Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1950næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 30.06.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.06.1950, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 30. júní 1950. ÚR DAGLEGA LÍFINU Útg.: E.f. Árvakur, Reykjavfe. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgCarjfc.l Frjettaritstjóri: íyar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinssoa. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasðlu 80 aur* eintakið. 85 aura með Lesbók. Svívirðileg móðgun við kennarastjettina KOMMÚNISTAR hafa gerst sekir um svívirðilega móðgun við íslenska kennarastjett. Blað þeirra, Þjóðviljinn, segir frá því fyrir nokkrum dögum að fulltrúaþing sambands íslenskra barnakennara hafi samþykkt að lýsa yfir „ein- clregnum stuðningi sínum“ við skrípasamþykkt þá, sem kommúnistar kalla „friðarávarpið“ og flugumenn þeirra leggja nú allt kapp á að tæla fólk til þess að undirrita á sama tíma, sem heimsfriðurinn hangir á bláþræði vegna innrásar og ofbeldis leppstjórnar Rússa í Norður-Kóreu. Morgunblaðið hefur aflað sjer upplýsinga um það hjá forseta þessa fulltrúaþings barnakennara, Snorra Sigfús- syni fyrrverandi skólastjóra, hvernig þessa tillögu komm- únista bar að. Aðferð þeirra var þessi: Þegar fulltrúaþinginu var að Ijúka, um það bil 15 mín- útum fyrir fyrirfram ákveðin fundarslit tókst kommúnist- nm að fá meirihluta einnar nefndar þingsins til þess að flytja tillögu um að lýsa yfir stuðningi við skrípasamþykkt Kominformmanna. Voru þá um 30 manns á fundinum af rúmum 50, sem sátu hann. Kom þessi tillaga mönnum mjög á óvart enda enginn tími orðinn til þess að ræða hana. Bar þá forsefi fundarins fram dagskrártillögu um að vísa henni frá. Sú tillaga var felld með 15 atkvæðum gegn 12, en tillaga kommúnista síðan samþykkt með sömu 15 atkvæðum. Síðan láta komm- únistar blað sitt blása það út að samtök íslenskra barna- kennara hafi lýst yfir „eindregnum stuðningi sínum“ við hið einstæða hræsnisplagg frelsisræningjanna, sem nú hafa hafið árásarstyrjöld austur í Asíu til þess að þreifa fyrir sjer um möguleika á frekari illvirkjum í öðrum hlutum heims!!! Fimmtán kommúnistar og „nytsamir sakleysingjar" á full- trúaþingi sambands íslenskra barnakennara, þar sem um R0 manns eru mættir á fundi hafa að áliti kommúnistablaðs- ins talað fyrir mimn allrar kennarastjettarinnar og lýst yfír fylgi við jafn einstakt plagg og „friðarávarp” friðrofanna og frelsisræningjanna. Þetta er mikil móðgun við íslenska kennarastjett. Bak við hana liggur einnig takmarkalaus ósvífni og fyrirlitning á almennri dómgreind íslendinga. En þetta er aðferð komm- finista í öllum fjelagssamtökum. Lítil klíka er látin vinna moldvörpustarfið og síðan reynt að klína stimpli hennar á samíökin. Það er óhætt að fulyrða að íslensk kennarastjett telur sjer mikla svívirðingu sýnda með því að orða hana við skrípasamþykkt Kominformmanna. Yfirgnæfandi meirihluti stjettarinnar vill áreiðanlega hvergi koma nærri landráða- brölti kommúnista. Einn af minni spdmönn un um EINN af hinum minni spámönnum Framsóknarflokksins, margfallinn frambjóðandi úr Austur-Húnavatnssýslu, sem fvrir nokkru hefur yfirgefið bú og jörð norður þar og flutt á mölina í Reykjavík, hefur undanfarið skrifað langhunda í Tímann og miðlað þjóð sinni þar landsföðurlegum ráð- leggingum. Kjaminn í boðskap hans er sá að eina leiðin ti þess að sigrast á érfíðleikum þeim, sem nú steðja að, sje að skilja það, að öll vandkvæði líðandi stundar spretti af því að Ólafur Thors hafi haft stjórnarforystu árin 1944 —1947. Þetta er úrræði þessa afkastamikla Tímarithöfundar. Fyrr en að þjóðin hefur gert sjer það ljóst, að öll