Morgunblaðið - 31.10.1950, Blaðsíða 1
37. árgangur
46. tbl. — Þriðjudagur 3L október 1950.
PrentsmiSja Morgunbiaðsina
Þegar Iruman kom heim
ÞEGAK Truman forseti sneri heim úr Kyrrahalsterð sinni til
að hitta McArthur, tóku J>eir Alben Barkley varaforscti og
Elmar Robinson borgarstjóri t San Francisco á móti honum.
Var myndin hjer að ofan tekin við það tækifæri.
Gustaf V. Svíakonungur
andaðist á sunnudaginn
Gustai VI. tekur við konungdómi
CiUSTAF V. Svíakonungur andaðist í höll sinni í Stokkhólmi á
cUnnudagsmorgun. Hann varð 92 ára. Konungur fjekk aðsvif
s: 1. föstudag á ríkisráðsfundi. Á laugardagskvöld gaf líflæknir
hans út tilkyr.ningu um, að kraftar konungs væri að þverra,
en konungur hafði verið málhress á laugardag og talað við
settingjp. sína. Aðfaranótt sunnudag's dró mjög af konungi.
Hann hafði verið heilsuveill s. 1. tvö ár, eftir að hann fjekk
alvarlegt lungnakvef, sem hann átti lengi í.
GUSTAF VI. ADOLF TEKUR
VIÐ KONUNGDÓMI
Kommúnistariiir eru
nú komnir inn í Tábet
Eru um 300 km frá höfuðborg landsins.
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter—NTB
NÝJU DELHI, 30. okt. — Frá Tibet hefir spurst, að herir
kínverskra kommúnista hafi ráðist inn í landið og sjeu nú tæpa
300 km. frá höfuðborg landsins, Lhasa. Herlið Tíbetbúa hefir
hörfað til'virkis, sem er í 4000 metra hæð í Himalayafjöllum.
Þar verður heraflinn skipulagður og má búast við, að kommún-
istar mæti einhverri andspyrnu, er fram í sækir.
Elsti sonur Gustafs V. tók
við konungdómi á sunnudag og
sór hann eið að stjórnarskránni
í gær. Hinn nýi konungur ber
nafnið Gustaf VI. Adolf.
Érfðaprins Svíþjóðar er 4
ára. sonarsonur núverandi kon-
ungs, Carl Gustaf, en hann er
sónur Gustafs Adolfs prins, er
fprst í flugslysi í Kaupmanna-
hofn 1947.
Útför Gustafs V. fer fram
fimtudaginn 9. nóvember.
(Grein um Gustaf V. með mynd
um birtist á blaðsíðu 9 í blað-
inu i dag og grein um hinn
nýja konung, Gustaf VI. Adolf,
á bls. 5.)
Greiðslubandalag-
inu veiftar 350 milj.
WASHINGTON, 30. okt.: —
Eínahagssamvinnustofnunin til
kynnti í dag, að hún mundi
vpita greiðslubandalagi Norð-
urálfunnar, 350 milljónir af
Marshallfje til ráðstöfunar.
___________— Reuter.
Fundur landvarna-
nefndarinnar í gær
WASITINGTON, 30. okt.: —
Fyndum landvarnanefndar At-
lantshafsríkjanna hjelt áfram í
dag. Var éinkum rætt um víg-
búnad Þýskalands. — Reuter.
Fólksfjölgun mikil
í Marshallríkjum
WASHINGTON, 30. okt.: —
Marshallríkin verða að auka
að miklum mun framleiðslu
landbúnaðarafurða svo og
húsasmíðar, ef það á að duga
til að mæta fólksfjölguninni.
Gert er ráð fyrir, að 1952
verði fólksfjöldi þessara ríkja
orðinn 280 millj., eða 12%
meiri en fyrir stríð.
Mófmælendur eru
andvígir
Páfagarði, 30. okt. — Á fundi
í Páfagarði í dag var samþykt,
að himnaför Maríu meyjar
skyldi gera að trúaratriði ka-
þólskra. Fundinn sátu kard-
ínálar og 500 biskupar, og er
hann talinn sá veigamesti, sem
Ben Gurion myndar
sfjórn í ísrael
JERÚSALEM, 30. okt.: —
Leiðtogi Verkamannaflokksins
í Israel, David Ben Gurion,
tilkynnti þinginu í kvöld, að
hann hefði myndað stjórn,
sem í eiga sæti 13 ráðherrar. —
Hefir stjórnarkreppa verið í
landinu í hálfan mánuð, en nú
hefir loks náðst samkomulag
með Verkamannaflokknum og
svonefndum Trúmálaflokki.
— Reuter—NTB.
Friðarsamningar við
Japan undirbúnir
LAKE SUCCESS, 30. okt.: —
Lauslegar viðræður um friðar
samninga við Japan hafa farið
fram milli Dulles, fulltrúa
Bandaríkjanna hjá S. Þ., og
Maliks, fulltrúa Rússa. Frek-
ari viðræður þeirra éru vænt-
anlegar.
Mikið styrjaldarfjón
í Kóreu
WASHINGTON, 30. okt. —
Starfsmenn efnahagssamvinnu-
stofnunarinnar, sem vinna að
aðstoð við Kóreu, segja, að
kommúnistar torvelduðu mjög'
viðreisnarstarfið í landinu með
ránum og spjöllum í vöru-
skemmum og verksmiðjum. Þá
hefir og komið í ljós, að tjón af
völdum styrjaldarinnar er mun
meira en ætlað var í upphafi.
Kommúnistar reknir.
BERN — Sex póststarfsmönnum
í Sviss hefir verið vikið úr stöðu
sinni vegna þess að þeim var ekki
trúandi fyrir leyndarmálum. —
Þeir voru kommúnistar.
Æfla að kalla
sendiherrann heim
PRAG, 30. okt. — Spurst hefir,
að Bandaríkjastjórn hafi í
hyggju að kalla sendiherra sinn
í Prag heim og hafa þar sendi-
fulltrúa framvegis. Að beiðni
tjekknesku stjórnarinnar var
starfsliði sendiráðsiris fækkað í
12 í maí í vor. Sakaði stjórnin
suma starfsmennina um njósn-
ir. — Reuter.
Fischer var veitt
landvisfarleyfi
LAKE CUCCESS, 30. okt.: —
Bandaríkin hafa afráðið að
veita George Fischer, fulltrúa
alþjóðlegs verklýðssambands
kommúnista hjá S. Þ., landvist
arleyfi. Fischer er franskur
þegn, en nokkuð stóð á land-
vistarleyfinu vegna laga, sem
sett voru fyrir skömmu um
dvöl kommúnista og annarra
æsistefnumanna í Bandarikjun-
um. — Reuter.
HÆGFARA SÓKN
Hingað til hafa herir kín-
versku kommúnistanna sótt
fram um 8 km. á dag, en búast
má fastlega við, að sóknin verði
hægari, er þeir koma þar, sem
landið er enn fjalllondara og
ógreiðfærara.
j
MÁNAÐAR HERFÖR
Fólk, sem kunnugt er stað-
háttum í Tibct, ful’yrðir, að
það taki kínversku kommún-
istana mánuð að minsta kosti,
að komast til höfuðborgarinn-
ar, jafnvel þótt þeir mæti
engri skipulegri andtpyrnu.
SÆKJA FRAM
í TVENNU LAGI
í Hongkong eru m mn þeirr-
ar skoðunar, að Tibet verði allt
undir lagt á 5 vikum. Sækir
her Kínverjanna fram í tvennu
lagi. Önnur fylkingin heldur
til Lhasa, þar sem D .lai Lama
er búsettur, en hin sækir að
annari stærstu borg landsins.
I
ÓTRÚLEGT EN SATT
Útvarp kommún': tastjóm-
arinnar skýrði frá því 24. þ m.
að kínverskum herjum hefði
verið skipað að ráðast inn C
Tíbet. Var þá um leið tilkynt.
að her væri á leiðinni, en lengi
voru menn þeirrar skoðunar.
að frjettin gæti vart 'ærið rjett,
þar sem samningaumleitunum
milli Kínverja og Tíbetmanna-
var ekki lokið, og kommúnistar
höfðu heitið að leysa deilu- -
málin á friðsamiegan hátt.
LANDIÐ ER TORSÍ'TT
Varla er hægt að búast vi<T
öflugri mótspvrnu Tíbetbúa. —•
Herinn er fámennur, um 10'
þúsund manns, og búinn ljett-
um vopnum og úreltum. Hefir
heldur ekki neina reynslu
baki. Hinsvegar er 1-mdið örð-
ugt yfirferðar og viða torsótt
vópnuðum herjum. — Er það
mesta fjalllendi heims og geysi
víðlent eða 1.9 milj. ferkm.. —•
Landið byggja 3.7 milj. manna,
flestir Búddhatrúar.
Hugmynd Frahka um
Norðurálfuhes rædd
BONN, 30. okt.: — Yfirmaðm*
hernámsliðs Frakka í V.-
Þýskalandi átti fund með
Adenauer, forsætisráðherra
landsins, í dag. Ræddu þeir að-
allega afstöðu Þjóðverja til
tillögu Frakka uir stofnua
Norðurálfuhers. — Reuter.
Ekkert samkomulag
um kjör aðalritara í
öryggisrúðinu í gær
Málið kemur fyrir allsherjarþingið í dag
Einkaskeyti til Mbl. frá Reutcr—NTB
LAKE SUCCESS, 30. okt. — í dag var haldinn lokaður fund-
ur í öryggisráðinu að beiðni rússneska fulltrúans, Jakobs
Maliks. Var þar rætt um kjör aðalritara og lýsti Rússinn því
yfir, að hann mundi ekki viðurkenna Trygve Lie, aðalritara
S. Þ., ef hann yrði látinn gegna starfinu eftir að kjörtími hans
rennur út í febrúar. —
Hins vegar hefir Malik til—•
kynnt, að hann muni bera fram atkvæði um að framlengja kjör-
haldinn hefur verið í Páfa- tillögu um, að annar verði kjör- tímabil Trygve Lies, en aðrir
gai'ði, síðan Píus XII. settist í inn í hans stað. aðilar voru samþykkir.
páfastól fyrir 11 árum. j
Kirkjuleiðtogar annara MUNDI BEITA ’KEMUR FYRIR ALLS-
kristinna manna en kaþólskra, NEITUNARVALDI HERJARÞINGIÐ
hafa ráðist á þessa fyrirætlun Fulltrúi Bandaríkjanna hefir j Allsherjarþingið fær málið
kaþólsku kirkjunnar, einkum , lýst því yfir, að hann muni til meðferðar á morgun (þriðju-
mótmælendur. Þeir halda því, beita neitunarvaldi sínu til að dag),-en 14 ríki hafa borið fram
fram, að ráðstöfunin muni stað , fella hvern þann, sem stillt ályktunartillögu þess efnis, að
festa enn meira djúp milli ka- J verði upp gegn Lie, af því að Lie verði falið að fara áfram
þólskra og annara kristinna Rússar beittu á sínum tíma með starf aðalritara í 3 ár, er
manna. —NTB. neitunarvaldi, þegar greitt var i kjörtiminn rennur út.