Morgunblaðið - 06.09.1950, Blaðsíða 16
VEÐURUTLIT. FAXAFLQÍ:
N.-kaldi. — Ljettskýjað. —
SOVJETRÍICIN heimilu að S.Þ.
verðlauni ofbeldið. Sjá grein 4
203. tbl. — Miðvikudagur 6. septcmber 1950.
ræðslusfarfsemi um slysa-
^arnirálandi mikið aukin
Kvkmyndasýningar fyrir almenning. Bóklegf
nám í barnaskólunum.
ísLYSAVARNAFJELAG ÍSLANDS mun á vetri komandi stór-
íega auka fræðslustarfsemi síría um slysavarnir á landi. Munu
fræðslukvikmyndir verða sýndar almenningi en í barna- og
unglingaskólunum verður þó aðalvettvangur þessarar auknu
f’æðslustarfsemi. —
í he rmannas j úkr ah ús i í Kóreu.
Jón Oddgeir Jónsson, fulltrúi
Slysavarnafjelagsins, átti í gær
tal við blaðamenn um slysa-
varnamálin.
Fyrstu myndirnar á
fimmtudaginn.
Hann ■ gat þess til að byrja
með, að á morgun, fimmtudag,
verði fyrstu fræðslumynd-
irnar sýndar í Austurbæjar-
bíói. Þar verða sýndar fimm
jnvndir, en einkum eru það
þrjár þeirra, sem sjerlega snýr
að hjerlendum staðháttum. —
Er þá fyrst mynd er fjallar um
iífgun úr dauðadái, þá mjög at-
hyglisverð mynd um slysa-
hættu í verksmiðjum og sú
þriðja um umferðarreglur. —
Þessar myndir á í vetur að sýna
í skólunum og hinum f jölmörgu
námskeiðum er Slysavarnafje-
)agið heldur. Þá hefur Slysa-
varnafjelagið eignast sænska
líivkmynd, sem fjallar um á-
fengisneyslu við bílakstur. ■
Þá mynd ætlar Óskar Gíslason
að endurbæta og setja'íslensk
an teksta á þá mynd.
í ráði er svo í vetur að hafa
sýningar á fræðslukvikmynd-
um um slysavarnamál, í kvik-
myndahúsunum. Er ekki að efa
að sýningarnar verða vel sótt-
ar af almenningi, því að slys
hjer í Reykjavík eru orðin ó-
hugnanlega tíð, en af slíkum
fræðslukvákmyndum má mjög
mikið læra. Eru þær ekki síðifr
gagnlegar fullorðnum en börn
unum. í vetur á Slysavarnafje
lagið von á fleiri slíkum
fræðslukvikmyndum frá Norð
urlöndunum.
t. skóiunum.
Þó hin almenna fræðslustarf
semi verði aukin til muna nú í
vetur, þá verður hún þó sjer-
staklega aukin í barnaskólun-
um og unglingaskólunum. í
haust kemur út sjerstök kenslu
bók í umferðarreglum og á
hvern hátt megi forðast slysin.
Er þessi bók ætluð börnunum
og verður notuð í skólum bæj-
arins. Þá verður „Stundar-
taflan“ fyrir barnaskólabörnin
jafnframt leiðarvísir fyrir þau
um umferðarreglurnar. Loks
verða svo kvikmyndasýningar
og önnur fræðslustarfsemi rek-
in af miklu kappi.
Fræðslumálastjórnin hefur
heitið fullum stuðningi við
þessa stórlegu auknu fræðslu-
. tarfsemi Slysayarnafjelagsins,
og er því mikils árangurs að
vænta af henni.
Flugslysið við Cairo
CAIRO, 1. sept. — Lík þeirra
5 manna, sem í gær ljetu lífið í
flugslysinu mikla skammt frá
Cairo, voru flutt þangað í dag.
Mættir voru á flugvellinum í
Cairo ýmsir ættingjar og vinir
iúnna látnu. — Reuter.
