Morgunblaðið - 19.01.1950, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 19. jan. 1950
Geðvarnarfjelag Islands
stofnað s.l. þriðjndag
Stofnendur voru á milli 70 og 80
FRAMHALDSSTOFNFUNDUR Geðvarnarfjelags íslands var
haldinn í I. kennslustofu Háskólans s.l. þriðjudagskvöld, og var
þá endanlega gengið frá stofnun fjelagsins. Stofnendur voru
milli 70 og 80. — Fundarstjóri var Arnfinnur Jónsson, skóla-
stjóri, en dr. Helgi Tómasson nafði framsögu fyrir hönd undir-
búningsnefndarinnar. Flutti hann stutt erindi um geðvarnir al-
Tilboð í nýju Laxár-
virkjunina
AKUREYRI, 18' jan. — Á bæj-
arstjórnarfundi s.l. föstudag var
samþykkt að fela raforkumála-
stjóra og rafveitustjóra ríkisins
að taka fyrir bæjarins hönd því
tilboði í vjelar til Laxárvirkjun
arinnar, er þeir teija aðgengileg
ast um afgreiðslutíma og verð.
Tilboð þessi eru frá Banda-
rikjunum, afgreiðslufrestur 11
—19 mánuðir og verð kr.
6.055.000 til 6.127.000.
Heimildin er bundin því skil-
yrði, að ríkisstjórnin samþykki
að tilboðunum sje tekið og Mars
hallfje fáist til þess að greiða
vjelarnar. — H. Vald.
— Heðal annara orða
Frhh. af hls. 8.
og moskusskinnum. Minnst er
eftirspurnir eftir refdýraskinn-
um, þrátt fyrir tilraunir loð-
skinnasala til að fá tískudrottn
ingarnar til að „taka þau í sátt“
á nýjan leik.
mennt.
Lagafrumvarpið samþykkt
Þá var lagafrumvarp undir-
búningsnefndar lagt fram og
það samþykkt, en svo var sam
kvæmt því kosið 25 manna
fulltrúaráð. Kemur það síðar
saman og kýs fimm manna
framkvæmdastjórn. — Árgjald
fjelagsins var ákveðið kr. 25,00.
Fulltrúaráðið
í fulltrúaráðið hlutu kosn-
ingu: Læknarnir Kristbjörn
Tryggvason, Karl S. Jónasson,
Jón Sigurðsson, Páll Sigurðs-
son, Grímur Magnússon, Krist-
ján Þorvarðsson, Alfreð Gísla-
son og Helgi Tómasson, próf.
Símon J. Ágústsson, dr. Matt-
hías Jónasson, Jónas B. Jóns-
son, fræðslufulltrúi, frú Ingi-
björg Þorláksson, form. Hrings
ins, Þorsteinn Einarsson, í-
þróttafulltrúi, Arnfinnur Jóns-
son, skólastjóri, Sveinbjörn
Jónsson, hrl., Valdimar Stef-
ánsson, sakadómari, dr. Þórð-
ur Eyjólfsson, forseti hæsta-
rjettar, sr. Bjarni Jónsson, sr.
Jakob Jónsson, Guðríður Jóns-
dóttir, yfirhjúkrunarkona, Ólöf
Sigurðardóttir, hjúkrunarkona,
Valborg Sigurðardóttir, skóla-
stjóri, Hrefna Tynes, vara-
skátahöfðingi kvenskáta, Vil-
hjálmur Þ. Gíslason, skólastj.,
og Þórhildur Ólafsdóttir, for-
stöðukona.
— Stóríbúðaskaffurinn
Frh. af bls. 6.
nauðsynlegt fyrir þjóðina. Það
er aumt, að við skulum þurfa
að flytja inn kartöflur og smjör
fyrir stórfje á hverju ári.
Ef til þess kæmi, að þetta ó-
heilla-frumvarp næði fram að
ganga, má búast við að kostn-
aður á framkvæmdunum yrði
miljónir króna á ári hverju. —
Væri ekki rjettara að byggja í-
búðir fyrir húsnæðislaust fólk
fyrir þá upphæð?
Það var töluverður ljómi yfir
kosningasigri Rannveigar Þor-
steinsdóttur, og það er stað-
reynd að konur af öllum flckk
um studdu hana. En sá ljómi er
horfinn. Nú ríkir mikil gremja
í garð hennar og fylgifiska
hennar, sem að þessu frumvarpi
standa. Við húsmæðurnar eig-
um bágt með að sætta okkur
við, að kona skyldi verða til
þess að „kasta steini“ á reyk-
vísk heimili — og gleymum því
seint. En við lærum af reynsl-
unni.
V. B.
Skógrækfarfjelag
stoinað í Hvera-
gerði
F Y R I R forgöngu nokkurra
karla og kvenna í Hveragerði
var stofnað þar skógræktarfje-
lag á sunnudaginn var, þ. 12.
jan. Fjelagið nær yfir Hvera-
gerði og næsta nágrenni þess.
Stofnfundurinn hófst kl. 9 um
kvöldið. Voru fundarmenn þá
um 50 að tölu. En fleiri komu
síðar. Kristmann Guðmundsson
var kosinn fundarstjóri.
Fundurinn hófst með því að
Hákon Bjarnason skógræktar-
stjóri flutti þar erindi og hjelt
my^idasýningu.
Því næst lagði undirbúnings-
nefnd fram lagafrumvarp fyrir
fjelagið, er samþykt var með
litlum breytingum. Síðan var
kosin stjórn. Hlutu þessir kosn-
ingu: Kristmann Guðmundsson,
Ól. Steinsson, Snorri Tryggva-
son, Ragnar Ásgeirsson og Hróð
mar Sigurðsson.
Á fundinum urðu nokkrar
umræður um það, hvort ástæða
myndi vera til, að hafa það á-
kvæði í lögunum að friða skyldi
þær skógarleifar, sem fyrir
væru á fjelagssvæðinu, en slík
ákvæði eru í lögum flestra skóg
ræktarfjelaga. Flestir fundar-
menn töldu á því leika engan
vafa, að á þessu svæði fyndist
ekki birkikló á ófriðuðu landi.
En þá skýrði Kristmann Guð-
mundsson frá, að hann hefði í
Hamrinum upp af Hveragerði
fundið 5 gamlar birkikræklur.
Auk þess hefði hann rekist á
ívær ungplöntur af birki, sem
vaxið höfðu nýlega upp af fræi.
En sauðfje hefði nagað þær nið
ur í rót á næsta ári.
Fundarmenn voru sammála
,um, að Hamarinn væri óðum
að blása upp, moldarbörðin í
honum að eyðast. Því væri þess
brýn þörf, að friða hann.
Þá stóð upp Þorvaldur bóndi
Ólafsson að Yxnalæk, en hann
á hálfan Hamarinn, og gaf hinu
nýstofnaða fjelagi þessa spildu
Síðan samþykti fundurinn að
fjelagið skyldi leitast við að fá
allan Hamarinn til umráða,
friða hann, hlynna að jarðvegi
þar, og koma þar upp skógar-
gróðri. Þegar fjelagið hefur
komið þar upp þroskavænleg-
um trjágróðri breytir Hvera-
gerði um svip. Vonandi er þess
ekki langt að bíða, að þessi
„heiti“ staður, geti einnig orð-
ið hlýlegur yfirlitum með
þroskamiklum trjágróðri í
Hamrinum.
TILKYNNIIMG
Viðskiptanefndin hefur ákveðið eftirfarandi hámarks-
verð á fiski:
Nýr þorskur, slægður
með haus .. kr. 1.20 pr. kg.
hausaður 1.55 — —
og þverskorinn í stykki .. kr. 1.65 — —
Ný ýsa, slægð
með haus 1.25 pr. kg.
hausuð .. kr. 1.65 — —
og þverskorin í stykki • .. kr. 1.75 — —
Nýr fiskur, (þorskur, ýsa)
flakaður með roði cg
þunnildum .. kr. 2.40 pr. kg.
án þunnilda .. kr. 3.20 — —
roðflettur án þunnilda , .. kr. 3.85 — —
Nýr koli (rauðspretta) .. kr. 3.00 pr. kg.
