Morgunblaðið - 06.09.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.09.1950, Blaðsíða 6
6 ** o k o v is ia l Att i & Miðvikudagur 6. sept. 1950 Árni 6. Eylands: \ finnskri foldu - III. grein RÆKTUIM ARÞ JÓÐ AÐ VERKI EINS OG áður var frá skýrt misstu Finnar um 11% af akur- landi landsins við friðarsamn- ingana við Rússa, en íbúar hjer aðanna, sem lentu/ undir yfir- ráðum þeirra fluttu yfir hin nýju landamæri heim til þess Finnlands, sem ennþá er finnsk. Þótt bændur hafi látið ræktað land af hendi rakna til þess að sem flest af 46 þúsundum land- flótta fjölskyldna gætu mynd- að sjer nýja bólfestu, er ráða- mönnum Finna fullljóst að slíkt er engin fullnaðarlausn á mál- inu, það þarf að bæta skaðann eftir því sem hægt er með því að brjbta og rækta nýtt land í stað þess sem horfið er í hend- ur annarar þjóðar. Það er hin fyrsta hagfræðilega bót, hvað sem öðru líður. Það voru nær 300 þús. ha. af akurlendi, sem Finnar misstu og þeir ákváðu án tafar að rækta sem því semur, í einni hviðu og á sem allra styttstum tíma. Af þessu er þegar búið að rækta 100 þús. ha. og sá skriður er á nýræktinni að þeir hafa góða von um að geta rækt- að 50 þús. ha. á ári næstu ár- in, svo að markinu verði náð eftir 4 ár. Að búnaðarþinginu í Helsing fors loknu var efnt til 12 hóp- ferða um landið, við mikla þátt- töku hinna útlendu gesta og á- gæta leiðsögn finnskra fræði- manna á búnaðarsviðinu. Eru þessar hópferðir ekki ómerk- asti hluti NJF þinganna. A ferðunum er mönnum skipað í flokka eftir áhugamálum og sjerþekkingu. Að þessu sinni voru ferðirnar tveggja til sex daga ferðir víða um Finnland. Við hjónin rjeðumst til ferðar til Tavastehus og voru um 30 manns í þeim flokki. Aðalleið- sögumaður á ferðalaginu-var O. Jaakkola forstjóri hins mikla ræktunarfjelags Pellonraivaus Oy, enda var leikurinn til þess gerður að kynnast nýræktar- framkvæmdum og landnámi. Ræktunarfjelagið finnska. Er þá að segja nokkuð frá fjélagi þessu og starfsemi þess. Að sjálfsögðu er það sVo í Finnlandi, eins og í öllum bú- menningarlöndum, að nýrækt- arframkvæmdirnar hvíla fyrst og fremst á herðum hinna ein- stöku bænda og það er einstakl- ingsframtakið, sem hefur stein ana úr jörðu og gerir skóga og auðnir að ökrum. En þetta get- ur verið gert með fjelagsátök- um. Hin nýja tækni, sem nú er völ á bendir mjög inn á þá braut. Þetta sáu Finnar og tóku þann nýja sið upp með þeim stórhug og víðsýni, sem er einsdæmi á Norðurlöndum. Þeir ályktuðu sem svo: Þáð er takmarkað, sem vjer getum veitt oss af ræktunarvjelum, vjer megum því alls ekki peðra þeim. niður hjer og þar til tak- markaðra nota. Það verður að láta vjelarnar vinna, helst án afláts og á margvíslegan hátt. Svo stofnuðu þeir ræktunarfje- lagið Pellonraivaus Oy., Búnað- arfjelög, ramvinnufjelög, bank- ar og aðr ir stofnanir eru hlut- hafar og þar að auki ríkið með nær % hlutafjárins, sem alls er 105 milj marka. Fjelagið á 225 nýræktunarvjelar og