Helgi Helgason verslun
arstjóri, látinn
HELGI HELGASON verslun-
arstjóri ljest að heimil sínu,
Óðinsgötu 2, s. 1. mánudagskv.
Hann var 74 ára.
Helgi var einn af mikilvirt-
ustu borgurum þessa bæjarfje-
algs og vinsæll maður. Hann
hafði mikil skifti af fjelagsmál-
um hjer í bæ frá því að hann
fluttist hingað til bæjarins fyr-
ir nærri 60 árum. Hann starf-
aði mikið að leiklistarmálum og
var virkur og ötull liðsmaður
bindindishreyfingarinnar. Hann
rjeðist verslunarmaður til Ziem
sensverslunar ungur að aldri og
var síðan verslunarstjóri þess
fyrirtækis um 30 ára skeið.
Þórður Jónsson
úrsmiður, láfinn
ÞÓRÐUR JÓNSSON úrsmiður
andaðist í gærmorgun, eftir
stutta legu. Hann fjekk slag
fyrir nokkru og náði ekki
heilsu eftir það.
Þórður var kunnur borgari
og vinmargur hjer í bænum.
Myndin er tckin í liermannasjúkrahúsi í Kóreu, þar seni særðir hermenn bíða þess að vcrða
fluttir með flugvjelum til Japan. Bandarísk hjúkrunarkona er að skrifa brjef fyrir hermann,
sem er svo særður á höndum, að hann getur það ekki sjálfur.
Dömku flugvjelarn-
ar urðu að halda
kyrru fyrir
LEITARFLOKKUR frá Skaga-
strönd fór af stað í fyrrinótt, til
að leita dönsku flugvjelanna
tveggja, er nauðlenda þurftu á
Skagaheiði á Skaga, í fyrra-
kvöld. Flugmennirnir töldu sig
hafa lent á Langavatni, en svo
var ekki. Leitarflokkur fann
flugvjelarnar á svonefndu Ara-
vatni, sem er nokkru norðar en
Langavatn.
Vegna hins óhagstæða flug-
veðurs á Norðurlandi í gær,
hjeldu flugvjelarnar kyrru fyr-
ir á Aravatni. Þrír menn eru í
hvorri flugvjel og leið þeim öll-
um vel. Voru þeir allvel út-
búnir af vistum og fötum og
Skagastrandarbændur færðu
þeim mat og fatnað.
Vonast er til að flugveður
verði hagstætt í dag, en flug-
vjelarnar flúga þá til Akureyr-
ar. I geymum þeirra er bensín
til um klukkustundar og 40
mín. flugs. A Akureyrði verða
flugvjelarnar teknar í sundur j
og settar í skip, sem svo flytur j
þær heim til Danmerkur.
MJOLKIN H/EKKAR
UM 42 AURA I DAG
FRAMLEIÐSLURÁÐ landbún-
aðarins hefir tilkynnt 42ja aura
hækkun á mjólk, sem kemur
til framkvæmda frá og með
deginum í dag.
Samkvæmt upplýsingum frá
Framleiðsluráðinu, þá hefir
Hagstofan nú lokið við útreikn-
ing á verðlagsgrundvelli land-
búnaðarvara, miðað við 1. ág.
Reyndist verðlagsgrundvöllur-
inn hafa hækkað um 19,3%.
Hækkun sú er nú verður á
mjólk og mjólkurafurðum nem
ur 17,14%. og er þá miðað við
óniðurgreitt mjólkurverð.
Mjólk í lausu máli, sem kost
aði 215 aurar, kostar nú 257
aura og flöskumjólkin, sem
kostaði 228 aura, kostar nú
270 aura. — Skyr hækkar úr
kr. 3,90 í kr. 4,50.
Ekki er búið að reikna út
kjötverðið, en það mun ekki
hækka mikið, þar eð bæði ull
ng gærur hafa hækkað í verð’
Sýkt sauókind kemst í gegn
um sauðfjárvarnargirðingu
Slæleg varðgæsla á Snæfellsnesi.
