Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1950næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 30.06.1950, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.06.1950, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagui’ 30. júní 1950. r—— FramhaSdssagan 69 ........................""""""""""j 2 Gestir hjá „Antoine4* I Cffir Frances Parkinson Heves ' ___ i |,ll—„ —nnn ----------......unmmmiiMHi IH fllHfl Sabin hristi höfuðið og Ruth sagði að hún kærði sig ekki um það. Schaefer setti aftur á sig dökku gleraugun en stakk húf- unni í vasann. „Jæja, jeg vona að þið fyrir- gefið þó að jeg fái mjer einn lítinn. Jeg þarf hans með“. — Hann bað þjóninn að gefa sjer aftur í glasið og tæmdi úr því í einum teig. „Tvö ár eru þá víst orðin ansi fljót að líða“, sagði hann eins og við sjálfan sig. „Heyrðu, Dutch, jeg skil þetta ekki“, sagði Sabin með nokk- urri gremju. „Jeg bið þig auð- mjúklega fyrirgefningar, ef jeg man það ekki rjett hvenær við hittumst síðast. Það er enginn ástæða fyrir þig að taka því svona. Hvar var það þá, sem við sáumst sfðast? í Karachi? Eða Liberíu?" „Er þjer alvara“, sagði Dutch efablandinn. „Jeg geri ekkert nema það sem jeg álít rjettast“. „Vissulegá er mjer alvara“. „Jú, mjer var það ljóst að þú varst vel fullur, en jeg hjelt að þú hefðir ekki verið svo auga- fullur að þú myndir hreint ekkert eftir mjer“, sagði Scha- efer og tók aftur a'f sjer gler- augun og benti á búlgu og bláan blett við vinstra auga sitt. — „Það ert þú sem berð ábyrgðina á þessum blett og það skeði á laugardagskvöldið var á veit ; ingastaðnum „The Diamond Horseshoe". En segðu mjer nú alveg eins og satt er. — Manstu .ekkert eftir því að við vorum 'saman mest alia laugardags- nóttina?“ Sabin leit snöggvast á Ruth en hún ljet engar svipbreyting ár á sjer sjá. „Hvernig væri að jeg gengi út á svalirnar og þá getið þið talað um þetta í ró og næði“, sagði hún. „Þetta kemur víst várla öðrum við. . “ ; „Nei, Ruth, jeg vil heldur að f>ú sjert kyrr. þó að þig langi háttúrlega heldur til að fara. Það er eins og við getum aldrei ;settst saman við borð á veit- ingastað án þess að síðasta láug ardagskvöld þurfi að koma á dagskrá“. '"„Jeg spurði þig að því áðan, hvort þú viJdir að jeg hjeldi kjafti", sagði Schaefer. „Jeg ætlaði ekki að segja neitt sem betur hefði kyrrt legið“. Þjónninn gekk til Sabins og •sagði honum að maturinn væri "tilbúinn. Hann kinnkaði kolli. „Komdu og borðaðu með okk- ur“. sagði hann við Schaefer. „Það er eins gott að útkljá þetta mál. Ef þú getur hjálpað mjer til þess að koniast að því, hvar jeg var á laugardagskvöldið og hyað jeg aðhafðist, þá. ...“ „Þakka þjer fyrir, en jeg er "Buíhn að borða. Jeg er að bíða eftir Ted Marsfiéld frá lög- fræðideild „The Blue Fleet“. — Við áetlum að hiffast hjer og..“ „Jæja, þú gefur þá setið hjá okkitr .... er þjer ekki sama um bað, Ruth?“ ■- ■ „Jó, auðvítað. Nema þið ætl- ið að tala um eitthvað sem jeg rriá ekki heyra“. ,,Jæja, við skulum þá koma“. Þau settust við borðið úti við gluggann og jónninn bar fram matinn. Scha :fer. bað um að fá aftur í glasið. „Jaeja, eftir hverju bíðum við“, sagði Sabin. „Farðu að byrja“. „Byrja á hverju?