Morgunblaðið - 09.08.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.08.1950, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIt9 Miðvikudagur 9. ágúst 1950 Víkverji skrifar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Otg.: HJ. Arvakur. Reykjavlk. Fraiukv.stj.: Sigíús Jónsson. titstjórl: Valtýr Stefánssou (ébyrg8ar*>.-þ Frjettaritstjórl: ívar Guðmundsson. ^uglýsingar: Arni Garðar Kristinssoit. Ristjórn, auglýslngar og afgreiðsla: Austurstrœti 8. — Sími 1600. Lcsbók: Arni Óla, sími 8045. Aakriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlanda. ! lauaaaSIv S* aura aintakið. 85 aura me8 Lesbók. Liðskönnun kommúnista ■f ■, SAMKVÆMT heimildum frá sjálfu aðalmálgagni komm- únistaflokksins í Rússlandi, „Pravda“, er það greinilegt, hvað vakir fyrir flokksdeildum kommúnistaflokksins í Vestur- Evrópulöndum, með undirskriftasmöluninni undir hið svo- nefnda „Stokkhólmsávarp“. • Forystumenn flokksdeildanna hafa fyrir löngu gefið yfir- lýsingar1 um, að þeir telji það skyldu sína að vera rússnesk- u’m innrásarherjum til aðstoðar, ef sú stund rynni upp, að rússneskur innrásarher rjeðist á land þeirra. . Yfirlýsingar slíkar eru á venjulegu máli kallaðar opin- her landráð gagnvart þjóð sinni. En þegar það er vitað, að ósögðu, að forystumenn kommúnistadeildanna ætla sjer að svíkjast aftan að þjóðum sínum, ef þeim gefst færi á, koma þeim undir hið rússneska ok, þá er eins gott að ský- lausar yfirlýsingar komi fram frá þeim um þetta. Þá getur enginn efast lengur um hugarfar og fyrirætlanir þessara einræðisþjóna. Forystumenn hinnar íslensku flokksdeildar hafa ekki ehn gefið slíkar skýlausar yfirlýsingar, eins og starfsbræð- ur þeirra í Vestur Evrópu. Ekki kunnað við það, eða ekki komið sjer að því hingað til. Þó Einar Olgeirsson hafi hvað eftir annað setið fundi með öðrum deildarstjórum kommún- iítaflokksins í Vestur Evrópu, er eins og ekkert hafi liðk- ást um málbein hans við þær fundarsetur. Hann hefir þvert á móti komið heim daufari í dálkinn en þegar hann fór. Eins og gefur að skilja, er það ekki fullnægjandi fyrir ,,Kominform“ eða Moskvastjórnina, að tryggja sjer það, að nokkrir forystumenn Fimtuherdeilda þeirra gefi yfirlýs- ingar um, að þeir skuli, hvenær sem kallið kemur, vaða fram í vígamóð með hinum rússnesku hersveitum. Moskva- stjórnin gengur eftir því, að alt hennar lið, verði tilbúið þegar á þarf að halda fyrir „heimsbyltinguna“. Þessvegna er efnt til undirskriftarsöfnunarinnar undir Stokkhólmsávarpið. Eftir því sem „Pravda“ skýrir frá fyrir skömmu og áður hefir verið getið um hjer í blaðinu, líta yfirvöldin í Moskva svo á, að hver sá maður, sem undir- ritað hefir ávarp þetta, hann sje skuldbundinn til þess, að fylgja fyrirskipunum frá Moskva þegar þess er óskað það- an. Hjer er því um liðskönnun Moskvamanna að ræða, sem er ekki nema eðlileg. Moskvastjórnin, sem önnur her- stjórn, vill vita, hvaða fólk það er, karlar og konur, bæði hjer á landi, sem annars staðar, sem reiðubúið er til þess að leggja hagsmuni þjóðar sinnar á hilluna og berjast fyrir slheimsyfirráðum kommúnista. Þeir, sem fást til að undirrita ávarpið, þar sem þess er óskað, að öll vopn sjeu leyfileg, nema kjarnorkusprengj- ur, uns Sovjetríkin þykjast hafa af þeim nægi- legar birgðar, þeir eru teknir gildir sem Fimtuherdeildar- menn, alveg jafnt hvort þeir láta nafn sitt undir þetta ein- kennilega „friðarplagg“ af einlægu fylgi við heimsvalda- stefnu Moskvamanna, ellegar þeir gera slíkt af bláberri heimsku sinni. Á það var bent hjer í blaðinu á sunnudaginn, að hjer á landi væri Fimtaherdeildin undarlega hæglát og aðgerðar- lítil í þessu undirskriftarmáli. Viðbúið væri, að ef sami aeyfingjaháttur í herbúðum kommúnistadeildarinnar hjer hjeldi áfram, þá myndu hinir íslensku deildarstjórar fyrr eða síðar fá alvarlegar snuprur