SAMKVÆMT upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur fengið hjá.
Sauðfjársjúkdómanefnd, hefur í sumar orðið vart við tvö tilfelli
þess, að kindur af sýktum svæðum hafi farið í gegnum varnar-
girðingar og inn á sýkt svæði. Fyrra tilfellið var á Snæfells-
nesi, þar sem ær með lar.ib fór yfir girðinguna, sem nær þvert
yfir nesið milli Skógarness og Álftafjarðar. Hitt tilfellið var
í Dölum, þar sem lamb far.n. L norðan girðingarinnar yfir Laxár-
dalsheiði. —
Sendiherra.
MOSKVA — Alan G. Kirk, flota-
foringi, sendiherra Bandaríkj-
anna í Moskvu, fór nýlega í
snögga heimsókn til Vesfur-
Þýskalands og Frakklands. Hann
er nú aftur kominn til Moskvu.
Vishinsky verður
á allsherjarhinginu
MOSKVA, 5. sept.: — Tilkynnt
var hjer í dag, að Andrei Vis-
hinsky utanríkisráðherra yrði
fyrir rússnesku sendinefndinni
á allsherjarþingi S. Þ., er það
tekur til starfa 19. þ. m.
Frá S Jll
SAMBAND ungra Sjálfstæðis-
manna og Heimdallur minna á
bókahappdrætti fjelaganna. —
Vinningurinn er, cins og frá
hefir verið skýrt, heimilisbóka
safn. Svo vel tókst um öflun
bókanna, að segja má, að safnið
sje mjög heillegt og samstætt,
að því er varðar bókmenntir,
bæði í bundnu máli og óbundnu.
Skorað er á alla sjálfstæðis-
menn í bænum og utan hans,
að tryggja sjer miða sem fyrst,
því Iíða fer að dráttardegi. —
Jafnframt beinir S. U. S. því
til umboðsmanna sinna úti á
landi, að gera skil, sem allra
fyrst.
Mæðiveika ærin á
Snæfellsnesi
Girðingin milli Skógarness
Álftafjarðar er tvöföld, en
er orðin nokkuð gömul. Á s. 1.
hausti og nú í vor var unnið
að viðgerðum og endurbótum
á henni eftir því sem tök voru á.
Fjárskipti fóru fram á Snæ-
fellsnesi vestan girðingarinnar
s. 1. haust og var flutt þangað
fje af Vestfjörðum. Á svæð-
inu austan girðingarinnar aft-
ur á móti eru fjárskipti ákveð-
in á hausti komanda.
8. ágúst s. 1. fannst ær með
lömb vestan g'irðingarinnar. —
Ærin var handsömuð og reynd-
ist hún vera af sýkta svæðinu
austan girðingarinnar. — Henni
var slátrað og við rannsókn
kom í ljós, að hún var sýkt af
mæðiveiki.
Rjettarrannsókn var fyrir-
skipuð í málinu samkvæmt
ósk Sauðfjársjúkdómanefndar-
innar. Leiddi hún í ljós, að
varðmenn, annar eða báðir
höfðu ekki gætt girðingarinnar
sem skildi.
Aðkomulambið norðan Laxár-
dalsheiðargirðingarinnar
Nokkru seinna varð varðmað
ur við girðinguna milli Hvamms
fjarðar og Hrútafjarðar var við
að strengur hafði slitnað og
staur brotnað í girðingu þessari,
sem einnig er tvöföld.
Þegar í stað var Laxárfjall
smalað og fannst þar lamb sern
var af svæðinu sunnan girðing
arinnar. Var því slátrað ásamt
30 kindum, sem reknar höfðu
verið með því.
Fullvíst þykir, að lambið hafi
ekki verið innan girðingarinn-
ar nema eina nótt, því daginn
áður voru' engin verksum-
merki/að sjá á girðingunni.
Tal/ð er líklegt að lambið
hafi flúið gegnum girðinguna
undan tófu eða hundi.