Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1950næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Morgunblaðið - 30.06.1950, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.06.1950, Blaðsíða 12
Jean Sibelius vinnur stöðugt að tónsmíðum 1 Verður hálfníræður á þessu ári, Samial við frú Margarefa Jalast dótfur tónskáldsins. EINS OG áður hefur verið skýrt •frá hjer í blaðinu er dóttir hins mikla finnska tónskálds, Jean Sibelius, stödd hjer á landi um þessar mundir ásamt manni sínum Jussi Jalas hljómsveitar- rtjóra, sem stjórnaði Sibeliusar hljómleikum symfóníuhljóm- .'veitar íslands fyrir skömmu. Morgunblaðið átti í gær stutt í arntal við frú Margareta Jalas og spurði hana tíðinda af föður hennar, sem nú er háaldraður orðinn. Verður hálfníræður í desember — Faðir minn er nú á 85. sldursári. Hann verður hálfní- ræður 8. desember n.k. En rnóðir mín er 79 ára gömul. Þau eru bæði við góða heilsu ennþá. Jeg var heima hjá þeim dag- inn áður en við lögðum af stað tii íslands. — Hvar býr faðir yðar nú? — Hann hefur s.l. 40 ár búið í litlu tveggja hæða timbur- húsi 38 kílómetra fyrir utan Helsingfors. Áður en hann flutti þangað hafði hann lengstum átt heima í borginni. En hon- um fannst það orðið of ónæðis- samt, of mikið um heimboð og heimsóknir. Hann kann ágæt- lega við sig í sveitinni og geng- ur daglega sjer til hressingar um skóginn, sem er í kringum húsið. Yfirleitt ferðast hann nú nlls ekki út af bæ sínum, Vinnur stöðugt að tónsmíðum. — Hvað er langt síðan að iiíðasta verk tónskáldsins var gefið út? — Það mun hafa verið hljóm- sveitarverkið Topiola árið 1927. Ar.nars er hann alltaf að semja ný tónverk, stór og smá. En ekkert þeirra hefur verið gefið út og jeg veit ekki hvort þau verða birt. — Hvernig hagar tónskáldið vinnu sinni? — Hann vinnur aðallega á kvöldin og nóttunni, en sefur fram eftir á morgnana og fer oft ekki á fætur fyrr en kl. 1 um daginn. Hann skrifar ekki nærri alltaf verkin um leið og bann semur þau, heldur geym- ir þau í huga sjer þangað til hann hefur fulllokið þeim. Þá skrifar hann þau niður. Hefur mikinn áhuga fyrir íslandi. — Faðir minn hefur mikinn áhuga fyrir íslandi. Það má t aunar segja að hann hafi ást á íslandi. Fyrir mörgum árum var honum gefin Njála og hann hefur miklar mætur á íslend- ingasögunum. Jeg er viss um að hann mundi hafa haft mikla ánægju af að koma hingað og kynnast landinu. Mjer hefur fundist dvölin hjer dásamleg. Aldrei heyrt Valse triste eins vel leikinn. — Hvaða álit hafið þjer á hinni ungu íslensku symfóníu- hljómsveit og meðferð hennar á verkum föður yðar? — Hún er áreiðanlega góð, þó að hún sje ung og fremur fámenn. Jeg var mjog ánægð með Sibeliusar-tónleika henn- ar, Jeg get tekið undir það, sem finnska söngkonan, frú Rautawaara, sagði, að hún hefði aldrei heyrt Valse Triste op. 44 eins vel leikinn og af symfóníu- hljómsveitinni ykkar. Þannig fórust dóttur hins mikla tónskálds orð. í dag fer hún norður til Akureyrar og mun ferðast eitthvað um Norð- urland á næstunni, ásamt manni sínum, sem aðstoðar frú Rauta- waara við söngskemmtun, sem hún heldur nyrðra. Þau hjónin Margareta Jalas. ráðgera að dvelja újer á lanúi rúma viku ennþá. Þau eru mjög ánægð með komu sína hingað og segjast hverfa hjeðan með fagrar endurminningar um land og þjóð. Er óhætt að fullyrða að þessu ágæta listafólki fylgja bestu árnaðaróskir íslendinga heim til þúsundvatnalandsins. S. Bj. lækkun símskeyla- gjalda SAMKVÆMT ákvæðum alþjóða ritsímareglugerðarinnar, sem gerð var í París 1949, og geng- ur i gildi 1. júlí 1950, falla frá þeim tíma niður m. a. LC, NLT og CDE skeyti, en gjald fyrir almenn skeyti milli Evrópu- landa og landa utan Evrópu lækkar um 25%. Milli íslands og landa utan Evrópu verða því öll skeyti nema blaðaskeyti reiknuð með einu og sama gjaldi frá 1. júlí 1950 að telja. Skeytagjöld til Norður-Amer iku verða því þessi: Til New York og Lake Success (N. Y.), kr. 6,15 fyrir orðið, en til allra annara stöðva í Bandarikjun- um kr. 7,40 fyrir orðið og til Canada kr. 6.60 fyrir orðið. (Frá póst- og símamála- stjórninni). Sönnað í mánuð TOKYO, 29. júní: — Tilkynnt var hjer í Tokyo í dag, að 24 japönsk kommúnistablöð hefðu verið bönnuð í einn mánuð. — Reuter. ALBERT GUÐMUNDSSON, knattspyrnumaður, Brynhildur kona hans og Helena dóttir þeirra, voru meðal farþega á Gull- fossi í gær. Albert mun dvelja hjer í tvær