Morgunblaðið - 12.12.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.12.1950, Blaðsíða 8
8 MORGUtS BLAÐíf Þriðjudagur 12. des. 1950 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. ”^r'iar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Höft og ábyrgðarleysi í»Ó AÐ þau fjölmörgu höft, sem sett hafa verið á athafna- frelsi íslendinga, kunni að hafa verið óhjákvæmilegt neyð- arúrræði, þegar þau voru sett, getur enginn með góðri sam- visku haldið því fram að þau hafi stuðlað að aukinni á- byrgðartilfinningu þjóðarinnar. Hitt mun sanni nær, að þau hafi átt ríkan þátt í að auka ábyrgðarleysi í þjóðfje- laginu og virðingarleysi fyrir lögum og heiðarleik í við- skiptum. í þjóðfjelagi, þar sem öllu einstaklingsframtaki á sviði verslunar og viðskipta eru settar mjög þröngar skorður, er mjög hætt við því að mikið kapp verði lagt á að sniðganga hinar ófrjálslegu reglur, boð og bönn. Það leiðir aftur tií lög- brota og spillingar, sem ómögulegt er að uppræta með ströngu eftirliti eða þungum refsingum. Löggjöf, sem er í andstöðu við iögmál viðskiptalífsins, og jafnvel sjálft eðli fólksins, er ómögulegt að framkvæma. Sannleikurinn er sá, að haftaskipulag það, sem nú ríkir í þessu þjóðfjelagi, hefur gert það að hálfgerðum óskapn- £ ði. Það er samsuða af ófrelsi hins sósíalistiska skipulags og frjálshyggju sjereignarskipulagsins, sem engan veginn nýtur sín eins og málum er nú komið. Þegar lögin um gengisbreytingu voru sett á s. 1. vetri, var einn megintilgangur þeirra að skapa jafnvægi í efnahags- málum þjóðarinnar og hverfa til aukins frjálsræðis, ekki að- eins í verslun og viðskiptum, heldur og í athafnalífi hennar yfirleitt. Enda þótt óviðráðanleg atvik hafi valdið því, að árang- ur þessarar löggjafar hafi orðið minni en vænta mátti, er þó tímabært orðið að athuga, hvort ekki sje unnt að hverfa að einhverju leyti frá núverandi haftaskipulagi. Á Alþingi virðist ríkja á þessu vaxandi skilningur. Nýlega hefur verið samþykkt í Neðri deild frumvarp um að undanþiggja hag- kvæmar smáíbúðir fjárfestingarleyfi. Er það spor í rjetta átt. Væntanlega nær það lagagildi. En einnig á sviði versl- unar- og viðskipta þarf að hverfa til aukins frjálsræðis. Það mundi áreiðanlega stuðla að bættu verslunarástandi og auk þess útrýma því ábyrgðarleysi, braski og spillingu, sem haftastefnan hefur leitt yfir þjóðina. Úrslitin verða í Evrópu í MERKRI ræðu, sem Winston Churchill hjelt í breska þing- inu á 76. afmælisdegi sínum hinn 30. nóvember s. 1., lýsti hann þeirri skoðun sinni, að „það væri í Evrópu, sem að rás heimsviðburðanna yrði ákveðin". Hinn mikli breski stjórnmálamaður ljet jafnframt í ljós það álit sitt, að mögu- legt ætti að vera að semja um friðsamlega lausn Kóreu- málsins. Þessi ummæli Winstons Churchills hljóta í senn að hvetja þjóðir Evrópu til enn aukinnar varúðar og eflingar varna sinna, og vekja nokkra von um að sá eldur, sem nú geysar í Kóreu, verði slökktur áður en að hann nær að kveikja þriðju heimstyrjöldina. Þess er þó að gæta, að Churchill talar þarna fyrst og fremst sem málsvari Evrópu. Hann vill að hvorki hinar vestrænu lýðræðisþjóðir, nje samtök Sameinuðu þjóðanna, láti ofbeldisaðgerðir kommúnista í Kóreu flækja sig um of í mál Asíu. Með því telur hann að athygli þeirra sje um of beint frá þeim heimshluta, þar sem hann telur að rás heímsviðburðanna verði ákveðin. Það er álit margra stjórnmálamanna víðsvegar um heim, að Rússar hafi teflt Kínverjum gegn Sameinuðu þjóðunum í Kóreu fyrst og fremst til þess að veikja samtökin og draga athygli þeirra frá þeim hlutum heimsins, sem þeir sjálfir byggja sjer til hreyfings í, þegar að þeir telja hið rjetta augnablik runnið upp. En þó þessi