hennar vand- kvæði nú stafi af því að við keyptum 32 nýja togara, verk- smiðjur, landbúnaðarvjelar o. s. frv. fyrir gjaldeyrissjóði okkar í stríðslokin, getur Framsóknarframbjóðandinn ekki ímyndað sjer að við sigrumst á erfíðleikunum!!! Vesalings maðurinn. Það er sannarlega ekki að furða þótt Áustur-Húnvetningum litist ekki á að senda slíkan spámann á þing. FYRIRMYNDAR VINNUBRÖGÐ ERLENDIR kvikmyndatökumenn voru við vinnu sína í gærmorgun niður við höfn. — Þeir tóku myndir af starfandi verkamönnum, en virtust hafa mestan áhuga fyrir nýtísku vinnuvjelum, sem verkamenn nota hjer við hleðslu og affermingu skipa. Verkfærin vöktu athygli þessara útlendu manna, enda eru þau til fyrirmyndar. Hafa orðið miklar breytingar til hins betra á vinnu vjelum hjer á landi hin síðari árin, sem kunn- ugt er. • ÞEGAR KOLAKRANINN KOM STÓRVIRKASTA vinnuvjelin við höfnina er enn kolakrani Kol og Salt, sem Hjalti Jóns- son ljet reisa. Fyrst í stað var mikil andúð gegn krananum meðal. verkamanna og kvað svo ramt að því. að talað var um, að verka- menn ættu ekki að leyfa, að láta reisa slíkt verkfæri hjer. Kraninn myndi taka frá þeim vinnu og gera fjölda manns atvinnulausa. • ÖLDIN ÖNNUR NÚ ER öldin önnur. Verkamönnum hefir fyr- ir löngu skilist, að það er ekki hægt að standa á móti þróuninni og stórvirkar vinnuvjelar eru þeim sjálfum til hags. Þær ljetta þeim störfin til muna. Við íslendingar höfum verið fljótir til að taka í okkar þjónustu nýjustu tækni og við þurfum á fleiri vinnuvjelum að halda í okkar erfiða landi. • GAMALL SIÐUR ENDURVAKIN FYRIR síðustu heimsstyrjöld var það ein besta skemmtun Reykvíkinga, að fara í hóp- um niður að höfn þegar skipin voru að koma eða fara. í stríðinu lagðist sá siður að mestu niður, bæði vegna þess, að lítið var um far- þegaflutninga og eins af hinu, að skipaíerð- um var yfirleitt haldið leyndum. En nú er þessi siður að vakna á ný. Sjer- staklega er mannmargt við höfnina þegar Gullfoss hinn nýi er að koma, eða fara. • BETRA FYRIRKOMULAG TIL ÞESS að fyrirbyggja þröng og veita mönnum, sem vinna að því að taka á móti landfestum,’ svigrúm, hefir lögreglan tekið upþ þáð ráð,' að girða svæði, þar sem skipið legst upp að. Er þetta sjálfsögð og enda nauð- synleg ráðstöfun. Ekki er ætlast til að annað fólk fari um borð í skip en farþegar og að þeir kveðji vini og vandamenn, áður en þeir fara um borð. Öðru vísi er ekki hægt að koma þessu við. — En betra fyrirkomulag mætti hafa við slík tækifæri en nú er. • TVÆR LANDGÖNGUBRÝR ÞEGAR farþegaskip, eins og Gullfoss koma, fullskipuð farþegum, fer ekki hjá því, að menn úr landi þurfi að fara um borð til þess að aðstoða við flutning farangurs farþega og í öðrum erindagerðum. Farþegar þurfa og sjálfir að fára fleiri en eina ferð um borð til að selflvtja töskur sínar og pínkla. Væri því gott, að hafa tvær landgöngubrýr, aðra til að ganga á um borð, en hina til að fara í land á. Þegar brúin er aðeins ein, vill verða troðningur og þrengsli þegar hóparnir mætast, sem eru að fara um borð, eða ætla í land. ÓLGA í ÍÞRÓTTAMÖNNUM STÓRTÍÐINDI standa fyrir dyrum hjá íþrótta mönnum í bænum og þeim, sem íþróttum unna. Flokkar erl. íþróttamanna eru vænt- anlegir á næstunni til að keppa hjer í frjáls- um íþróttum og í knattspyrnu. í tilefni af þessum heimsóknum virðist einhver ólga í íþróttamönnunum, ef dæma má eftir brjefum sem „Daglega lífinu“ hafa borist. • TRAUST ÞVÍ MIÐUR get jeg ekki skift mjer af þess- um málum að neinu ráði. Hvort þessi eða hinn er látin keppa verða forráðamenn íþrótta fjelaganna að fá að ráða. Eða, hvort rjett er að ræsar sjeu innlendir menn, eða útlendir í millilandakeppni. Við, sem utan við íþróttirnar stöndum, verðum að treysta því, að