“ sagði Schaefer. „Það veitst þú en ekki jeg“. „Jæja, svo að jeg byrji á byrj uninni, þá var jeg víst búinn að fá mjer töluvert neðan í því líka áður en jeg hitti þig“, sagði Schaoefer. Hann leit á Ruth og sagði afsakandi: „Ef jeg minn- ist eitthvað á frænda yðar, þá er það aðeins vegna þess að þess þarf með. Jeg meina ekkert illt með því“. Hún kinnkaði kolli. „Jeg skil“. „Jæja, jeg er að labba upp Canal Street, þegar jeg rekst á þig“, hjelt hann áfram og sneri sjer aftur að Sabin. „Þú þekktir mig strax þá og við á- kváðum að fá okkur vænan viskýsjúss og halda daginn há- tíðlegan. En þú þvertókst fyrir að ganga niður Precinct street af því að þar væri þriðja lög- reglu.varðstofan. Þú sagðir að það vissi ekki á gott að ganga framhjá lögreglustöð fyrir myrkur. En þú varst til í svall- ið og þú sagðist ætla að vera blindfullur að minnsta kosti í mánuð samfleytt. Styttri tími mundi ekki duga þjer og svo fór um við inn á fyrstu knæpuna .... jeg man ekki hvað hún hjet“. „Það skiptir ekki máli. Það eina sem jeg vil vita, er, hvort við gerðum nokkuð annað um kvöldið en að drekka eða hvort jeg sagði þjer nokkuð um það, hvar jeg hafði verið fyrr um kvöldið“. „Nei“, sagði Schaefer. „Það var aðallega jeg sem hafði orð- ið og jeg gerði þjer tilboð .... eða nokkurskonar tilboð að minnsta kosti“. „Hvernig þá?“ „Það er þar, sem frændi ung- frú Avery kemur til sögunnar. Jeg skal segja þjer söguna eins og jeg sagði þjer hana um kvöldið. Það stóðu einhver ó- sköp til. Og það getur verið að það standi ennþá til. Jeg er ein- mitt að bíða eftir Ted Marsfield til þess að hann geti sagt mjer það. Þannig var mál með vexti að herra Foxworth vildi gefa góða borgun ef hann gæti feng- ið nokkra flugmenn til að fljúga uppgjafa C-47 vjelum suður á nýjan flugvöll við Cerro del Hule Rance og það átti að vera flugvöllur sem sárafáir vissu um. Þú veist hvernig landslaginu er háttað þarna suður frá. Dalirnir eru stund- um alveg flatir á milli þver- hnýptra kletta og það er hægt að gera þá að fyrirtaks flug- völlum á stuttum tíma“. „Já, en hvað kemur það okk- ur við?“ „Jæja, jeg vissi ekki annað en það að jeg átti að fara út til Bud Craddocks sem býr í litlu húsi við Little Woods alveg út við vatnið. Jeg fór þangað. — Þegar þangað kemur labbar ein hver náungi að mjer og segist vera sá sem hafi með bátinn að gera svo að við förum niður að bryggjunni. Jeg stíg út í bátinn og hann setur mótorinn í gang og við siglum út að stórri skútu sem liggur við akkeri úti á vatn inu. Jeg þekkti ekki nema einn af körlunum þar fyrir utan Fox worth og það var Cecil Brew- ster. Hann var í Manos þegar við vorum þar. Þú manst kannske eftir honum líka“. „Jeg kannast við nafnið“. „Mig fór að gruna margt úr því það var svona mikil leynd yfir þessu öllu. Mjer datt í hug að það væri lítill vandi að vopna flugvjelarnar þegar búið væri að koma þeim á þennan óþekkta flugvöll. Það er stutt niður til Lorando frá Cerro del Hule og það mundi vera hægur vandi með nokkrum vopnuðum flug- vjelum og smávegis aðgerðum á landi að steypa stjórninni og frelsa lýðinn“. „En hversvegna þessi mikla launung?“ „Tímarnir hafa breytst. — Manstu eftri Dick Corliss?“ - „Já“. „Veistu hvar hann er núna?“ „Nei. Er hann ekki heima hjá sjer í Pascagoula?