Morgunblaðið - 09.05.1950, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 9. maí 1950.
10
— Sjávarútvegurinn
Framh. af bls. 6.
ári. Jafnframt mundi að sjálf-
sögðu útflutningur óverkaðs
saltfisks minnka stórlega.
Samanborið við þá gífurlegu
eyðileggingu verðmæta, sem
flestar ófriðarþjóðanna urðu að
þola, mun óhætt að segja, að
við íslendingar höfum komist
lítt skaddaðir út úr ófriðnum.
A meðan aðrar þjóðir og þar
á meðal allar helstu samkeppn
isþjóðir okkar á sviði fiskveið-
anna eyddu allri orku sinni í
styrjaldarreksturinn gátum við
haldið áfram að einbeita okkur
að rekstri atvinnuvega okkar á
friðsaman hátt. Vegna hinna
miklu þarfa styrjaldarþjóðanna
fyrir matvæli og einkum eggja-
hvíturík matvæli voru lítil
vandkvæði á því að selja allt
það, sem við gátum framleitt
og ekki var neytt í landinu
sjálfu. Ein afleiðingin af þessu
var stóraukin framleiðsla og í
öðru lagi gerbreyting á fram-
Ieiðsluháttum í ýmsum grein-
um frá því, sem verið hafði
fyrir styrjöldina. Að styrjöld-
inni lokinni gátum við enn um
stund haldið áfram á þessari
braut vegna þess, hversu eftir-
spurnin eftir matvælum var
gífurlega mikil en matvæla-
framleiðsla styrjaldarþjóðanna
hefði goidið feikilegt afhroð
vegna stríðsins og hlaut að
taka nokkurn tíma áður en það
tjón yrði bætt. Verðlag á aðal-
framleiðsluvörum okkar fór
einnig hækkandi að lokinni
styrjöldinni. Þessi þróun villti
mönnum nokkuð sýn fyrst í
stað og er eins og menn eigi nú
erfitt með að átta sig á því, að
ekki sie enn auðvelt að selja
nær ótakmarkað magn á háu
verði.
Samkeppnin á mörkuðunum
:Fyrir styrjöldina áttum við í
harðri samkeppni um sölu á
flestum framleiðsluvörum okk-
ar. Gætti þar hvorttveggja
samkeppni frá sam<'kona vör-
um annara þjóða og ekki síst
var um að ræð; samkeppni
skvldra vörutegur sem trátu
að einhveriu eða öilu '• yti
komið í stað þeirra afurða, sem
við framleiddum til útflutnings.
Þnð burfti því ekki að koma
svo mjög á óvart að gæta færi
slíkrnr samkeppni á nýjan leik,
þegar frá liði styrjöldinni og
framleiðslan í heiminum færi
aftur að færast í hið fyrra horf.
fíú er þessi samkeppni orðin
mjög ábreifanleg og ekki von
ti! þess, að við getum selt fram-
le-Sðs lu okkar, nema við stönd-
ui^st samkeppnina, bæði að því
er snertir gæði og verð afurð-
anna En til þess að svo megi
vei*ða var m. a. óhjákvæmilegt
að 1ækka gengið til þess á þann
hátt að hækka verð útflutnings
afúrðanna í krónum, og vega
þánnig á móti hinum gevsilega
háa framleiðslukostnaði, en
jafpframt að gera framleið-
endvm útflutningsafurðanna
kleift að selja vörur sínar á
samkenpnisfæru verði því það
eitt er víst að enginn kaupir
af okkur vörur meðan unt er
að fó annarsstaðar frá, sambæri
lepgr vörur að gæðum við
Iægra verði.
En það eitt út af fyrir sig
er nkki nægilegt, einkum og
sjer ; ’agi, ef litið er á það, að
ver'" ; fer nú lækkandi á öll-
um iramleiðsluvörum okkar.
Að sjálfsögðu á það alltaf að
ver f rrst og síðast í fram-
lei ni, auk fyllstu vöru-
vör. iunnar, að gæta hins ýtr-
j asta sparnaðar og leita ávalt
þeirra leiða, sem gera fram-'
leiðsluna sem ódýrasta. Ein-
hver mun e. t. v. segja að þetta
sje svo sjálfsagður hlutur að
ekki þurfi um það að tala. —
Væri betur að svo reyndist. En
hjer eigum við íslendingar
áreiðanlega ýmislegt ólært, og
er jeg hræddur um, að ábyrgð-
arfyrirkomulagið, sem í gildi
hefir verið á fjórða ár, hafi
ekki bætt fyrir í þessu efni.
Þetta atriði er eitt hinna þýð-
ingarmestu í sambandi við það.
hvort genfrislækkunin verður
útflutningsframleiðslunni til
þess framgangs, sem til er
ætlast og það er að því leyti
athyelisvert, að landsmenn
geta mest.u ráðið um það sjájf-
ir hvort svo verður, bæði með
því að stilla í hóf öllum kröf- |
um á hendur útflutningsfram- |
leiðslimni, er beint eða óbeint
leiða til hækkandi framleiðslu-
kostnaðar sem og að leita allra
þeirra ráða. er duea mætt.u til
að lækka framleiðsluko tnað-
inn.
Á því, hvort íslendingar
standast bessa prófraun veltur
e. t. v. meira en á nokkru öðru,
hvo’-t þeirra biður fjárhagslegt
önebveiti, eða velgengni byggð
á blómlegu atvinnulífi.
40 ár kennari vfö
VerslunarskélanR
^FÖKEN Sigríður Árnadóttir
skriftarkennari hefur nú verið
vennari við Verslunarskólann
: 40 ár. kom bangað fyrst skóla
irið 1909—10.
Þessa kensluafmælis var
vninst í fær við hádegisverðar-
h^ð að Hótel Borg, sem skóla-
-lofnd Verslunarskólans bauð
Hl. Formaður skúlanefndarinn-
v. Gunnar Hall kaupmaður,
~tvrði hófínu og talaði fvrir
'i<riðurseestinum. Mintist hann
hins lanea starfs frk. Sisriðar
vinsælda hennar og þeirra
•'óðu minninea, sem mareir
-"ttu um hana úr Verslunar-
■kólanum, en ræðumaðnr er
'mn af nemendum þaðan. I
’ok ræðu sinnar afhenti hann
’-k. Sio-ríði tvær heiðurs- og
~rinmn<*artriafir frá skólanum.
■^"k. Sivríður bakkaði og fleiri
—r vnru fluttar.
Þoð er fátítt að kennari hafi
*°rið ócijtið við sama skóla í
’O ár. Frk. Sieriður hefir einnie
'■°nt við K''ænnaskólann og
hnfði einkaskóla fvrir börn um
'!na. Hún er miög vel mentuð
'■'ina og víða heima og hefur
*ækt starf sitt af mikilli alúð.
Hvað ffilia Rússar
mt fyrir við Beriín!
MOSKVA, 6. maí: — Pravda
hið opinbera málgagn rússnesku
valdhafanna birti í dag langa
'•rein. þar sem ráðist er harka-
’rea á Vesturveldin og sagt, að
hau hafi brotið Parísar-sam-
komulagið frá því í fyrra varð
indi samgöngur til Ber1!n. —
■ Segir í greininni, að Vestur-
•’eldin hafi notað járnbrautar-
'estir sínar til að smygla vjel-
im og öðrum vörum frá rúss-
reska hernámssvæðinu. Að lok-
’m er minnst. á, að Rússar muni
æra gagnráðstafanir nokkrar
r næstunni. Skilja sumir það
vo, ao kalda stríðið .geti farið
tð hitna umhverfis Berlín.
— Reuter.
Sigurjón Gíslason
í Bakkagerði, Reyð-
arfirði, áltræður
eru isiensKar prjona-
vörur ekki búnar til úr bandi ?
ER mjer varð litið í Morgunblað-
ið 27. apríl, sá jeg afmælis-
grein 80 ára frænda míns, Sigur-
jóns Gíslasonar, Bakkagerði,
Reyðarfirði.
Það er alltaf þakkarvert þegar
minnst er dugmikilla og fram-
takssamra manna, en svo má á-
reiðanlega segja um þennan aldr
aða frænda minn í Bakkagerði.
