Morgunblaðið - 16.12.1950, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.12.1950, Blaðsíða 14
14 UtfKG UHttLAtílH Laugardagur 16. des. 1950 Fiamhaldssagan 22 TACEY CROMWELL Skáldsaga eftir Conrad Richter. .............................................................. 4 „Hvemig gengur hjá þjer?“, sagði Gaye stamandi og átti við hvernig fjárhagur hennar stæði. „Þú þarft ekki að hafa á- hyggjur af mjer“, sagði hun. ,,Jeg komst vel af áður en jeg kynntist þjer, og jeg get eins vel komist af án þín núna. Það væri frekar að jeg hefði á- hyggjur af þjer. Þjer gekk ekki of vel áður fyrr“. Jeg leit á Gaye. Mjer fannst hann svo. sem líta nógu vel út í gljápússuðum skóm ogfalleg- um, brúnum fötum. Það eina, sem út á hann var að setja var rauða hálsbipdið hans, því það fór illa. Tacéy var vön að binda það fyrir hann, og jeg fór að velta því fvrir mjer hver myndi hafa bundið það fyrir hann núna. „Gallinn við þig“, sagði hún, „er að þú setur þjer ekki tak- markið nógu hátt“. Það var eins og hún værl að tala við gamlan fjandmann, sem hún væri fyrir löngu búin að fyrir- gefa. allar misgerðir. „Það er mjer að þakka, að þú situr ekki ennþá og hamrar á píanóið í „Hvítu höllinni“ eða á ein- hverjum ennþá verri stað. Þú þarft að hafa kvenmann til að halda þjer við efnið, og þú skalt sjá að það er úr nógu að velja fyrir þig. En þú verður að velja viturlegar í þetta sinn, en þeg- ar þú valdir mig. Jeg er vond kona og til einskis nýt“. Það fóru drættir um munninni. „Jeg blóta og kenni börnum að blóta. En þú ert karlmaður. Þú hefur sloppið óskaddaður und- an áhrifum frá mjer. Konurnar höfðu heldur ekkert út á þig að setja. Þær kenndu í brjósti um þíg“. Hún horfði stingandi aug- um á hann. „Heldurðu að jeg myndi ekki snúa við þjer bak- inu, ef jeg væri í þínum spor- um og þú í mínum? Jú, það máttu vera viss um“. „Hvað áttu við?“, spurði Gaye og starði á hana. „Jeg hef haft næði til að hugsa um þetta“, sagði hún. „Þú getur tekið töskurnar með þjer niður eftir aftur, því að hjer verðurðu ekki“. Hún var næstum grimm á svipinn og annað augað á henni varð minna, eins og hún væri að veigra sjer við því að horfa beint í augun á honum. „Ef þú værir ekki svona heimskur, þá myndirðu hafa vit á því að velja einhverja sem stæði þjer ofar. Miklu ofar. Til dæmis Rudith Watrous. Hún giftist þjer þegar þú ert búinn að fá sómasamlega stöðu, sannaðu til. Ef jeg væri í þínum sporum, myndi jég ekki gera mig á- nægða með minna“. „Þú ert orðin brjáluð“, sagði Gaye, en mjer fannst ekki vera laust við að hann væri hrædd- ur. Það fór líka hrollur um mig þegar hún sagði þetta eins eðli- lega og hún væri að tala um veðrið. Svo hjelt hún áfram: „Jeg heyrði það á henni, að hún kennir í brjósti um þig“. Tacey beit í vörina. „Hún vor- kennir þjer, fyrir það hvernig jeg veiddi þig í net mitt og hef haldið þjer niðri. Hún getur út- vegað þjer góða stöðu, sem þjer ber, í heiðarlegum banka. Eng- inn er handfljótari en þu og enginn getur talið seðla eins hart og þú. Hún er ekki eins! langt fyrir ofan þig og þú held- ur. Faðir hennar var óbrotinn námuverkamaður einu sinni. Þú sagðir um daginn hvað hún hefðf sagt við þig, þegar þú komst þangað. Hvað var það?“. „Ekkert“, sagði Gaye lágt. „Sagðist hún ekki vona að hjeðan í frá myndir þú taka upp betra líferni? Sagði hún ekki, að þjer væri velkomið að heimsækja Seely? Hvers vegna ferðy ekki að heimsækja hana?“. Þetta var í fyrsta skipti sem nafn Seely var nefnt og það var auðsjeð á henni að sjálf hefði hún viljað gefa mik- ið til að fá að sjá hana. >»J,eg fer aldrei þangað aft- ur“. hreytti Gaye út úr sjer, en hann var orðinn fölur í fram- an. Jeg hafði aldrei sjeð hann í svona mikilli geðshræringu. „Hvers vegna lætur þú þjer ekki vaxa yfirskegg, svo að þú verðir dálítið fyrirmannlegri", sagði Tacey kuldalega. „Og farðu úr þessum ljótu fötum, og láttu sauma á þig almenni- leg föt hjá klæðskeranum við Main Street“. Hún gekk allt í kring um hann og rannsakaði hann frá toppi til tár, eins og hún hafði gert við okkur Seely, þegar hún var að máta á okkur fötin En það var einhver glampi í augunum á henni, sem gerði það að verkum, að það fór hrollur um mig við hverja setningu, sem hún sagði. En Gaye stóð þarna á miðju gólfi, reiður og sár og skelf- ingu lostinn, held jeg, yfir þess- um áformum Tacey. Jeg mundi eftir því að stúlkurnar í „Hvítu höllinni“ höfðu sagt mjer að það væri sama hvað á dyndi, aldrei sæjus.t neinar svipbreytingar á Gaye. Mjer datt í hug, að þær hefðu átt að sjá hann núna. Það mátti lesa úr augunum hans að hann ætlaði ekki að láta bjóða sjer slíka meðferð, en það var eins og hann mætti ekki mæla. Hann og jeg vissum báðir, að Tacey var ekkert lamb að leika j sjer við. Hann hafði gert svo i lengi það sem hún hafði sagt ' honum, að það væri erfitt fyrir hann að gera öðru vísi núna. Og þó að hann hefði stundum I mótmælt, þá hafði það alltaf verið aðeins til að sýnast. Hann hafði alltaf látið undan að lok- I um. ' Þar, sem eg lá í rúminu mínu í húsi Herford-hjónanna sá jeg { skorsteinana tvo á þakinu á hús , inu við hliðina á. Þá bar við I dökkan himininn og þeir mintu I mig á mann og konu, sem stóðu andspænis hvort öðru og hnakk rifust. Þeir voru fyrir hugskots sjónum mínum alla nóttina í draumi og jeg var feginn næsta morgun, þegar jeg Sá að þetta voru bara venjúlegir skorstein- ar. — Jeg var búinn að gleyma þessu öllu, þegar frú Herford kom og sagði mjer, að Gaye ætlaði að koma. Hann ætlaði að fara með mig til að heim- sækja Seely. Hann hafði talað við frú Herford. Jeg vissi að frú Herford var lítið um það gefið að ha’jn kæmi, en þó þótti henni undir niðri gaman að því að jeg ætti að fara í heimsókn til Watrous-fólksins. Jeg sat og beið á tröppunum í sólinni í sunnudagafötunum og nýjum, svörtum sokkum. Jeg þekkti Gaye ekki strax, þegar hann gekk um hliðið. Hann var kom- inn í ný, svðrt fðt og með hárð- an hatt á höfðinu. Hann spurði bara hvort jeg væri tilbúinn. Jeg hafði aldrei sjeð hann svona stirðan í framkomu. Mjer fannst eins og hann vissi að hann væri að gera sjálfan sig að athlægi, aðeins til að sanna fyrir Tacey, að hún hefði haft á röngu að standa. Jeg held að við- höfum hvorugir mælt orð af vörum alla leiðina niður eftir. „Er ungfrú Seely heima?“, spurði hann þegar mexikanska þjónustustúlkan opnaði fyrir okkur. Jeg gægðist inn í anddyrið á bak við hana og mjer fannst eins og jeg sæi inn í ævintýra- land. Það var stórt og hátt til lofts og yfir öllu gólfinu lá þykk gólfábreiða og hjer og þar stóðu stórar plöntur í skrautlegum pottum. Tröppurnar upp á aðra hæð voru breiðar og það gljáði á hapdriðið. Jeg var hissa á því að Gaye skyldi voga sjer að koma í svona fínt hús. Stúlkan hallaði hurðinni aftur með stöf- unum á meðan hún fór eitthvað inn fvrir. Brátt opnaðist hurð- in aftur lítið eitt og við sáum eitt dökkt auga gægjast út. Svo fauk hurðin upp og Seely stóð fyrir framan okkur í rauðdrop- óttum kjól með svart gljáandi belti um mittið og í svörtum sokkum og nýjum skóm. Hún hjelt höfðinu hátt eins og hún væri hrædd við að hreyfa það of mikið því að þá myndu lokk- arnir aflagast. „Gaye“, hrópaði hún, svo hátt að jeg er viss um að það hefur heyrst alveg niður í bæ- inn. „Jeg þekkti þig ekki með þetta yfirvaraskegg. Hvar er Tacey? Af hverju kom hún ekki með þjer?“. % ÍÉ| : ■ klií ■ I MSKlfr (v BÍM ; !• | W:" * <»> I l.‘l'»UV|!». (,*■ , Hókon Hókonourson 33. Jeg hjelt áfram, fet fyrir fet. Ljósið frá kyndlinum fjell titrandi á raka, sljetta veggina. Eitthvað þaut framhjá mjer og jeg fann hjartað hamast í brjóstinu á mjer. Svo heyrði jeg þytinn aftur, og þá skildi jeg, að það var leðurblaka9 sem var að fljúga um. Hellirinn hjelt áfram beint inn í fjallið, og jeg sá ekki neitt nema hála veggina. En þegar jeg var kominn um það bil þrjátíu metra inn, beygði hann allt í einu til hægrL Hvað var það sem lýsti svoha? Voru það augu í dýri? Það var það, sem mjer datt fyrst í hug. Jeg læddist varlega nær, og lyfti blysinu upp fyrir höfuðið á mjer. Þessir lýs- andi deplar hreyfðust ekki úr stað, svo að þeir gátu tæp- lega verið dýrsaugú. Ef til vill var þarna bergkrystall. Nú var jeg kominn alveg að þeim, og beygði mig yfir þá. — —• Þetta \rar stór skál, að öllum líkindum úr silfri. Hún stóð á stórri kistu. Jeg leit í kringum mig og gapti af undrun, Innst við vegginn stóðu fjórar kistur í viðbót af sömu teg- und og mitt á gólfinu Ijómuðu silfurskálar og silfur- könnur. Með skjálfandi höndum rannsakaði jeg þetta allt En kisturnar voru læstar, svo að þær varð jeg að skoða betur seinna. Hvers konar furðuhellir var þetta? Var þetta fjár- hirsla bergtröllsins? Að minnsta kosti voru hjer fjársjóðirj sem námu þúsundum og aftur þúsundum króna. Jeg tók stóru skálina og tvær könnur og gekk út í stóra hellinn aftur. Jeg sá, að hann hjelt áfram lengra inn, en á- kvað að skoða það betur seinna. Þegar jeg kom út í dagsljósið, sá jeg, að bæði skálin og könnurnar voru úr silfri. Jeg gat ekki varist hlátri, þegar jeg setti krabbann í skálina. Jeg var svei mjer orðinn karl í krapinu. Nú sauð jeg matinn minn í silfurskál. 1 hópum, blóðþyrstir eins og tígris* dýr, og jeg hafði ekki svo mikið sem pennahníf til þess að verjast með“. „Og hvernig fór þetta, liðsforingi?“ spurði einn áheyrandanna. „Nú, þeir drápu mig, bölvaðir, þeir drápu mig.“ Það er sagt að frönsk leikkona — þegar hún var ávítuð fyrir að fara út ið skemmta sjer daginn eftir jarðarför elskhuga sins — hafi sagt: „Ö, þið hefðuð átt að sjá mig í gær, þá hefðuð þið vitað hvað sönn sorg er.“ ★ Itölum fannst Landor vera einn sá bandvitlausasti Englendingur sem þeir hefðu nokkurn tíman sjeð. Sem deemi sögðu þeir þá sögu, að eitt sinn hefði hann hent matreiðslumannin- ' um sinum út um gluggann, og þeg- ar í stað rekið höfuðið út á eftir og Iveinað: „Guð minn góður, jeg gleymdi fjólunum i garðinum." Ung og falleg kennslukona sagði þessa sögu döpur í bragði. „Jeg var að reyna að skýra muninn á hlut- lægu og óhlutlægu fyrir bekknum minum, og sagði þeim, að hlutlægt gæti maður sjoð, en óhlutlægt ekki. Svo bað jeg Jóhann að nefna dæmi um eitthvað, sem væri hlutlægt og eitthvað, sem væri óhlutlægt. Svarið var: „Buxurnar minar eru hlutlægar, en yðar eru óhlutlægar.“ U-& r x. r LOrT.BUÐMUIVDSSOIV er barnasaga með myndum „Jú, komdn, Pjelu., ^«o er aldrei hægt i\ð vrra of varkár/* ★ r Heimspekingurinn Aristippus hafði gengið á það lag að smjaðra fyrir harðyjóranuin Denys, og lifði þess- vegna þægilegu lífi, með nóg til að bita og brenna, og þessvegna leit hann niður á fjelaga sina, aðra heim- spekinga, sem ekki höfðu verið eins lagnir. Eitt sinn sá hann Diogenes ■era að þvo grænmeti og sagði með 'yrirlitningu: „Ef þú aðeins reyndir ð læra að koma þjer i mjúkinn hjá lenys konungi, þyrftirðu ekki að iorða svona ómeti.“ „Og þú,“ svaraði Diogenes i sama ón. „Ef þú hefðir aðeins lært að ifa á ómeti, þyrftir þú ekki að mjaðra fyrir Denys konungi." ★ John Cremony var liðsforingi og kunnur fyrir sögur sinar, sem hann -agði af miklu fjöri og stundum held- ur um of miklu ímyndunarafli. Hann •agði þessa sögu um það, þegar hann flýði á örvæntingarfullan hátt á andan Indiánum. „Jeg hafði- ágætan hest, og mjer tókst alltaf að vera svo langt á und- an þeim, að örvarnar næðu mjer ekki. Jeg skaut á þá þangað til síð- | asta skotið mitt var búið. Þá hleypti Ijeg upp klettastig og haldið þið ekki, I að jeg hafi lent í helli, þar sem jeg komst hvorki til hægri nje vinstri. Og þarna náðu þeir mjer. Þeir komu Til sölu matar- og kaffistell fyrir 8, borðdúkur með serviettum fyrir 8, hör, hnifapör, siKurplett 36 stykki, á að seljast saman, ein hrærivjel með sitrónupressu. Sendið tilboð á afgr. Mbl. fyrir mánudagskvöld merkt: „Borð- búnaður — 782“. 11111111IIIMIIHMMMNMIM er LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKl ÞÁ HVER?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.