Ofangreint verð er miðað við það, að kaupandinn sæki
fiskinn til fisksalans. Fyrír heimsendingu má fisksalinn
reikna kr. 0.50 og kr. 0.10 pr. kg. aukalega fyrir þann
fisk, sem er fram yfir 5 kg. Fisk, sem er frystur sem
varaforði, má reikna kr. 0.40 pr. kg. dýrara en að ofan
greinir. Ekki má selja fisk hærra verði þótt hann sje
uggaskorinn, þunnildaskorinn eða því um líkt.
Reykjavík, 17. jan. 1950,
Verðlagsstjórinn
gnimnMiiiiiiiiiMiiMMiiiiimttmiiHiMiifiaimmmi
immmiimrivrffmii
Markúa
£
Eftir Ed Dodd
— Á bakka einum skammt vinur bjórsins. Hann horfir
frá bústað bjóranna situr otur. lymskulega á þar sem litlu
Oturinn er alltaf í eðli sínu ó-|
Stubbarnir eru að leika sjer
eyri einni meðfram ánni.
á{ — Einn litli bjórhnokki’in
syndir langt niður eftir ánni.
— Og oturinn sjer sjer tæki-
færi til árásar.
— Birgir Kjaran
Framh. af bls. 9.
kemur fram í formi rökstuddr--
ar gagnrýni, er hreinskilin og
djarfmælt, er jákvæði óánægja.
Hennar hlutverk er ‘að segja
forustumönnunum frá því, hvað
aflaga fer, og hún á að finna
sjer eðlilegan farveg innan
samtaka flokksins, og jeg vil
óska Sjálfstæðisflokknum þess,
að hann verði aldrei svo gam-
all, að allir meðlimir hans væru
ánægðir með allt.
Baráttan stendur um
bæinn okkar.
Góðir Sjálfstæðismehn, tím-
inn styttist nú óðum til kosn-
inganna. Það er því mikið verk
fyrir hvern og einn okkar að
vinna. Við síðustu kosningar
sátu 3000 kjósendur heima og
önnur 3000 kusu Framsóknar-
flokkinn, svo að tölur sjeu
nefndar. Hvorugt af þessu má
henda aftur. Við þurfum per-
sónulega að tala við þetta fólk
og aðra kunningja okkar. Við
þurfum að benda því á, að bar-
áttan snýst ekki um hártoganir
á pólitískum kennisetningum.
Baráttan stendur um bæinn okk
ar og um hag og velferð hvers
einasta borgara, um lífsafkomu
okkar sjálfra. Það er því aðeins
eitt kosningaloforð, sem þið eig
ið að gefa — og það eigið þið
að gefa sjálfum ykkur, það er,
að enginn ykkar liggi á liði sínu
í þessari baráttu.
Gerum samborgurum okkar
ljóst, að ef þeir vilja heiðar-
lega, rjettsýna og athafnasama
bæjarstjórn, þá eiga þeir að
kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
SKlí>AlírutKÐ
RIKISINS
M.s. Herðubreið
austur um land til Bakkafjarðar um
helgina. Tekið á móti flutningi til
% estmannaeyja, Homafjarðar, Djupa
vogs, Breiðdalsvíkuur, Stöðvarfjarð-
ar, Mjóafjarðar, Borgarfjarðar, Vopna
fjarðar og Bakkafjarðar á morgun og
laugardag. Pantaðir farseðlar óskast
sóttir árdegis á laugardag.
M.s. Skjaldbreið
til Skagafjarðar og Eyjafjarðar hinn
24. þ. m. Tekið á móti flutningi til
Sauðárkróks, Hofsóss, Haganesvíkur,
Ólafsfjarðar, Dalvíkuur og Hriseyjar
á morgun og laugardag. Pantaðir far-
seðlar óskast sóttir á mánudaginn.
„HEKLr
vestur um land til Akureyrar hinn
25. þ. m. Tekið á móti flutningi til
Patreksfjarðar, Bildudals, Þingeyrar,
Flateyrar, Súgandafjarðar, ísafjarðar,
Siglufjarðar og Akureyrar ó laugar-
dag og mánudag. Pantaðir farseðlar
óskast sóttir á mánudag.
„Skaftiellingur"
til Vestmannaeyja ó morgun. Tekið
ó móti flutmngi í dag og á morgun.
BEST AÐ AUGLÝSA
I MORGUmLAÐlNU ;