Morgunblaðið - 08.01.1950, Side 4
4
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 8. janúar 1950,
STASÍSTEINAR
lElidurfæddur flokkur
SÚ GAMLA maddama, Fram-
sókn, segist vera endur-
fædd.
Endurfæðing hennar birt-
. ist í því að hún hefur allt í
einu fengið áhuga fyrir út-
rýmingu heilsuspillandi hús
næðis í Reykjavík, bygg-
■ingu sjúkrahúsa, aukinni
raforku og hverskonar um-
' bótum á kjörum fólks 1 þess
ari „Sódómu og Gómorru",
. sem hún allan aldur sinn
hefur talið óalanid og óferj-
andi. í þrjá áratugi hefur
Framsóknarflokkurinn og
blað hans, Tíminn, barist
gegn umbótamálum Reykja-
víkur, bættu húsnæði, skól-
um, sjúkrahúsum, raforku,
hitaveitu, bættu skipulagi
o. s. frv. Framsókn hefur
gert þetta vegna þess að hún
hefur haft hugann allan við
hinar „sögulegu þúfur“, sem
bæjarfulltrúi hennar í bæj-
arstjórn Reykjavíkur, sagði
að Gunnar Thoroddsen og
Sjálfstæðisflokkinn skorti
alla virðingu fyrir.
Orsakir endur-
fæðingarinnar
EN HVERNIG stendur á þess-
ari skyndilegu hugarfars-
breytingu Framsóknar gagn
vart Reykjavík? Hverjar
eru orsakir endurfæðingar-
innar? Þeirra þarf ekki
lengi að leita. Framsóknar-
flokkinn vantar „aðeins 300
atkvæði“ til þess að fá 2
bæjarfulltrúa kjörna í bæj-
arstjórn, segir Tíminn. —
Kæru Reykvíkingar! Gjörið
svo vel að láta okkur fá
þessi 300 atkvæði handa
gæðakonunni góðu, sem í
haust skoraði á ykkur að
kjósa Katrínu og komma-
listann, en nú er í öðru sæti
á lista okkar, segja hinir
endurfæddu.
Gerið þetta fyrir okkur
og hinar „sögulegu þúfur“
við Lækjargötu, „glæfra-
fyrirtækið“ við Sogsfossa og
fleiri syndir, skulu aldrei að
eilífu endurtaka sig.
Svona iðrandi og auð-
mjúk er hin gamla maddama
um þessar mundir. En van-
þakklæti heimsins er mikið.
Allar líkur benda til þess að
Reykvíkingar muni hafa hið
forna spakmæli í heiðri og
gjalda lausung fyrir lygi,
AiJsstaðar hræddur
ALÞÝÐUFLOKKURINN er
ekki aðeins hræddur um
vaxandi fylgistap hjer í
Reykjavík heldur allsstaðar
annarsstaðar, í Hafnarfirði,
þar sem forseti Alþýðusam-
bandsins stjórnar þrífætin-
um, á Akureyri og á ísa-
firði, þar sem „vitlausi mað
urinn í skutnum“ berst nú
fyrir „hugsjónalausan, gaml
an og værukæran flokk“. —
Þar er Alþýðuflokkurinn
hvað hræddastur. Þessvegna
iktar Alþýðublaðið fyrir
skömmu upp þeirri sögu að
fjórði maðurinn á framboðs
lista Sjálfstæðismanna á
ísafirði, Símon Helgason,
hafnarvörður, form „skip-
stjóra- og stýrimannafjelags
ins Bylgjan, sje kommún-
isti. Auðvitað er þetta raka-
laus uppspuni. Þessi vin-
sæli maður og trftusti sjó-
maður hefur jafnan verið
Sjálfstæðismaður þótt ætt-
fólk hans hafi sumt fylgt
Alþýðuflokknum að málum
áður fyrr. En vesalings Al-
þýðuflokkurinn, sem nú er
ekki einu sinni pínulítill
flokkur, heldur pínu pínu-
litli flokkurinn, er svo
hræddur að hann verður að
grípa til allskonar skrök-
sagna um menn og málefni.
