Morgunblaðið - 17.08.1950, Blaðsíða 10
10
MORGÍJ NBLAÐÍÐ
Fimtudagur 17. ágúst 195Q.
- Kommar
* Fi'amh. af bls. 9.
vitnið Balmes Hidalgo. Hann
var uppgjafahermaður og
kommúnistasprauturnar sóttust
eftir að fá hann í flokkinn.
Sögðu: — Þú ert uppgjafaher-
maður, þessvegna áttu heima í
kommúnistaflokknum. Loksins
ljet Hidalgo undan en „eftir
samkomulagi við lögregluna“.
Hann hækkaði fljótt í tign
og kynntist tilraunum komm-
únista til að vinna á sitt band
uppgjafahermenn. Kommúnist-
ar sóttust sjerstaklega eftir
vönum hermönnum, því að
þeim var ætlað það hlutverk að
berjast í byltingunni. Það var
einnig á stefnuskrá kommún-
ista að læða sínum flokksmönn-
um inn í lögreglusveitir, her
og heimavarnarlið. Allt var
þetta til að undirbúa blóðuga
byltingu.
Hidalgo minntist m. a. orða
háttsetts kommúnista: — Með
10 þús. vel vopnuðum komm-
únistum getum við náð á okkar
vald New York. Við þurfum
ekki að vera í meirihluta, held-
ur getum við stjórnað meirihlut
anum með valdi.
4
! Málþóf og hótanir.
23. mai hófst vöm komrnún-
ista, ef vörn skyldi kalla. Þeir
peyndu lítið eða ekkert að af-
sanna sekt sína, enda voru þeir
svo rækilega afhjúpaðir, sem
samsærismenn, að vörn sýndist
vonlítil. En margar vikur hjeldu
þeir uppi málþófi, fluttu enda-
lausar áróðursræður. Þeir jöfn-
uðu sjer jafnvel saman við
postula Krists, sem hefðu verið
ofsóttir á sínum tíma!! Ekki
gátu þeir samt sýnt fram á, að
postularnir hefðu stuðlað að
vopnuðu ofbeldi.
Meðan þessu fór fram í rjett-
arsölunum fylgdu aðrir komm-
únistar starfsreglum kommún-
igmans. — A hverjum degi
fjekk Medina dómari hótunar-
brjef um morð og dauða svo
hundruðum skipti, ef hann vog-
aði sjer að dæma hina ákærðu.
Sama var að segja um kvið-
dómendurna.
Dæmdir fyrir að svívirða
rjettinn.
14. október, eftir margra
mánaða orðlengingar kommún-
ista fór loks að líða að lokum
málsins. Kviðdómurinn kvað
upp úrskurð sínn: „Vjer álít-
um alla hina ákærðu seka“.
Strax á eftir kvað Medina
dómari upp dóm yfir mála-
færslumönnunum fyrir rjettar-
farsbrot. Medina dómari sagði:
Jeg hefði fyrirgefið ykkur það,
málafærslumenn, þó þið hefð-
uð einstaka sinnum í hita máls-
ins, ósjálfrátt og óvart komið
ósæmilega fram. En af fram-
komu ykkar allan þennan tíma
er það Ijóst, að þið hafið á
skipulagðan hatt og sjálfrátt
ásett ykkur að svívirða rjett-
inn.
Var dómur yfir málafærslu-
mönnunum fyrir rjettarfars-
brot svo kveðinn upp. Sacher,
Gladstein og Dennis fengu hver
6 mánaða fangelsi. Crockett og
Issermán 4 mánaða fangelsi og
McCabe 30 daga fangelsi, allt
fyrir ívirðingar við rjettinn.
Samsæri um blóðuga
b- tingu.
•21. október var bvo kveðinn
ur : ákærðu. Dóms-
ov • ar elUangf,« . '’:ærðu voru
sem yfirmenn kommúnista-
fl",'ks Bav> iRíákjanna fundnir
sek’ <im sa ri um að steypa
afhjúpaðir
stjórnskipan Bandaríkjanna
með ofbeldi.
A það var bent, að kommún-
istum væri heimilt að halda
fram kenningum sínum um
nýtt þjóðskipulag og þessum
kenningum gætu þeir reynt að
vinna fylgi við frjálsar kosn-
ingar. En glæpur þeirra er að
vinna að blóðugri byltingu með
ofbeldi.
Dómurinn var kveðinn upp:
Hver hinna ákærðu fjekk 10
þús. dollara sekt og 5 ára fang-
elsi, nema Thompson, sem
vegna góðrar framgöngu í stríð-
inu fjekk 10 þús. dollara sekt
og 3 ára fangelsi.
Eystrasallsríkin skulu i
aftur verða frjáls
WASHINGTON, 15. ágúst —
Fulltrúar útlagastjórna Eista,
Letta og Lithaua sendu nýlega
Bandaríkjastjórn orðsendingu,
þar sem látin er í ljós ánægja
yfir því, að Bandaríkin hafa
nú á vegum Sameinuðu þjóð-
anna ákveðið að mæta ofbeldi
kommúnista með hervaldi, þar
sem því er að skipta, svo sem
í Kóreu. Segir í orðsendingunni
að útlagarnir frá Eystrasalts-
löndunum trúi því, að sú stund
muni einnig renna upp, þegar
hin litlu lönd þeirra við Eystra
salt veroi að nýju frjáls og laus
undan ánauðaroki kommúnism
ans. — Reuter.
Fjallgöngumennirn-
irkoma beim
OSLO, 15. ágúst — Á morgun
eru væntanlegir til Oslo fjall-
göngumennirnir norsku, sem
tókst fyrir skömmu að klífa
tindinn Tirich Mir, 7,700 m. í
Sfefnl að eflingu
breskuhervarnann?
LONDON, 14. ágúst — Opin-
berar umræður hefjast um það
í Bretlandi n. k. fimmtudag,
hvort ekki sje rjett að hluti af
iðnaðinum verði tekinn til þess
Himalayafjöllum, sem fram til
þessa hefur verið talinn ókleif-
ur. Foringi flokksins er Arne
Næss prófessor í Oslo. Ferðin
öll hefur gengið mjög vel.
—NTB.
að bæta og.pfla vígbúnað lands-
ins.
Hafa leiðtogar iðnrekenda
og verkamenna verið boðaðir á
fund með stjórnarfulltrúum.
—Reuter.
Gjafabrjef fyrir minnisvarða
ións biskups Árasonar
í DAG, sunnudaginn 13. ágúst
1950, vígir biskup íslands, herra
Sigurgeir Sigurðsson, minnis-
varða Jóns biskups Arasonar,
sem er turn í 10 metra
fjarlægð frá norðurhlið Hóla-
dómkirkju, en milli turns og
kirkju hefir samtímis verið
byggður steingarður.
Saga turnsins er í stórum
dráttum þessi:
Á hjeraðsfundi Skagafjarðar-
prófastsdæmis, er haldinn var á
Sauðárkróki 14. jfiní 1938, bar
safnaðarfulltrúi Hóiásóknar, Árni
Sveinsson, fram svohljóðandi
tillögu:
Hjeraðsfundur ályktar, að
kjósa sjö manna nefnd til þess
að gangast fyrir, að Jóni bisk-
upi Arasyni verði reistur minnis
varði að Hólum — líkneski — og
hægt verði að afhjúpa það 7. :
nóv. 1950, á 400 ára dánarafmæli
Jóns biskups. Kosnir í nefndina
voru: Guðbrandur próf. Björns-
son, Árni Sveinsson safnaðarfull- J
trúi, Kristján Karlsson skóla- !
stjóri, Jón alþingismaður Sigurðs
son að Reynistað, síra Friðrik J.
Bafnar vígslubiskup, Brynleifur
Tobíasson menntaskólakennari,
Akureyri og Magnús prófessor
•Tónsson, Reykjavík. — Starfaði
bessi nefnd ein að fjársöfnun til
minnisvarðans til 1. nóv. 1942.
1. nóv. 1942, á minninsrarhátíð
Guðbrands biskups Þorlákssonar,
var kosin önnur nefnd t'l auka-
starfa í minnisvarðamálinu. —
Hlutu þessir níu menn kosningu
í hana:
Jóhann Sigurðsson bóndi á
Úlfsstöðum, síra Halldór Kol-
beins prestur að Mæiifeili, Jón
alþingismaður Sigurðsson að
Reynistað, Gunnlaugur Björns-
son bóndi á Brjmnesi, Sigurður
alþingúrnaður Þórðarson á Sauð-
árkróki, Guðbrandur Björnsson
próf., Hofsósi, JÓR <cpjáðsson
hreppstjóri að Læ og Hermann
Jónsson hreppstjóri að ?Aói.
Við brottför síra Haiidórs Kol-
beins. kom í h rtað í vicípd-
ina sjera Gunnar Gi'Jason prest-
ur að G'aumbæ. Nefnd þessí hef- i
ir verið kö’Iúð H ’! nefnd.
Árið 1944, 25. n; z, iögðu þ - 1
verandi b'ngr'.nr 'ka ■ •>t;i
peir SL ur -o. og Jón
Sigurðsson, fyrir Hólanefnd,
frumdrætti að turni, og áttu hug-
myndina að honum, þeir Sigurð-
ur arkitekt Guðmundsson og
Sigurður Sigurðsson sýslumaður
Skagfirðinga, en turninn skyldi
vera minnisvarði Jóns Árasonar
og samþykkti Hólanefnd öll,
þessa hugmynd.
Árið 1944, 13. ágúst, bar Ólafur
Sigurðsson bóndi á Hellulandi,
fram svohljóðandi tillögu:
„Gerð sie hringnæla með mynd
af Hóladómskirkju með turn-
teikningu Sigurðar Guðmunds-
sonar, búin sjeu til 15 þúsund
merki og seld á 10 kr. hvert, en
formanni Hólanefndar sje falin
athugun um framkvæmd tillög-
unnar“.
Formaður Hólanefndar fól
Sigurði Guðmundssyni teikningu
nælunnar.
Sigurður Guðmundsson teikn-
aði merkið og útvegaði frá Sví-
þióð 12000 merki, en Kristján
Karisson skólastióri á Hólum
og Ólafur Sigurðsson óðalsbóndi
á Hellulandi, stóðu fyrir merkja
sölunni. Hafa merkin verið seld
víðsvegar um land og turninn
byggður fyrir merkjasölu og
samskotafje. Turninn teiknaði
Sifmrður Guðmundsson endur-
gjaldslaust.
Yfirumsión turnbyggingarinn-
ar og útvegun efnis til hennar
hafði á hendi Hróbjartur Jónas-
son múrarameistari að Hamri í
Hegranesi.
Horrsteinn turnsins var lagð- 1
ur 14. ágúst 1949. Turninn er 27
metrar á hæð. Turn þennan af-
hendum vjer undirritaðir í nafni
hins forna Fólastiftis, Hóladóm-
kirkiu sð gjöf til ævarandi eign-
ar oe felum kirkjustiórn ísiands
ums’ón hans oe varðveíslu.
Óskum vjer nð minnisvarðinn
ve 3i öllum bornum og ó bornum
íslendineum tákn þess stórhuear
og trúaralvöru, sem elnkenndi
Jón biskup Arason.
Drottinn gefi dánum ró, hinum
líkn, sem bfa.
Hólum, 13. ágúst 1950
Guðlirandur Biörnsson. Jón Sig-
urðsson, Jóhann Sifurðsson,
Kristján KarVson. Jón Konráðs- 1
=:on Hermann Jór asson, Gunn
: "gi r ;íj ■ a.on. * innar Gisl. -
non, Sjgurður Þ . ðars m.
Minnmgarorð
25. JÚLÍ s. 1. andaðist_ Ingólfur
Jónsson skipstjóri á ísafirði í
Sjúkrahúsi ísafjarðar. Hann var
fæddur 27. júlí 1874 í Steingríms-
firði, en flutti um tvítugt í Hnifs-
dal við ísafjarðardjúp, og gerðist
þar brátt formaður fyrir Guð-
mund Sveinsson kaupmann og út
gerðarmann og var heppinn og
aflasæll; virtur og vel metinn af
þeim er kynntust honum.
Þegar skriður komst á það rjett
upp úr síðustu aldamótum að fá
hingað fiskibáta með vjelum
(mótorum) í stað árabátanna,
var Ingólfur þar jafnan framar-
lega í för frá byrjun þess merki-
lega máls og fylgdist jafnan síð-
an fast með þróun vjelbátaút-
gerðarinnar, jafnt eftir það, að
hann hætti að eiga í útgerð sjálf-
ur. Velfarnaður vjelbátaútgerð-
arinnar var honum alla tíð hjart-
ans mál, sem ekki var tengt nje
bundið við eigin arð eða á-
hættu.
Þeir útgerðarfjelagarnir Guð-
rnundur Sveinsson og Ingólfur
Jónsson urðu einnig fyrstir ís-
lendinga til þess að eignast
dekkaðan mótorbát. Bátur þessi,
sem hjet Ingólfur Arnarson, var
íslenskt smíði, smíðaður heima í
Hnífsdal af hagleikssmiðnum
Ásmundi.
Þessi bátur var og stærri en
áður hafði þekkst, um 10 smá!.,
og má hiklaust teljast brautryðj-
andi um stækkun vjelbátaútvegs-
ins. En þar af leiddi stórum bætt-
an útbúnað og aðbúnað og
aukna sjósókn og afiabrögð. —
Fyrstu spor þessarar þróunar
urðu því mjög í höndum Ingólfs
Jónssonar og hins alþekkta at-
oi’kumanns Sophusar Karls Löve,
sem enn er á lífi og búsettur í
Rvik. Síðar tóku svo aðrir við,
bættu um og byggðu ofan á
reynslu þá, er fengin var, oft til
bóta, en stundum þvert úr góðum
vegi, eins og gerist og gengur
enn í dag.