forráðamennirnir geri það, sem rjettast er. FIMMTA hefti sænska tímaritsins „Svenska them i ord og bi.lder11 í ár er helgað íslandi og íslenskum heimilum. Rit þetta birtir einkum greinar um listiðnað og híbýlaprýði og er eitt sf vönduðustu ritum í Evrópu um slíkt efni. Eintak af íslands- hefti ritsins hefur borist blaðinu og er þess getið hjer, vegna þess að frágangur allur og efnissöfnun er mjög framúrskarandi. Glöggar greinar. Inngangsorð heita: Gerið svo vel að ganga í bæinn og eru þau eftir Helga P. Briem, sendiherra íslands í Stokkhólmi. — Síðan fylgja fjölmargar greinar um ís- land, íslenska list og íslenska heimilaprýði, prýddar um 120 ágætum ljósmyndum. Þarna eru yfirlitsgreinar um íslenska hús- gagnagerð, útskurð o. f 1., sem eru Ijósari en flest sem ritað hefur verið um þetta hjer á landi, enda skortir hjer á landi almennar fræðslugreinar um slíkt. Efni í þetta íslandshefti hefur verið safnað af Þorleifi Kristó- ferssyni, starfsmanni við Reykja- víkurbæ. Er þetta vissulega mik- ilvægt starf, sem hann hefur unn ið, því að eins og hvimleiðar eru ýmsar rangar ýkjusagnir um ís- land, sem birtast í erlendum blöðum, eins er lofsverð slík ná- kvæm og rjett lýsing af landi og þjóð, og til mikils gagns. Þorleifur skýrir Mbl. svo frá, að 1948 hafi hann setið norrænt list- og handiðnaðarmót, sem tímarit þetta og samband list- iðnaðarfj elaganna í Stokkhólmi efndi til. Þar kynntist hann rit- stjóra tímaritsins, Stig Björk- man, sem er hinn besti íslands- vinur. Varð það árangurinn af kynnum þeirra, að ritstjórinn bað Þorleif að safna efni til slíks ís- landsheftis. Hefur Þorleifur síð- an eytt flestum frístundum sín- um í þetta verk. Hann segir að verkið hafi verið honum mögu- legt, aðeíns vegna þess, hve allir, sem hann sneri sjer til, voru hjálpfúsir og góðviljaðir. Einkum vill hann þakka nokkrum mönn- um, sem hafa af góðfýsi opnað heimili sín og leyft honum að sýna myndir af þeim og lýsingar, svo og ljósmyndurum og þeim, sem skrifuðu greinar i heftið. Þessir m. a. eiga greinar í rit- inu: Jón Eyþórsson, Björn Th. Björnsson, Peter Hallberg, Kurt Zier, Á. Sigurmundsson, Laufey Vilhjálmsdóttir, Sigurður Þórar- insson, Vilhjálmur S. Vilhjálms- son, Inga Þórarinsson, Guðlaugur Rósinkrans, Maj Sigurðsson, Helgi Hallgrímsson, Áskell Löve og svo Þorleifur Kristófersson sjálfur. Aðalfundur Ljós- mæðrafjelags fslands ÞANN 10. júní s. 1. var aðal- fundur Ljósmæðrafjelags ís- lands haldinn í Reykjavík. — Voru þar rædd ýmis áhugamál ljósmæðrastjettarinnar, þar á meðal að fá lengdan námstím- ann við Ljósmæðraskólann. — Var eindreginn áhugi um það mál og var stjórninni falið að vinna markvisst að því við hlut aðeigandi forráðamenn, að náms tínii skólans verði lengdur sem fyrst upp í 2 ár. Samþykkt var að Ljósmæðra fjelag íslands gjörðist þátttak- andi í stofnun bandalags nor- rænna Ijósmæðra. Var á s.l. vetri hafinn undirbúningur að stofnun þessa bandalags, og ís- landi boðin þar þátttaka. Verð- ur aðal stofnfundur haldinn í Svíþjóð nú í byrjun júlí, og voru kosnir 2 fulltrúar til að mæta þar, þær Jóhanna Frið- riksdóttir og Sigríður Sigfús- dóttir. Liósmæðrafjelag íslands tel- ur nú hátt á annað hundrað meðlimi víðsvegar um landið. Stjórn þess skipa nú þær: Jó- hanna Friðriksdóttir, Þórdís Ólafsdóttir og Ragnhildur Jóns dóttir. Meðstjórnendur: Ása Ás- mundsdóttir. Reynir Ermarsund aftur LONDON: — Bandaríska sund- konan May France, sem er 17 ára og í fyrra mistókst að synda ýfir Ermarsúnd, hefir riú affáðið að reyna aftur í suxcuu'.

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (30.06.1950)
https://timarit.is/issue/108182

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (30.06.1950)

Aðgerðir: