Morgunblaðið - 09.02.1951, Page 7
Föstudagur 9. febrúar 1951
■» tt ft • ! • A
• rr l
7
Ludvig Möller útgerðar- | þn|| yjjj
maður — Minningarorð
HART NÆR hálfáttræður kvaddi
hann þennan heim í einu því
húsi, þar sem „dauðinn og lækn-
arnir búa“. Þegar jeg sá hann síð
asta sinni, stóð in hugum kæra
fósturdóttir hans við rúmstokk-
inn og hjelt í hönd honum. Nú,
þegar hann er allur, rifjast upp
minningarnar um þennan sam-
ferðamann og samherja, sem jeg
átti nokkur mök við áratugum
Saman.
Fyrsta sinni sá jeg Ludvig
Möllcr vestur á ísafirði voric
1913 á stórstúkuþingi. Hann var
fulltrúi stúkunnar „Fram“ ni
49 á Hjalteyri. Jeg fylgdist ve
jneð öllu, því að jeg var þá .
fyrsta skipti fulltrúi á Stórstúku-
þingi, en hann var þá 15 árt
gamail templar og hafði áður ve
ið á Stórstúkuþingum. Var hanr
jnjög áhugasamur um bindindi og
bann. Jeg hafði lesið eftir ham
greinar í „Templar" á ritstjórn-
arárum Pjeturs Zophóníassonar
er var hershöfðingi templara í
bannbaráttunni 1908. Sagði Pjet
Ur mjer, að Ludvig hefði verit
einn af bestu undirforingjum síi
um í baráttunni fyrir banninu
Ferðaðist hann þá um Eyjafjarð-
arsýslu og var allur í starfinu og
Stríðinu. Það var hann ætið, ef
hann á annað borð lagði hönd á
plóginn. — Ludvig ritaði grein í
Minningarrit templara 1909. —
Kemst hann þar svo að orði:
„Enga hugsjón veit jeg fegurri
en þá að bindast traustum fje-
lagsböndum til þess að hjálpa
þeim mönnum, sem liggja særðir
við veginn, og að halda fram
þeim sannleika, að þeir sterku
eigi að styðja þá veiku í samein-
Uðu bræðralagi, sem er gagn-
Stætt máltækinu: „Sjálfur leið
þú sjálfan þig“ (en það var kjör-
orð andbanninganna). — L. M.
var hrifinn af bræðralagshugsjón
Góðtemplarareglunnar til ævi-
loka.
Christian Ludvig Möller, en
svo hjet hann fullu nafni, enda
danskur í föðurkyn, var fæddur
að Stóra-Bergi í Höfðakaupstað
29. júní 1876. Voru foreldrar hans
Ole P. Chr. Möller, verslunar-
stjóri þar, síðar kaupmaður á
Hjalteyri, og kona hans, Ingi-
björg Gísladóttir, hreppstjóra á
Neðri-Mýrum Jónssonar. — Var
hún af merkum bændaættum í
Húnaþingi. Ljest hún háöldruð
hjer í bæ fyrir rúmum 8 árum.
Ole P. Möller var fæddur í Graf-
arósi, en þar var faðir hans, Chr.
L. Möller þá verslunarstjóri, en
kona hans var Sigríður Magnús-
dóttir Norðfjörð beykis í Reykja
vík. Faðir Chr. L. Möller var P.
Chr. Möller, kaupm. í Reykja-
vík, sonur Chr. L. Möller, sem
kom frá Danmörku til Ólafsvík-
ur um miðja 18. öld og var versl-
Unarstjóri þar.
Ludvig Möller ólst upp með
foreldrum sínum á Stóra-Bergi,
fór í Möðruvallaskóla og útskrif-
aðist þaðan vorið 1895. Eftir það
var hann verslunarmaður hjá
föðurbróður sínum, Jóh. G. Möll-
er, á Blönduósi, til ársins 1897,
að hann fluttist með foreldrum
sinum og systkinum norður á
Hjalteyri við Eyjafjörð. Vann
hann þar við verslun og útgerð
föður síns og í fielagi við hann
til vorsins 1913, að hann tók sjálf
ur við versluninni og rak hana,
ésamt útgerð, þar á staðnum og
síðan í Hrísey til vorsins 1944. —
Árið 1931 stofnaði L. M. síidar-
söltunarstöð í Hrísey í fjelagi við
Jón Arnesen á Akureyri, og ráku
þeir hana saman, þangað til
Arnesen dó árið 1937. Keypti L.
M. þá hlut hans í stöðinni og rak
hana síðan einn, ásamt verslun
til vorsins 1944, að hann hætti at-
vinnurekstri við Eyjafjörð og j
seldi stöð og skip. — Möller ljet
jafnan vel vanda verkun á síld 1
og öðrum sjávarafurðum. — Var
hann kröfuharður við verkafólk
sitt, að það ynni verk sitt vel, en
þrátt fyrir það þótti gott að vera
hjá honum, því að hann var mjög
áreiðanlegur i viðskiptum við
verkafólk sitt.
L. M. var póstafgreiðslúmaður
á Hjalteyri 1897—1933 og sim-
stöðvarstjóri þar 1906—1933. —
Hann var tvíkvæntur. í fyrra
sinn kvæntist hann 4. sept. 1904
Máríu, f. Rasmussen, fósturdótt-
ur Helga Guðmundssonar, hjer-
aðslæknis á Siglufirði. Hún and-
aðist 10. desember 1925. Var hún
fríðleiks- og myndarkona, og var
að koma
fallegt heimili þeii’ra. — Þótti
gestum þar gott að koma. í ann-
að sinn kvæntist Möller 1931 Þór-
dísi Sigfúsdóttur frá Hólmlátri,
einnig gervilegri konu, en þau
skildu samvistir eftir nokkur ár.
Einn son barna átti Ludvig, Víg-
lund, bókara í Sjúkrasamlagi
Reykjavíkur, myndar- og greind-
armann, en tvær eru fósturdætur
L. M.: Dröfn, dóttir Ólafs Sig-
urðarsonar, skipstjóra á Siglu-
firði, nú gift kaupmanni í
Brönderslev á Jótlandi, og Helga
stúdent, dóttir Jakobs Möller,
sendiherra, og er hún nú gift
Richard Thors, yngri, hjer í bæ.
Reyndist Ludvig þessum fóstur-
dætrum sínum báðum sem sann-
ur faðir. — Síðustu 6 árin dvald-
ist hann ýmist hjer í Reykjavík
eða í Danmörku og þá ýmist í
Brönderslev hjá fósturdóttur
sinni eða i Kaupmannahöfn. Að
sumrinu var hann stundum
nyrðra, heimsótti fornar stöðvar
við Evjafjörð og dvaldist um hríð
í Höfðakaupstað og síðast í sum-
ar, sem leið. Unni hann átthög-
um sínum og þótti þar gott að
vera.
Áhugasamur var L. M. um þjóð
mál og studdi fast flokk sinn, en
bindindis- og bannmálið var j fyrir, að frú Ibsen fór frá leik-
„MARGRA ára von mín og ósk,
sem nú hefir rættst, að fá tæki-
færi til að starfa með íslenskum
leikurum og leika fyrir íslenska
áhorfendur í Þjóðleikhúsi Is-
lands, er ekki sprottin af skyldu
rækni heldur fyrst og fremst af
löngun og þrá“, sagði frú Anna
Borg Reumert, er hún ræddi við
blaðamenn í skrifstofu þjóðlei1
hússstjóra í gærdag, en frúir
kom hingað með „Gullfaxa"
fyrrakvöld til að leika hlutverí
heilagrar Jóhönnu í samnefndr
'eikriti Bernards Shaw. Einnif
hefir komið til orða að hún Ijek'
■ leikriti síðar í vetur, „Dröm-
'■pil“ eftir Strindberg.
DÁSAMLEGT AÐ VERA
KOMIN HEIM
Guðlaugur Rósinkranz þjóð-
leikhússtjóri sagði, að það værj
sjerstaklega ánægjulegt fyri
leikhúsið að hafa fengið frr
Önnu til að taka að sjer þetta
hlutverk og sagði, að leikhúsið
væri þakklátt Konunglega leik
hú’sinu fyrir, að hafa gefið
Önnu frí frá störfum og kvaðst
vonast til að hún gæti dvalið
hjer það sem eftir væri vetrar.
„Það er dásamtlegt að vera
komin heim og sjá ísland í
vetrarríki eins og það er nú. —
íslenskan snjó hefi jeg ekki sjeð
i rúmlega 20 ár, nema tilsýnd-
ar á fjöllunum í apríl í fyrra.
Og nú vonast jeg eftir að norð-
urljósin komi fram eitthvert
næsta kvöldið. Það verður mjer
stórkostleg sjón“, sagði Anna.
LITLU MUNAÐI AÐ EKKERT
YRÐI ÚR ÍSLANDSFÖR
„Það er eins og allt hafi geng
ið mjer i haginn til þess, að úr
Íslandsferð yrði að þessu sinni.
Það leit þó ekki svo út fyr í vet-
ur, að úr því gæti orðið, síður
en svo“, sagði frú Anna.
Þannig stóð á, að aðalleikrit
Konunglega leikhússins á þessu
leikári átti að vera „María
Stuart“ og hafði jeg fengið hlut
verk Maríu drotningar, en frú
Bodil Ibsen átti að leika Eliza-
beth drotningu. En svo kom það
þrn, en ekki skyldn
heim ó ný til starfa
r
Islenskan er mjúkr en slerk
Frú Anna Borg Reumerf segir frá.
f
ÍÉ
ff
samt mesta áhugamál hans um
ævina. Bæði hann, foreldrar hans
og systkini voru stofnendur stúk-
unnar „Fram“ nr. 49 á Hjalteyri
árið 1898. Var L. M. einn af aðal-
forvígismönnum hennar allt til
þess að hún lagðist niður árið i
1919. Mátti stúkan teljast fyrir-
mynd um margt. Eftir það var |
Möller um skeið utan Reglunnar,
en kom aftur, og sjaldan hef jeg
hitt glaðari mann en hann, þeg-
ar hann hafði aftur tekið öll stig
Reglunnar. Þá fannst honum sem
hann væri kominn heim á ný.
Mörg in síðari árin var hann fje-
lagi st. ,.Verðandi“ nr. 9, og
rækti hann fjelagaskyldur sinar
þar ið besta.
Heilsan bilaði ekki verulega
fyrr en siðustu mánuðina. Hann
andaðist í Landsspítalanum 30.
janúar.
Reglubræður hans sakna vinar
i stað. Astvinir hans eru harmi
lostnir. — Guð blessi hann og
varðveiti á lífsins landi!
B. T.
_________________t
Giftlnoarhömlur
MADRID: — Til skamms tíma
hafa spænskir stjórnarerindrek
ar ekki mátt kvænast nema
spænskum konum eða a. m. k.
frá spænsku mælandi löndum.
Nú hefir þessu verið breytt
þannig, að þeir mega líka gift-
ast konum frá Brazilíu og
Portúgal. — NAB
húsinu skyndilega og voru þá
aRar ráðagerðir um sýningar á
„Maríu Stuart“ úr sögunni, þar
sem enein var til að taka hlut-
verk frú Ibsen. Þetta varð til
þess, að til mála kom, að jeg
fenof levfi til íslandsferðar.
Anna Borg.
sinni. Sem dæmi um langan
starfsdag hans gat Anna þess,
að i gær hafi hann átt að vera
á æfingum í útvarpinu kl. 9—11
f. h. Þar næst að vera á æfing- 1
um í Konunelega leikhúsinu frá
klukkan 11.30—4. — í útvarp-
inu átti hann að vera frá klukk- |
an 4—6 og leika lim kvöldið í
Konunglega leikhúsinu. Þegar
leiksýningu lauk í gærkveldi,
fór hann með einkaflugvjel til
Malmö og ók í nótt til Stokk-
hólms, þar sem hann les upp
„Don Juan“ í „Dramaten“, síðan
lá fyrir að aka næstu nótt áleið
is til Kaupm.hafnar og byrja
álíka langan starfsdag og þar
sem frá var horfið. ;
Ekki eru heldur horfur á að
Poul Reumert geti komið hingað
til lands næsta vetur, því þá á
hann 50 ára leikaraafmæli og
verður bað hátíðlegt haldið við
Konungleea leikhúsið með sýn-
ingum og öðrum hátíðahöldum, |
sem taka allan hans tíma þann
veturinn.
MATTI EKKI TALA
ÍSLFNSKU ÁRUM SAMAN
Frú Anna lætur í ljós kvíða
fyrir því, að hún hafi eftir rúm
leea 20 ára fjarveru tapað ís-
lenskukunnáttu sinni og þá
fyrst og fremst framburði og á-
Ef að boð Þjóðleikhússins (herslum málsins. Þótt enginn
hefði komið tveimur dögum sið-
ar en raun varð á, hefði jeg held
ur ekki getað komið að þessu
sinni, því þá var jeg beðinn að
leika i kvikmynd, sem á að fara,
að taka. Hefði jeg vafalaust
þekkst það boð, ef ekki hefði
væri henni sammála á þessum
fundi, að svo væri, var rætt um
það um stund. Kom sú skoðun
fram, að henni myndi varla veit
ast erfiðara að leika á íslensku
en henni hefði reynst að leika
svo vel á dönsku, að hún hlaut
verið komin tilmælin frá Þjóð- j sjerstaka heiðursviðurkenningu
leikhúsinu. Þetta kalla jeg, að! fyrir fallegt mál í Konunglega
allt hafi snúist mjer í hag. Á leikhúsinu. Er það útaf fyrir sig
hinn bóginn verð jeg að segja.! nærri einstætt um erlenda
að st.iórn Konunglega leikhúss- leikara, að þeir hljóti slíka við-
ins tók sjerstaklega vel í að gefa ( urkenningu.
mjer fríið og er jeg þakklát fyr- 1
ir það. Hversu lengi jeg get
verið að þessu sinni er ekki gott
að segja, en jeg vona að það
verði frameftir vetri, því hinar j
stuttu heimsóknir okkar hjón-
anna til Islands hafa ekki gefið
tækifæri til að vinna neitt að
ráði hjer heima.
LANGUR STARFSDAGUR
LEIKARA
Frú Anna ber sjerstakar
kveðjur manns síns, Poul Reu-
merts til íslands. Því miður er
hann svo önnum kafinn, að
hann getur ekki komið að þessu
KOM EKKI TIL IIUGAR AÐ
HÚN YRÐI DÖNSK
LEIKKONA
„Þegar jeg fór til náms í Dan
mörku kom mjer ekki til hug-
ar, að jeg yrði nokkurntíma
dönsk leikkona. Sú hugsun var
svo f jarri mjer, að jeg varð undr
andi er jeg var kölluð á fund
forstjóra Konunglega leikhúss-
ins að leiknámi loknu og boðin
staða við leikhúsið. Jeg hafði
farið út til að læra leiklist í
þeirri von, að jeg gæti ef til vill
orðið leikkona á íslandi.
urn fannst það heldur jafn frá-
leitt og Poul Reumert, sem síð-
ar varð eiginmaður minn, að .
kona. sem ekki kynni málið
yrði ráðin til leikhússins.
En enginn hefir heldur hjálp
að mjer eins og hann til að læra
dönskuna og þótti mjer hann
meira að segja fullstrangur á
stundum, er hann bannaði mjer
að tala íslensku á heimili okk-
ar, einnig eftir að bróðir minn
og s'^tir komu til okkar. Helst
mátti jeg ekki umgangast íslend
inea á meðan jeg var að læra
dönskuna.
„Þetta var það, sem jeg varð
að gjalda fyrir dönskunámið og
með öðru móti hefði það ekkl
tekist. Og nú mun jeg gera mitt
besta til að tala móðurmálið
mitt lýtalaust“.
„ÍSLENSKAN ER STERK.
EN MJÚK ‘
Er hjer var komið varpaði
frú Anna fram staðhæfingu,
sem kom flestum viðstöddurn á
óvart. Hún sagði eitthvað á
þessa leið:
„Er ekki almennt álitið, að
íslenskan sje hart mál, en dansk
an mjúk? — Að mínum dómi
er þetta ekki rjett. Íslenska
tungan er sterk, en mjúk og
mun mýkri en danskan, sem er
hart mál.
Nefndi Anna nokkur dæmi,
máli sínu til stuðnings og var
rökum hennar ekki mótmælt,
enda erfitt. „Margir Islending-
ar eiga erfitt með að læra
dönsku, af því að þeir halda, að
málið sje mjúkt, en það fellur
eins og hamarshögg í saman-
burði við íslenskuna, sem renn
ur mjúk og ljúf af vörum ís-
lendinga".
MIKILL
LEIKLISTARVIÐBURÐUR
Það er mikill leiklistarvvið-
burður hjer í bæ, er Anna Borg
frægasta leikkona Islands, kem
ur fram í Þióðleikhúsinu. Hún
hefir ekki leikið hjer á íslensku
frá því að hún fór með hlutverk
Höllu í Fialía-Eyvind Albingis
hátíðarárið. Enn muna menn og
pæða snilldarleik hennar í því
hlutverki.
I S.iálf vill Anna Borg ekki gefa
leikhúseestum of miklar vonir
ir og segir:
I „Jeg fiekk handritið að hlut-
verki minu þremur dögum áður
en jeg fór að heiman. — Þetta
hlutvei'k hefi jeg aldrei leikið
áður. Getur verið að bað sje
gott, að jee hefi ekki leikið bað
á dönsku. En maður veit aldrei
, hvernig hlutverk henpnast, sem
l maður tekur að sier fyr en kom-
ið er langt á æfin«ar. En jeg
mun gera mitt besta“.
í. G.
Kosningar í V-Afríku
LON.DON, 8. febr. — í dag hóf-
ust kosningar til hins nýja
þings Vestur-Afríku. Fá íbú-
arnir þarna nú meira sjálfsfor-
ræði en í nokkurri annarri
áfríkanskri nýlendu.
84 fulltrúar taka sæti á þing-
Englinu, þar af 75 innfæddir.
— Reuter.