flutninga- tæki þar að auki. Af þessu eru 16 kurðgröfur og 4 lok- ræsagrö 'ur, en traktorarnir eru 205, mest allt beltatrkatorar, og fjöldí þeirra með ýtum af, mismunandi gerðum. Megnið, af beltatraktorunum eru Cater- pillarvjelar. Ein nýjasta viðbót- in af beltatraktorum er þó Allis Chalmers beltatrkator með ýtu, 163 hestaíla vjel. Af slíkum vjel um munu ekki vera nema 5 hjer í álfu enn sem komið er. Þessa tröllauknu vjel ætlar fje- lagið að nota við að ryðja flug- velli og þess háttar. Um skóga og sveitir. En við erum á ferð um Finn- land og það ber margt fyrir. Það er staðnæmst í víðum skógi, þar er verið að ryðja flugvöll. Skógurinn hefir verið höggvinn, jarðýturnar ýta við rótarstúfunum, svo að þeir verða undan að láta. Skurðgrafa mokar mold á bíla og halar upp rætur, sem vega fleiri smálest- Gistihúsið Aulanko í Tavastehus. Starfslið fjelagsins er 926 manns. Af því er 39 á skrif- stofu fjelagsins í Helsingfors, 732 vinna með vjelum að ný- rækt og öðrum víðavangsstörf- um víðsvegar um landið og 155 vinna á verkstæðum fjelags ins, en þau eru þrjú, aðalverk- stæðið í Tavastehus. Aðalverkefni fjelagsins er að taka að sjer nýræktarfram- kvæmdir svo sem að ræsa fram land, lokræsa það, ryðja skóg og fullvinna landið til rækt- unar. En til þess að nota- vjela- kostinn sem best og geta veitt góðum starfsmönnum vinnu sem lengst árlega, tekur fjelagl ið einnig að sjer ýmsar aðrar framkvæmdir, t. d. að ryðja snjó af vegum, aka timbri úr skógum o. s. frv. Einnig jarð- vinnslu á ökrum þegar svo stendur á, að grafa fyrir hús- um og margt fleira, sem vinna má með jarðýtum og öðrum slíkum vjelum. Tölur, sem íala. ir. Vjelakosturinn er mjer kunn j uglegur og það er gaman að j ræða um hlutina við vini mína, j sem eru með í förinni, t. d. I próf. Berglund og Yngva And- ersen, tilraunastjóra frá Uppsöl um, sem báðir eru í fremstu röð sjerfræðinga á Norðurlönd- um á sviði búvjelatækninnar. Næst er komið að góðu bónda býli. Akurlendið er 60 ha. og skógur 35 ha. Af þessari jörð voru 7 ha. afhentir til land- náms handa flóttafólki og auk þess verður bóndinn að láta ryðja og rækta 7 ha. til land- náms í viðbót. 30% af akur- landinu ber korn, 13,4% kartöfl ur og rófur. Sáðtún er 26,6% og ræktað til beitar 20%. Hest- j arnir eru 4 og í fjósi eru 37 jnautgripir, þar af 20 mjólkur- kýr. Af ársfóðri kúnna er vot- hey 24%. Kýrnar eru af Ayrs- hirekyni. Meðalársnyt var í ’ fyrra 4647 kg. af 4,4% feiti mjólk. Erfið ræktun. Á stórbýlinu Tarvakoski hef ir verið mikið aðhafst. Þar var 700 ha. akurlendi. Nú eru út- mæld þar 76 nýbýli, sem hafa fengið 2012 ha. lands. Af því voru 522 ha. akrar og tún, 462 ha. ræktunarland og 1028 ha. skógur. Nýbýlingarnir hafa tek ið til höndunum, þeir eru bún- ir að rækta 274 ha. Við þá rækt un hafa verið höggnir upp 25 þús. rúmm. af trjárótum og grafnir 150 km. af skurðum. — Búið er að byggja íbúðarhús á 43 nýbýlum en víða eru grip- irnir í ljelegum bráðabirgða- skýlum. Eitt nýbýli er heimsótt. Þar eru öll hús í einni lengju. bæði íbúðarhús og útihús, en slíkt er óvenjulegt. Þar búa hjón með 4 börn. Þau flúðu frá Karelen 1944. Býlið er ekki nema 13 ha. akurland, 10 ha. skógur og rjettindi í sameign- arskógi 7 ha. Áhöfn er 2 hest- ar, 4 kýr, 3 kálfar, 5 svín, 10 hænsni og 7 kindur. Einkennilegur þykir oss hinn mikli múrofn í horni stofunn- ar, gerður að Pfarelskum sið. Fólkið flytur venjur sínar og hætti með sjer eftir því sem því reynist kleift. Þannig er haldið áfram að lítast um. Það er farið fram hjá seðlaverksmiðju finnska ríkis- ins, og það er stungið upp á því við Finnana, leiðsögumenn vora, að eiginlega þyrftum vjer útlendu ferðamennirnir, að fá þá stofnun til umráða til þess að geta ferðast dálítið að ráði um Finnland. Oss þykir seðl- arnir finnsku vilja verða ódrjúg ir og peningatölrunar háar við hinar ýmsu greiðslur í land- inu. í Tavestehus er gist í hinu nýbyggða gistihúsi, Aulanko, sem jeg hygg vera glæsilegasta og sjerkennilegasta ferðamanna gistihús á Norðurlöndum, utan höfuðborganna. Þarna gistum við hjónin fyrir 20 árum í gamla gistihúsinu. Umhverfið er enn hið sama, fagurt og frjósemd- arlegt, víðáttumiklir skrúðgarð ar, vel um gengnir, en bygg- ingarnar hafa tekið stakka- skiptum. Það þarf mikinn stór- hug til þess að byggja þannig, Þáttur fjelagsins í nýrækt- arframkvæmdum Finna sjest allvel af eftirfarandi tölum: Ár: Nýrækt alls Nýrækt í Finnlandi: P. Oy.: 1945 1828 ha. 1100 ha. 1946 6597 — 2600 — 1947 15864 — 4800 — 1948 29200 — 7100 — 1949 40000 — 8100 — Öll styrkir starfsemi P. Oy., og þessi háttur Finna að hafa mikinn vjelakost á einni hendi og stjórna vjelavinnunni þar eft ir, mig mjög í þeirri ekki ný- fengnu skoðun minni, að mjög sje misráðið hvernig búnaðar- samböndin eru brytjuð niður í smá ræktunarsambönd, svo að víða er svo að segja hver hrepp ur að pukrást út af fyrir sig méð eigin vjelakost sem svo notast misjafnlega. Og þó er enn meiri galli hve ljelega vill verða fyrirsjeð um meðferð vjelanna og, viðhald. Hjer þarf áreiðanlega aukna forsjá á þessu sviði, verður það brátt mikið vandamál, og torvelt mun reynast að sameina þá krafta er dreifst hafa, þótt það mætti verða til úrbóta. Jarðýta, scm rífur upp rætur. Stórbýlið Kytája var áður stærsta bújörð Finnlands í einkaeign. Ræktað land var 100 ha en öll landstærð 10800 ha. Nú hafa verið byggð 40 nýbýli í landi jarðarinnar. — Þessi býli hafa fengið 1235 ha. lands. Af því er 183 ha. gamal- ræktaðir akrar, 179 ha. nýrækt- ar akrar og 712 ha. skógur. — Auk þess á höfuðbólið að láta ryðja 161 ha. handa nýbýling- unum. Stórbýlið er því énn stórt býli. I þegar þjóðin er í sárum og þarf í mörg horn að líta um endur- reisn og framkvæmdir. Viðhald vjelanna. Morgunin eftir er fyrst á dag skrá að skoða verkstæði Pellon- raivaus Oy. Þar vinna á annað hundrað manns að viðgerðum og nýsmíði varahluta og jarð- vinnsluvjela. Byggingarnar eru nýjar og miklar og góðar. Lok- ræsagröfurnar, sem fjelagið not ar, eru smíðaðaar þarna að mestu og ýmsir varahlutir í beltatraktorana eru smíðaðir til þess að spara gjaldeyri. Þarna hefði jeg viljað dvelja lengur en kostur var á. Mjer varð star sýnt á langa röð af brotplógum, sem stóðu í húsgarðinum. Finn- ar nota sem sje fullkomna og viðamikla brotplóga við nýrækt ina en ekki fleirskera akur- plóga, eins og hjer er því mið- ur sótst eftir að nota mjög án tillits til þess hvað við á. — Finnsku blotplógarnir plægja allt að því 80 cm breitt og 40 cm. djúpt og þeir vega um 1350 kg. Jeg er sannfærður um að vinnubrögð þessara verk- færa eiga langtum betur við á mýrunum h.jerna heldur en þær vinnsluaðferðir, -sem tíðkaðar eru, en það er langt mál að ræða það. Það stendur yfir búnaðarsýn- ing í Tavastehus, einskonar fylk issýning og þangað er haldið. Vjer fáum ákveðinn tíma til að lítast um og höldum nú lítið hópinn. Athugun vor verður frekar að kynnast blænum, sem er yfir fólkinu og sýningunni, heldur en að skoða hlutina fag- lega. Sýningin er á víðum velli, það er sólskin og blíða og mjer finnst það stafa vinnugleði og starfsþrá frá viðmóti bænda- fólksins, sem þarna er mætt með gripi sína eða er að skoða búvjelar, sáðvörur og þess hátt ar. Heim til Karelen. Síðar um daginn heimsækj- um vjer nýbýlahverfi, þar sem verið er að ryðja skógi og brjóta land á vegum Pellonraívaus. Þar hafa Karelar setst að. — Gömlu mennirnir horfa á ham- farir vjelanna með óblandinni ánægju, það verður hægt að sá í spildurnar í haust. En í við- tali kemur fram að þótt þeir búist um þarna af kappi óg vilji rækta og uppskera, er hugurinn enn bundinn við Kar elen. Einn talar um að þetta geti orðið gott býli, sem hann er að rækta, og einhver muni njóta þess, „þegar jeg kemst aftur heim til Karelen“. Oss setur hljóða og enginn vill verða til þess að veikja trú gamla mannsins á, að það eigi fyrir honum að liggja að endur- heimta sína fornu Eden, smá- býlið í Karelen. Næstsíðasti áfangastaðurinn er Vanjárvi. Það var jörð með 216 ha. akurlendi, 304 ha. ó- ræktuðu landi, vel ræktanlegu, 446 ha. skógi og miklum bygg- ingum. Land jarðarinnar hefir verið tekið nær allt undir ný- býli. Nýbýlingarnir fá landið óbyggt og ætla að byggja sjálf- ir að öllu leyti. Þeir eru búnir að rækta 200 ha. Skógaríjelag- ið, sem átti jörðina, fjekk ekki að halda neinu eftir nema aðal- íbúðarhúsinu og garðinum um- hverfis það og þar búa nú nokk ur gamalmenni, sem eru á fram færslu fjelagsins og áður unnu að búskap óg skógarvinnu. Lokaðar leiðir. . Síðast nemum vjer staðar hjá sænskum Finna, Gunnari Á- berg. Hann er „flóttamaður“ frá Porkalanesinu og hefir keypt hið nýja býli sitt upp á eigin spítur. Það er ekki stórt, 12 ha. akrar og 30 ha. skógur. Áhöfnin er 7 kýr, 2 kvígur, 1 kálfur, 2 hestar, 1 svín og 70 hænsni. Hann á gamlan traijt- Framhald á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.