Morgunblaðið - 17.08.1950, Blaðsíða 11
Fimtudagur 17. ágúst 1950.
UORGIINBLAÐIÐ
11
^J^venLióÁin oc^ ^JJeimiíié
Sigurður G. Jóakimsson
MinninprorS
Fjórar uppástungur
um háismál
Hálsmálið á nýja kjólnum er
ioft dálítið vandamál, sem tekur
okkur langan tíma að leysa. —
Hjer eru fjórar uppástungur
Sem koma frá París.
Balenciaga sýnir þetta nýja
hálsmál á síðum, hlýralausum
kjól. Breiðu draperuðu stykki
af kjólefninu er vafið um axlirn
»r og brjóstið. Ermarnar eru
einnig draperaðar. Þetta er
fallegast við alveg sljett pils.
ff
tur sundur“ nýj-
huustliturinn
Bretar keppa við Frakka
í framleiðslu klæðnaðar
Og hjer eru þrjár uppástung-
Jír í viðbót. Sú efsta: Hvítur
Eftir BARBARA STEVENSON
frjettaritara Reuters.
NÝJASTI brúni liturinn, sem
fram hefir komið, „votur sand-
ur“, virðist inunu verða eftir-
lætislitur meðal best klæddu
kvenna heimsins á hausti kom-
anda. Nú er ^ramleitt mikið af
enskum efnum, með þennan lit
sem bakgrunn fyrir pastellitar
rendur og kafla.
Aðrar óvenjulegar litasam-
setningar, sem sjást munu á
haustfatnaðinum, er grátt og
koparlitað og næturblátt og
svart.
Þegar er farið að búa til kjóla
fyrir hina svalari daga. Þeir
eru saumaðir úr nýjum köflótt-
um og röndóttum enskum efn-
um, eða laufljettum og fíngerð-
um tweedefnum. Á markaðinn
hefir komið nýtt efni, sem er
óvenjulega Ijett og sjerstaklega
framleitt til útflutnings.
Þar eð hið aukna litaval og
fjölbreytni bresku efnanna ger-
ir þau hæfari fyrir margskon-
ar loftslag, gera tískuhúsin í
London sjer vonir um að auka
útflutning sinn, að minnsta
kosti að einum þriðja hluta, á
næstunni. Þeir byggja vonir sín
ar einnig á því, að ensku efn-
in eru mun ódýrari en þau
frönsku. Ein gerð ullarefna,
framleidd í Englandi. er til
dæmis' einu pundi ódýrari, en
samskonar efni frá frægum
frönskum framleiðanda. Litirn
ir á þessu efni eru í báðum
löndum mjög svipaðir.
Skotland leggur til hausttísk-
unnar dúnljetta angóraull, sem
einnig er hægt að fá blandaða
þyngri angóraull í efnum í
kjóla og dragtir. Dormeuil bræð
ur hafa aftur á móti tvær teg-
undir af loðnum ullarefnum,
sem eru mjög vinsæl meðal
enskra kápuframleiðenda, þrátt
fvrir það, að þar sem þau eru
frönsk, eru þau mjög dýr En
hinar mörgu tegundir efna, sem
sierstaklega eru framleidd til
útflutnings af skoskum fram-
leiðendum, og eru mest þykk
frakkaefni, ofin í samræmi við
önnur þynnri, sem notuð eru í
dragtir, eru jafn vinsæl innan-
lands og utan.
Hinir sömu framleiðendur
hafa komið fram með röndótt
ullarefni, sem sagt er að sjeu
bæði betri og fallegri heldur en
samskonar frönsk efni, sem
Christian Dior hefir þegar gert
fræg.
piquekragi bryddur knippling-
um í kringum flegið hálsmál. I
miðjunni er vínrauður satín-
kjóll frá Jeanne Lanvin með v-
laga hálsmáli, sem nær niður að
mitti. Hornin eru eftir allra
nýjustu tísku. Innanundir er
ljósrauð „snuðblússa“. Neðsta
háismálið er frá hinum kunna
Jean Desses. Það er á síðum kjól
úr dökku efni. Blússan er fóðr-
j uð með hvítu satíni, sem sveip-
ast um axlirnar.
Granitklæði sem er svo kallað
vegna hins harða, ósljetta yfir-
borðs, er mikið notað í ferða-
frakka að nýju.
Flauel í dýpstu og fegurstu
litum, sem nokkurntímann hefir
sjest, er einnig mjög vinsælt í
jakka, kvöldkápur og sem
bryddingar á dragtir, kjóla og
kápur. Eitt nýtt enskt flauel er
þannig, að ómögulegt er að sjá,
hvað snúa á upp eða niður.
Næturblátt er eftirlætislitur,
bæði á flaueli og crepeefnum,
þó að það sje stundum erfitt að
þekkja í sundur vetrarlitinn
,,næturblátt“ og vorlitinn „f jólu
blátt“. Furugrænt er líka mik-
ið notað í dragtir og kápur, en
mosagrænt er aðallega notað í
stuttkápur.
í divöldklæðnaði hafa frönsk
efni enn yfirhöndina, en bresk
tískuhús sýna nú jerseyefni,
sem eru mjög ljett og taka lítið
rúm. Þessi efni eru mjög hentug
fyrir ferðafólk, því að öll brot,
sem í þau koma, þegar þau
liggja samanbrotin, fara úr án
þess að þau sjeu straujuð. Þessi
jerseyefni evu alldýr, því að
þau krefjast sjerstakrar með-
ferðar í framleiðslu.
Brókaðeefnin, sem undan-
farið hafa verið mikið í tísku,
eru nú að brevtast. Málmþræð-
ir sjást ekki í þeim lengur, og
þó að þau sjeu ennþá stíf, eru
þau mýkri viðkomu og þægi-
legri til íveru.
Bretland framleiðir mikið af
góðu, þungu satíni, en það nýj-
asta, sem sjest hefir í London,
kemur frá París. Það er hvítt,
en bakgrunnurinn er pastel-
gulur, bleikur, grænn eða blár,
og það gefur efninu yndislegan
ljóma, án þess að koma upp
leyndarmálinu um þessa innri
fegurð þess.___________
I DAG verður til moldar borinn
í Hafnarfirði, Sigurður Guðberg-
ur Jóakimsson fiskimatsmaður.
Hann andaðist að heimili sínu í
Hafnarfirði þann 8. ágúst síðast-
liðinn.
Sigurður fæddist að Hátúni á
Vatnsleysuströnd í Kálfatjarnar-
sókn þann 6. apríl 1867 og varð
því fullra 83 ára. Foreldrar Sig-
urðar voru Guðrún Erlendsdótt-
ir og Jóakim Ámundason útvegs-
bóndi að Hátúni og síðar í
Flekkuvik. í föðurætt var Sig-
urður kominn af hinni alkunnu
Bergsætt, af presta- og sýslu-
mannakyni sunnanlands og vest-
an. —
Sig. G. Jóakimsson.
í æsku og til fullorðins ára ólst
, Sigurður upp á Vatnsleysuströnd
j og hóf ungur sjósókn á opnum
árabátum, en þeir voru þar, fiski
skip þeirra tíma. Kom fljótt í
| ljós að í Sigurði bjó hið besta
. formannsefni. Hann var kapp-
samur, forsjáll og fiskinn. Var
hann því ungur til formennsku
valinn og reyndist góður formað-
ur og aflamaður mikill, ávalt
meðan hann sótti sjó og var fyrir
skipi. Var Sigurður löngum for-
maður hjá Guðmundi á Auðnum
og allt til 1907, en þá var hann
fyrir þremur árum fluttur til
Háfnarfjarðar. Með Sigurði
rjeðust ávallt í skipsrúm vask-
leikamenn og úrvals sjómenn, því
allir vildu forystu Sigurðar
hlýða. Á sjó jafnt og landi var
Sigurður hinn mesti happamað-
ur. Var það eitt sinn hans hlut-
skipti ásamt skipshöfn Pjeturs
Helgasonar að bjarga mönnum
af bátskili í ofsaveðri á rúmsjó
úti. Var sú framganga Sigurðar
rómuð mjög og hlaut hann hin
síðari ár heiðursverðlaun í við-
urkenningar sky ni.
Til Hafnarfjarðar fluttist Sig-
urður, sem fyrr segir, árið 1904
og sótti eftir það sjó frá Auðn-
um, þrjár vertiðir. Eftir þa'ð
hætti hann sjómennsku og rjeð-
ist í þjónustu Ágústar Flygen-
rings. Vann hann jafnt að fisk-
verkun og verslun eða hvað
eina, sem fyrir kom. Á þeim ár-
um er Sigurður vann hjá Fly-
genring eða að vori 1907, þurfti
að senda brjef eða koma boðum
til Edinborgarverslunar á Isa-
firði, til þess að beina fisktöku-
skipi, er þar lá, að koma til Hafn.
arfjarðar. Póstskip fór þá eina
ferð í mánuði hverjum og vika
var frá brottför þess. Eina leiðin
í þá daga var, að senda bát me'ð
brjefið og var Sigurður fenginn
til þess að fara þá för við annan
mann á 9 smálesta mótorbát. —
Hafði verið leitað til margra, en:
mönnum hrosið hugur við slíku
ferðalagi á vordegi, þegar allra
veðra var von. En förin vestur
tókst giftusamlega á tveimur
sólarhringum, en á suðurleið
versnaði veðrið og þeir lentu að
vikuferð lokinni, oliulausir, í
Höfnunum.
Hjá verslun Böðvarsbræðra
starfaði Sigurður i fjölmörg ár
og var lengst af verkstjóri.
Sigurður var framsýnn maður
og atorkusamur. Hann var-einn
fyrstur Hafnfirðinga að reisa
steinsteypt íbúðarhús. Hann Ijet,
ásamt Stefáni Sigurfinnssyni á
Auðnum, byggja einn af fyrstu
mótorbátum, sem byggður var S
Reykjavík. Var það „Ágúst“, og
var hann byggður 1905—’6, a'ð
stærð 15—16 smálestir. Þótti það
mikið skip, traust og vel til
fiskjar lagað.
Eftir 1918 varð Sigurður fiski-
matsmaður og hafði þann starfa
á höndum allt til þess að aldurs-
hámark bannaði. Vann hann síð-
ar alla algenga vinnu, því iðju-
leysi og aðgerðarleysi var hon-
um fjarri skapi.
Hann var einn af stofnendum
Verkamannafjelagsins Hlíf í
Hafnarfirði og heiðursfjelagi
þess undanfarin ár.
Sigurður kvæntist í júnímán-
uði 1910, eftirlifandi konu sinni
Magdalínu Daníelsdóttur. Áttu
þau indælisheimili og eignuðust
þrjá syni, alla uppkomna og hina
ágætustu menn, Stefán kaup-
mann, Guðm. Georg bifreiða-
stjóra og Lárus verslunarstjóra.
Sigurður var einn af elstu og
merkustu Hafnfirðingum, traust-
ur maður og trygglyndur, glað-
lyndur og góðviljaður. Hann setti
þann svip á bæinn, að í Hafnar-
firði geymist björt og fögur
minning hins aldna heiðurs-
manns.
Hafnfirðingar kveðja gamlan
og góðan samborgara og þakka
allar liðnar samverustundir.
Þeir senda ekkju, sonum og öll-
um öðrum aðstandendum hug-
heilar samúðarkveðjur.
A.
TIL SÖLU
18 manna fólkshifreið
Bifreiðin er sem ný, með drifi á öllum hjólum og tvi-
skiftu drifi. — Til greina geta komið skifti á nýjum
eða nýlegum vörubíl. — Upplýsingar í síma 7142.
■ i■« *
MtlKtlitllimttllK 31 4
Grænt salat verður ennþá betra
ef í það eru settar örþunnar
sneiðar af lauk, ásamt gúrku-
og tómatsneiðum. Einnig getið
þjer, ef yður finnst ekki gott
að bíta í lauksneiðarnar. rifið
laukinn niður og látið hann
liggja í olíuleginum, áður en
hinu er blandað út í. Að öllum
líkindum finnst flestum það
best.
! :
Þuð eru uðeins
FIMMTÁN DAGAR þangað til við lokum, — Notið
tækifærið til gufubaða, sundlaugar og hvíldar.
Glsfihúsið á Lðugarvdfni.
Best að auglýsa í Moigunblaðinu —