áform sjeu hin lævís- legustu, er óhætt að fullyrða, að forystumenn lýðræðisþjóð- anna gangi þeirra ekki dulin. Hinsvegar töldu þeir alla undansláttar- og friðþægingarstefnu gagnvart ofbeldi og innrás kommúnista í Kóreu óhugsandi. Þessvegna hófu Sameinuðu þjóðirnar aðstoð við þann aðilja, sem að ósekju var ráðist á og höfðu gjörsigrað ofbeldisliðið þegar kínversk-; ir kommúnistar sendu milljónaheri inn í Kóreu, VIRTIST ALLT VERA í LAGI UNGUR athafnamaður, sem hefur útsýni yfir Reykjavíkurhöfn frá skrifstofu sinni, hringdi á dögunum í vin sinn og sagði við hann: „Skrepptu hingað til mín sem snöggvast, ef þú hefur tíma, jeg ætla að sýna þjer svo- lítið- sem jeg veit að þú hefur gaman af að sjá^. Þegar vinurin kom í skrifstofuna, leiddi at- hafnamaðurinn ungi hann að skrifstofuglugg- anum og benti horjum yfir höfnina. „Jeg get ekki sjeð annað en að það sje allt í lagi með okkar þjóð á meðan þannig geng- ur“, sagði hann. „Eða hvað finnst þjer?“ • „ . . . FLUTU MEÐ FRÍÐASTA LIÐI . . . “ ÞAÐ, sem gaf að líta við höfnina þenna vetr- armorgun var sannarlega hughreystandi á tímum þess eymdar- og volæðishjals, sem allsstaðar heyrist nú. Fimm nýsköpunartogarar voru í höfninni, allir sökkhlaðnir af góðfiski. Reykjarstrókur- inn stóð upp úr Hæringi, sem ekki hafði við að mala gull. Við bryggjurnar lágu síldarbát- ar, en sjómenn voru að hrista litlu silfurfisk- ana úr netjum sínum. Við hafnarbakkana lágu millilandaskip og losuðu varnig frá út- löndum, eða tóku afurðir um borð. • MÆLT í MILLJÓNUM ÞEIR, sem hæsta tala um að „dauð hönd“ hvíli yfir öllu ættu að ganga sjer niður að höfn einn góðvirðismorgun, þegar líkt stend- ur á og hjer var lýst að framan. Eða láta segja sjer hvernig umhorfs hefur verið í verstöðv- unum við Faxaflóa í haust. Fyrir síldina, sem komið hefur á land í verstöðvunum hjer sunnanlands í haust og í vetur fást 40 milljónir í erlendum gjaldeyri. Það er ekki of mikið sagt, að hver togari skili á land verðmætum, sem nema frá 1 milljón upp í 2VZ milljón mánaðarlega. • ÁSTÆÐLAUST AÐ VÍLA, EF ER EKKI ástæðulaust að víla og vola á með- an þannig gengur? Trúlegt. Að minnsta kosti er eitthváð bogið við þetta allt saman, ef þióð in getur ekki litið björtum augum á tilveruna og framtíðina. En hitt verða menn einnig að hafa hugfast, að það er oft erfiðara að gæta fengins fjár, en afla. Það er tilgangslítið, þótt nýju tog- ararnir skili á land fiski, sem verður 2% milljón króna virði í útflutningi, eins og tog- arinn Bjarni Ólafsson gerði, ef ekki er rjett og vel haldið á þvi fje. Skammdegið svart, leggst þungt á marga um þessar mundir, en bráðum fer daginn að lengja á ný og ástæða er til að halda, að kom- ið sje að vetrarsólhvörfum í því skammdegi, sem ríkt hefur yfir afkomu íslgnsku þjóðar- innar undanfarið, ef rjett er á haldið. • ÁHUGAMÁL FANGANS FANGI á Litla-Hrauni skrifar „Daglega líf- inu“ á þessa leið: „í löndum kaþólksra manna hefur árið, sem er að líða verið nefnt heilagt ár og haldið upp á það meðal annars með því að gefa föng- um upp sakir. Hvort eigum við lútherstrúar- menn, sem erum fangar fyrir afbrot okkar, von á slíkri hátíð, að til mála komi að forseti og ríkisstj. veiti sakamönnum uppgjöf? Veik von nm það hvarflar stundum að okkur föng- um hjer og þá ef til vill ekki síst, er líða fer að ljóssins og frelsisins hátíð“. Þetta segir fanginn í brjeíi sínu og get jeg ekki annað, en orðiðp að beiðni hans og birt hjer. NÚ ÞYKIR SMJÖRLÍKIÐ SMÁTT' SKAMMTAÐ MARGRI húsmæðurinni var ð það gleðiefni, er tilkynnt var á dögunum, að aukaskammt- ur væri veittur af sykri og smjöri fyrir jólin. Það kemur sjer ábyggilega vel. En gleðin hefði orðið meiri, ef hægt hefði verið að bæta við klípu af smjörlíki. Það verður minna úr jólabakstrinum, en ella hefði orðið á mörgum heimilum, sökum smjörlíkisskorts til bakstursins. Er nokkur von til að úr því megi bæta, þótt ekki sje nema örlítið! Tveir breskir togarar stranda á Vestf jörðum Báðir komusf affur úf af eigin rammieik, en annan rak iiflu síðar á iand ððru sinni EINS OG frá var skýrt í blaðinu á sunnudaginn, rak breska togarann „Northern Spray“ upp á Norðurtangarif við ísafjarð- arkaupstað s. 1. laugardag, en tókst aftur af eigin rammleik að ná sjer á flot. Hann komst þó aðeins rjett út fyrir brimgarð- inn og lagðist þar. Síðar um kvöldið rak svo togarann aftur á land á sama stað. Um það segir í skeyti frá frjettaritara blaðs- ins á ísafirði í gær: Skipstjóri taldi ekki ástæðu til að yfirgefa skipið og vildi bíða háflæðis, enda kom að því að skipið losnaði af eigin ramm leik um kl. 20 og hjelt til Pat- reksfjarðar og kom þangað kl. 23. Skipið virðist vera óskemmt með öllu, en nóttina áður en það strandaði lenti það í fár- viðri út af Patreksfirði og missti björgunarbát sinn, en mun fá annan á Patreksfirði. Kl. 22 um kvöldið rak togar-*----------------------------— ann aftur upp á rifið og stend- standa vonir til að hægt verði ur nu um 150—200 m. undan húsinu Fjarðarstræti 14 á ísa- firði. Veðurhæð var mikil og sjórót. Kl. 4 óskaði skipstjórinn eft- ir aðstoð Slysavarnardeildar- deildarinnar á ísafirði til að bjarga skipshöfninni í land. Brá björgunarsveitin skjótt við. Skutu skipverjar í land línu og var búið að bjarga allri skips- höfninni, 20 mönnum, í land kl. I 10 á sunnudagsmorgun. Allir að ná honum á flot á flóðinu í kvöld. Skipstjóri á „Northern Spray“ er Sverrir Ebenesar- son, stjúpsonur hins kunna skipstjóra Ágústar Ebenesar- sonar frá Grimsby. ANNAR TOGARI STRANDAR í ARNAR- FIRÐI Á sunnudag strandaði annar breskur togari í Arnarfirði, voru mennirnir óþjakaðir, er í „Wyre Warrior“ frá Fleetwood. land kom. lí skeyti frá frjettaritara vorum Nokkrir breskir togarar, svo á Patreksfirði segir: og björgunarskipið María Júlía | — Skipið strandaði við lágu á ísafjarðarhöfn, þegar Álftamýri í Arnarfirði kl. 16 á togarinn strandaði, en treystu sjer ekki út fyrir vegna veð- urofsans. í morgun var farið að vinna að björgun togarans. Var kom- ið fyrir dráttartaugum milli hans-og lágu úti sunnudag í byl og stormi, en lenti í sandfjöru. Skömmu áð- ur en skipið strandaði sýndi djúpmælir 56 faðma, enda er mjög aðdjúpt þarna. Rjett eftir strandið lægði breskra togara, sem'mjög mikið, og þegar togarinn firðinum, en ekki Marz frá Reykjavík kom á vett reyndist unnt að ná honum út vang stuttu síðar til aðstoðar, á flóðinu í morgun. Er nú unn- ef með þyrfti, var einnig kom- ið að því að ljetta hann með því inn að skipshliðinni trillubátur að dæla úr vatnstönkunum.1 úr landi. Hafnarmannvirki skemmasl — Trilhi- bátar fýnast og sökkva AKUREYRT. 11. des. — Norð- an stórviðrið, sem gekk hjer yfir s. 1. sunnuda", er eitt hið mesta, sem komið hefur hjer um margra ára skeið. Talsvert tjón varð af völdum siógangs. Skemmdir urðu á bryggju KEA á Oddevrartan^a. Sjór- inn sópaði deWj af bryggjun- um og flæddi inn í nærliggj- andi gevmsluhús. Á Dalvík urðu nokkiar skemmdir á hafnarffarðinum, en órannsakað hvað miklar. Þá liðaðist þar og í sundur geymslu skúr á s.iávar^ambinum, eftir að sjórinn hafði grafið grunn- inn undan því. Trillubátur tvndist af leg- unni í Grenivík. Ennfremur sökk trillubátur við Hrísey og sá þriðji við Hauganes. I Húsavík rak vjelbátinn Smára á land og þrír trillubát- ar sukku. Rafmagn er nú skammtað á Akureyri. Fá bæjarhverfin raf- magn 2 klst. í senn til skiptis, —H. Vald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.