8. dagur árhins.
Árdegif>flæði kl. 8,10,
Siðdegisflæði kl. 20,30.
INæturlæknir er í læknavarðstof-
unni, sími 5030.
Næturvörður er í Lyfjabúðinni Ið-
unni, sími 7911.
Næturakstur annast Hreyfill, simi
6633.
Helgidagslæknir er Kristján Þor-
varðsson, Skúlagötu 45, sími 4341.
I.O.O.F. 3, = 131198. = E. I.
Messur í dag
Dómkirkjan. Ekki messað kl. 5.
Fríkirkjan. Messað verður í dag,
fyrsta sunnudag eftir þrettánda, kl.
2 siðd. Sr. Ragnar Benediktsson. ■—•
Ræðuefni: ..Máttur frækornsins í
mar.nlegu hjarta."
Hallgríniskirkja. Messa kl. 11 f.h.
í dag, sr. Jakob Jónsson. — Bama-
guðsþjónusta kl. 1,30, sr. Jakob Jóns-
son, Kl. 5 síðd. messa. Magnús Run-
ólfsson prjedikar.
Brúðkaup
Framboð Sjáif-
stæðismanna í
Shfkkishólmi
S.L. þriðjudag hjeldu Sjálf-
stæðismenn í Stykkishólmi sam
eiginlegan fund. Á fundi þess-
um var afráðið, hverjir skyldu
verða í kjöri fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn í hreppsnefndarkosn-
ingunum 29. janúar. Varð ein-
róma samkomulag um þessa
menn:
1. Ólafur Pó Jónsson, hjer-
aðslæknir, 2. Árni Ketilbjarn-
arson, verkamaður, 3. Geirarð-
ur Siggeirsson, framkvæmda-
stjóri, 4. Krisján Bjartmars,
oddviti, 5. Sigurður Magnús-
son, hreppstjóri, 6. Sigurður
Ágústsson, alþm., 7. Finnur
Sigurðsson. múrarameistari.
Til sýslunefndar verða í
kjöri Sigurður Ágústsson, al-
þingismaður, og varamaður
Kristján Bjartmars, oddviti.
Sænskur verslunar-
maður pyntaður í
tjekknesku fangeisi
Einkaskeyti frá Reuter.
STOKKHÓLMUR, 7. jan.
— Sænska utanríkisráðu-
neytið tilkynnti í kvöld,
að það hefði hvað eftir
annað borið fram mótmæli
við stjórnarvöldin í Prag,
vegna pyndinga, sem ráðu
neytið fuliyrðir að Holger
Hjelm, sænski verslunar-
maðurinn, sem nýlega var
dæmdur í þriggja ára fang
elsi, hafi verið beittur.
Kommúnistastjórnin
tjekkneska sakaði Hjehn
um njósnir og efnahags-
lega skemdarstarfseini.
Utanríkismálaráðuneyt
ið lýsir yfir, að Hjelm
hafi margsinnis verið mis-
þyrmt, meðan hann sat í
fangelsi og beið dóms. Þess
ar misþyrmingar gengu
svo úr hófi fram, að böðl-
ar hans þurftu að sækja
ti! hans lækni.
Aður en rjettarliöldin
hófust, var Hjelm hótað
frekari misþyrmingum, ef
hann játaði ekki sekt sína.
Gefin voru saman í hjónaband í
Hallgrímskirkju i gær af sr. Jakob
Jónssyni, ungfni Soffía A. Haralds-
dóttir (Lárussonar, rakaram.) og Öli
Kjistjánsson, trjesmiður frá Stykkis-
hólmi. Heimili ungu hjónanna verð-
ur á Leifsgötu 19.
Þann 5. þ.m. voru gefin saman í
1 hjónaband í Santiago í Chile, ungfrú
María Helgadóttir, Helgasonar. versl-
unarstjóra hjá Zimsen, og hr. Robert
Knooh forstjóri hjá General Motors.