vikur. Hann er í sumarfríi og mun ekki leika knattspyrnu á meðan hann dvelst hjer. — Ljósmyndari Morgunblaðsins tók þessa mynd um borð í Gullíossi í gærmorgun. Áiberl Guðmundsson í heimsókn. Kemur til togara- verkfalls í nótt? HAFI SAMNINGAR ekki tekist fyrir miðnætti í nótt, milli Fjelags ísl. botnvörpuskipaeigenda og samtaka tog- arasjómanna, kemur til verkfalls á togaraflotanum. Sjómenn sögðu upp Sjómannafjelögin í Reykja- vík og Hafnarfirði sögðu samn- ingum sínum upp við Fjelag ísl. botnvörpuskipaeigénda. — I byrjun þessa mánaðar kunn- gerðu sjómannafjelögin kröfur sínar, í sambandi við nýja samninga. Þá hefui farið fram atkvæðagreiðsla meðal togara- sjómanna í fyrnefndum tveim fjelögum um verkfallsheimild. Við þá atkvæðagreiðslu greiddu atkvæði 409 sjómenn Sögðu 401 þeirra já við heimildinni, fjórir voru á móti verkfallinU og fjórir seðlar auðir Til sóttasemjara Deiluaðilar hafa komið sjer saman um að skjóta málinu til sáttasemjara ríkisins í vinnu- deilum, Torfa Hjartarsonar, tollstjóra. I gær átti hann fvrsta fund sinn me* aðilum og hcíst sá fundur síðdegis. Togarar, sem ekki verða í höfn ef til verkfallsins kemur, verða stöðvaðir jafnóðum og þeir koma i höfn á meðan samningar hafa ekki tekist í deilunni.________________ Erling Blöndal Bengfson kominn fil Rvíkur ERLING Blöndal Bengtson og móðir hans, frú Sigríður Blön- dal Bengtson komu með Gull- fossi í gær. Ætlar hinn ungi cellosnillingur að vera hjer um kyrrt í nokkrar vikur í frii. LONDON: — Rússar hafa nú gert kvikmynd um Alexander nokk- urn Popov,, sem þeir fullyrða að hafi fundið upp útvarpið. — í myndinni er gert lítið úr Mar- coni og gefið í skyn, að hann hafi stolið útvarpsuppfinningunni fró Papov. __j ll.þing AlþýSusam- bands Veslfjarða ÍSAFIRÐI, 29. júní. — Ellefta þing Alþýðusambands Vest- fjarða, var haldið á ísafirði dag ana 27. og 28. júní síðastliðinn. Þingið sóttu um 30 fulltrúar frá öllum fjelögum á sambands- svæðinu, nema Bíldudal og Tálknafirði. Stjórn sambands- ins var öll endurkjörin, en hana skipa: Hannibal Valdimarsson, forseti, Eyjólfur Jónsson, rit- ari, og Kristján Kristjánsson, gjaldkeri. — Frjettaritari. Einar Krisljánson heldur söngskemfun á Akureyri AKUREYRI, 29. júní. — Einar Kristjánsson óperusöngvari hjelt söngskemtun í Nýja Bíó á Akureyri í gærkvöldi og voru það fyrstu opinberu hljómleik- ar hans hjer á landi á þessu ári. Á söngskrá voru lög eftir Björgvin Guðmundsson, Árna Thorsteinsson, Sigfús Einars- son, Schubert, Melartin, Grieg og síðast á söngskránni aríur eftir Donizetti og Puccini. Aðsókn var mjög góð, og tóku tilheyrendur söngvaranum með hinum mestu ágætum. — Bárust honum margir blóm- vendir. Undirleik á bljóðfærið annaðist fröken Guðrún Krist- insd., ag hinni mestu prýði. Einnig bárust henni blóm. II. Vald. Úthlutun skömmlun- arseðla í dag 1 ÚTHLUTUN skömmtunarseðla fyrir þriðja skömmtunartíma- bil þessa árs hófst í gær í GT- húsinu. í dag heldur úthlutuninni á-« fram frá kl. 10 f.h. til kl. 5 e.h.9 en lýkur á morgun kl. 12 á há- degi. Fólki er ráðlagt að draga ekki að vitja skömmtunarseðla sinna. SÍLD ! FRJETTARITARI Mbl. á Siglufirði símaði í gær, að síldarléitarskipið „Fann- ey“ hafi fengið 100 tunn- ur síldar í hringnót í einu kasti á Skoruvík. Fanney hefir, eins og kunnugt er, leitað síldar að undanförnu fyrir Aust urlandi. Bótur frá Ólafsfirði fjekk tunnu síldar í kastnet austur af Gríms- ey og annar bótur 1 y2 tunnu. Finnskt veiðiskip fjekk einnig nokkra síld á sama stað. í gær var iogn og blíða, en að undanförnu hefir verið bræla. Fanney fór til Sigluf jarð ar með síld sína, en þar verður hún fryst í beitu. Rússnesk skip fá j síld fyrir norðan j RAUFARHÖFN, 29. júní: — Sjc3 eða níu reknetaskip undir rúsa nesku flaggi halda sig austaW við Langanes. Munu þau vera eistnesk eða lettnesk. Þau, sem voru næst landi í nótt öfluðu mjög vel. Bátar: komu að, þar sem þau voru afS draga netin rjett utan viSS þriggja mílna landhegina. Segja þeir sildina magra og aðeins þær stærstu festast í venjuleg- um reknetum, 18 umfara. Eitthvað af útlendum snurpi- nótaskipum eru komin á mið- in. — Síld er farin að koma upp úr þorski við Hraunhafnar- tanga. — Einar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 136. tölublað (30.06.1950)
https://timarit.is/issue/108182

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

136. tölublað (30.06.1950)

Aðgerðir: