Morgunblaðið - 17.08.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.08.1950, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 17. ágúst 1950. JltgwgpsstKilgkM& Útgi: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. Aðvaranir Churchills fyrr og nu ÞEGAR Adolf Hitler hafði komist til valda í Þýskalandi var grundvöllurinn lagður að síðustu heimsstyrjöld. Heimurinn áttaði sig ekki á því þá þegar. Ýmsir af leiðtogum lýðræðis- þjóðanna hjeldu að hægt væri að semja við nazista og tryggja þjóðunum frið og öryggi. En þar var einn stjórnmálaleiðtogi, sem frá upphafi sá, hvað verða vildi. Það var Winston Churc- hill. Hann skildi að tilgangurinn með hinum tryllta vígbún- aði Þýskalands var enginn annar en árás á nágranna þess, skefjalaus landvinningastefna, framkvæmd af samvisku- lausum einræðis- og ofbeldissinnum. Og Winston Churchill hóf upp raust sína. Hann aðvaraði bresku þjóðina og nágranna Þýskalands. Hann hvatti til víg- búnaðar lýðræðisþjóðanna og aukinna samtaka til eflingar vörnum þeirra, sjálfstæði, friði og öryggi. En rödd hans var um langt skeið rödd hrópandans. Þjóð hans trúði ekki varn- aðarorðum hans og nazistar hömuðust gegn honum og köll- uðu hann „stríðsæsingamann“ og „friðarspilli“. En fyrr en varði rættist spá Winstons Churchills. Herir nazistanna voru orðnir nógu öflugir til þess að flæða yfir hvert land Evrópu á fætur öðru. Áður en Hitler hóf árás sína hafði hann látið utanríkisráðherra sinn drekka sáttaskál við Stalin marskálk t Moskvu. Hin ægilega heimsstyrjöld hófst þannig með vinar- hótum nazista og kommúnista. Á þeirri stundu urðu þeir Heródes og Pílatus vinir. En ægileg þjáning mannkynsins sigldi í kjölfar vinmæla þeirra. Nú er aftur hart í heimi. Enn á ný er friði og öryggi þjóð- anna ógnað. Winston Churchill hefur á ný mælt sín varn- aðarorð. Hann hefur hvatt þjóðir Evrópu til náinnar sam- vinnu um varnir gegn þeirri hættu, sem nú steðjar að þeim. Kommúnisminn hefur komið í stað nazismans. Aðeins yfirburðir Bandaríkjanna í framleiðslu kjarnorkuvopna hafa til þessa hindrað Rússa í að ráðast á þjóðir Vestur-Evrópu, segir Churchill. Hann hefur jafnframt bent á, hversu gífur- legur munur sje á vopnabúnaði kommúnista og lýðræðis- þjóðanna í Evrópu. Rússar hafi undirbúið sig undir nýja styrjöld allt frá lokum heimsstyrjaldarinnar, en lýðræðis- þjóðirnar afvopnast. Nú eins og fyrir árás Þýskalands á Evrópu er Winston Churchill kallaður stríðsæsingamaður og friðarspillir. En nú eru það kommúnistar, sem að þeirri nafngift standa. Hinar frelsisunnandi þjóðir Evrópu eiga nú aðeins um tvennt að velja. Að trúa varnaðarorðum hins mikla breska stjórnmálaskörungs og sameinast um varnir sínar eða að glata frelsi sínu, mannrjettindum og persónulegri hamingju i hræsvelg hins kommúnistiska ofbeldis. Kommúnistar hafa sjálfir sannað rjettmæti þeirra um- mæla Churchills að kjarnorkuvopn Bandaríkjanna sjeu nú það eina, sem hindrar Rússa í að hefja árásarstyrjöld í Ev- rópu eins og þeir hafa látið leppa sína gera í Norður-Kóreu. Þeir hafa sannað það með hinum tryllta áróðri um bann við notkim kjarnorkuvopna. Rússar vilja með öðrum orðum fá ræði til þess að neyta yfiiburða sinna í vígbúnaði til þess að ræna þjóðir Evrópu frelsi og lífshamingju. Þeir vilja fá að drepa fólk með venjulegum vígvjelum, en losa sig við þann geig, sem er í brjósti þeirra við kjarnorkuvopn hinna vestrænu stórvelda. A þessu byggist „friðarsókn“ Rússa og kommúnista um víða veröld. Það er í fullkomnu samræmi við stefnu Sovjetstjórnarinn- ar í Kreml, sem fimmtuherdeildir kommúnista í öllum lönd- um hamast gegn öllum landvörnum. Hlutverk þeirra er að hleypa lokum frá dyrum þegar frelsisræningjana ber að garði, svíkja þjóð sína í hendur ofbeldisseggjanna. Það er al- veg sama þó að Brynjólfur Bjarnason gefi yfirlýsingar um það á Alþingi að landráðahyski hans muni mótmæla komu er- lends herliðs til íslands, hvaðan sem það kemur. Hver einasti cbrjálaður íslendingur veit að þessi sami Brynjólfur yrði Kuusinen eða Quislingur númer éitt um leið og honum 'nefði borist liðsauki úr þeirri átt, sem hann stöðugt mænir í og tekur við fyrirskipunum frá. Vjkmjiskritar. |'| R [)AGLEGA LÍFINU ÁLIT ERIK GUSTAFFSONS ERIK GUSTAFFSON hefir sagt sitt álit á bresku þjóðinni í brjefi, sem hann ritaði rit- stjóra stórblaðsins „The Daily Mail“ í London. Hefir ritstjórinn vafalaust birt brjefið til gam- ans, þar sem það eru sjóðbullandi skammir um bresku þjóðina óg dónalegar aðdróttanir. En Bretar eru einmitt þekktir fyrir það, að geta tekið með jafnaðargeði gagnrýni, ef hún kemur frá útlendingum, þótt þeir geti ekki fyrirgefið samlöndum sínum samskonar gagnrýni. • GUSTAFFSON ÍSLENDINGUR? NÚ HEFIR Erik Gustaffson án efa fullt leyfi til að láta prenta sitt álit á mönnum, eða mál- efnum, en það, sem verst er, Erik Gustaffsson segist vera íslendingur og kemur þar með dónaorði á íslendinga, sem ekki kunni að meta gistivináttu erlendis, heldur þurfi að blaðra eins og fífl. • BRJEF ERIK GUSTAFFSONS NÚ ER^brjef Erik Gustaffsons ekki svo merki- legt, að það sje hafandi eftir, en vegna þess að málið hefir haft nokkur eftirköst og mála- rekstur, er rjett að geta þess stuttlega: Gustaffson segist vera í skemmtiferð frá ís- landi og koma nú í annað sinn til. Bretlands með 30 ára millibili. En mikil breyting sje orðin á. Það verði varla sjeð, að Bretland sje lengur lýðræðisland, eins og ,,góða gamla ís- land“. „Vesaldarleg hlutdrægni og fáránlegt, reimskulegt hatur virðist benda til að hjer ríki raunverulega einræði“, segir þessi spek- ingur. • STÓÐ EKKI Á SVARINU ÞAÐ stóð ekki á svari við þessu fávísa brjefi Gustaffsons, því tveimur dögum síðar birtir Daily Mail brjef frá Lester nokkrum, sem segir, að íslendingar þurfi ekki mikið að státa af lýð- ræðinu. Lester segist hafa verið á íslandi í hálft annað ár í styrjöldinni og aldrei hefði einn einasti fslendingur sýnt sjer gestrisni, nje vináttubragð og sje það lýðræði, „þá skuli hann jeta hattinn sinn“. • SENDIRÁÐIÐ SKERST í LEIKINN SENDIHERRA íslands í London grunaði, að eitthvað væri bogið við þjóðerni þessa Eriks Gustaffson og skrifar blaðinu Daily Mail brjef, þar sem hann segir meðal annars: „Sem íslendingur vildi jeg benda yður á, að nafnið og hvernig það er stafað, bendir til þess að hann (Gustaffson) sje ekki barnfæddur ís- lendingur og skoðanir hans á Bretum eru á- byggilega ekki þær sömu og meirihluti sam- landa minna hafa á bresku þjóðinni“. • VEIGAMIKLU ATRIÐI SLEPPT EN NÚ bregður svo við, að ritstjóri „Daily Mail“ sleppir ur brjefi sendiherrans þeirri skýringu, að maður þessi muni ekki vera ís- lendingur. Hefir sendiráðið í London enn einu sinni skrifað Dailv Mail og farið fram á, að sú skýring yrði birt og er enn ekki vitað, hvernig því máli lyktar: • HVER ER GUSTAFFSON? FRÓÐLEGT. væri nú að vita, hvort Gustaffson er íslendingur eða ekki. Ótrúlegt er, að menn eyði sumarfríi sínu í Bretlandi til þess að bögla saman kjánalegum skömmum um bresku þjóðina og senda blöð- unum til birtingar. Þó gæti þetta verið. En ef Gustaffson er alls ekki íslendingur, ætti að ganga að því með oddi og egg, að fá það leiðrjett i blaðinu. Það ætti ekki að vera neinn vandi, að komast að því svo óvenjulegt sem nafnið er hjer á landi. En ferðafólki, sem fer til útlanda skal í vin- semd bent á, að það hefir ekki mikið upp á sig, að