Morgunblaðið - 16.12.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.12.1950, Blaðsíða 8
8 M U R Ll Rl B L AÐ I P Laugardagur 16. des. 1950 Otg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. r< Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, simi 3045. Auglýsingar: Árni Garðcir Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Varðveisla handritanna TVÆR TILLÖGUR um handritamálið hafa nú verið lagð- ar fram á Alþingi. Flytur Pjetur Ottesen aðra þeirra og er efni hennar það, að skora á ríkisstjórnina að bera nú þegar fram við dönsk stjórnarvöld kröfu um það, að skil- að verði aftur handritum þeim og forngripum, sem íslend- ingar telja sig eiga í dönskum söfnum. Síðari tillagan er flutt af Gunnari Thoroddsen og er á þessa leið: • „Alþingi ályktar að lýsa yfir því, að jafnskjótt sem hand- ritin íslensku fást afhent frá Danmörku, mun íslenska ríkið reisa byggingu yfir handritin, þar sem tryggð verði örugg geymsla þeirra og góð starfsskilyrði. Einnig lýsir Alþingi yf- ir þeirri fyrirætlun, að veita fje til vinnu við handritin, þar á meðal styrki til erlendra fræðimanna, sem hjer vildu -starfa. Alþingi ályktar að féla ríkisstjórninni að hefja nú þegar, í samráði við háskóla íslands, undirbúning fyrrgreindra ráðstafana". í greinargerð fyrir tillögu Gunnars-Thoroddsen er á það minnt, að í umræðum um handritamálið sje stundum að því vikið, að eigi sje vitað, hvað íslendingar vilji á sig leggja Víkverii skriíar: ýR DAGIEGA LÍFINU „VITLAL'SI MAÐLRINN í LJTVARPINU“ Á FYRSTU ÁRUM utvarpsins gekk sú saga, að til Reykjavíkur hefði komið enskur togari og að skipshöfnin hefði spurt menn í landi hvernig stæði á „vitlausa manninum í ís- lenska útvarpinu“. Ensku sjómennirnir höfðu heyrt mann kveða upp á íslensku og gátu ekki trúað því, að maður, sem gæfi frá sjer slík hljóð væri með öllum mjalla! En það er nú sama hvað útlendingar segja um stemmurnar okkar. Þær eru okkar músík og við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir hana. Auk þess þykir okkur vænt um kveðskapinn, mörgum, enda ein þjóðlegasta list, sem við eigum, þótt frumstæð kunni að teljast. • fáir kunna nú orðið AÐ KVEÐA HITT ÆTTI OKKUR að vera meira áhyggju- efni, að þeim fækkar nú óðum, sem kunna að kveða rímur og önnur kvæði. Rímnafjelagið mun gera og hefur unnið þarft verk með því að standa vörð um rímurnar og kveðskapinn, en ef dæma má eftir þeim fáu mönnum, sem koma fram opinberlega og kveða, t.d. í út- varp, eru það ekki nema 3—4 menn, sem kunna þessa list til hlýtar nú orðið. Þeir eru flestir komnir til ára sinna og fara eins og aðrir þegar kallið kemur. Og hvað verður þá? • ERU stemmurnar V ARÐ VEITTAR? EKKI HEFUR það heyrst, að ráðstafanir hafi verið gerðar til að varðveita kveðskapinn fyr- ir framtíðina. Sennilega eru þó til hljóm- plötur og stálvír, sem geymir rödd kvæða- manna. En hafa stemmurnar verið ritaðar niður með nótum til að þær varðveittust á þann hátt? Bent er á þetta að gefnu tilefni. Við ís- lendingar höfum verið trassar að varðveita söguleg verðmæti, en kveðskapnum megum. við ekki gleyma, þótt við verðum kallaðir „vitlausir“, að skemmta okkur við þessi hijóð. á vökunni. • JÓLAKAFFI HANDA ÖLLUM — EF KAFFISKORTURINN undanfarið er það, sem. margir menn eiga verst með að sætta sig við,. af þeim lífsins gæðum, sem þeir hafa orðið að neita sjer um, sökrnn gjaldeyriserfiðleik-. anna. Kaffið er eína „óhófið“, sem fjölda margir veita sjer. Kaffilaus jól misstu mikið af hátíðarbragn- um. En nú hefur þó tekist svo vel til, að ahir geta fengið á könnuna um jólin, ef rjett ér á haldið. Kaffið, sem kemur í verslanir um næstu viku og nu er verið að brenna er nægj- anlegt handa öllum, er vel er með það farið.- En þá verða einstaklingar að neita sjer um, allt hamstur og kaupmenn að skammta rjett.* • NÓG KAFFI EFTIR JÓLIN STRAX EFTIR hátíðar er von á nýrri kaffi- sendingu og einnig hefur verið tryggt kaffi nokkuð fram í tímann eftir það. Sendingin, sem kemur eftir jól verður væntanlega einnig nokkuð ódýrari, en síðasta sendingin, þannig a.ð kaffið mun lækka aftur í verði, ef allt er með felldu. Það er mannlegt, að hver og einn oti sínum tota og eitthvað er okkar þjóð betur gefið, en svonefndur þegnskapur. En samt sem áður ætti að mega vænta þess, að menn sýni það nú í verki gagnvart kaffinu, að þeir geri ekki tilraun til að safna að sjer meira, en þeir nauðsynlega þurfa um jólin, til þess að allir geti fengið eitthvað bragð. til þess að veita handritunum þá viðtöku, er sæmir slíkum menningarfjársjóði. Meðal annars hafi verið um það spurt í blaðagreinum nú að undanförnu, hvort íslendingar vilji búa safninu trygga geymslu og fræðimönnum starfsskil- yrði til þess að vinna að handritunum og útgáfu þeirra. Virðist því fullt tilefni til þess og tímabært, að Alþingi geri nú ályktun um það mál. — Það er ástæða til þess að fagna þessari tillögu. Þó að eðlilegt sje, að íslendingar beri fram kröfur sínar um end- urheimt handritanna þá er hitt ekki síður sjálfsagt, að þe;r geri raunhæfar ráðstafanir til þess að taka við þeim og geyma þeirra. Slík yfirlýsing, sem felst í tillögunni, hlyti að vera mjög þung á metunum í viðræðum okkar við Dani um þessi efni. Verður að vænta þess, að Alþingi samþykki hana hið allra fyrsta og að með því verði lagður grundvöll- ur að lokasporinu í þessu þýðingarmikla máli, endurheimtu og heimílutningi hinna íslensku handrita til Sögueyjunnar, sem skapaði þau. *ris!mann Guðmundsson skrifar um BÓKMENM Sátu hjá !! í FRJETTASKEYTI frá frjettaritara Morgunblaðsins á ísa- firði, sem birtist hjer í blaðinu í gær, er frá því skýrt, að vjelbátar sjeu nú almennt gerðir út frá verstöðvunum við Djúp. Á ísafirði stundi flestir bátar veiðar, nema bátar Sam- vinnufjelags ísfirðinga, útgerðarfjelags Finns Jónssonar, þingmanns ísafjarðarkaupstaðar. Þeir hafi í allt haust legið bundnir í höfn. Af þessu tilefni samþykkti bæjarstjórn ísa- fjarðar áskorun til þessa útgerðarfjelags, sem bæjarfjelag- ið hefur stutt af fremsta megni undanfarin ár, um að hefja útgerð a. m. k. nokkurra skipa sinna. Telur bæjarstjórnin brýna nauðsyn bera til þess, til að bæta úr atvinnuástándi í bænum. Ætla mætti að Alþýðuflokksmenn í bæjarstjórninni hefðu greitt þessari atvinnubótatillögu atkvæði. En það gerðu þeir ekki. Þeir sátu hjá, greiddu ekki atkvæði!!! Það kom þeim ekki við, hvort stærsta útgerðarfjelagið í bænum gerði út báta sína eða ljeti þá liggja í höfn. Þeim er hitt miklu meira áhugamál, að láta fyrrverandi forstjóra þess útmála hall- ærið og vandræðin á ísafirði á Alþingi en setja báta hans á flot til atvinnubóta fyrir ísfirðinga!!! Sjómenn á ísafirði og víðar á Vestfjörðum hafa á þessu hausti fallið frá fastri kauptryggingu til þess að ljetta imdir með útgerð báta sinna. Þrátt fyrir það hefur fyrirtæki Finns Jónssonar ekki treyst sjer til að ýta bátum sínum frá landi, enda þótt flestir aðrir útgerðarmenn vestra geri út. En Al- þýðuflokksþingmaðurinn frá ísafirði treystir sjer til þess að gera kröfur á hendur óðrúm, útmála hallærið og kenna það ríkisstjórninni Það er háns eina bjargráð fyrir ísfirskt fólk. Mundi það ekki hrökkva skammt til úrbóta? En þann- ig eru „úrræði“ Alþýðuflokkjsins. AF HEIÐARBRÚN Kvæði eftir Heiðrck Guð- mundsson. Akureyri. [MEÐ FYRRI bók sinni, „Arfi öreigans“, vann Heiðrekur Guðmundsson sjer glæsilegt sæti á fremsta bekk hinna yngri ljóðskálda. Nú er komið út eftir hann nýtt kvæðasafn. Ekki skal því leynt, að undir- ritaður opnaði það með mikilli eftirvæntingu, og synd væri að segja að það ylli vonbrigðum. Skáldið hefur vaxið, þroskast og þjálfast, þótt ekki hafi það (tekið nein stór stökk. En leikn- in er orðin meiri, vinnubrögðin vandaðri og öruggari, hugurinn víðsýnni og víðfeðmari. —■ í bókinni eru mörg góð kvæði, — já, allflest eru þau góð. En ætti jeg að benda á einhver sem skara fram úr, myndi jeg nefna kvæðið: 1 „GaIdra-Loftur“. Að vísu þyk- ir mjer höf. fara nokkuð troðn- ar leiðir, er hann t. d. endar á isama hátt og þjóðsagan, en I hver og einn hefur sína skoðun á slíku. Það, sem í mínum aug- um gerir þetta kvæði merkara en mörg önnur, er, að í því felst ábending um að Heiðrekur muni vera vel til þess fær að gera söguljóð. Orðgnótt hans, myndauðgi og dramatísk kingi eru einmitt af þessháttar toga, jað úr mætti vafalaust spinna ljóðsagnir. Nú kveða fáir sögu- ljóð hjer á landi og væri vel, að einhver tæki upp þann hátt. — Heiðrekur Guðmundsson gæti eflaust gert það með prýði. Það er talsvert af römmum seiði bestu rímnanna okkar í þessum erindum úr „Galdra-Lofti“; I „Dauðans afl úr dróma vaknar, dísir ljóssins falla í mók. Bíður djöfsi í dimmum krók. Gottskálk biskup grimmi vaknar, grafarfriðs og næðis saknar. Rís hann upp með rauða bók. Gengur í sveit með gráum púkum, glottir kalt og napurt hlær „Vel er'sungið sonur kær“. Galdraskinnu krepptum kjúkum kreistir í sinaberum lúkum. Arminn teygir nær og nær. Loftur hamast. Hug sinn knýr ’ann. Hriktir í trjám og skjálfa bönd. Fram hann rjettir hægri hönd. Faðirvori á fjandann snýr ’ann. Froðu gegnum vitin spýr ’ann. Kirkjugólfið rís á rönd“. „Orlof“ er snjallt smáljóð, sömuleiðis: „Búðarþjónninn“, — en það fjallar um sveitapilt, sem hefur þráð að „komast í búð“, eins og það var eitt sinn kallað. Hann fær ósk sína upp- fyllta og uppfyllingin heldur honum föstum í búðarholunni æ síðan. Látlaust sögð hvers- dagsleg harmsaga, vei gert kvæði. Hversdagsleg og látlaus er líka sagan um gætna mann- inn, — en broddur í henni, sem ýmsa gæti hitt. „Helga í ösku- stónni“ er mjög vel orkt kvæði, — enofurlítið frumlegra hefðu það nú að skaðlausu mátt vera. — „Sumardagurinn fyrsti“ er gull/*»llegt ljóð, einkum fyrsta erindið: „Rís úr rökkurdjúpi roðaskær og fagur yfir fannkrýnd fjöllin fyrsti sumardagur. Gullnir geislafingur greiða skýin sundur. Brýst úr vetrarviðjum vorsins dýra undur“. „Perlufestin" ber nafn með ,1 1 1 R rjettu, — fallegt, heilsíeypt og snjallt smáljóð, eitt af þeim bestu í bókinni. Einkar hug- næmt er og kvæðið: „Feðgar á ferð“, frumlegt að formi Qg efnismeðferð. — Heiðrekur Guðmundsson hef ur ekki brugðist vonum bók- menntaunnenda með þessari nýju bók. Hann er á þroskaleið og vaxandi. Og af ungu skáldi verður ekki með sanngirni meira krafist. ÚR FÓRUM JÓNS ÁRNA- SONAR. SENDIBRJEF. Finnur Sigmundsson bjó tiE prentúnar. Hlaðbúð. MERKILEG og mjög skemmti- leg bók, sem mikill fengur er í! Jón Ámason, sá er safnaði og gaf út íslenskar þjóðsögur og ævintýri, er svo merkur maðúr í íslenskum bókmenntum, að honum verður seint of mikill sómi sýndur. Er bók þessi fyrra bindi af tveimur, sem hefur inni að halda brjef frá honum og til hans, en nauðsynlegar skíring- ar útg. fylgja hverju brjefi. — Fjalla þau að miklu leyti um söfnun og útgáfu þjóðsagn- anna, en veita auk þess lesand- anum innlit í eínkalíf Jóns Árnasonar og ýmisra samtíðar- manna hans og er það gott krydd í bókinni, sem er öll hin læsilegasta. Þarna eru allmörg brjef frá þekktum mönnum til Jóns, þar á meðal frá Jóni Sig- urðssyni forseta. — Þykir mjer verk þetta girnilegt mjög til fróðleiks — og eitt af þeim, sem maður lítur oft í, sjer til ánægju. SÍÐASTI GOÐINN. Eftir Björn Þórðarson. Prentsmiðja Austurlands. BJÖRN Þórðarson hefur ritað Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.