“ „Hann bíður dóms fyrir bylt ingartilraun eða eitthvað þess- háttar. Hann og tveir aðrir ná- ungar frá skipasmíðastöðinni, sem þeir áttu hjerna í New Orleans. Dick var ágætur ná- ungi, en hann hugsaði of hátt og nú er hann undir lás og slá af því að þeir komust að því að hann var með fullfermi af bryn drekum og þessháttar á leiðinni út flóann, undir því yfirskyni að það ætti að nota þá við laríd- búnaðarstörf. Þeir eru orðnir varir um sig hjá leyniþjónust unni“. „Og vorum við að tala um þetta á laugardagskvöldið?“ „Við töluðum ekki um arínað. Þú varst til í tuskið. Þú stágíað ist á því að þú vildir komast burt úr þessari borgarholu og gæfir f jandann í allt og alla sem þar voru. Og þú varðst alltaf háværari og háværari og híóp- aðir að það væri ekki lifandi í þessari viðbjóðslegu. borg og þú hrópaðir húrra fyrir bylting- unni og spurðir hvar við ættum að lenda flugvjelunum. Jeg var á nálum og reyndi að þagga nið ur í þjer og afgreiðslumaður- inn sagði að þú fengir ekki meira vín .... og þá fjekk jeg þetta glóðarauga með kærri kveðju frá þjer. Þú ert nokk- uð sterkur í höndunum, karl minn. Það mætti segja mjer að þú gætir unnið verðlaun-fyrir hnefaleika eftir nokkra æf- ingu“. 11 ii ii1111 ii ii iiiiiiiimiu Peningamenn! Vill ekki einhver lána tVéilff ■ É ungum mönnum 15—20 þus. kr. gegn góðu veði og góðum vöxtum. Sinnendur leggi vm- samlegast tilboð á afgr. Mbl. fyrir laugardagskv., merkt: „Fljót hjálp — 18“. — Þag- mælsku heitið. llltllllllllflllMllllllllllllllllllflllll IIIIIIIIIIIIIll111111111111111111111 iiiitiiiiiiiiur? Blómapienfyr Stórar og fallegar Nellikur, Belerar, Morgunfrú o. fl. plönt- ur til sölu Staðarhól við ' Dvngjuveg, Langholti. Simi 2541, sent heim ef keypt er fyrir 50 kr. minnst. Illllll lll111111111111111111111ll IIll ••11111111111111111111111111111111111 | Rafha | eldavjel til sölu. Tilboð merkt: É | „Rafha — 24“ sendist afgr. : = Mbl. fyrir mánudagskvöld. 111111111111111111111111111111 Lokað vegna sumarieyfa fi! 17. iúEí Eirlkur Sæmundsson & Co. H.f. j 2. heffi er komi§ úf og flyfur afarspennandi ■ j [eyni3ögreg3usögur er heifir ■ ■ ■ ■ Svartca kóngulóin Takið Spaðaásinn með ykkur í sumarleyfið. Málverk, Irjesf'urðarmynilir teikningar jj os raderingar jj n eftir Engilberts, Örlyg. Jón Þorleifsson, Blöndahl, Kjartati 3 Guðjónsson, Kristinn Pjetursson og marga fleiri. ;; Einnig allskonar tækifærisgjafir. ;; n ri Lisfvershmin Hverfisgöfu 26 Sími 7172. — Gengið inn frá Smiðjustíg. ■ a«5juuc« « • »• * »**• .M.WaK.KW.ifiöar.*»:««>» . MAtim LÖGMANNAFJELAG ÍSLANDS: Fundarboð • Aðalfundur fjelagsins vérður haldinn í Tjarnarkafíi, uppi, föstudaginn 30. þ. mán. kl. 5 síðdegis. D A G S K R Á : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Tillögur um brcytingar á gjaldskrá fjelagsins. 3. Önnur mál. Eorðhald eftir fund. STJÓRNIN. lofiileiiiSiiíspöp Nýkomin, útskorin borðstofuhúsgögu, tvær failegar gerðir. — Sama lága verðið. Húsgagnaverslun Guðmundar Guðmundssonal., Laugaveg 166 Rafmagnsvindii Ný amerísk rafmagnsvinda til sölu. Vindan er drifin af 5 ha. rafmagnsmótor, með 115 volt, er með sr.ekkú' > drifi og tveim koppum. :iiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiii»iii*iiiiiii«fiiiiiiiiiiiiiii S K E R M A R I Ð J A, Lækjarg. 10. iiiiiiiiieiKiiiiiiiiiiiiiiiiiitfiiaiiiKitiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiKiiiiiy \)jelómúiavi ^JJletL öfan Hafnarfirði. UP Sími 9139,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (30.06.1950)
https://timarit.is/issue/108182

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (30.06.1950)

Aðgerðir: