Morgunblaðið - 06.09.1950, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.09.1950, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 6. sept. 1950 j ......Framhaldssagan 28 .................. mmmmmmmmmm*** 11111111111111i11 tnmra^ FRÚ MIKE Effir Nancy og Benedicf Freedman ..■................■■■—....................IIIIHlllll.IIIIHIIIII n í marsmánuði komu þokurn- ar. í>að var eins og snjóbreið- urnar hefðu fengið útbrot. — í ljós komu milljónir af smáhol- um, sem lýktust einna mest svitaholum í hörundi. Vetur- inn var senn á förum. Síðari póstsendingin hafði ekki komið til skila. Það kom aðeins tvisv- ar sinnum póstur yfir veturinn, og þegar Mike sagði mjer að engin póstsending kæmi yfir sumarið, grjet jeg. En í hvert skipti, sem heim- þráin greip mig sínum heljar- íökum og jeg saknaði móður minnar, kom ávallt eitthvað fyrir. Og einnig nú varð ofur lítilfjörlegt atriði til þess að beina athygli miíini að öðru og kom mjer til að hugsa um ann- að en þá hluti, sem jeg saknaði. Jeg beygði mig niður til að at- huga förin í snjónum. Jeg þuklaði þau með fingrunum og reyndi að ímynda mjer eftir hvaða dýr sporin væru. — Það voru ekki spor eftir hunda, því slóðin lá frá skóginum að hús- inu og siðan hring eftir hring kringum það og það einkennileg asta var að með hverjum hring nálgaðist slóðin húsið. Jeg minntist þess nú, hve mjög hundarnir höfðu spangólað kvöldið áður. — Hugur minn komst í uppnám og jeg hljóp heim að húsinu. ,,Mike, Mike“. Hann kom út í dyrnar. „Komdu og sjáðu sporin hjerna. Eftir hvað eru þau“? Hann beygði si'g niður eins og jeg hafði gert til að athuga þau. En hann komst að niðurstöðu. „Úlfar“, sagði hann um leið og hann rjetti úr sjer. „Það er unarlegt hvað hann hefur kom- ið nálægt húsinu. En það er aldrei hægt að reikna út hvað úlfarnir hafa í hyggju. Einu sinni sá jeg einn, sem virtist véra að dauða kominn. Hann rjett drattaðist áfram. Yfir honum sveimaði hrafn og fylgd ist vel með honum. Að lokum fjell úlfurinn á jörðina og lá grafkyr. Hrafninn sveif til jarð- ar, settist á úlfinn og bjó sig til að jeta hann, en það fór á ann- an veg, því það var úlfurinn sem át hrafninn“. „Úlfarnir eru þá svona hyggn ir, að þeir geta leikið brögð sem þetta“. Mike leit upp. Trjen voru nú sem óðast að losna við hina þungu byrði sína og er snjór- inn bráðnaði af þeim kom í ljós dökkur og blautur börkurinn. „Myndirðu vilja fara núna í fjallgönguna, sem jeg hef allt- af lofað þjer upp á Nautið? Snjórinn er nú horfinn, nema á örstuttum kafla leiðarinnar“. Mig hafði lengi langað til að klifa upp á Nautið. Jeg hafði heyrt Indjánana minnast á það, er þeir komu til mín til að þiggja te vikulega. Nautið var gríðarstór klettur, sem var í lögun nákvæmlega eins og stórt vísindahöfuð. Það var eíns og vörður við mynni Ne parle pas fljótsins nokkrar mílur, í burtu. í hvert skipti, sem jég hgfði minnst á það við Mike að fara þangað, hafði hann aftarð mjer frá því og sagt að snjórinn þar væri of varhugaverður og mjúk ur til að klifa fjailið á þessum tíma árs. „En hvað' finnst þjer um það, að úlfarnir skuli koma svona nálægt húsinu?“, spurði jeg Mike um leið og jeg tók hönd hans og togaði hann af stað. „Það er dálítið einkennilegt. En það er vegna sljettu hænsn- anna, sem þeir gerast svona djarfir11. „Sljettu hænsnanna?" Hann glotti. ,Það er það, sem þú kallar kanínur". Jeg hló að því hvað hann kallaði þær dularfullu nafni. „Haltu áfram og segðu mjer meira um þær“, sagði jeg. En hann hjelt ekki áfram. Við vorum komin upp í hæð- irnar fyrir ofan Hudsons Hope. Og þaðan sáum við Klettana í austri. Hryggur veraldarinnar kölluðu Indjánarnir þá. Þarna gnæfðu þeir, eins og þeim væri raðað hvorum ofan á annan, marglitir og tígulegir. Þoku- slæðingur ljek um rætur þeirra, svo að þeir litu út eins og eyja í skýjunum. Mike hjelt fast um hönd mína. Við stóðum og dáð- umst að þessu tignarlega lands- lagi um stund, Það var dásam- legt að vera þarna tvö saman og hrífast bæði í einu. Jeg leit í augu hans og hann tók utan um mig og kyssti mig lengi. Síðan hjeldum við áfram. — Grenitrjen risu eins og dimmir turnar fyrir ofan okkur, því nú var snjórinn fallinn af þeim. Eftir stundarkorn mundi jeg allt í einu eftir sljettu hænsn- unum. „Segðu mjer eitthvað meira um sljettu hænsnin, Mike“. „Jæja. Um það bil sjöunda hvert ár virðist eins og sjúk- dómur komi upp meðal þeirra. Það virðist einna helst vera einhverskonar höfuð- eða háls- veiki. En hvað sem það nú er, drepast þær eins og flugur. Úlf- arnir lifa aðallega á þessum kan ínum og svo þegar þeim fækkar svona mikið verða úlfarnir hungraðir“. „En geta þeir ekki jetið ann- að en kanínur?" spurði jeg. „Oh, jú, þeir veiða hreindýr og velja þá oftast úr ungkálfa, veikburða, eða vansköpuð dýr. Og ef þeir eru rángjarnir, ráðast þeir stundum á fullvaxin dýr. Þeir sækjast líka eftir kind um, geitum og hagamúsum. En þessar hjarðir eru á sífeldu ráfi og ef ekki vill þannig til að þeir eru í nágrenninu, verða úlfarn- ir gráðugir og óðir að komast í slíka hjörð“. „Heldurðu að sá sem kom heim að húsinu hafi verið óð- ur?“ spurði jeg dálítið skelfd. „Jeg vona ekki“, sagði Mike. „Jeg vildi síður að hundarnir okkar'fengju hundaæði“. Jeg hlýt að hafa verið nokk- uð áhyggjufull á svipinn, þegar hann sagði þetta, þvi hann flýtti sjer að bæta við: „Hafðu ekki áhyggjur af þessu, Kathy. Jeg set út fyrir hann dálítið af kjöti með eitri í“. En mjer geðjaðist ekki að þessu. Nú fór jeg að kenna í brjósti um úlfinn. „Kannske fer hann“, sagði jeg, _.,eða hann deyr eðlilegum dauðdaga“. „Úlfar drepast ekki nema á þrennan hátt — úr kláða, hunda æði, eða af eitri“. „Er ekki hægt að skjóta þá eða veiða þá í gildru?“ „Venjulega ekki. Þeir eru of hyggnir. Þeir eru svo varir um sig gagnvart gildrum, að veiði- menn geta haldið þeim í hæfi- legri fjarlægð frá skotnum dýr- um einungis með því að leggja járnbút á jörðina“. „Jeg kann ekki við þetta. Jeg vil ekki láta eitra fyrir hann“. „Ef við ekki gerum það“, sagði Mike, „rífur hann hund- ana okkar í sig“. Jeg andvarpaði. Svona nokk- uð kom ekki fyrir heima í Boston. „En Mike----------“ Hann tók svo fast í hendi mína að það brakaði í beinunum. Jeg leit á hann. — Hann linaði takið og benti. Jeg leit í áttina þangað, sem handleggur hans stefndi. Jeg sá ekkert. Aðeins snævi þak inn árbakkann. Jeg starði og starði. Jeg þóttist vita að eitt- hvað væri þarna og mig langaði að koma auga á það. Jeg vildi vera skógarmaður eins og Mike. Allt í einu kom jeg auga á það. Orlítill gufustrókur reis upp úr snjóskaflinum. Mike leiddi mig á brott og þegar hann áleit að við værum komin nógu langt þaðan nam hann staðar. „Sástu þetta, Kathy?“' „Já, það held jeg. Litla gufu- strókinn?" „Það var það“, sagði Mike fagnandi, „en þú verður að geta hvað það er“. Jeg gat það auðvitað ekkí, svo hann sagði mjer það. „Það er björn, sem er að vakna af dvala. það sem við sáum var andar- dráttur hans. Hann rís bráðum á fætur með látum“. Jeg horfði undrandi á Mike. Hann hafði skarpa sjón óg kænsku Indjánanna. IH3IHIHimimHUIIIUIIHni«MIIH«IUHII»IIUIHHIIUl— - s i Klukkan Auglýsingar, *cm birtast eiga í sunnudagsblaði í surnar, þurfa aS vera komnar fyrir klukkan 6 á íöstudögum. RAGNAR JONJSON hœstarfettarlögmdiuf. Laugaveg 8, sími 7752 Lðgfræðistörf og eignaumiýila. Nr. 37/1950. Tilky nning Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur á- kveðið eftirfarandi hámarksverð á seldri vinnu hjá neta- gerðár verkstæðum: í dagvinnu.............. kr. 14.53 í eftirvinnu .............— 20.82 í nætur- og helgidagavinnu — 27,12 Þar sem unnið er jafnt nótt og dag, helga daga sem virka, fyrir sama kauptazta við viðgerð á síldarnótum og netum, er heimilt að selja vinnustundina á kr. 20,07, og gildir það ákvæði til 30. sept. n. k. Ákvæði tilkynningar þessarar gilda frá og með 1. ágúst 1950. Reykjavík, 5. sept. 1950. Verðlagsstjórinn. ■m Nr. 36/1950. Tilky nning Innflutnings- og gjaldeyrisdeild Fjárhagsráðs hefur á- kveðið að verð hverrar seldrar vinnustundar hjá skipa- smíðastöðvum, vjelsmiðum, bifreiðaverkstæðum, raf- virkjum og pípulagningarmönnum, megi hæst vera sem hjer segir: Dagvinna Sveinar........kr. 17,83 Aðstoðarrhenn . — 15,32 Verkamenn .... — 14.04 Nætur- og helgi- Eftirvinna daga vinna. kr. 24,62 kr. 31,42 — 20.60 — 25,84 — 18,87 — 23,70 Ákvæði tilkynningar þessarar gilda frá og með 1. ágúst 1950. Reykjavík, 5. sept. 1950. Verðlagsstjórinn. ......... . .. ...... .. 3! ■ ■ Lítið hús I ? ..... 3 : í Vesturbænum óskast til kaups, skipti á íbúð koma til ■ : ......................................... 5 greina. Uppl. í síma 81089 kl. 12—1 og 7 8 á kvöldin. • ; 3 T1 JSTLLL Martröð andvökumannsins. ★ Meðan stóð á áköfum ástaratlotum í myndinni, hnippti konan í mann sinn. — Af hverju gerirðu aldrei svona með mjer. — Heyrðu, svaraði maðurinn, veistu hvað þeim er borgað fyrir að gera þetta? ★ Elsa litla segir kennslukonunni að hún hafi eignast systur, og þá læðist Þórunn litla upp að kennaraborðinu og hvíslar að kennslukonunni, að bráðum eignist hún lítinn bróðm-. — Hvemig veistu það, spj-r kennslukonan. — Jú, í fyrra varð mamma veik, og þá eignaðist jeg litla systur. En nú er pabbi orðinn véikur. — Þjer skrifuðuð i, auglýsinguna ' að hjeðan væri gott útsýni. — Já, það er kvennaskóli hjernu við hliðina. ★ Afbrýðissami eiginmaðurinn tók eftir því, að konan hans var að dansa vangadans við ókunnan mann úti á gólfinu, Hann færði sig til hennar. — Það stara allir á þig, Erla, hvíslaði hann, þú ættir að biðja hann að dansa svolítið fjær 'þjer. —. Þú ættir heldur að segja hon-' um það sjálfur, svaraði konan, þv! jeg þekki hann ekkert. ★ Greifinn (-vdð þjóninn) : — Jóhann, viljið þjer gjöra svo vel að leggja | arm minn um háls stúlkunnar, sem situr við hlið mjer. ★ Einn hifaður að tala við tunglið á næturhimninum. —. Vesalings tungl. Jeg vorkennl þjer að þú getur verið fullt aðeins einu sinni í mánuði, en jeg geí verið fullur allan mánuðinn. ★ í langfeiðabíl. — Er ekki trekkur hjá þjer, elskan mín? — Nei, það er enginn trekkur hjer. — Skiptu þá við mig, því hjer er fjandans ekki sen trekkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.