Segja má að IngóJfur Jónsson
hafi verið einn af frumherjum
vjelbátaútvegsins við ísafjarðar-
djúp frá s. 1. aldamótum um 30
ára skeið. Hann tók virkan þátt
í fjelagsstarfi sjómanna og út-
gerðarmanna allt þetta tímabil
og að nokkru talsvert lengur, og
hafði oft á hendi forustu í þess-
um málum. Hann hafði forgöngu
um smíði og kaup margra hinna
stærri vjelbáta erlendis, sem þá
voru allt að 40 rúmlestum. Sum-
ir þeirra báta eru enn við lýði
eftir aldarfjórðung og votta að
vel var fyrir öllu sjeð á þeirrar
tíðar nýsköpun útvegsins. Jafn-
framt þessu var Ingólfur löngum
formaður og fór það jafnan vel
úr hendi.
Þetta eru aðaldrættir úr langri
og farsælM starfssögu Ingólfs
Jónssonar og ærið nóg til þess
að halda á iofti verkum hans og
nafni með sæmd. En ekki var
minna vert um manninn sjálfan.
Hann verður flestum kunnugum
ógleymanlegur fyrir góðvild,
glaðværð og tryggð. Sannur höfð
ingi í hverri raun, viðbúinn að
leggja fram liðsemd til hjálpar
bágstöddum og sjerhverju góðu
máli. Við, sem áttum því láni að
fagna að vera samstarfsmenn og
vinir Ingólfs á æfibrautmni finn-
um eflaust allir hve mikið er
misst. Við geymum ótal minn-
ingar um hjartahlýjan heiðurs-
dreng, sem allt vildi gera til góðs;
ekki síst þeim er bágast áttu.
Við minnumst samstarfsmanns,
sem jafnan var manna viljugast-
ur og ósjerhlífnastur. Við minn-
umst og fjjlskvaiausrar vináttu
og tryggðar, sem engan skugga
bar á, þótt hann væri maður
hreinskilinn og oft ör í lund. í
aðfinningum hans var sjaldnast
broddur meinfýsinnar, heldur
ákafi umbótamannsins, sem .vildi
að hvert verk og dagfar færi svö
úr hendi, sem best mátti verða.
Ingólfur Jónsson var því að
vonum vinsæll maður og kvadd-
ur af öllum vinum og kunningj-
um með heiðri og þökk fyrir déð-
rík og drengileg störf og frábæra
mannslund og mannást. Hann
safnaði ekki. veraldlegum fjár-
munum, en líf hans var gott og
fagurt og öðrum til fyrirmynd-
ar. —
Arngr. F?, Bjarnason.
kvr. af bls. 6.
til um uppsetningu leikrita. —
Hvað leikritin snertir, hefir
Bókaútgáfa. Menningarsjóðs
hlaupið mjög myndarlega und-
ir bagga með fyrirhugaðri út-
gáfu á íslenskum leikritum, en
auk þess mun bandalagið þurfa
að láta fjölrita eitthvað af leik
ritum til sýninga. Þá hefir
skólastjóri Iiandíðaskólans, Lúð
vík Guðmundsson, heitið banda
laginu stuðningi, ef það beitti
sjer fyrir námskeiði í leiktjalda
gerð og útbúningi leiksviða að
einiiverju leyti í sambandi við
leikbrúðugerð, sem skólinn hef-
ir áður kennt.
Stjórnarkosning. — í fyrstu
stjórn B- í. L. voru kosnir:
Ævar Kvaran formaður, Lárus
Sigurbjörnsson rÞari og Sig-
urður Gíslason gjaldkeri, í
varastjórn: Frevmóður Jó-
hannsson varaformaður, Helgi
S. Jónsson os Herbert Jónsson.
Endurskoðendur voru kjörnir:
Emil Ásgeirsson og Haukur
Hannesson og Sigurður Schev-
ing tíl vara. •
Að fundarloki'm las formað
ur bandalagsins upp heillaóska
skeyti, sem borist hafði frá
Bókaútgáfu M°nningarsjóðs,-
Óbreyílir brgarar
aðsfoðaðir
GENF, 14. á?úst — Efnahags-
og fjelagsmálaráð SameinuðU
þjóðanna samb' kHi í dag með
samhljóða atkvæðum að veita
óþreyttum bor irum í Kóreu
þá aðstoð, sem i að gæti.
Fulltrúar P ' -a Tjekka og
Pólverja voru e’’ki viðstaddir
fund þennan Reuter.
IBUB
1, 2 eða 3 herbergi og eldhús óskast til ie' strax,
í oktober i haust. — Þarf ekki að vera st
Tilboð óskast send til Morgbl. merkt: „K? -530“.