Höfundur greinarinnar er Esk-
firðingur og þökk sje honum
fyrir að minnast afmælisbarns-
ins. —
Það er ekki ætlun mín að
bæta neinu við þá grein, en mjer
finnst það ekki óviðeigandi að
einhver úr hans byggðarlagi
minntist hans með fáeinum lín-
um og þess vegna tók jeg mjer
penna í hönd. Jeg ætla nú með
þessum fáu línum að reyna aS
gefa nokkra hugmynd um störf
hans fyrir sveit sína og heimili,
þótt það verði sundurlaust og
ekki eins fullkomið og skyldi. —
Sigurjón hefur átt heima í Bakka
gerði í rúm 78 ár og má segja að
þar hafi hann slitið kröftum sín-
um nær óskiptum við að rækta
og stækka jörð sína, enda er hún
orðin einhver fallegasta og besta
jörð í kauptúninu. Hann hefur og
einnig byggt stórt og mikið íbúð-
arhús á jörðinni með stórum og
fallegum blómagarði rjett neðan
við bæinn. En það er fleira, sem
Sigurjón hefur gert. Hann hefur
tekið þátt í- ýmsum búnaðarmál-
um fyrir sveit sína, setið í hrepps
nefnd kauptúnsins í mörg ár, ver
ið sýslunefndarmaður í fjölda-
mörg ár og er það ennþá. Einnig
hefur hann verið síldarmatsmað-
ur og ki'ötmatsmaður í mörg ár,
og er óhætt að fullyrða að öll
Sncci stri-f Vipfur haun levst af
hendi með dugnaði og trúmensku,
enda hefur hann ávallt notið
trausts og virðingar bæði innan-
sveitar og utan. Einnig má geta
bess, að um tíma rak hann greiða
sölu og var þá oft gestkvæmt í
Rakkagerði, enda hefur það heim
íli verið rómað fyrír gestrisni og
myndarbrag. Margt mætti fleira
seizia um þennan mæta mann. —
T.d. var hann stofnandi hins
myndarlega bókasafns hreppsins
og gaf til þess stóra fjárupphæð
Einnig stofnaði hann ásamt ko”’’
sinni hið árlega þorrablót, er nú
er orðið 30 ára og má segja að
sie einn mesti hátíðisdagur Reyð-
rirðinga, en það er alltaf haldið
ár hvert, fyrsta þorradag.
Sigurjón er kvæntur Önnu Stef-
ánsdóttur, ættaðri frá Breiðdal,
'rinni mestu sóma- og myndar-
konu, er ætíð b"fur ’erið manni
sínum sambent að gera garðinn
frægan í Bakbage-ði.
Þau hjón eiga 3 börn, dóttur,
:,'ifta og ibúsetta í Raykjavík, og
tvb sonu, er báðir eru kvæntir og
búsettir í Bakkagerði. Áuk þess
Framhald á bls. 12
í ALDA raðir hefur íslenska |
ullin verið okkur íslendingum
ein besta vörnin gegn kuldan-
um. All mikið magn af ull fer
árlega í prjónlesvörur og er
mjer ekki kunnugt um að nokkr j
ar nákvæmar skýrslur sjeu til;
yfir það magn, nema þann hluta
sem fluttur er inn í landið.
En innflutta garnið nær
skammt til að fylla þarfir lands
manna á prjónavörum, jafnvel
þó að það hafi furðu ríflega
verið flutt inn undanfarið, mið-
að við ýmsa aðra nauðsynja-
vörur, t. d. vefnaðarvörur. Hjer
verður annað að koma til hjálp
ar og það hefur íslenska band-
og lopavaran gert.
í útvarpinu í vetur deildu
fulltrúar kvenna all hart á
prjónavörur úr lopa og þá sem
að þeim standa. Þar sem við
eigum þarna hlut að máli vildi
jeg mega skýra almenningi
þetta mál lítillega.
Það er algjör misskilningur,
ef einhver heldur það, að við
sem framleiðum prjónavörur,
viljum heldur nota lopa en band
sem hráefni. Lopinn er nær ein-
göngu notaður vegna þess að
ómögulegt hefur verið að fá
band, þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir. Hjer á landi er Gefjun
og Álafoss aðal bandframleið-
endurnir. Hvorug þessara verk-
smiðja hefur sjeð sjer fært að
vinna band handa prjónlesfram'
leiðendum, svo neinu nemi. Þeir
segja þegar verið er að spyrjast
fyrir um bandið, að vjelakostur
sinn sje svo takmarkaður að
bandframleiðslan sje eingöngu
til eigin nota. Einnig mun Fram
tíðin í Reykjavík framleiða eitt
hvað af bandi, en það notar hún
á prjónastofu þá, er hún rek-
ur og segist því ekkert geta
selt öðrum.
Það er því staðreynd að enn-
þá er skortur á vjelum í landinu
sem geta framleitt band úr okk-
ar góðu ull, að jeg tali nú ekki
um nýtísku prjónavjelar, svo
hægt sje að hafa framleiðsluna
fjölbreyttari en verið hefur und
anfarið. Mjer er kunnugt um
að oft hefur verið reynt að fá
innflutningsleyfi fyrir þeim vél
um, sem hjer um ræðir, en ekki
hefur heyrst að það hafi borið
árangur. Auðreiknað dæmi ætti
það þó að vera fyrir innflutn-
ingsyfirvöldin, hvað mikill
gjaldeyrir mundi sparast við
það, að hætta að flytja inn
prjónavörur og erlent ullargarn
en leyfa í staðinn vjelarnar og
svo um leið að reyna að skapa
grundvöll fyrir því að íslensk-
ar ullarvörur yrðu aftur útflutn
ingsvara, í stað þess að selja
ullina óunna úr landi og oft fyr
ir lítið verð eins og stundum
hefur átt sjer stað. Vonandi
hafa innflutningsyfirvöldin eitt
hvað á prjónunum í þessu efni
og jeg vona að ekki líði langur
ími þar til landsmenn eiga kost
á nógu af íslensku bandi, þá
Von mína byggi jeg aðalega á
íftirfarandi'
Fjel, ísl. prjonlesframleiðenda
hafði á síðastl. ári tækifæri að
selja til útlanda fullunnar lopa
vörur. ÁkV' ðiö ' ;«• að verja
þ ;.m g b.Ic-. se i inn kæmi
fyrir vörurnar, til kaupa á vjel
um til prjónlesframleiðslunn-
ar. Úr þessum viðskiptum gat
ekki orðið, vegna þess að Fjár-
hagsráð fjekkst ekki til að sam
þykkja þessi viðskipti, þrátt fyr
ir ítrekaðar tilraunir fjelagsins.
Því verður að álykta, að Fjár-
hagsráð hefði ei synjað þessari
málaleitan fjelagsins skýringar-
laust, nema það hefði verið bú-
ið á annan hátt að sjá fyrir
þörfum landsmanna í þessu efni
og því ekki álitið þörf fyrir
meira af nýjum vjelum.
Að lokum þetta. Á meðan á-
standið í þessum málum er eins
og það er, verðum við að reyna
að bjarga okkur eftir bestu
getu. Í margar skjólflíkur hent
ar lopinn eins vel og band. Hitt
skal fúslega viðurkennt, að mik
inn meirihluta af ullarvörum,
er nauðsynlegt að búa til úr
bandi, en á því eru þeir ann-
markar, sem að framan er lýst.
Þeim, sem látið hafa orð íalla
í þá átt, að banna eigi fram-
leiðslu á lopavörum, vildi jeg
segja þetta: Þegar íslenskt band
er 'cáanlegt og ekki er hægt
aV ' iast við að flutt verði inn
erlent ullargarn, nema þá að-
eins á smábörn (baby garn), á
meðan að gjaldeyrisástand þjóð
arinnar er þannig að mæður eru
í vandræðum með að skýla nekt
nýfæddra barna sinna, vegna'
skorts á Ijerefti, flóneli og ýmsu
þar tilheyrandi, sem ómögulegt
er að fá í landinu sjálfu, verð-
ur að sætta sig vlð að nota hið
næst besta, þegar það besta
fæst ekki. Lopavaran hefur því
unnið þarna hið nytsama verk,
að koma í staðinn fyrir vöru,
sem ómögulegt er að vera án
og því hlutverki verður hún að
gegna þar til málum þessum
skipast á betri veg en nú er.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson.
Fylgi kommúnista
minnkar um 30 prsf.
enn
PARÍS, 8. maí — Það hefur
nú vitnast að eitt helsta um-
ræðuefni á flokksþingi komm-
únista í Frakklandi í apríl-
mánuði var minnkandi fylgi
flokksins þar í landj. Umræð-
ur um þetta voru að vísu að-
eins í innsta hring kommúnista.
og Ieynilegar. Samt er nú vit-
að að helstu flokksforingjarnir
viðurkenndu, að á síðustu tveim
ur árum hefði fylgi flokksins
minnkað um 30%. Þctta hefir
líka komið glögglega í Ijós í
fjelögum hafnar^rkamanna í
Frakklandi. Fyrir tveimur ár-
um rjeðu kommúnistar öllu í
þessum fjelÖgum, en nú hafa
þeir hvergi getað fengið hafnar
verkamenn til að neita að af-
hlaða hergögn frá Bandarikj-
unum. Það er talið að síðustu
mánuðina hafi fylgi kommún-
ista enn hrakað stórkostlega
vegna þess að þeir hafa barist
gean Atlantshafsbandalaginu,
en almenningur lítur á Atlants-
hafsbandalagið sem nauðsvn-
legar ráðstafanir til að verja
land sitt gegn ofbeldisárásum.
—Reuter.