Morgunblaðið - 12.10.1950, Qupperneq 6
6
MORGVTS BLAÐIÐ
Fimmtudagur 12. okt. 1950
BARNAVAGni | til sölu. Uppl. í síma 6351 ; f s 5 j til sölu. Uppl. i síma 31065. ! z
DRAFNARBORG 1 Leikskólinn í Drafnarborg tek- | ur til starfa föstudaginn 13. þ.m. | kl. 1 e.h. Forstöðukonan. | Gólfteppi | j til sölu. Uppl. í síma 6566. |
Ibúð 2—3 herbergi og eldhús óskast l nú þegar. 3 í heimili. hyrir- | framgreiðsla. Tilboð merkt: : ..íbúð — 748“ sendist blaðinu | fyrir k'völdið. | | Koihogaljós 1 j til sölu. Nokkur stykki af vara- \ | kolum fylgja. Uppl. í sima jj | 7457. í i | Z inilHMMIIHIMIIIHItMIIMIMIOMtHiMIIIIHMMMIIItllll - | Frammistöðu- | stúlka j óskast á veitingahús úti á landi. j j Uppl. í Úthlíð 9 miðliæð t.h. j s eftir kl. 1 i dag. ! I
Samlagningavjel j og ritvjelaborð óskast til kaups. : Þeir sem vilja selja annað hvort = eða bæði, Ieggi r.öfn sin inn á | afgr. Mbl. fyrir 14. þ.m. merkt: i „100 — 742“.
Bílstjórar — Hreyfill | Dökkgrænn sjálfblekungur tap- = aðist i leigubil frá Hreyfli kl. | 9.30—10 í ga>ruiorgun. Finn- f andi vinsamlega skili honum á • \ afgr. Hreyfils. Steypu- timbur 2 = - óskast til kaups. Simi 3283. ? • 'IMMIIIIMMMIIMIMMMIMIIMIMMMItfMMMIItllMIMIII* ” 1 Gulrófur | | Góðar gulrófur kr. 1.50 kg. sent j j heim Pantanir í síma 4228. GarSyrkjan BóIstaS við Laufasveg.
E : | MIG VANTAR [ I—2 herbergi og eldhús. Get | tekið að mjer að mála íbúðina | og litilsháttar fríðindi geta kom | ið til greina. Tilboð sendist afgr. | Mbl. fyrir laugardag merkt: | „Húsnæðislaus — 743“. j Wilton ( Gólfteppi | til sölu. | h FORN VER SLUNIN 1 I.angaveg 57 Simi 5691.
| Munið daglega afskorin blóm og pottaplöntur j Blómabúðin, ílaldursgötu 9 l Sími 6464.
(IVIatreiðslukonai | óskar eftir atvinnu. Tilboð send | | ist afgr. Mbl. rr.erkt: „Atvinna | | _ 744“. 1 Til sölu | j stoppuð húsgögn innlagt sauma j j borð, flísalagt i’dhúsborð, sjúkra | j rúm, bókahilla o. fl. í Aðalstræti j j 11 i dag kl. 5—6.
c : 1 Rafvirki j c t 5 1 óskast til staðar i nagrenm j | Reykjavikur. Umsóknir sendist j I afgr. Mbl. fyrir 15. okt. merkt- | | ar: „Rnfvirki — 747“. | Girðiuga- i staurar j til sölu. Uppl. í síma 4534 eða | j Laugaveg 67.
j Þvottaviel ) EASY-THOR | § Vil kaupa Easy eða Thor þvotta j | vjel. Hátt verð. Tilboð sendist j § afgr Mbl. fyrir L.ugardag, merkt | j „Easy—Thor — 746“. I HERRAVETRAR- í FRAKKAR j mjög ódýrir, aðeins nokkur j \ stykki. Versluni*, Grótta Laugaveg 19. = IMMMMiillllllllMMIMMMMMIIIMIIIIIMMMMMIIIIIMI|MI Z íbúð j Vantar 1—2 herbergi með eld- j j unarplássi strix. Tvennt full- 1 jj orðið í heimili. Tilboð sendist j j afgr. Mbl. fyrir kl. 6 á fimmtu- I J j dag. merkt: „íbúð — 752“. j |
| Gélflgppi i = Axminster gójfteppli 3x4 til 5 S sölu Eiríksgötu 13 eftir kl. 6. \ : IIMmillfllMtlIIIII'IMMIflllltnilllAllMMIMIiailHIIIH • i Svartu. | nýr kjóll ( 1 s j no. 42 til sölu. Uppl. í síma ! f 80193 5 s
Jeppi | | til sölu. Til sýnis við Leifsstytt | \ una frá kl. 6—8 é.h. Tilboð j ! óskast á staðnum. | i
Bókin um Símon
Dalaskáld er nær
fullprenfuð
ÚRVAL það, er síra Þorvaldur
Jakobsson hefur gej-t úr ritum
Símonar Dalaskálds, og Rímna
fjelagið gefur út, er nú nær
fullprentað og kemur væntan-
lega út í lok októbermánaðar.
Bókin verður talsvert stærri
en áætlað var, eða nokkuð á
sjötta hundrað síður, og
skömmu eftir að vinna við
hana hófst, hækkaði prent-
kostnaður að miklum mun. —
Verð hennar til áskrifenda, 56
kr. fyrir óbundið eintak, safði
fjelagið sett svo langt sem það
treysti sjer. Þrátt fyrir þau
tvö meginatriði, sem greind
j hafa verið, telur það sj?r skylt
i að standa við þetta loforð sitt.
En ákveðið hefur verið að bók
in verði einnig höfð til sölu
handa almenningi — óumflýj-
anlega við allmiklu hærra
verði. Hún verður hin prýði-
legasta að öllum frágangi, og
mun mörgum þykja eiguleg.
Er óhætt að segja, að með
henni muni nafn þessa síðasta
farandsskálds íslendinga hefj-
ast til nýrrar virðingar. Hefur
og síra Þorvaldur, eins og
vænta mátti, unnið verk sitt
með miklum ágætum.
| Allir áskrifendur og áskrifta
safnarar þurfa að hafa gefið
sig fram við bókavörð Rímna-
fjelagsins, Friðgeir Björnsson,
stjórnarráðsfulltrúa, fyrir til-
greindan tíma, októberlok, því
frá útkomudegi bókarinnar
gildir hið nýja verð, sem ekki
hefur enn verið unnt að á-
kveða.
Landsbókasafnið á tvennar
óprentaðar rímur eftir Símon
Dalaskáld: Bjeringsborgarrím-
ur og Þorsteinsrímur, hinar
fyri'i þó ekki alveg heilar. En
hann kvað nokkra aðra rímna-
flokka, sem ekki hafa prentað-
ir verið og ekki er vitað hvort
geymst hafa. — Rímnafjelagið
vill nú eindregið skora á hvern
þann, er eitthvað slíkt kynni
að eiga, og þá ekki síður Ijóða-
brjef eftir Símon (en af þeim
orti hann hinn mesta sæg) að
hafa samband við Landsbóka-
vörð, svo að hann fái að vita
um handritin, sem vitanlega
væri æskilegast að kæmust á
Landsbókásafnið til varð-
veiðslu. (Frá stjórn Rímna-
fjelagsins).
Sexfugur:
Bjarni Jénsson, beykir
Naufgripum fækkað
r
I
AKUREYRI, 11. okt. — Versta
ótíð hefir verið 1 jei um slóðir
í marga daga. Undanfarið hef-
ir verið norð-austan átt og
kyngt niður snjó hjer í Eyja-
firði. Liggja mikil hey ennþá
úti hjá mörgum bændum, og
eru að vonum orðin ónýt með
öllu til skepnufóðurs.
Er enginn vafi á því að naut-
gripum verður fækkað hjá
mörgum vegna fóðurskorts, og
uni þessar mundir munu vera
nokkur brögð að_ þvi, að kýr
gangi kaupum og sölum manna
á meðal.
Þó að spretta garðávaxta
hafi verið með betra móti í
sumar dregur pað úr, að vegna
ótíðar hefir gengið erfiðlega að
ná uppskerunm, og eru ennþá
víða kartöflur niðri í görðum.
Er talið að í hinni miklu kart-
öflusveit Svalbarðsströnd hafi
verið fyrir tveim dögum um
100Q. tunnur úti),; eða um 20%
uppskerunnar. —H. Vald.
EIN er sú iðn hjer í bæ, sem
segja má með sanni að ekki
berist mikið á. Er það beykis-
iðnin. Ekkert beykisiðnaðarfje-
lag hefir nokkuru sinni verið
hjer til og hefir af þeim sök-
um lítið borið á kröfugerðum
frá þeirri stjett manna, og al-
drei hefir hún gert verkfall.
Varnarlaus hefir hún og verið
öðrum stjettum fremur gegn
hvers konar gervimennsku, því
það er tiltölulega auðvelt að
opna síldar- og kjöttunnur og
loka þeim og eru þeir ófáir,
sem við það hafa fengist og þá
tekið sjer beykisnafn, a. m. k.
um stundar sakir.
Ástæðan fyrir því, að hag
þessarar iðnar er svona varið
er ekki torskilin þeim, er til
þekkja. Hún er einfaldlega sú,
að vegna breyttra atvinnu-
hátta og breytts mataræðis má
segja að iðnin sje gjörsamlega
út dauð, að undanteknu nokk-
uru síldartunnusmíði í verk-
smiðjum ríkisins á Akureyri og
Síglufirði á vetrum. Hvort þar
vinna faglærðir beykjar er svo
annað mál og línum þessum
óviðkomandi.
Þótt nú þannig sje komið
hag iðnar skáldanna Sigurðar
Breiðfjörðs og Jóns Magnússon-
ar og þótt flestir þeir, sem gáfu
sig að henni áður, sjeu nú orðn-
ir annaðhvort brunaverðir, lög-
regluþjónar, húsa- eða hús-
gagnasmiðir eða eitthvað ann-
að, þá er það nú einu sinni svo,
að þrátt fyrir allt geta komið
þau tilfelli á vorri teknisku öld
að ekki sje gott að komast af
án beykis — raunverulegs beyk
is. Er óþarfi að nefna þess nokk
ur dæmi. Vita þeir það gjörst,
sem á hafa þurft að halda og
þurfa enn þá — stöku sinn-
um.
Og sjá! Reykjavík er enn þá
svo heppin að eiga beyki á að
skipa, en aðeins einum. Fleiri
gefa sig ekki að þeirri iðn að
staðaldri nú orðið í hinum því
nær 60 þúsunda höfuðstað vor-
um. En þetta er líka ósvikinn
beykir, sannkallaður töframað-
ur í iðninni, bæði hvað kunn-
áttu og afköst snertir. Nafn
hans er Bjarni Jónsson og á
hann heima að Háaleitisvegi,
Sogamýrarbletti 40 og er sextug
ur í dag.
Bjarna beyki kannast svo
margir bæjarbúar við, að óþarfi
er að eyða á hann löngu máli,
þótt það hins vegar væri næsta
freistandi, því maðurinn er sjer
kennilegur persónuleiki í lát-
leysi sínu og hversdagsleika. —
Skaphöfn hans er afburða
traust og örugg og fley hans
berst ekki fyrir hverjum vind-
blæ sem blása kann úr austri
eða vestri þá og þá stundina,
en heldur sig eingöngu á ís-
lenskum siglingaleiðum færandi
sjer í nyt þau leiðarmerki, sem
íslensk þjóð hefir í gegn um
aldirnar, verið megnug að
skapa börnum sínum. Þrátt fyr-
ir það, að hann hefir aldrei
hraustur verið síðan á unglings-
árum, þótt hann með iðkunn í-
þrótta næði sjer vel á strik um
langt skeið, þá hefir hann á-
vallt verið afburða starfsmað-
ur að hverju sem hann hefir
gengið. en það er nær ein-
göngu beykisiðnin sem fengið
hefir að njóta krafta hans, þótt
margt annað fari honum vel
úr höndum, enda var hann t. d.
langt kominn með að nema trje
smíði áður en hann hóf beykis-
nám hjá Jóni heitnum Jóns-
syni beyki fyrir um það bil
40 árum. Bygði hann og fyr-
ir nokkrum árum, að mestu
Ieyti einsamall, núverandi hús
sitt þar sem er bæði heimili
hans og atvinnustöð.
Þjóð vor væri vissulega bet-
ur á vegi stödd heldur en hún
nú er, ætti hún mörgum mönn-
um á að skipa með starfsfýsi
og óeigingirni Bjarna, því hami
hefir aldrei hlíft sjer og ekki
kvartað, þótt vinnan hafi verið
erfið, starfsdagurinn langur og
launin lág. Heimsstyrjaldir og
hernám hafa engin deyfandi á-
hrif á starfs- og viðskifta ,,mór-
al“ hans, og í kapphlaupinu
milli vinnu og verðlags hefir
hið síðarnefnda viljað dragast
ónotalega aftur úr hjé honum,
svo nær er mjer að halda að
hanrp hefði aldrei sextugur orð
ið, hefði ekki undirritaður og
aðrir kunningjar hans verið að
brýna það fyrir honum, að hon
um væri nauðugur einn kostur
að taka að nokkru leyti þátt í
„dansinum“, vildi hann lífi
halda.
Bjarni Jónsson er greindur
vel og marg fróður um ýmsa
hluti óskylda fagi sínu, enda
ágætlega lesinn þó guð megi
vita hvenær hann hefir haft
tíma til þess svo mjög sem
hann hefir að sjer lagt í starf-
inu. Sá hann sem einbirni prýði
lega fyrir foreldrum sínum sem
bæði urðu há öldruð og hjálpar
þurfar um langt skeið, en
tryggingar engar í þá daga.
Einn er sá eiginleiki í farí
Bjarna, sem lýsir honum e. t.
v. betur en nokkuð annað. Er
það grandvarleiki hans til orðs
jOg æðis gagnvart náunganum.
Hefi jeg engum manni kynnst
jafn umtals góðum um meðbræð
ur sína og er það segin saga,
að hafi hann ekki eitthvað gott
um Pjetur og Pál að segja, þá
veit hann ekkert um þá — al-
drei. Hann er og óhnýsinn um
annara hagi, þeirra, er honum
eru óviðkomandi. Má því óef-
að telja hann gæfumann svo
mjög sem hann ann samferða-
fólkinu og starfinu — fram-
vindu lífsins. Margur útgerð-
armaðurinn, iðnrekandinn og
almúgamaðurinn á honum mik-
ið upp að unna vegna skjótrar
og öruggrar fyrirgreiðslu þegar
á hefir þurft að halda á þeim
vettvangi, sem hann hefir starf
að á og mun ennþá eigi afrækja
um nokkurt skeið, þótt hann
— eini beykirinn í bænum —
hafi hvergi nærri nóg að gjöra
í iðninni nú orðið.
Óska jeg honum svo og konu
hans frú Sigurbjörgu Kristins-
dóttur. til hamingju með öll ó-
liðnu árin og vona að þau verði
jafn giftudrjúg þeim sem á und
an eru gengin.
S. S.
Hugheilar þakkir sendi jeg öllu minu samferðafólki á
lífsleiðinni, sem minntist mín með hlýjum hug á ýmsan
hátt á 75 ára afmæli mínu 8. okt. s. 1.
Baldvin Einarsson, aktj jasmiður.