frá húsbændum sínum. Sönnun fyrir þessum aðgerðum að austan voru þá ekki langt undan. Því á sunnudaginn gleymdi ritstjóm Þjóð- viljans svo til öllu því, sem gerðist og gerst hafði undan- farin dægur, fjær og nær og gaf út æðisgengið áróðurs- blað fyrir Stokkhólmsávarpið. Þetta starblinda Moskvamálgagn Ijet þess ekki getið, af Sjkiljanlegum ástæðum, að það eru fulltrúar Sovjetríkjanna, sem hafa staðið eins og veggur á þingi Sameinuðu þjóð- anna gegn raunhæfu banni gegn kjarnorkuvopnum. Og allur heimurinn veit að það eru yfirboðarar Þjóðviljans, ihennimir, sem gefa þetta blað út, sem einir bera ábyrgðina a því, að kjarnorkuvopnum hefir ekki verið útrýmt úr heiminum. _ Ilffk HÁTÍÐIN, SEM HVARF VERSLUNARMANNAHELGIN svonefnda, sem nú er nýafstaðin, var einu sinni mesta hátíð sumarsins í augum Reykvíkinga. Nú er lítið hátíðlegt orðið við þessa helgi, öðrum fremur. Það er ekki nema einstaka maður, sem nennir að flagga, hvað þá meira. Það er helst, að blöðin minnist hátíðarinnar, sem átti að vera og út- varpið fær 2 eða 3 forystumenn verslunar- manna til að segja nokkur orð. En skemmtun fólksins, — verslunarfólksins, — er ekki um að ræða. Mörgum mun þykja eftirsjá að þessari sumarhátíð verslunarmanna, því nú má með sanni kalla frídag verslunar- manna „hátíðina, sem hvarf“. • VIRÐINGARVERÐ VIÐLEITNI ÞEIR menn, sem höfðu víðsýni og kjark til að leggja fje í að koma upp skemmtigarðinum Tivoli, eiga þakkir Ryekvíkinga skyldar. Því að þó að‘!ýmsu megi þar finna, þá má segja, að þetta sjú eini skemmtistaðurinn, sem Reýkvík- ingar hafa aðgang að á sumrin. Aðrir úti- skemmtistaðir hafa gefist upp, eða fólkið gefist upp á skemmtistöðunum. Leiktækin í Tivoli eru yfirleitt ágæt og smekklega frá flestum gengið, þótt mikið vanti á til að jafnast á við Tivoli í Kaupmannahöfn, eða erlenda skemmtigarða, sem von er. En þrek hefur þurft til, að láta sjer detta í hug, að hjer væri hægt að koma upp skemmti- garði á borð við slíkar stofnanir erlendis. • FÁIR ÚTVALDIR EITT AF skemmtiatriðunum á verslunarmanna- hátíðinni var dansleikur í veitingahúsinu í Ti- voli. Þar af leiðandi voru þessi salarkynni lokuð öðrum gestum hátíðarinnar, en þeim, er vildu kaupa sig inn dýrum dómum og dansa. Þetta var mjög svo vanráðið, þótt það kunni að hafa gefið peninga í aðra hönd. Að sjálfsögðu kom- ust ekki nema örfáir hátíðargesta á dansleik- inn, en margir voru snapandi „aukamiða", utan- garðs. • LOKAÐ HtJS BLAÐAMÖNNUM EKKI GET jeg greint frá hvað gerðist, eða hve hátíðlegt var innan húss, því myndarlegur dyra- vörður, valdsmannslegur og sjálfs. efni í kurt eisasta mann, ef hann legði fyrir sig að læra reglurnar, tilkynnti mjer að blaðamenn væru ekki velkomnir á dansleikinn. Og er jeg spurði eftir forráðamönnum hátíðai-innar, til að fá þeirra umsögn um athafnafrelsi blaðamanna á verslunarmannahátíðinni, var svarið, að eng inn þeirra væri við. Ótrúlegt, að þeir hafi allir verið farnir heim að sofa, kiukkan tæplega 11, er hátíðin hefði átt að standa, sem hæst. • ORÐ FRÁ ALBERT ÍSLENDING Abert Guðmundsson, knattspyrnusnillingur, var hjer í sumarfríi í sumar, ásamt konu og dótt ur, sem kunnugt er. — Okkur talaðist svo til á meðan hann var hjerna, að við skyldum rabba saman um heimkomu hans, en það fórst fyrir sökum anna. Nú hefur Albert sent mjer línu, þar sem hann minnist meðal annars á heim- komuna og hvernig sjer hafi litist á eftir margra ára fjarveru. Albert er Reykvíkingur, fæddur hjer og upp- alinn og hann tekur vel eftir þeim breytingum, sem orðið hafa í útliti bæjarins. • GRASFLETIR í STAÐ LRÐAR OG GRJÓTS „ÞAÐ VAKTI mikla gleði hjá mjer, að sjá hve vel þeim mönnum hefur orðið ágengt, sem geng- ist hafa fyrir fegrun bæjarins. Þar sem áður var urð og grjót, eru nú viða fallegir, einfaldir gras- fletir og blómabeð. Vonandi að haldið verði á- fram