Morgunblaðið - 26.10.1950, Síða 6
6
MORGVNBLAÐIÐ
Fimtudagur 26. okt. 1950.
PéMkanínn ÞY™itósa
StigvcladÍ
kötfurinn
Kórtgssonurinn •
í froskhamnum :
£dc)ah
Pélri Pcsxi
Þetta eru einkar snotrar útgáfur af hin-
um vinsælu ævintýrum. Hvert hefti er
bundið inn í þykk spjöld og því heppileg
fyrir unga krakka, sem handleika bæk-
urnar misjafnlega. Þá er það annar kost-
ur að lesmálið er prentað með stóru og
gleiðu letri, þriðji kosturinn er sá, að ævin-
týrin eru mátulega löng og loks eru þau
öll prýdd mörgum skemmtilegum mynd-
um, flestum í litum.
Jobibl og
batutngrasið
Þessi fallegu æfintfri kosta aðeins kr. 7,50
Minningarorð:
Tómas Císlason Sauðárkróki
FALLEG FERMINGARGJÖF
Passíusálmarnir í rauðu skrautbandi. Fegursta útgáfan,
sem komið hefur út af þessari sígildu bók.
lar
'tókaverólan ^9áajoíclc
Get bætt nokkrum nemendum í
ballet og akrobatik
STEPP-KENNSLA hefst 1. nóvember.
Upplýsingar í síma 4283, daglega kl. 12—2.
ELLÝ ÞORLÁKSSON.
Skemmtifundur F.Í.L.
Fjelag ísl. loftskeytamanna heldur kvöldskemmtun með
skemmtiatriðum að Þórskaffi í kvöld, 26. þ. m. kl. 21. —
Fjelagsmenn mega taka með sjer gesti. — Aðgöngumiðar
afhentir í skrifstofu sjómannablaðsins Víkingur milli kl.
16—18 í dag.
M.s. Dronning
Alexandrine
fer frá Kaupmannahöfn 7. nóvem-
her til Færeyja og Re.ykjavíkur.
Flutningur óskast tilkynntur skrif-
stofu Sameinaða í Kaupmannaliöfn,
hið fyrsta.
Frá Reykjavík fer skipið til Græn-
lands og þaðan beint til Kaupmanna
hafnar.
Frá Kaupmannahöfn til Færeyja
og Reykjav'íkur 5. desember.
Frá Reykjavík til Fæieyja og Kaup
mannahafnar 14. deseniber.
Skipaafgreiðsla Jes Zimsen.
Erlendnr Pjetursson.
imiiiiiiiimiiiiiiiiiiiii
iiiiiiiiiiiiii
immmmmii
Atkvæðagreiðsía
um tillögu sáttanefndar í yfirstandandi togaradeilu, fer
fram meðal f jelagsbundinna togarasjómanna í Sjómanna-
fjelagi Rej'kjavíkur í dag.
Atkvæðagreiðslan fer fram í skrifstofu fjelagsins og
stendur hún ýfir frá kl. 10—22.
Stjórn Sjómannafjelags Reykjavíkur.
Kærustupar
með 7 mánaða barn, óskar eft-
ir stofu og eldhúsi oða eld-
unarplássi. Lítilsháttar hús-
hjáíp eða sitja hjá börnum 2—
3 kvöld í viku. Tilboð sendist
afgr. Mbl. fyrir n.k. laugar-
dag merkt „IFR — 971“.
inoiuiiiniiuiiiMiiiiiiitihiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiN
Kolakyntur
I {ívottapottiir
: til sölu. Uppl. í síma 9633.
Morgunblaðið með morgunkaffinu -
Á FYRSTA VETRARDAG siðastlið-
inn var jarðsunginn hjer á Sauðár-
króki Tómas Gislason, einn af fram-
skvæmdarstjórum Sparisjóðs Sa'uðár-
króks, en fyrrum verslunarstjóri og
kaupmaður hjer á Sauðárkróki. Var
fjölmenni við jarðarför hans, sem
vænta mátti, því að traustari mann
og vinsælli en hann mun vandfund-
inn. Mjer ft'rir mitt leyti finnst, að
k' rirn mín við Tómas hafi skýrt fyr-
ir mjer, hvað átt er við með orðinu
heiðursmaður.