Hjónaefni
Á gamlárskvöld opinberuðu trúlof-
un sina ungfrú Anna Þorgilsdóttir,
frá Þorgilsstöðum, Snæfellsnessýslu
og Sveinn Ölafsson rafvjelanemi frá
Syðra-Holti. Svarfaðardal.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sina ungfrú Halla Ottósdóttir, Mel-
staf við Hólsveg og Ragnar Sigurðs-
son, Rarmahlið 31.
Nýlega opinberuðu trúlofun sina
Þórleif Þórleifsdóttir, Flókagötu 41
og Isólfur Eggertsson, Þófsgötu 7.
Bridgefjelag
Reykjavíkur
heldur sameiginlegan spilafund í
Mjólkurstöðinni annað kvöld kl. 8
e.h, Meðan keppni stendur yfir í
Bieiðfirðingabúð, verður vegna
| þrengsla þar, sameiginleg spilakvöld
á mánudögum í Mjólkurstöðinni.
Breiðfirðingafjelagið
stofnar bridge-deild innan vjebanda
sinni í Breiðfirðingabúð (rishæð) kl.
6 t.h. í dag.
!
Erfiljóð
1 eftirmælum um Halldór Jónsson
frá Hnausi, var í lok greinarinnar
farið með erfiljóð. er Halldóri voru
eignuð. Ljóð þessi hefur hinsvegar
Þorfinnur heitinn Jónsson gestgjafi
að Tryggvaskála gert og voru þau
orkt við fráfall konu hans, frú Guð-
laugar Einarsdóttur er ljest árið 1912.
Skipafrjettir:
Ríkisskip;
Hekla er í Reykjavik og fer þaðan
fimmtudaginn 12. þ.m. austur um
land til Siglufjarðar. Esja er i Reykja
vik og fer þaðan á morgun vestur
um land til Akureyrar. Herðuhreið
er væntanleg til Hornafjarðar um há-
degi í dag á leið til Fáskrúðsfjarðar.
Skjaldbreið er væntanleg til Reykja-
víkur seint í kyöld eða nótt að vest-
an og norðan, Þyrill er væntanlegur
til Reykjavikur á morgun frá Pól-
landi.
Til bóndans í Goðdal
G. G. 30, S. S. 100.
Gjafir til B.Æ.R.
Ragnheiður Gröndal kr. 10, Ellen
Mogensen 10, Bryndís Víglundsdóttir
10. Soffia Ágústsdóttir 10, Valdís
Björgvinsdóttir 10, Sæunn Magnús-
dóttii 10, Vilborg Harðardóttir 10,
Steinunn Marteinsdóttir 10, Matt-
hildur Ölafsdóttir 10, Elín Kristins-
dóttir 5, Jonný Jakobsdóttir 10, Hrafn
hildur Guðbrandsdóttir 10, Kristin
Guðmundsdóttir 10, Katrin Guðjóns-
dóttir 5, Hulda Guðmundsdóttir 10,
Guðrún Eiriksdóttir 10, Helga Isaks-
dóttir 5, Brynhildur Guðjónsdóttir 10,
Inga Dóra Guðmundsdóttir 10, Hólm
fríður B. Friðbjörnsdóttir 10, Erla
Eggertsdóttir 10, Ingunn Benedikts-
dóttir 10, Ragnhildur Friða Ólafs-
dóttir 10. Nanna Ainlín 50, Arndís
L. Nielsdóttir 10. Hildur Káradóttir
10, Petra Camilla Lárusdóttir 10,
Guðrún M. Bjarnadóttir 10, Arnleif
K. G. Ivarsdóttir 10, Þórunn Haralds
dóttir 10.
Til bágstöddu
fjölskyldunnar
Leiðrjetting á misritun i Mbl. 24.
des. s.l. Átti að vera þannig; Á. G.