gera sig breiðan og merkilegan erlendis. — Yfirleitt er mönnum sama hvað Gustaffsonarnir hugsa og segja, en það getur skaðað lönd og þjóðir að hlaupa með fleipur á opinberan vettvang. • KÆRASTINN í KOREU FYRIR nokkru birti Morgunblaðið ljósmynd af þreyttum hermönnum úr herliði Sameinuðu þjóðanna á Koreu. Þeir höfðu hvíldartíma milli bardaga og voru að borða. — Nokkrum dögum síðar kom ung stúlka og spurði hvaðan við hefðum fengið þessa mynd. Er hún var ínnt eftir því, hversvegna hún hefði áhuga fyrir að vita heimildir fyrir myndinni, sagði stúlkan: „Vegna þess að jeg þekki kærastann minn á myndinni. Jeg er búin að leita að honum í mörg ár og svo er hann þarna í Koreu“. • FORVITNI AF einskærri forvitni langar mig til að hafa tal af þessari stúlku, þar sem jeg hitti hana ekki er hún kom til blaðsins. Það gæti hugsast að mjer tækist að hjálpa henni að komast í samband við kæra^tan, ef jeg fæ nafn hans og fyrra heimilisfang. Er kærasta hermannsins því beðin að hafa samband við Víkverja einhvern næstu daga. ÍÞRÓTTZR Garðar S. Gíslason kosinn formaður F.R.Í Ársþing Frjálsíþrótasambands íslands fór fram sömu daga og aðalhluti meistaramótsins. Á þinginu var mættur 21 fulltrúi frá sambandsfjelögum víðsveg- ar af landinu. Forsetar þingsins voru kjörnir Jens Guðbjörnsson og Guðmundur Sigurjónsson, en ritarar Bragi Friðriksson og Jón M. Guðmundsson. Þýska liðið kemur á sunnudaginn VEGNA ófyrirsjáanlegra tafa heimafyfir, gat þýska knatt- spyrnuliðið frá Rínarhjeruðum, ekki komið með millilandaflug- vjelinni Geysir í gær, eins og áformað hafði verið. Mun liðið vera væntanlegt á sunnudag- inn kemur, með millilandaflug- vjelinni Gullfaxa, sem tekur knattspyrnuliðið í Hamborg. Á mánudagskvöld leikur Fram við úrvalslið þetta, þar næsta leik leikur Víkingur, þá sameiginlegt lið Valsmanna og KR-inga óg fjórði leikurinn verður við úrval' knattspyrnu- {manna úr Reykjávíkurfjelög- unum. A þinginu voru rædd mörg áhugamál frjálsíþróttamanna og margar tillögur samþyktar. Garðar S. Gíslason í Hafnar- firði var kosinn formaður FRÍ í stað Lárusar Halldórssonar, er baðst undan endurkosningu sem formaður. Meðstjórnendur voru kosnir: Lárus Halldórsson, Oliver Steinn, Jóhann Bern- hard og Ingólfur Steinsson. — í varstjórn voru kosnir: Þor- björn Guðmundsson, Árni Kjart ansson og Jón M. Guðmundsson. Fráfarandi stjórn var á þing- inu þakkað mikið og fórnfúst starf. _______________ 48,96 og 47,44 í kringlukasti Á INNANFJELAGSMÓTI h]á ÍR og KR í gærkvöldi kastaði Þorsteinn Löve kringlunni 48,96 m., sem er mjög góður ár- angur, og gefur 999 stig. Frið- rik Guðmundsson náði einnig ágætum árangri, 47,44 m. Hafa þeir báðir með þessu bætt fyrri árangur sinn mjög. Gunnar Sigurðsson kastaði 43.84 m. Er það einnig persónu- legt met hjá honum. Stðari falufi Reykja- víkurmótsins hefst í kvöld Þá keppa Valur og Fram SÍÐARI hluti Reykjavíkurmóts ins í knattspyrnu hefst á í- þróttavellinum í kvöld kl. 8 e. h. Fer þá fram leikur milli Vals og Fram, en á laugardaginn heldur mótið áfram og keppa þá KR og Víkingur. Staðan eftir fyrri hluta móts- ins, sem fram fór í vor, var sem hjer segir: Fram . 9:2 6 KR . 10:3 4 Valur . 1:5 2 Víkingur . 2:12 0 í íslandsmótinu, sem var eftir fyrri hluta Reykjavíkur- mótsins, kom greinilega í ljós að styrkleiki fjelaganna hafði mjög jafnast. KR varð t.d. ís- landsmeistari. Það getur því ,,allt“ skeð í leikjum síðari hluta Reykjavikurmótsins. KAUPMANNAHÖFN. — Nýlega er lokið í Kaupmannahöfn heimg meistarakeppni í bogaskoti. Sig- urvegari varð Hans Ventgen, Sví- þjóð, í karlaflokki, og Jean Lee, Bandaríkjunum, í kvennaflokki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.