Morgunblaðið - 31.10.1950, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.1950, Blaðsíða 2
MORCVNBLAÐIÐ Þriðj'udagur 31. okt. 1950. Stnrfsemi Ferðafiekijsins hefur ,Ný ÞIN6MÁl: - iæist mjög í nukona undnnfarin úr ' Stofnkostnaður skólabygginga - látlúrugripasafn og lóðamæfing Adt frá stofnun Ferðafjelags Istands hefir þessi fjelagsskap- ur unnið að því sleitulaust að stuðla að ferðum kaupstaða- bua inn í sveitir landsins. Fje- lagsskapur þessi hefir unnið jrnikið og þarft verk. Með dugn aði og elju nokkurra áhuga- .samra manna hafa sæluhús verið reist í óbyggðum. Hafa þs'ssi hús stuðlað að því aö nienn lögðu leiðir sínar inn í •óbyggðir landsins og hafa notið þar ósnortinnar fegurðar ís- lenskrar fjallanáttúru. Starfsemi fjelagsskapatins hefir stöðugt færst í aukatia, og meðlimatala fjelagsins far- ið ört vaxandi. Nú eru fjelags n:enn yfir 6000 að tölu Fjallamenn ráðgera byggingu göngu- brúar yftr Markariljól á Þórsmörk. r’%’1 ZS FERÐIR FARNAR Á S. L. SUMRI Stjórn fjelagsins bauð blaða ir onnum til hádegisverðar s. I. si.nnudag og skýrði þeim frá xtarfi fjelagsins á liðnu sumri og væntanlegri vetrarstarfsemi. Jón Eyþórsson, veðurfræðing ur hafði orð fyrir stjórninni og lýsti starfseminni. Alls voru á aumrinu farnar 28 ferðir. Af þeim voru 7 sumarleyfisferð- ir. sem stóðu í 4—11 daga. En helgaferðirnar, sem standa frá .einum upp í þrjá daga, voru 21 alls. Hátt á 7 hundrað manns tók þátt í þessum ferð- um á vegum fjelagsins. Þakkaði hann Kristiáni Ó.! Skagfjörð framkvæmdastjóra fjelagsins óeigingjarnt starf í þágu fjelagsins, en Kristján Kjer um ferðirnar að öllu leyti og er það ærið starf. ÁRBÓK FJELAGSINS íPRENTUN Jón Eyþórsson gat þess að Árbók fjelagsins 1950 væri nú 1 prentun og senrf fullbúin. — Pjallar hún um Borgarfjörð sunnan Skarðsheiðar og er skrif uð af Jóni Helgasyni blaða- manni. Árbók fjelagsins 1951 mun fjalla um V.-ísafjarðarsýslu. en 1952 mun verða haldið áfram með Borgarfjörðinn, en ákveð- ið hefir verið að skipta honum í þrennt. Þá bók mun Þorsteinn Porsteinsson, alþingísmaður Kkrifa. Verður þar lýst miðbiki hjeraðsins. Enn er ekki ákveð- ið, hver mun skrifa um Mýr- arnar. Auk þessa eru tvær árbæk- ur í smíðum. Fjallar önnur þeirra um Strandasýslu og er sknfuð af Jóhanni Hjaltasyni lsennara. Hin er um Austfirði, orx þá bók ritar Stefán Jóns- SQn í Baltimore. FÍELAGIÐ VILL REISA KKÁLA Á ÞÓRSMÖRK Ferðafjelagið hefir um margra ára skeið staðið einhuga um að reisa skála á Þórsm., sem er einhver eftirsóttasti staður ferðamanna. Hefir fjelagið í hyggju að reka þar greiðasöiu og hafa fastan starfsmann þar sem jgreitt gæti götu ferðalanga eftir þörfum. En þessi skála- bygging hefir lengi dregist vegna þess að fjárfestingar- leyfi hafa ekki fengist. Jón Eyþórsson minntist einn ig á reit Ferðafjelagsins í Heið mörk. Reitur þessi er um 20 hektara að stærð og á mjög fögryfn stað í mörkinni. Á s. 1. vori voru gróðursettar þar um 3000 furu- og rauðgrenis- plöntur, en vonast stjórnin til þess að mun -fleiri plöntur Skáli Fjallamanna á Tindafjallajökli. Skálinn stendur í 850 m. hæð yfir sjávarmál. — verði gróðursettar á næstu ár- um og ríkir almennur áhugi í fjelaginu fyrir að gera þennan reit fjelagsins sem fegurstan. VETRARSTARFIÐ AÐ HEFJAST Ráðgert er að vetrarstarfsem inni verði hagað líkt og undan- farið. Skemmtifundir fjelagsins hafa átt miklum vinsældum að fagna og verið mjög fjölsóttir. Fyrsti fundur fjelagsins á þess^ um vetri vcrður haldinn innan j skamms. Á fundum þessum hafa verið sýndar litkvikmynd- ir frá ýmsum íegursiu siöuLun landsins og á fjelagið þakkir skildar fyrir þessa kynningar- starfsemi sína. LÁNAR RÍKISSJÓÐI FJE Fjárhagur fjelagsins stendur f með miklum blóma. Hefir fje j verið lagt í sjóði, vegna þess j að ekki hefir orðið af þeim j framkvæmdum sem fjelagið hef ir haft hug á vegna þess að eklci hafa fengist fjárfestingar- leyfi.. En ekki hefir fjelagið látið það aftra sjer, heldur hef- ir það einnig lánað ríkissjóði fje til brúarbygginga á Kjal- vegi, og þar með flýtt mjög fyr ir þeim framkvæmdum. x O ÍXXJá-Jt-Xi.1 ÍxjLH xH Árið 1939 stofnuðu nokkrir meðlimir ferðafjelagsins sjer- deild innan þess. Nefnist hún Fjallamenn. Upphafsmaður að þessari deild var Guðmundur Eimjrsson frá Miðdal. Hefir hann síðan verið formaður deildarinnar. Áhugamál Fjallamanna er að sækja upp á jökla og öræfi landsins. Hafa þeir víða farið og margar nýjar leiðir kannað. Hsfa Fjallamenn komið upp tveimur skálum. Er annar þeirra á Fimmvörðuhálsi, sem eins og kunnugt er, lengir sam- an Mýrdals- og Eyjafjallajök- ul. Skáli þcssi stendur í 115 m. hæð. Hinn skálinn er á Tind- f jallajökli og stendur hann í 850 Framh. á bls. 12. Andspyrna kommúnista er afar hörð i Kóreu Kínversk hersveit bers! í !iði noröanmanna. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. TÓKÍÓ, 30. okt. — í Kóreu veita kommúnistar nú öruggt við- nám og hafa víða stöðvað sókn lýðveldismanna. Bresku her- sveitunum miðar þó stöðugt fram eftir vesturströndinni í átt- ina til Sinuiju, bráðabirgðarhöfuðborgar kommúnista við Yalu- fljót. — 50 km. frá landamærunum. Landganga Bandaríkjamenn mæta hai'ðri andspyrnu, en eru ekki nema röska 50 km. frá landa- mærum Mansjúríu. Herir S.-Koreumanna, sem komust til landamæranna, hafa hörfað frá þeim aftur að sögn. Landganga Bandaríkjamanna í vikur.ni, sem leið, settu Bandaríkjamenn mikið lið á land í Wonsan um 130 km norð an landamæra S.- og N.-Koreu. Þetta lið hefir nú sótt fram um 80 km. Þá hafa Bandaríkja- menn enn sett lið á land á aust urslröndinni og nú fyrir norð- an Wonsan. Á það að líkindum að koma tii hjálpar liði S.- Koreumanna, sem lengst hefir sótt norður á bóginn. Kínverskt lið Sagt er, að nú þyki fengnar sannanir fyrir því, að kínverskt lið hafí tekið þátt í bardögun- um á austurströndinni undan- íarna daga. STOFNKOSTNAÐUR VIÐ SKÓLABYGGINGAR í gær var lagt fram í Ed. frv. um breytingu á lögum um fræðslu barna. í frv. segir svo: Ríkissjóður greiðir allt að helmingi stofnkostnaðar heim- angönguskóla, en þrjá fjórðu hluta stofnkostnaðar heimavist arskóla og skólastjórabústaða í heimangönguskólum. Hlutað- eigandi sveitarfjelög greiða hinn hlutann. Sjeu tveir eða fleiri hreppar eða hluti úr hreppi um sama skóla greiða þeir stofnkostnaðinn í hlutfalli við samanlagðan tekju- og i eignarskatt íbúanna ef tir með- | altali fimm síðustu ára. Ríkis- framlagið er bundið því skil- J yrði._ að fje hafi verið veitt i fjárlögum til sjerhvers skóla- húss áður en hafist er handa um bygginguna, og að skólalóð- in sje eign skólahverfisins eða afnotarjetturinn tryggður með óuppsegjanlegum leigusamn- ingi. í athugasemd við frv. segir: Nú eru í smíðum skólahús fyrir tugi miljóna króna. Ljóst er, að ekki verður fje fyrir hendi á næstu árum til þess að ljúka byggingu allra þessara skólahúsa. Af drættinum hlýt- ur að verða mikið verðmætatap með bví að hálfgerð hús skemm ast að ýmsu leyti miklu meira en fullgerð og er erfitt að gera sjer grein fyrir því, hve miklu tjón þetta kann að nema. Þá binst í þessum hálfgerðu bygg- ingum mjög mikið fje, sem tek- ið er að láni með háum vöxt- um. Fræðslulögin frá 1946 munu víða hafá verið skilin svo, að ekki þyrfti að bíða þess, að í fjárlögum væri veitt fje úr rík- issjóði til stofnkostnaðar skóla heldur mætti hefjast handa um bygg'ingu skólahúss hvenær sem væri, og væri ríkissjóði svo skylt að sjá um greiðslu síns hluta þegar verkið væri komið áleiðis. Fræðslumálastjórnin gat haft hemil á því, að ráðist yrði of ört í skólabyggingar, en hef ir ekki haft hann. Virðist því vera nauðsynlegt, að setja slík an hemil í lögin sjálf, svo að hún eigi hægara með að verjast ásóknum um bygging skólahúsa fyrr en fjárhagur leyfir, en þær hafa verið mjög miklar undan- farið og geta haldið áfram enn, ef löggjöfin verður óbreytt. NÁTTÚRUGRIPASAFN ÍSLANDS 1 gær var útbýtt í Nd. frv. til’laga um Náttúrugripasafn íslands. Samkvæmt frv. þessu skulu vera þrjár deildir í safn- inu: Dýrafærðideild, grasafræði- deild og jarðfræði- og landa- fræðideild. Aðalhlutverk safns ins á að vera: 1. að viða að sjer sem full- komnustu safni íslenskra nátt- úrugripa og varðveita það. 2. að afla erlendra náttúru- gripa, eftir því sem heppilegt þykir og aðstæður leyfa. 3. að annast fuglamerking- ar í vísindalegum tilgangi. 4. að vinna skipulagsbundið að almennum rannsóknum a náttúru íslands. 5.. að annast eða sjá um til- teknar rannsóknir eftir þvi sem ríkisstjórnin kann að óska. Verkefni þessi skal safnið leysa af höndum eftir því sem fje er veitt til í fjárlögum. Þá skal náttúrugripasafnið gefa út árlega skýrslu, ei* greini frá megin þáttum í starf semi þess á árinu, náttúrufræði legum rannsóknum á íslandi, munum þeim og ritum sem safninu hala asKotnast, fugla- merkingum og öðru, er ástæða virðist til. Safnið á einnig að gefa út rit, þar sem birtist á einhverju heimsmálanna niðurstöður rannsókna á náttúru íslands, eftir því sem ástæður virðast og: fje er veitt til. Ritið nefnist - Þá l uua j.oia^uiv. er einnig skv. frv. ráðherra gefin heimild til að skipa þrjá. deildarstjóra við safnið: Dýrafræðing, grasafræðing og jarðfræðing. MÆLING LÓÐA Á AKUREYRI Jónas G. Rafnar flytur í Nd. frv. til laga um'mælingu og skrásetningu lóða. og landa £ lögsagnarumdæm' Akureyrar. Skv. frv. þessu á bæjarstjórn Akureyrar að láta mæla allar lóðir og lönd innan takmarka kaupstaðarlóðar Akureyrar og gera nákvæman uppdrátt af þeim. í greinargevð með frum- Framhald á bls. 12. Sjö þjóðir eiga fulltrúa i Kóreunefndinni nýju Ám.a. að sjá um sameining landsins. LAKE SUCCESS, 30. okt. — Samkvæmt ályktun allsherjar- þings S. Þ. frá 7. okt. eiga 7 þjóðir að skipa menn í nefnd „sem komi fram fyrir hönd S. Þ. og vinni að sameining Kóreu, sjálf- stæði landsins og að þar verði komið á lýðræðisstjórn“. HAFA SKIPAÐ FULLTRÚA Nú hafa fjórar þjóðir til- kynnt um skipun fulltrúa sinna í nefnd þessa, sem hlýtur að gegna ákaflega veigamiklu starfi. Þessi ríki eru Ástralía, sem skipaði ritara sendiráðs síns í Washington í nefndina, CHile skipaðí aðstoðarutanrík- isráðherrann, Filippseyjar skip uðu fulltrúa sinn í gömlu Kor- eunefndinni, og loks hefir Tyrkland skipað sinn fulltrúa. HIN ÞRJÚ ERU Hin ríkin, sem ekki hafa enn skipað fulltrúa í þessa nýju Koreunefnd, eru Holland, Pak- istan og Tailand. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.