50, Kiddi 50. fjögur systkin 500. N.
N. 25, N. N. 100. M. J. 50, K, G.
25, ónefndur 100, I5. G. 50. S. H. 50,
J. B. 50, L. 50, ónefnd 20, Til bóg-
stöddu fjölskyldunnar afh. sr. Garðari
Svavarssyni: ónefndur 100, Hulda
litla Karlsdóttir 30, ónefndur 60,
Guðmundur 50, Atli 300. — Það sem
þar kom á eftir var til Mæðrastyrks
nefndar og afh. henni, en hnýttist
þarna við af misritun.
•
Erlendar útvarpsstöðvai
Síþjóð. Bylgjulengdir: 1588 og
28,5 m. Frjettir kl. 18 og 21,15.
Auk þess m. a.: Kl. 17,30 Tuttugu
spurningar. Kl. 18,00 Lög eftir Ragn
ar Dahl og Walter Lindbom. Kl.
19,45 Jolanda di Maria Petris syng-
ur með útvarpshljómsveitinjii.
Danniörk. Bylgjuleugdir: 1250 og
31,51 m. — Frjettir kl. 17,45 os
kl. 21,00,
Auk þess m. a.: Kl, 17,15 Sunnu-
dagshljómleikar. Kl. 19,00 Talfilm-
uinar í 20 ár. KJ. 20,15 Lög eftir
Schumann, Panni Nagy leikur á
pímó.
Útvarpið
Sunnudagur.
8.30 Morgunútvarp. — 9,10 Veður-
fregnir. 11,00 Messa í Hallgrims-
kirkju (sjera Jakob Jónsson). 12.15
—13,15 Hódegisútvarp. 15,15 tJtvarp
til Jslendinga erlendis: Frjettir. -—
Erindi, (Margrjet Indriðadóttii-
frjettamaður). 15,45 Útvarp frá sið-
degistónleikum í Sjálfstæðishúsinu
(Carl Billich, Þorvaldur Steingrims-
son og Jóhannes Eggertsson leika).
16.30 Veðurfregnir. —- 18,25 Veður-
frepnir. 18,30 Barnatími (Þorsteinn
ö. Stephensen). 19.30 Tónleikar:
..Daphnis et Chloé“, synjfónisk svíta
eftir Ravel (plötur). 19.45 Auglýs-
ingar. 20,00 Frjettir. 20.20 Einleikur
á fiðlu (Björn Ólafsson): a) „Ave
Maria“ eftir Schubert-Wiihehni. b)
„Serenade Melancholic“ eftir Tschai-
kowsky. 20,40 Erindi: Gyðingaland
ó Krists dögum, I.: Æðstu valdsmenn
og öldungaráð (Ásmundur Guðmunds
sor. prófessor). 21.05 Tónleikar: Þ.ett
ir úr kantötum eftir Bach (plötur).
21,15 Erindi: Um fyrirhuguð ferða-
lög milli Reykjavíkur og Winnipeg
(sjera Halldór Johnson). 21,30 Tón-
leikar: Symfónía nr. 4 i A-dúr
(Italska symfónían) eftir Mendels-
sohn (plötur). 22,00 Frjettir og veð-
uifregnir. 22,05 Danslög (plötur).
23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur.
8.30 Morgunútvarp. — 9,10 Veður-
fregnir. 12,10—13.15 Hádegisútvarp.
15,30—16,30 Miðdegisútvarp. —
(15,55 Veðurfregnir). 18.25 Veður-
fregnir. 18.30 Islenskukennsla; I. fl.