á þessari braut“, segir Albert í brjefi sínu. Annað var það, sem Albert segir að hafi glatt sig, en það var Þjóðleikhúsið og leikur íslensku leikaranna, sem hann telur jafngóða, ef ekki betri og þá erlendu leikara, sem hann hefur kynnst. En Albert er áhugahaður um leiklist og sækir leikhús í París og annarsstaðar þar sem hann er erlendis af miklu kappi. Auk þess þekk ir hann marga franska leikara persónulega. „En Brynjólfur Jóhannesson er minn maður“, segir Albert. • ÁNÆGÐUR MEÐ ÍÞR ÓTTAMÓTIN AÐ LOKUM drepur Albert í brjefi sínu á í- þróttamótin, sem haldin voru á meðan hann var hjer á landi, en það var meðal annars keppnin við dönsku iþróttamennina. Segir hann, að það hefði undrað sig hve vel mótin voru skipulögð og allt gekk eins og eftir snúru. Segist Albert ekki hafa sjeð frjálsíþrótta- mótum betur stjórnað, nje ganga betur og fljót- ar en á íþróttavellinum í Reykjavík. „Jeg veit, að þarna var erfitt verk Vel unnið“, segir Al- bert að Iokum. En ekki minntist hann á knattspyrnuna í Reykjavík í vor og í sumar, af hverju, sem það er. — • ÓHEPPILEG PRENTVILLA JAFNFRAMT því, sem jeg þakka birtingu á at- hugasemd frá mjer í „Daglega lífinu“ á sunnu- daginn, verð jeg að biðja um að leiðrjett verði álappaleg prentvilla er þar hafði komist ínn. Mín orð voru á þann veg, að nú vseru kirkjur máske friðhelgar fyrir öllum þjófum — ekki þjóðum, skrifar Snæbjörn Jónsson. Athugasemd mín var svo löng, að jeg hikaði af þeirri ástæðu að hnýta aftan í hana þökk til Víkverja fyrir að víta þráfaldlega eitt og annað, sem okkur er til tjóns eða hneisu — enda þótt mjer virtist aðfinnslan í þessu sjerstaka tilfelli ekki ólíkleg til að valda misskilningi. Blöðin þurfa einmitt að vera sívakandi samviska þjóð- arinnar. En eins og þau þurfa oft að finna að og benda á það, sem betur má fara, svo er það einnig vel að þau gefi hrós fyrir hitt, sem til fyrirmyndar má verða. — Sn. J. Vöruhappdrætti S.Í.B.S SKRÁ um vinninga í Vöru- happdrætti SÍBS í 4. flokki 1950. 10,000,00 kr. Nr. 6771 I 8,000,00 kr. Nr. 1152 4,000,00 kr. 10967 12798 14262 17548 23932 3,000,00 kr. 7292 16688 17755 29248 35046 2,000,00 kr. 6849 14873 14890 18122 19057 26245 30076 33112 33790 37075 500,00 kr. 1106 2492 3203 4552 4907 7594 8644 8663 9974 10146 20916 22119 24407 28969 39570 300,00 kr. 470 773 1078 1321 3245 3411 3779 6909 7403 862 8915 9641 11327 14144 14214 14398 14536 14699 15629 15888 19480 20262 21413 22709 25138 25204 28109 33781 35147 35405 35454 35600 35802 35957 36263 38151 38597 39097 39214 39954 1 200,00 kr. 557 824 933 1101 1192 1595 1950 3202 4305 4399 4755 4889 4935 5168 5172 5248 5258 5807 6336 6396 6456 6479 6796 7295 7630 7741 8397 8666 8894 9181 9360 9523 9668 10252 10576 10612 10631 11111 11145 11307 11349 12057 12290 12334 12448 12632 12852 13033 13112 13370 13375 13556 13618 13657 13970 14700 15130 15266 15465 15581 15868 15910 15912 15927 16527 16731 16873 17048 17662 17694 17979 18640 18697 19188 19548 20061 20210 20490 20629 20712 20976 21147 21879 22107 22393 22430 22435 22474 22717 22837 23334 23412 23542 24140 24350 24405 24589 24603 24713 24805 25389 25662 26034 26070 26462 26805 28306 28309 28656 28791 28852 29101 29263 29590 29815 29857 29861 30221 30401 30672 31762 32086 32375 32618 32816 33187 33428 33464 33636 34022 34090 34351 34403 34537 34751 34773 35582 36179 36285 36391 36403 36661 36985 37300 37324 37401 37432 37534 38092 38236 38258 38456 38478 38560 38629 38810 38874 39084 39281 39542 100,00 kr. 5 70 122 134 147 162 236 569 644 682 878 979 1031 1127 1185 1209 1262 1392 1440 1917 2114 2152 2259 2340 2389 2412 2577 2626 2641 2655 2848 3084 3103 3135 3171 3358 3515 3559 4059 4086 4276 4452 4579 4604 4653 4777 4786 4828 4863 4909 5053 5066 5078 5356 Framh. á bls. 5364 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.