Hann andaðist á heímili sínu þann
12. þ.m. úr hjartaslagi, enda hafði
| hann kennt hjartabilunar nokkur und
anfarin ár, þótt hann eigi að siður
I stundaði störf sín ailt til hins síðasta.
Tómas Gíslason var fæddur i Reykja-
vík þann 21. október 1876 og ólst
þar upp hjá foreldrum sinum, þeim
Gisla Tómassyni, er um fjölda ára
var verslunarmaður hjé Geir Zoega,
og konu hans, Hólmfríði Eyjólfsdótt-
ur. Eru þrjú systkini Tómasar enn á
lífi og búsett i Reykjavík, Þóra, ekkja
Sigurðar Pálssonar læknis, Eyjólfur
skipasmiður og Gísii, er lengi hefur
verið verslunarmaður við Geirsversl-
un.
Miðað við það, sem nú er talið,
mun Tómas ekki verða kallaður skóla
genginn maður. Hann lauk námi í
bamaskóla Reykjavikur, en eftir ferm
ingu fór hann að vinna fyiir sjer,
eins og þá var siður. Þó stuudaði
hann jafnframt nám kvöldskóla versl
unarmanna í Reykjavík veturinn
1890—91 og löngu seinna var hann
einn vetur við versiunarnám í Kaup
mannahöfn. Hann hafði sýnilega haft
mikið gagn af þessum stuttu nám-
skeiðum, enda var hann vel gefinn
maður.
Enn annars má segja, að störf hans
og lífið sjálft hafi verið sá skóli, er
hann stundaði í nám sitt og gerði
hann vel menntaðan og þrosltaðan
mann. Enda hlýtur sá maður að verða
mikilhæfur í starfi sínu, sem hvort-
tveggja í senn er góðum gáfum gædd
ur og ávallt bæði í smáu og stóru
leggur alla stund á að gera hvert
verk eins vel og auðið er, leggur sig
allan fram i trúmennsku og skyldu-
rækni, svo að afköst hans verði sem
mest og sem best af hendi leyst.
Tómas var glöggskygn maður, athug-
ull og gætinn, en þó einkeudi hann
ekkert meir en hin óbrigðula skyldu-
rækni hans og heiðarleiki, sem hvergi
þoldi á blett nje misfellu í orði nje
verki.
Tómas Gíslason var ungur að aldri
er hann hóf verslunerstörf í Reykja-
vík, en 1898—1902 var hann bók-
haldari á Stokkseyn. hjá Ásgeiri Sig-
^ urðssyni, er gaf honum þann vitnis-
; hurð að hann væri „duglegur, áreið-
! anlegur og reglusemur“. Síðan var
I hann eitt ár við Gramsverslun í
| Stykkishólmi, en árið 1904 fluttist
, hann hingað til Sauðárkróks og átti
I hjer heima síðan. Ilann var hjer
! fyrstu árin bókhaldari við Popps-
j verslun, en þá er Popp seldi verslun
Nína érið 1911 og Hoephner keypti,
varð Tónjas forstjóri þeirrar verslun-
ar og var það síðan, ungs verslunin
hætti, sem mun hafa verið 1928. Síð-
an verslaði hann sjálfur um skeið
en var þó hættur því fyrir nokkrum
árum. Árið 1933 var hann kosinn í
stjóm Sparisjóðs Sauðárkróks og var
‘siðan til dauðadags einn af fram-
kvæmdastjórum Lans.
Engum, sem þekkti Tómas Gísla-
' son, mun hafa komið á óvart, að hon-
* um var falin verslunarstjórn og rekst-
’ ur fjármála. Vissu það allir jafnt,
þeir sem trúðu honum fyrir störf-
um, viðskiptavinir hans og samstarfs-
menn, að þeir máttu treýsta honum.
Heg kynntist vel störfum Tómasar við
, sparisjóðinn og get ekki hugsað mjer,
! að unnt sje að rækja slík störf með
meiri alúð en hann sýndi þeim. Hags
annarra gætti hann þannig, sem
(nokkur maður gæti þest gætt síns
eigin.
| Jeg skal hreinskilnislega játa það,
! að jeg undraðist í fyrstu, að Tómas
; skyldi ekki vera efnaður maður, er
; jeg komst að því, að hann hafði verið
verslunarstjóri allstórrar verslunar,
en slík störf gefa mönnum oft skilyrði
til að efnast, vegna þess, hve þau eru
vel launuð. Hinsvegar vissi jeg, að
á heimili hans var engin óþarfaeyðsla,
þrátt fyrir höfðingsbrag þess og
rausn. En jeg skyldi betur, hvernig
þessu var farið, eftir að jeg kynntist
honum nánar. Hann hafði ávallt gætt
þess að láta hag þeirra, sem trúðu
honum fyrir störfum, sitja fyrir sín-
um eigin hag. Mjer finnst því ekki
aðeins gott að hafa kynnst Tómasi
Gíslasyni í starfi hans, það var blátt
áfram lærdómsríkt.
Árið 1907 kvæntist Tóinas Elin-
borgu Jónsdóttur hreppstjóra frá
Brennigerði, Guðmundssonar, hinni
'mestu ágætiskonu. Þau eignuðust 5
höra. Var elst þeirra Gísli, er andaðist
19 ára gamall og var þá í 3. bekk
menntaskóla, en 4 eru enn á lífi:
Guðný, Sigurður, skipstjóri i Reykja-
, vik. Jón, sem lokið hefur stúdents-
[menntun og er nú forstjóri i Reykja-
,vík og Gísli, sem stundar háskóla-
nám í Reykjavik. Hefur hið fallega
heimili þeirra Tómasar og frá Elín-
borgar verið mörgum kært og þeim
sjálfum indæll staður. Tómas var
þannig skapi farinn, að hann undi
sjer hvergi betur en heima hjá konu
sinn og börnum. Hann hliðraði sjer
hjá afskiptum af opinberum málum
og held jég að hann hafi kunnað illa
við sig í margmenni. Hann var mað-
ur mjög hógvær og látlaus og hlje-
drægur. Þó sameinaði hann það
tvennt, sem annars fer oft ekki sam-
an, að hann var fáskiptinn og þó
alúðlegur; ekki íhlutunarsamur um
annarra hagi, en fylgdist þó flestum
öðrum betur með því, sem gerðist.
Það var næstum því undarlegt, hve
jafn hljedrægur maður og heimakær
var fróður um menn og málefni. Það
var því gott að ræða við þennan glaða
og góða og gáfaða mann heinia á
heimili hans. Hann var auðugur að
þessari ljettu, græskulausu kímni,
sem samtalið kryddar og gerir við-
kynninguna hugljúfa. En um leið var
hann alvöruinaður, trúmaður og
draumspakur og hugsuður.
Mjer fínnst nú, er jeg hugsa um
Tómas Gíslason, að um hann megi
segja það sama og sagt var um Arn-
kel goða. En Eyrbyggja lýsir honum
þannig: „Hann var fcrvitri, vel skapi
farinn. hjartaprúður og vel stilltur".
En við hann var þetta sagt: „Því að
við treystum þjer vel um drengskap-
inn“. Það mundi liver, sem kynntist
Tómasi Gíslasyni, vilja við hann sagt
hafa.
Sauðárkróki 23. okt. 1950
Helgi Konráðsson.
Kosnlngar (ara
fram fyrsf
BONN, 24. okt. — Schumacher,
foringi þýskra jafnaðarmanna,
lýsti þeirri stefnu sinni í dag,
að ekki kæmi til mála að láta
koma til vígbúnaðar Þýska-
lands nema kosningar hefði áð-
ur farið fram. Sagði hann, að
nauðsyn bæri til að setja á-
kvæði um afstöðu þýsks hers og
herja hernámsveldanna, ef til
kæmi. — Reuter.