— 19,00 Þýskukennsla; II. fl. 19,25
Þingfrjettir. — Tónleikar. 19.45 Aug
lýsingar. 20,00 Frjettir. 20,30 Útvarps
hljómsveitin: Norsk alþýðulög. 20,45
Um daginn og veginn (Magnús Jóns
son lögfræðingur). 21,05 Einsöngur
(Hermaim Stefánsson frá Akureyri):
a) „Sölvet" eftir Lanners. b) „Vor-
gyðjan kemur“ eftir Ánra Thorsteins
son c) „Still wie die Naclit" eftir
Bohm. d) „Canina" eftir Johannes
Svendsen. e) „Sig mig god Nat“ eftir
Rai 21,20 Erindi: Þegar Seyðisfjörð-
ur var síldarbær; síðara erindi (Tlieo
aór Ámason). 21,45 Tónleikar (plöt-
ur). 21,50 Sjórinn og sjávarlifið (Ás
valdur Eydal licensiut). 22,00 Frjett
ir og veðurfregnir. 22,10 Ljett lög
(plötur). 22,30 Dagskrórlok.
Eldsvoðinn í Iðunni
RANNSÓKNARLÖGREGLAN
vinnur nú að því að rannsaka,
hver muni hafa orðið eldsupp-
tökin í húsi lyfjabúðarinnar
Iðunn, sem eldur kom upp í, í
fyrrakvöld.
Stúlka, sem bjó í herbergi í
rishæðinni, var eldsins fyrst
vör, er hún kom þangað upp
á loftið. Fann hún reykjarlykt,
er lagði út frá geymsluher-
bergi og er hún opnaði það, var
reykur mikill þar inni og tals-
verður eldur.
Án þess að enn sje fengin
fyxir því vissa, hver eldsupp-
tökin hafi orðið, þá er hallast
að þvi, að þau hafi orðið £
skáp, sem notaður var til að
þurka allskonar lyf í töflur og
duft. Skápurinn var úr trja
og hann hitaður upp með raf-
magni frá rafofni, en fyrir of-
an ofninn eru 8 hillur í röð,
sem lagður er pappír á, en
lyfjadufti, sem þurka á dreift
yfir pappírinn. Hillan, sem
næst er ofninum, var í 80 til
100 cm. fyrir ofan hann. Þegar
eldurinn kom upp var straum-
ur á rafofninum. Hafði verið
gengið frá lyfdufti í skápnum
til þurkunar um það bil hálft
tíma áður, en eldsins varð vart.
í herbergi þessu var mikið
geymt af allskonar hjúkrunar-
vörum og pappaumbúðum fyr-
ir,lyf. Af lyfjum var okki ann-
að en það sem var í skápnum,
en það mun hafa verið um 2000
kr. virði.
Alhygiisverð barna-
mynd sýnd í Aushir-
bæjarbíói
AUSTURBÆJARBÍÓ, sem oft
lega hefur sjerstakar barna-
myndir til sýninga, er nú byrj-
að að sýna slíka mynd og nefn-
ist hún: Litla stúlkan í Alaska.
Er myndin gerð þar í landi
og stjórnaði upptökunni land-
könnuður og kvikmyndatöku-
maður, er ferðaðist um landið
Á þessu ferðalagi sínu kynnt-
ist hann ýmsum þjóðsögum er
ganga þar manna á milli og
sagan af litlu stúlkunni er ein
þessara sagna.
Faðir litlu stúlkunnar hafði
farið upp í óbyggðir til að leita
gulls, en sú litla bíður hans
lengi og án þess að frjetta
nokkuð af honum. Vinur hans,
gamall. hrakfarabálkur hinn
mesti, tekur sig upp og fer að
leita hans og lendir í miklum
og margvíslegum ævintýrum á
ferð sinni, um óbyggðir Alaska.
Litla telpan fer einnig af stað
til að leita föður síns og með
henni fer stór hundur, sem
verður skjólstæðingur hennar,
er hungraðir úlfar verða á leið
þeirra og aðrar hættur.
En litla telpan á ekki eftir
að sjá föður sinn á lífi og hún
og „gamli hrakfarabálkurinn“
eiga eftir að lenda í hinum
mestu raunum, eftir að þau
hittust í gullnámu föður henn-
ar. Verður það ekki rakið
frekar, því sjón er sögu ríkari.