað
tilboða í númerin, reglugerð gef
in út og annað, sem þurfti.
A hverju stendur, vita menn
ekki gjörla, enda virðist sem
lítill áhugi sje hiá ákveðnum
mönnum fyrir þessu þarfamáli.
Nýju bílanúmerin var eitt af
þeim þarfamálum, sem áttu að
komast í gegn á árinu sem leið,
en þrjóskast var við að fram-
kvæma.
Skyldi þeim duga árið, sem nú
er að hefjast til að framkvæma
það?
| MEÐAL ANNARA ORÐA .... |
■ I ........................................IIIIIIIIIIMIMIMIIb "
„Margl er sjer til gamans gerf.
Eftir frjettamann Reuters.
MONS, Belgíu: — í birtingu
dag hvern er morgunkyrrðin
rofin á óvæntan hátt í ýmsum
borgum og þorpum Suður-
Belgíu. Og það sem rumskar
við mönnum, er hanagal —
hundruð hana gala hver í kapp
við annan.
Við erum uppi á þeim tímum,
þegar hanagal er lenska og er
jafnvel orðin eftirlætisdægra-
dvöl verkamanna í þeim hjer-
uðum Belgíu, þar sem franska
er töluð. Hefir svo verið, síðan
lögreglan herti róðurinn gegn
óleyfilegu hanaati.
• •
FYRIR DÖGUN
Á HVERJUM sunnudegi, löngu
fyrir dögun hverfa þúsundir
eigenda hinna „galandi
hana“ frá heimilunum sínum.
Þeir eru rúsknir og ánægðir,
þar sem þeir bera með sjer
eftirlætis fuglinn sinn vendi-
lega geymdan í tjölduðu búri.
Þar sena keppnin fer fram,
leggur eigandinn fugl sinn frá
sjer í kyrplátt og rokkið skot og
gengur síðan frá þeim atrið-
um, er þarf áður en keppni
hefst. Keppnin er í því fólgín,
að eigandinn giskar á, hve oft
haninn gali á þeim hálftíma,
sef keppnin stendur yfir. Sá
haninn, sem gelur í bestu sam-
ræmi við ágiskan eiganda síns,
telst hafa unnið keppnina.
• •
STAÐFÖSTU HAN-
ARNIR BESTIR
SJERFRÓÐIR menn um þessi
mál segja, að sumir hanar geti
galað 60 sinnum á hálftíma.
Menn vita jafnvel til, að hanar
hafi galað 150 sinnum á þeim
tíma.
Staðföstu hanarnir eru bestir
að viti sjerfróðra manna. „Til
að mynda“, sagði einn þeirra
við mig, ,,á sá hani vísa leið
á höggstokkinn, sem gól 100
sinnum á hálftíma í vikunni,
er leið, gelur 60 sinnum í þess-
ari viku og 150 sinnUm í næstu
viku“.
• •
MARGIR
í DÓMNEFND
KFPPNIN fer fram með við-
höfn og eftir settum reglum.
Þegar gengið hefir verið frá
þátttökuatriðunum, er hönun-
um stillt upp í búrum sínum í
röð með fram vegg. Fjölmarg-
ir dómarar, eða einn á hverja
2 hana, sitja umhverfis og gefa
hönunum gaum.
Hverju sinni, sem hani gel-
ur, er merkt á hans spjald. Á-
horfendur segja, að nóg sje að
horfa á andlit eigendanna til að
fá vitneskju um, hvernig han-
anum hans farnast.
• •
VERÐLAUN
VEITT
Þegar keppnin er um garð
gengin, stíga eigendur sigurveg
aranna fram og hirða vinning-
ana. Þeir láta þá ekki undir
höfuð leggjast að kjassa hana
sína eins og veðhlaupagæðing-
ar ættu í hlut.
Keppninni er lokið, sigurveg-
arar og þeir, sem lutu í lægra
haldi, fara þá venjulega til
næsta veitingahús til að sóa
vinningunum sínum. Hanarnir
eru með í förinni væntanlega
til að taka þátt í fagnaðinum.
Sumir dúfnadýrkendur á
þessum slóðum selja nú dúf-
urnar umvörpum til að kaupa
sigursælan gólhana. Þessi nýja
íþrótt er miklu meir æsandi en
kappflug dúfnanna að þeirra
sögn.
Byggingafjel. verða
að hafa fengið leyfi
fjármálaráðu-
neytisins
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur tilkynnt, að ríkisábyrgð
samkvæmt heimild í lögum,
verði framvegis ekki veitt nýj-
um byggingasamvinnufjelög-
um eða nýjum byggingaflokk-
um eldri byggingasamvinnufje
laga, nema að fyrir liggi fjár-
festingaleyfi til framkvæmda
og að fjelögin geti gert grein
fyrir möguleikum um stofn-
framlög og lánsútvegun, sem
svo fjármálaráðuneytið vill
samþykkja.
Þau byggingasamvinnufjelög
sem njóta vilja slíkrar ríkis-
ábyrgðar, verða að hafa fengið
samþykkt fjármálaráðuneytis-
ins áður en þau ráðast í nokkr
ar byggingaframkvæmdir.